Morgunblaðið - 11.05.1996, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 11.05.1996, Qupperneq 6
6 LAUGARDAGUR 11. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Séra Pálmi ekki í framboð MORGUNBLAÐINU hefur borist eft- irfarandi tilkynning frá sr. Pálma M'atthíassyni, sóknarpresti í Bústaða- kirkju, : „Ég hef ákveðið að gefa ekki kost á mér í framboð til embættis forseta íslands, þrátt fyrir að fast hafí verið að okkur hjónum sótt að gefa kost á okkur til þessa virðulega embættis. Þrátt fyrir mikla og góða hvatningu góðra og traustra vina og velgjörðar- manna þá er þessi ákvörðun einlæg og endanleg. í raun höfðum við vikið þessari umræðu frá okkur fyrir all- löngu en verið hvött til að endurskoða þá ákvörðun. Síðustu vikur höfum við verið undir mjög sterkum þrýstingi. Það hefur verið lagt mjög hart að okkur af traustum hópi fólks, sem hefur verið reiðubúinn til þess að vinna með okkur að framboði. Þessi velvilji og hvatning fólks víðs- vegar um land er okkur hjónum dýr- mætur og við erum þakklát. í þessum tengslum og umræðum hafa skapast tengsl vináttu og kunningsskapar, sem munu haldast. Ég kann vel við mig í embætti sókn- arprests í Bústaðaprestakalli. Þar er gott og öflugt starf með góðum og tryggum sóknarbörnum. Söfnuðurinn hefur ekki síst sýnt hug sinn í orði og verki og hvatt mig til þess að sinna starfmu áfram í prestakallinu, Kirkjan er mér kær og alls ekki auðvelt að hverfa úr þjónustu hennar. Á hennar vettvangi er ekki síður hægt að vinna landi og þjóð til heilla. Þessi umræða og hvatning til fram- boðs í embætti forseta íslands hefur sannarlega hreyft við mér og alls ekki auðvelt að víkja henni frá sér. Ég hef alla tíð borið mikla virðingu fyrir embætti forseta íslands og nauðsyn þess að þjóðin standi vörð um þetta mikilvæga embætti. Þess vegna er mikilvægt að við veijum lýðræðið og stöndum saman um forsetann hver sem hann verður að loknum kosning- um.“ ♦ 4.♦------ Hlaut Danne- brogsorðuna MARGRÉT II Danadrottning hefur sæmt Hörð Sigurgestsson, forstjóra Eimskips, Riddarakrossi af 1. gráðu Dannebrogsorðunnar. Hörður hlýtur orðuna vegna starfa við að efla samvinnu við dönsk flutn- ingsfyrirtæki og stuðnings við kynn- ingu á dönskum menningarviðburð- um. Klaus Otto Kappel, sendiherra, afhenti Herði Riddarakrossinn í mót- töku í danska sendiráðinu nýlega. FRÉTTIR Morgunblaðið/Jón Guðjónsson Heraðsdomur Reykjavíkur Búnaðarbanki má inn- heimta vanskilagjald HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hef- ur sýknað Búnaðarbanka íslands af kröfum konu, sem hélt því fram að óheimilt væri að innheimta svokallað vanskilagjald, enda engin heimild i lögum til töku þess. Héraðsdómur segir vanskilagjald lið í innheimtu vanskila og vísar til reglna um skað- leysi skuldareiganda af innheimtu. Konan keypti bækur af bókaút- gáfu fyrir tæpar 30 þús. kr., greiddi hluta upphæðarinnar strax, en eftir- stöðvar voru settar á skuldabréf, sem greiða átti af á mánaðar fresti í 18 mánuði. Bókaútgáfan fól Búnaðar- bankanum innheimtu skuldabréfsins, en í sex skipti drógust greiðslur frá konunni. Henni var þá gert að greiða vanskilagjald, sem var .ákvarðað þannig að 330 krónur reiknuðust á 7. degi frá gjalddaga og aftur sama upphæð frá 15. degi eftir gjalddaga. Konan þurfti fimm sinnum að greiða 660 kr. og einu sinni 330 kr. Dráttarvexti, ekki vanskilagjald Konan sagðist hafa samþykkt að greiða af skuldabréfinu, ásamt kostnaði við innheimtu eins og hann hefði verið tilgreindur og dráttar- vexti af vanskilum, ef til þeirra kæmi. Hún hefði hins vegar ekki skuldbundið sig gagnvart bankanum, sem bókaútgáfan fól innheimtu, en hefði neyðst til að greiða svonefnt vanskilagjald samkvæmt heimildar- lausri geðþóttaákvörðun hans. Bank- inn hefði einungis getað krafist inn- heimtukostnaðar samkvæmt því sem getið væri í skuldabréfínu. Dráttar- vextir væru til þess ætlaðir að fírra skuldareiganda tjóni. Búnaðarbankinn kvaðst setja gjaldskrá um sína þjónustu og van- skilagjald hefði verið í samræmi við gjaldskrána, en ekki verið geðþótta- ákvörðun bankans. Gjöldin væru ákvörðuð með hliðsjón af vinnu og útlögðum kostnaði. Eftir gjalddaga væri skuldareiganda heimilt að leita allra eðlilegra og löglegra leiða til innheimtu á kostnað skuldara, svo lengi sem sá kostnaður væri ekki ósanngjarn. Bankinn, fyrir hönd bókaútgáfunnar, hefði leitast við að fá konuna til að greiða áfallnar af- borganir og af þessum aðgerðum hlotist kostnaður sem greiða skyldi bankanum samkvæmt gjaldskrá, rétt eins og konan hefði verið krafín um kostnað af lögfræðilegri innheimtu, hefði sú ieið verið farin. Héraðsdómarinn, Kristjana Jóns- dóttir, komst að þeirri niðurstöðu, að vanskilagjaldið væri ekki samn- ingsbundinn kostnaður heldur sá kostnaður sem bókaútgáfan varð að standa straum af við innheimtu kröfu sinnar á hendur konunni eftir að vanskil urðu. Bókaútgáfan hafi verið ábyrg gagnvart bankanum á greiðslu þess kostnaðar. „Fallast ber því á með stefnda, að umrætt vanskila- gjald sé liður í innheimtu vanskila og beri, samkvæmt reglum um skað- leysi skuldareiganda af innheimtu, að greiðast af stefnanda." Hert á fríðun Miðbæjarskóla Hákarl ínetin Arneshreppi. Morgxtnblaðið. ÞEIR Eggert Sverrisson og Guð- mundur Þorsteinsson á bátnum Katrínu ST 75 fengu hákarl í grásleppunetin sl. miðvikudag og urðu þeir að slefa honum í land á síðunni. Hákarlinn er 365 sm langur og 375 kg að þyngd. Guðmundur á Munaðarnesi hef- ur verið fenginn til að verka hákarlinn. Nú eru fáir eftir hér í sveit sem kunna slíkt handverk en Munaðarnesmenn hafa verk- að hákarl nokkrum sinnum áður og tekist vel. MENNTAMÁLARÁÐHERRA hefur með ráðherrabréfi ákveðið að ganga lengra í friðun Mið- bæjarskóla en Húsafriðunamefnd ríkisins lagði til. Nefndin lagði til að tvær aðalhæðir skólans yrðu friðaðar en ráðherra ákvað að frið- unin næði einnig til búningsklefa og smíðastofu í kjallara. Borgaryfirvöld hafa ákveðið að nýstofnuð Fræðslumiðstöð Reykjavíkur verði til húsa í Mið- bæjarskólanum og til þess að svo megi verða þarf að breyta kennslustofum í skrifstofur. Strangt eftirlit með breytingum Að sögn Magnúsar Skúlason- ar, framkvæmdastjóra Húsafrið- unarnefndar, hefur ákvörðun ráðherra þau áhrif að allar breyt- ingar innanhúss eru háðar ströngu eftirliti og samþykki Húsafriðunarnefndar. „Þetta tryggir að ekkert verður gert nema í samráði við okkur og að hægt verður að setja skól- ann í það horf sem hann var, það er skóla á ný, ef menn vilja það í framtíðinni,“ sagði Magnús. Eftir sem áður má reisa veggi innandyra og sagði Magnús að búið væri að samþykkja fjóra skilveggi á efri hæð hússins með- fram Fríkirkjuvegi til að koma til móts við fyrirhugaða breytingu á notkun hússins. „Okkar vinna er ekki að vernda ákveðna starf- semi í húsum,“ sagði hann. „Að- alatriðið er að húsin séu í notk- un. Við getum ekki farið að skipta okkur af því hvort þarna er skóli eða ekki en auðvitað vildum við helst að þarna yrði skóli.“ Björn Bjarnason, menntamálaráðherra, um mögulegt afnám auglýsinga í Ríkisútvarpinu Staðan á einkamark- aði ræður ákvörðun MENNTAMÁLARÁÐHERRA segir að ákvörðun um hvort Ríkisútvarp- ið hverfí af auglýsingamarkaði verði að taka mið af því hvort um raunverulega samkeppni sé að ræða milli einkaaðila. „Það er ekki réttlætanlegt að afhenda aðila, sem fengið hefur leyfi til áskriftarsjónvarps, allar auglýsingatekjur ríkissjónvarps, svo dæmi sé tekið. Ákvörðun um brottfall auglýsingatekna Ríkisút- varpsins verður ekki tekin án tillits til stöðunnar á einkamarkaðnum,“ sagði Bjöm Bjamason í umræðum utan dagskrár á Alþingi í gær. Þar var rætt um skýrslu starfs- hóps um endurskoðun á útvarpslög- um, en meirihluti starfshópsins vill að ríkið hverfi af auglýsingamark- aði til að jafna samkeppnisstöðu fjölmiðla. Umræðan var að beiðni Sighvats Björgvinssonar, Alþýðuflokki. Sig- hvatur sagði skýrsluna vitlausa og að niðurstöður hennar og tillögur byggðust á handahófskenndum at- hugunum og óvandaðri upplýsinga- öflun og nefndi Sighvatur nokkur dæmi um það. Sighvatur sagði m.a. að í skýrsl- unni kæmi fram að árlegt ráðstöf- unarfé Stöðvar 2 af áskrift og aug- lýsingum væri 2,1 milljarður á sama tíma og árlegt ráðstöfunarfé Ríkis- útvarpsins væri 1,76 milljarðar. „Forroaður útvarpsráðs spyr ekki hvernig stendur Stöð 2 sig þá í inn- lendri dagskrárgerð miðað við Rík- isútvarpið þegar ráðstöfunarféð er svona miklu meira. Hvaða hags- muni er verið að veija?“ sagði Sig- hvatur, en formaður útvarpsráðs sat í áðumefndum starfshóp. Lúsarleit Bjöm Bjarnason menntamála- ráðherra sagði að skýrslunni væri ætlað að vera umræðugrundvöilur í því starfi sem framundan væri við að finna skynsamlega leið til að styrkja stöðu Ríkisútvarpsins og tryggja framtíð þess og þeirra sem við það keppa. Björn sagði það áhyggjuefni fyr- ir Ríkisútvarpið að lúta forsjá Al- þingis, þar sem sætu menn með jafnþröngsýn sjónarmið og Sighvat- ur hefði lýst, færu í lúsarleit að hortittum í skýrslum en sæju ekki aðalatriði málsins sem væri að starfsumhverfí Ríkisútvarpsins væri gerbreytt, bæði að því er varð- aði samkeppni innanlands og tækni- legar breytingar. Laga þyrfti stofn- unina að þeim aðstæðum og í skýrslunni væri litið á málin í þessu stærra samhengi og bent á leiðir fram á veginn. Ga,gnrýni kom fram á skýrsluna frá þingmönnum allra flokka. Mar- grét Frímannsdóttir, Alþýðubanda- lagi, sagði skýrsluna sýna skort á víðsýni og eðlilegt væri að fulltrúar allra flokka kæmu að vinnu um endurskoðun útvarpslaga. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, Þjóðvaka, sagði að tillögur starfs- hópsins myndu kippa tilvistar- grundvelli undan Ríkisútvarpinu, þótt yfirlýst væri að slíkt væri ekki tilgangur menntamálaráðherra. Ásta Ragnheiður sagði þó að ýmis- legt í skýrslunni væri jákvætt og nefndi m.a. umfjöllun um kostun í Ríkisútvarpinu, sem hún hefði verið andvíg, og tillögur um endurskoðun á útvarpsráði, þótt vafasamt væri að menntamálaráðherra myndi skipa alla fulltrúa í rekstrarstjóm, sem starfshópurinn leggur til að leysi ráðið af hólmi. Rekstur sjónvarps ekki dýr Hjálmar Árnason, Framsóknar- flokki, sagði starfshópinn ieggja til að draga að flestu leyti úr um- svifum Ríkisútvarpsins, en menn yrðu að átta sig á því að ríkisút- varp gegndi ýmsum skyldum sem einkastöðvar gætu ekki axlað. Hjálmar lýsti ýmsum efasemdum með forsendur starfshópsins, m.a. þar sem gefið væri í skyn að rekst- ur Ríkisútvarpsins hér á landi sé óþarflega dýr. Því þegar borinn væri saman kostnaður ýmissa sjón- varpsstöðva erlendis kæmi í ljós að kostnaður við útsendingartíma í BBC væri 5 milljónir og 3 milljón- ir í danska og sænska sjónvarpinu en 300 þúsund krónur hjá Ríkisút- varpinu. Guðný Guðbjörnsdóttir, Kvenna- lista, sagði að það væri stefna Kvennalistans að tryggja rekstrar- grundvöll Ríkisútvarpsins og leggja áherslu á aukið innlent út- varpsefni. Meginmarkmið starfs- hópsins virðist í reynd vera að skapa aukið svigrúm fyrir einkam- iðla í fjölmiðlarekstri. Tillögur hans miðuðu alls ekki að því að tryggja að Ríkisútvarpið geti sinnt upplýs- inga-, menningar- og öryggishlut- verki almennilega og tillaga um afnám afnotagjalds kippti stoðun- um undan sjálfstæði stofnunarinn- ar. Tveir þingmenn Sjálfstæðis- flokks, Árni M. Mathiesen og Sturla Böðvarsson, lýstu hins veg- ar yfir stuðningi við tillögur um að nefskattur komi í stað afnota- gjalds útvarpsins. Arni Johnsen, Sjálfstæðisflokki, sagðist ósammála tillögum í skýrsl- unni um að útvarpið fari af auglýs- ingamarkaði. Þá væri út í hött að tala um að draga ætti úr uppbygg- ingu langbylgju. Björn Bjarnason sagði að áfram yrði haldið undir- búningi við að kaupa tvo lang- bylgjusenda, en framkvæmd máls- ins hefði lent í vandræðum því út- boð hefði verið kært til eftirlitsað- ila Evrópska efnahagssvæðisins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.