Morgunblaðið - 11.05.1996, Side 19

Morgunblaðið - 11.05.1996, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MAÍ 1996 19 ERLENT Verkamenn efna til mótmæla í Gdansk Ákall tíl ríkis úr vígi Samstöðu Gdansk. Reuter. Bandaríkjamenn ásaka leiðtoga íraks Segja Saddam ausa fé í hallir o g lystisnekkju New York. Reuter. Armani dæmdur ÍTALSKI tískukóngurinn Gi- orgio Armani var í gær dæmdur i níu mánaða skilorðsbundið fangelsi og honum var gert að greiða 100 milljónir líra, jafnvirði 4,2 milljóna króna, í rétt- arhöldum yfir mörgum af þekktustu tískufrömuðum Ítalíu. Armani var á meðal níu sakborninga sem játuðu að hafa greitt skatteftir- litsmönnum mútur gegn því að fá vægari dóma. Tíu aðrir höfn- uðu slíku samkomulagi og dæmt verður í máli þeirra síðar. Ar- mani hefur þegar greitt sektina. Bresk stríðs- glæparétt- arhöld í janúar DÓMARI í Lundúnum ákvað í gær að réttarhöld yfir 85 ára manni, sem er sakaður um stríðs- glæpi í Hvita-Rússlandi í síðari heimsstyijöldinni, skyldu heflast 6. janúar. Szymon Serafinowicz er sakaður um að hafa drepið þrjá gyðinga en kveðst saklaus af sakargiftunum. Hann er fyrsti maðurinn sem sóttur er til saka samkvæmt umdeildum lögum um stríðsglæpi sem samþykkt voru í Bretlandi árið 1991. Kwasniewski í sókn ALEKSANDER Kwasniewski, forseti Póllands, nýtur nú vax- andi stuðnings meðal Pólverja, ef marka má skoðana- könnun sem birt var í gær. Sam- kvæmt henni eru 64% Pól- veija ánægð með frammi- stöðu forset- ans, eða tíu prósentustigum fleiri en í sams- konar könnun fyrir mánuði. Kwasniewski er fyrrverandi kommúnisti en lýsir sér nú sem jafnaðarmanni. Múslimar handteknir FRANSKA lögreglan handtók í gær 47 araba, sem grunaðir eru um að hafa séð heittrúuðum múslimum, sem berjast gegn stjóminni í Alsír, fyrir fölsuðum persónuskilríkjum. Mennimir vom handteknir í París, Mar- seille og Reims. Engin vopn fundust í aðgerðinni. 400.000 rottur drepnar ÍBÚAR í borginni Shenyang í norðausturhluta Kína hafa drep- ið um 400.000 rottur frá því í mars, þegar yfirvöld hófu her- ferð gegn rottum til að stemma stigu við sjúkdómum sem raktir eru til meindýranna. íbúarnir fá sem svarar 8 krónum fyrir hvern rottuhala sem þeir afhenda. Einn íbúanna hefur afhent 6.000 rottuhala og fjölskylda nokkur veiddi 1.000 rottur á einu kvöldi, að sögn fréttastofunnar Xinhua. STARFSMENN skipasmíðastöðv- ar í Gdansk, þar sem Samstaða var stofnuð, efndu í gær til mót- mæla á götum borgarinnar og kröfðust þess að ríkið veitti fyrir- tækinu fjárhagsaðstoð til að bjarga því frá gjaldþroti. Rúm 3.000 af 7.200 starfs- mönnum skipasmíðastöðvarinnar tóku þátt í mótmælunum og kröfð- ust þess einnig að séð yrði til þess að þeir fengju launin greidd á rétt- um tíma. Skipasmíðastöðin hefur ekki getað greitt laun síðasta mánaðar og er að sligast undan skuldum, er nema sem svarar 7,5 milljörðum króna. Ríkisstjómin hefur neitað að koma fýrirtækinu til aðstoðar. „Ef stjórnvöld sýna okkur ekki skilning verðum við að grípa til sömu aðgerða og í ágúst 1980,“ sagði Jerzy Borowczak, forystu- maður starfsmannanna, og vísaði til verkfallanna sem leiddu til stofnunar Samstöðu, fyrstu fijálsu verkalýðssamtakanna í kommún- istaríkjunum fyrrverandi í Mið- og Austur-Evrópu. Borowczak skipulagði verkföllin árið 1980 ásamt Lech Walesa, sem varð leiðtogi Samstöðu og síðan fyrsti forseti Póllands eftir hran kommúnismans. Kaldhæðnisleg staða Borowczak sagði það kald- hæðnislegt að fyrirtækið, sem hleypti af stað breytingum er leiddu til hrans kommúnismans árið 1989 og markaðsumbóta, skuli nú vera að riða til falls vegna þeirra. Ríkisstjórnin, sem er skipuð fyrrverandi kommúnistum og bandamönnum þeirra, neitar að verða við kröfum Samstöðumanna um ríkisafskipti til að koma skipa- smíðastöðinni til hjálpar. „Ef til- raunir til að fínna fjárfesta bera ekki árangur verður skipasmíða- stöðin í Gdansk að falla,“ sagði Reuter STARFSMENN skipasmíða- stöðvar í Gdansk á mótmæla- fundi þar sem þeir kröfðust þess að ríkisstjórnin kæmi stöðinni til hjálpar og að laun, sem þeir eiga inni, verði greidd án tafar. Wieslaw Kaczmarek, einkavæð- ingarráðherra vinstristjómarinn- ar. Ráðherrann kenndi leiðtogum Samstöðu um ófarir skipasmíða- stöðvarinnar. „Ef menn vilja leita að sökudólgum tel ég að leiðtogar Samstöðu ættu að líta í eigin barm og skamma stjóm stöðvarinnar, sem þeir skipuðu sjálfír.“ Ríkisstjómin vill selja tvo þriðju af 60% hlut ríkisins í skipasmíða- stöðinni en henni hefur ekki tekist að finna kaupendur. Walesa var skráður að nýju sem rafvirki í skipasmíðastöðinni í síð- asta mánuði en hóf ekki störf þar sem þingið varð við kröfu hans um að hann fengi eftirlaun sem fyrrverandi forseti. Tilraunir hans til að fá fyrirtæki í Bandaríkjunum til að fjárfesta í skipasmíðastöð- inni bára ekki árangur. YFIR hálf milljón bama hefur látið lífið í írak frá því að Sameinuðu þjóð- irnar, SÞ, lýstu yfir viðskiptabanni á landið fyrir fímm árum. Á sama tíma hefur Saddam Hussein, leiðtogi landsins eytt yfír einum milljarði Bandaríkjadala, um 66 milljörðum ísl. kr., í byggingu 48 nýrra halla og lystisnekkju, að því er fullyrt er í fréttaþættinum „60 mínútum" sem sýndur verður á sunnudag í Banda- ríkjunum. I þættinum segir að viðskiptabann SÞ hafí valdið skorti á matvælum, lyflum og vatnshreinsibúnaði sem hafi orðið til þess að barnadauði hafi fímmfaldast. Haft er eftir mannréttindahópum að 567.000 börn undir fimm ára aldri hafí dáið frá því að viðskiptabannið tók gildi en upplýsingamar byggir hópurinn á tölum frá Matvæla- og landbúnaðarstofnun SÞ (FAO). Fréttamenn „60 mínútna" ræddu einnig við Madeleine Albright, sendi- herra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, sem viðurkennir að það, sem átt hafí sér stað í írak, sé vissu- lega harmleikur. „En við vitum að hann [Saddam] ver ótrúlegum fjár- upphæðum í þá hluti sem honum þykja máli skipta,“ segir Albrigt og sýnir fréttamanni myndir af 122 metra lystisnekkju sem leiðtoginn er sagður eiga. Ekki var upplýst hvem- ig Bandaríkjamenn komust yfir mynd af skipinu. Auk skipsins nefndi Albrigt byggingu 48 halla og sagði áætlað að kostnaðurinn væri um einn milljarður dala. -----♦—♦—4------ Flóttamanna- skipi vísað ábrott Abidjan. Reuter. HRÓRLEGT flutningaskip í níger- ískri eigu sigldi frá hafnarborginni San Pedro á Fílabeinsströndinni áleiðis til Ghana á fimmtudagskvöld með nær 6.000 líberíska flóttamenn um borð. Stjómvöld í landinu leyfðu nokkrum konum og bömum sem voru í skipinu að verða eftir en óttuð- ust að meðal karlanna væru liðsmenn stríðandi fylkinga í Líberíu og kröfð- ust þess að skipið, Bulk Challenger, héldi á brott. Flestir flóttamennirnir héldu áfram með skipinu, sem er í slæmu ásigkomulagi, illa lyðgað og veruleg- ur leki var kominn að því er það kom til borgarinnar á þriðjudag. Starfs- menn hjálparstofnana bentu á að skipið væri ekki haffært en stjóm- völd í höfuðborginni Abidjan létu skoðunarmenn gefa út skírteini svo að hægt væri að vísa skipinu á brott. MIÐANN FÆRÐU HJÁ NONDA ClViC 1.4 Si Tiestöfl sdmeinar glœsilegt útlit óviðjdfnanlega aksturseiginleika, ríkulegan staðalbúnað, mikil gC&ðí og einstaka hagkvœmni i rekstn. Verðið stenst alian samanburð Honda Clvlc 1.4 Sl er búinn 90 hestafla 16 ventla vél meö tölvustýrðri fjölinnsprautun. Upptak er 10.8 sek. í 100 km/klst meöan eyöslan viö stöðugan 90 hraöa er aöeins 5,4 lítrar á 100 km. Honda Civic fylgja rafdrifnar rúður og speglar, þjófavöm, samlæsingar, vökva- og veltistýri, útvarp/segulband, sporlinnrótting, samlitir stuöarar og spoiler, sem er meö innbyggðu bremsuljósi, o.fl. Styrktarbitar eru í hurðum. Lengd: 419**cm. Breidd: 169,5 cm. Hjólhaf: 262***cm. Tveggja ára alhliöa ábyrgö fylgir öllum nýjum Honda bifreiöum og þriggja ára ábyrgð er á lakki. Tökum aöra bíla uppí sem greiöslu og lánum restina til allt aö fimm ára. 'álfelgur eru aukabúnaöur á mynd. **stærstur f sýnum flokki. ***mesta hjólhaf í millistærðarflokki. 1.304.000,- (H VATNAGARÐAR24 S: 568 9900

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.