Morgunblaðið - 11.05.1996, Síða 30

Morgunblaðið - 11.05.1996, Síða 30
30 LAUGARDAGUR 11. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Enn eru margir áhyggjufullir Ný mannanafna- lög hafa verið samþykkt ÞAÐ hafa verið samþykkt mannanafnalög á Alþingi. Það er í annað sinn á fimm árum. Lögin frá 1991 voru i raun fyrstu manna- nafnalögin sem tókst að setja eftir áratugaþjark. Þau voru ekki full- komin en með minniháttar leiðrétt- ingum hefði mátt gera þau brúkleg. Sú leið var ekki válin heldur allt önnur leið. Sumir segja að nýju mannanafnalögin séu góð. Aðrir segja að þau séu legsteinninn á ís- lenska kenninafnakerfið. Ég er þeirrar skoðunar að hér hafi verið stigið stórt skref í kolvitlausa átt. Opnað fyrir flóð með nýjum millinöfnum Kenninafnakerfi? Hvað er það? Það kerfí byggist á því á íslandi að flestir kenna sig til föður síns og hafa gert um aldir. Konur halda kenninafni sínu þótt þær gangi í hjúskap. Fólk má kenna sig við móður sína eins og föður. Nú er þessu kerfi stofnað í háska með því að innleidd eru millinöfn. Hvað er millinafn? Það er ekki nafnið Ragn- ar í Olafur Ragnar Grímsson eða Baldvin í nafínu Jón Baldvin Hannibalsson eða Oddur í Einar Oddur Kristjánsson. Millinafn er nafn eins og ef Ólafur Ragnar héti Ólafur Dýrfjörð eða Ólafur Ragnar Dýrfjörð, Jón héti fullu nafni Jón Baldvin ísfjörð eða Einar Oddur Önfjörð svo þijú dæmi séu nefnd. Millinöfnin eru önn- ur aðalbreyting nýju laganna og sú sem flestir hafa áhyggjur af. í annan stað er gert ráð fyrir því í nýju lög- unum að eiginnafn þurfí ekki að vera ís- lenskt að uppruna eða hefð; nægilegt sé að það geti tekið íslenkri eignarfallsendingu. Sem öll hljóð geta gert. Nú má ekki blanda hér inn í þetta mál þeim veruleika að fjöldi fólks hefur tekið tryggð við millinöfn og fjöldi fólks hefur líka tekið tryggð við mannanöfn sem mannanafnanefnd hefur hafn- að. Þessu máli má heldur ekki blanda saman við það að útlending- um hefur verið gert að taka upp íslensk nöfn er þeir verða íslenskir ríkisborgarar. Um þetta þrennt segi ég: 1) Millinöfn sem eiga sér hefð eiga að fá að vera til áfram en það á ekki endilega að opna lögin upp á gátt fyrir flóði millinafna sem munu fyrr en seinna útrýma ís- lenska kenninafnakerfinu. 2) Það á að sjálfsögðu ekki að gera tilraun til þess að banna mannanöfn sem hafa skotið rótum hér á landi þó um skamman tíma sé og þó fáir beri þau ef rökstudd ástæða er til að ætla að sterkar hefðir og tilfínningar fjölskyldna séu á bak við þau nöfn. Manna- nafnanefndin sem starfaði á undanföm- um árum gekk allt of langt í því að útiloka nöfn eins og til dæmis nafnið Maggi sem er áratugahefð fyrir eða nafnið Hilbert sem beygist eins og Albert. Það er fjarstæða að reyna að banna slík nöfn. En þessum „ vanda “ á ekki að svara með því að opna fyrir nafnleysu eins og Skunnar, sem beygist eins og Gunnar né Ross, sem beygist eins og foss, svo dæmi séu nefnd úr lönguvitleysunni sem nú gæti komið upp. 3) Það á líka að mínu viti að leyfa Ngonh Singh Minh að halda sínu nafni ef hann vill þótt hann verði íslenskur ríkisborgari en það er lík- legra að honum geti þótt þægilegra að skjóta inn Gummi, Bogi eða jafn- vel Ami. Of einstrengingsleg túlkun lag- anna frá 1991 spillti fyrir þeim og opnaði nú fyrir flóð sem enginn getur séð hvert ber okkur að lokum. Fylgst verður með framkvæmd laganna Þegar lögin vom til meðferðar á Alþingi og þau komu til 2. umræðu vakti ég athygli á þeim vanköntum sem ég taldi vera á frumvarpinu. Við Hjörleifur Guttormsson fluttum tillögu um að fresta málinu og að vinna það betur. Þau sjónarmið okk- ar áttu sér lítinn hljómgrunn á Al- þingi. En viti menn: Utan úr þjóðfé- Svavar Gestsson laginu bámst áköll um að fresta þessu frumvarpi. Hvort ekki mætti allra náðarsamlegast fresta meðferð fmmvarpsins fram á haust. En allt kom fyrir ekki, og að endingu dróg- um við tillögu okkar til baka þar sem samþykkt var að kjósa nefnd til að fylgjast með framkvæmd lag- anna. Að í henni yrði fulltrúi menntamálaráðuneytisins og að haft yrði samráð við Hagstofuna. Það kom nefnilega í ljós við loka- meðferð málsins að Hagstofan var ekki höfð með í ráðum sem skyldi. Fyrir lá fimm síðna greinargerð frá Hagstofunni þar sem hún benti á að lögin yrðu illframkvæmanleg. Þingnefndin hafði ekki svo mikið við að taka mark á Hagstofunni! Við samningu breytingartillögu ________Margir eru__________ áhyggjufullir, segir Svavar Gestsson, vegna nýrra manna- nafnalaga. minnar - sem var samþykkt - lét ég reyndar á það reyna hvort hag- stofuráðherra mætti eiga mann í nefndinni. Það fékkst ekki sam- komulag um það. Hagstofuráðherra er, ef einver skyldi ekki vita það, Davíð Oddsson þekktari sem forsæt- isráðherra og er reyndar í Sjálfstæð- isflokknum. Ég lagði einnig mikla áherslu á það við meðferð málsins að menntamálanefnd þyrfti að koma að því af þvi að íslenska manna- nafnakerfið væri menningarmál en ekki aðeins tæknilegt úrlausnarefni. Mér tókst að pína það fram að Bjöm Bjamason menntamálaráðherra fengi að tilnefna mann í nefndina til að fylgjast með framkvæmd mannanafnalaganna. En það gekk ekki alveg þrautalaust. Samt er hann í Sjálfstæðisflokknum. Eins og Davíð. En það verður semsé fylgst með framkvæmd laganna en það breytir í rauninni engu því það verður ekki snúið aftur til sama lands og því er ábyrgð meirihluta Alþingis mikil. Það sem verra er — ekki á þá Og svo kom blessað vorið eins og segir í sögunni; frumvarpið var samþykkt og ekkert hlustað á tillög- ur okkar Hjörleifs. Það sem verra er: Það var ekki tekið mark á Helga Hálfdanarsyni listaþýðandanum góða sem bað um frest í Morgunblaðsgrein. Það var ekki hlustað á íslenska málnefnd sem bað um frest. Það var ekki tekið mark á Jónasi Kristjánssyni sem hefur verið eins konar forstjóri þjóðargersemanna í áratugi. Það var ekki hlustað á meirihluta mannanafnanefndarinnar þá Erlend Jónsson ogPál Sigurðsson sem báðu um lagfæringar og frest. Það var ekki einu sinni hlustað á Árna Björnsson, þjóðháttafræðing, sem þó er orðlagður vinur íslenzks máls og menningar. Það var ekki tekið mark á Hag- stofu íslands sem sagði að lögin yrðu illframkvæmanleg. Það var ekki hlustað á Morgunblaðið sem hafði í leiðara beðið um frest; þar þóttist ég kenna handbragð Matthí- asar Johannessen. Sjálfstæðisflokk- urinn á Alþingi virtist reyndar gang- ast sérstaklega upp i því að hafna sjónarmiðum hans í þessu efni þótt Matthías skauti vissulega faldi háum í íslenskri blaðamennsku um þessar mundir, að ekki sé meira sagt um hann. Það gæti komið sér illa fyrir hann ef greinarhöfundur hældi honum mikið meira. Sem þó væri ástæða til í þessu máli og þótt hann heiti Johannessen. Öllum þessum aðvörunum var hafnað. Og eftir stendur þjóðin, margir ánægðir með að hafa fengið mannanafnalög sem opna fyrir nöfn sem mannanafnanefnd útilokaði áður af því að hún skildi ekki lögin frá 1991. Enn eru margir áhyggju- fullir eftir samþykkt þessara laga. í þeim hópi er höfundur þessarar greinar. Höfundur er alþingismaður fyrir Alþýðubandalagið í Reykjavík. Haltu hæfílegrí garlægð frá næsta bíl á undan, segír Kalla Malmquist sjúkraþálfarí, Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Sjúkra- þjálfarinn segir . . . Komdu ekki aftan að fólki! Á ÞENNAN hátt getur höfuðið sveiflast aftur og fram við aftanákeyrslu, sem getur valdið fjölmörgum áverkum. SÍÐASTLIÐIÐ ár komu samtals 1464 einstaklingar á slysamóttöku Sjúkra- húss Reykjavíkur (Borgarspítalann) eftir hálshnykk og langflestir þeirra eftir aftanákeyrslu. Hér birtist örstutt saga sem er okkur sjúkraþjálfurum kunnug - í þessari mynd eða einhverri áþekkri. Hún var með torkennilegan höfuðverk, sem hún hafði aldrei haft fyrir slysið, þyngsli bakvið augun, suð eða hálfgert ýl í öðru eyranu og svima. Hún svaf lítið í nótt, var alltaf að bylta sér, gat engan veginn verið. Hún hellti kaffí í bolla, sér til hressingar, og bar hann upp að vörun- um, en hann féll á gólfið í ótal parta og kaffíð slettist út um allt. Hún var ótrúlega klaufsk í hægri hendinni, eitthvað dofín. Þetta var í annað skiptið í morgun sem hún missti bolla. Var hún að verða eitthvað dugleg að fara út að ganga og gera æfingarnar sínar. En hún var svo þreytt og svo þessi leiðinda verkur. Það var bara allt ómögulegt! Það var eins og allt og allir hefðu snúist gegn henni eftir þessa aftanákeyrslu í vetur, meira að segja fjölskyldan. Ætlaði þetta engan enda að taka? Hún var aðeins verri, ef eitthvað var. Hún sem átti að vera svo heppin að hafa ekki stórslasað sig í árekstrinum! Hugsa sér, bíllinn kastaðist af ákeyrslubílnum og á ljósastaur og hún slapp svona vel. Ekkert fannst að henni á slysadeild- skrítin? Já, ábyggilega, al- veg eins og Anna vinkona sagði í símanum áðan, þegar hún sagðist ekki hafa ratað til hennar í gærkveldi, þó að hún hefði heimsótt hana á sama stað í mörg ár. Það kom bara eitthvað yfir hana þama í Breiðholtinu í gær, hún mundi ekki hvar Anna bjó eða villtist einhvem veg- inn. Allir sögðu að hún ætti að taka sig á, rífa sig upp úr vesaldómnum. Læknirinn sagði að hún ætti að drífa sig í vinnuna og sjúkraþjálf- arinn að hún ætti að vera Kalla Malmquist LISTRÆN útfærsla á aftanákeyrslu og ég tel að hún skýri sig sjálf. inni, hún var aðeins vönkuð og fékk hál- skraga til öryggis, verkjatöflur og eitthvað bólgueyðandi. Hefði ekki bara verið betra að brotna, svo eitthvað hefði sést? Já, þann- ig að meiðslin væra sýnileg? Ekki þorði hún að nota kragann leng- ur þótt henni liði mun betur með hann, því hann Jón frændi hjá tryggingafélag- inu sagði við hana um daginn: „Já, á nú að fara að pumpa tryggingarnar?'1 Hún var orðin örg, uppstökk og jafn- vel þunglynd, hún sem var venjulega hrókur alls fagnaðar. Hún var hreinlega allt önnur manneskja eftir slysið. Ef þú vilt ekki valda slíkri líðan skaltu hafa augun opin í umferðinni. Þú skalt halda þig við löglegan hraða og fara jafn- vel hægar ef aðstæður era slæmar (að vísu ekki of hægt og alls ekki hikandi, svo að þú fáir ekki bíl aftan á þig!). Haltu hæfí- legri fjarlægð frá næsta bíl á undan. Um- fram allt, vertu tillitssamur í umferðinni og aktu ekki aftan á næsta bíl! Höfundur er forstöðusjúkraþjálfari Sjúkrnhúss Reykjavíkur og fæst þar m.a. við sjúkraþjálfun þeirra sem fengið hafa hálsáverka eftir hálshnykk.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.