Morgunblaðið - 11.05.1996, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 11.05.1996, Qupperneq 32
32 LAUGARDAGUR 11. MAÍ 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Magnhildur Guðlaug Stef- ánsdóttir var fædd á Sleðbrjót í Jökuls- árhlíð í Norður- Múlasýslu 20. maí 1907. Hún andaðist í Sjúkrahúsinu á Egilsstöðum 1. maí síðastliðinn. For- eldrar henanr voru 1 hjónin Stefán Sig- urðsson, f. 6. júní 1875, hreppstjóri og bóndi á Sleð- brjót, og Björg Sig- mundsdóttir, f. 13. mars 1884. Magnhildur var elst fjögurra systkina: Hin eru Sig- mundur Sigurður sem nú er látinn, Guðrún Ingibjörg Sól- veig og Guðmóður Geir. 28. maí 1928 giftist Magn- hildur Guðlaug Birni Kristjáns- syni eftirlifandi eiginmanni sínum f. 17. október 1903 frá Kleppjárnsstöðum í Hróars- tungu. Foreldrar hans voru Kristján Gíslason bóndi í Tungu og kona hans Petra Friðrika Björnsdóttir. Magn- hildur og Björn voru bændur í Grófarseli í Jökulsárhlíð í Margar minningar Ieita á okkur við andlát Magnhildar ömmu okk- ar, minningar um allar góðu stund- irnar í sveitinni. Við komum sumar eftir sumar frá Vestmannaeyjum *til að dvelja hjá afa og ömmu í Grófarseli. Öll góðu sumrin þegar okkur fannst alltaf vera sól og gott veður. Þá var oft mannmargt í Grófarseli og glatt á hjalla enda vart hægt að hugsa sér meiri höfð- ingja heim að sækja en hjónin í Grófarseli. Við minnumst ömmu okkar í eld- húsinu veitandi mat og kökur eins og hver gat í sig látið. Þá var oft borðað meira en góðu hófi gegndi, því fátt gladdi ömmu meira en þegar gestir gerðu veitingum henn- ar góð skil. Við minnumst ömmu með áhyggjur af okkur systkinunum, hvort við værum svöng, köld eða að við færum okkur einhvers stað- ar að voða, hvetjandi afa til að gæta okkar blessaðra kaupstaðar- barnanna. Við minnumst ömmu eftir að hún og afi brugðu búi og fluttu í Fjólu- hvamm í Fellabæ. Ekki minnkaði gestrisnin eða umhyggjan eftir að árin færðust yfir og öll bamaböm- in og bamabamabömin fæddust. Gaman var að sitja og skoða ljós- myndir með ömmu, rifja upp gaml- ar minningar og ekki var komið að tómum kofanum þegar talið barst að ættum og ættfræði, þá var amma í essinu sínu. Síðustu árin hrakaði heilsu '■•ömmu og hún dvaldi síðustu tvö ár ævi sinnar á Sjúkrahúsinu á Egilsstöðum þar sem hún naut góðrar aðhlynningar. Við vonum að á engan sé hallað þó við minn- umst frábærrar umhyggju Petru móðursystur okkar sem var alla tíð vakin og sofin yfir velferð ömmu og var alltaf mjög sterkt samband milli þeirra mæðgna. Elsku afi, megi almættið styrkja þig í sorg þinni, því missir þinn er mikill. Við systkinin, makar okkar og börn sendum móðursystkinum *- -okkar og afkomendum þeirra inni- legar samúðarkveðjur, megi minn- ingin um góða konu lifa. Agnes, Björn Kristján og Magnús. Það er sólríkur sumarmorgunn í Jökulsárhlíð. Seljabæimir sindra og Kaldáin rennur næstum blíð- meira en hálfa öld. Þau brugðu búi 1982 og fluttust þá í Fjólu- hvamm 11 í Fellabæ. Magnhildur og Björn eignuðust átta böm. Þau em: 1) Stúlka (óskírð), f. 15. októ- ber 1929, d. 16. okt. 1929. 2) Stefanía Björg, iðnverkakona, f. 2. maí 1931. Börn hennar og Svavars Jakobs Stefánssonar: Agnes, sjúkraliði, f. 1955, Björn Kristján, verkstjóri, f. 1957, Stefán Ómar, f. 1962, d. 5. des- ember 1978, og Magnús Björg- vin, sjómaður, f. 1964. 3) Petra Friðrika, húsmóðir, f. 12. janúar 1933. Maki Björn Þór Pálsson. Böm þeirra: Bjöm Magni, verka- maður, f. 1956, Jóna Pála, kenn- ari, f. 1964, og Björg, fjölmiðla- fræðingur, f. 1969. 4) Elva, bóndi, f. 20. september 1935. Maki Bjöm Hólm Björnsson. Börn þeirra: Skúli, verkstjóri, f. 1956, Magnhildur Björg, bóndi, f. 1957, Björn, verkstjóri, f. 1959, Birna Soffía, póstmaður, f. 1961, og Grímlaugur, verkamaður, f. lega áfram, eins og hún vilji ekki trufla heiðríkju dagsins. Enn gljáir á döggina á hundasúrunum og rabb- arbaranum og kýmar era komnar út, frelsinu fegnar. Pískur leggur það á sig að rölta út og gamla kisa liggur á tröppunum og baðar sig í sólinni. Það er enn árla morguns. En amma í Gróarseli er samt þegar búin að gera margt því hún á von á gestum. Allt frá því hún kveikti upp og gekk út í dymar til að fagna góðum degi og fara með morgun- bænina, hefur hún haft í mörgu að snúast. í stofunni er allt hreint og fínt, orgelið á sínum stað svo ekki sé minnst á blómin sem eng- inn nema hún veit hvað heita öll og hvemig á að hlúa að. Hvert sem litið er má sjá merki um myndar- skap ömmu, gardínumar fyrir gluggunum, klukkustrengirnir á veggjunum, prjónaðir og heklaðir dúkar á borðunum, svo ekki sé minnst á brydduðu sauðskinns- skóna með leppunum, sem amma kann svo vel að að gera. Undir glugganum í litla herberginu stend- ur skrifborðið hans afa, snyrtilegt með fallegu pennastatífi og við vegginn skattholið hennar. Það var heldur þrengra í litla herberginu á árunum áður þegar þar sváfu fjór- ar litlar systur saman og hjá afa og ömmu, þijú systkin þeirra. Frá eldhúsinu leggur góðan ilm, það er alltaf góður ilmur í eldhús- inu hjá ömmu. A einni dýrmætri morgunstund hefur hún bakað af stakri snilld hinar eftirsóttu korn- flekskökur, pönsur liggja upprúll- aðar á diski og inni í búri bíða tert- ur lítilla handa. Hún hefur meira að segja bakað það sem hún kallar d-tertu. Amma er nefnilega trúuð kona og þolir illa ljótan munnsöfn- uð, það versta sem hún segir er „ansans“ og þá þarf mikið að koma til. Uppi á lofti er amma búin að gera gestaherbergið klárt, rúmið með stóra sænginni í hvítu veri er uppbúið en þar hafa bamabörn hennar flest sofið. Hún veit að þeim leiðist ekki í þessu herbergi því þar er Skápurinn. Þessi leynd- ardómsfulli skápur sem hægt er að fara inn í og virðist endalaus, með alls kyns dóti og svo auðvitað stöflum af gömlum Æskublöðum. 1968. 5) Jónlna Alda, bóndi, f. 14. aprfl 1937, d. 26. nóvember 1992, eftirlifandi eiginmaður hennar er Sæbjöm Hallgrímur Jónsson. Böm þeirra. Guðlaug- ur, sveitarstjóri í Fellabæ, f. 1960, Eraa, skrifstofumaður, f. 1962, Þór, vélstjóri, f. 1966. 6) Kristján Hrímnir, landpóstur, f. 9. febrúar 1941. Maki Þórhild- ur Vigfúsdóttir. Böm þeirra: Elín Helga, húsmóðir, f. 1962, Björn, vélstjóri, f. 1963, Vigdís Hulda, skrifstofumaður, f. 1964, Aðalsteinn Kristján, nemi, f. 1967, Guðlaugur Vigfús, verka- maður, f. 1973. 7) Aðalsteinunn Bára, f. 1942, starfsstúlka á Sjúkrahúsinu á Seyðisfirði. Maki Reynir T. Júlíusson. Böm þeirra: Soffía, sjúkraliði, f. 1966, Jón Ágúst, landfræðing- ur, f. 1968, Björn Hildir, nemi, f. 1976. 8) Sigurður Gylfi, bóndi, f. 5. nóvember 1945. Maki Sig- urveig Björasdóttir. Böra þeirra: Drífa, hárgreiðslumeist- ari, f. 1970, Björn Guðjón, pípu- lagningamaður, f. 1970, Sigur- rós, húsmóðir, f. 1976. Magnhildur var virk í félags- starfi í sinni heimasveit á sín- um yngri áram, hún var meðal annars formaður Kvenfélags Hlíðarhrepps um árabil, for- maður sóknarnefndar Sleð- bijótskirkju um tuttugu ára skeið svo og formaður barna- verndarnefndar. Magnhildur verður jarðsung- in frá Egilsstaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Þeim hefur amma haldið til haga og yfir þeim er legið og glímt við margs konar þrautir og felumynd- ir, lesnar sögur og myndasögur. Amma hendir nefnilega aldrei neinu. Þegar hún ólst upp þurfti ekki að kenna fólki að nýta vel hlutina, umhverfisvernd var því í blóð borin. Hún varðveitir allt frá gamla tímanum og eyðir löngum tíma í að flokka og merkja bréf og ljósmyndir. Amma hefur gaman af því að fá barnabörnin í heimsókn þó stundum þyki henni nóg um glannaskapinn í þeim. Hún veit að afi hendir gaman að þessum áhyggjum hennar og gerir það stundum viljandi að setja krakka fyrir framan sig á traktorinn og keyrir fram fyrir eldhúsgluggann, það liggur við að hún heyri hann hvísla: „Nú skulum við sjá hvað amma okkar segir.“ En hún hefur gaman af því að spjalla við þetta unga fólk, það er svo merkilega vel að sér í ýmsum efnum. Ekkert þeirra kemst þó með tærnar þar sem amma hefur hælana í ætt- fræðiþekkingu, það er einna helst afi sem getur rætt þau mál við hana af skynsamlegu viti. Og þá má alltaf draga í spil. Hversu ung og snörp sem bamabörnin telja sig vera er það alltaf amma sem vinn- ur í Kvikk og oftar en ekki er það líka hún sem hefur vinninginn í Kasínu. Þegar þau afí spila er hald- ið ítarlegt bókhald um niðurstöð- urnar því spiluð er framhaldskas- ína. Þegar amma hefur gengið úr skugga um að allt sé til reiðu fyrir gestakomu, tekur hún af sér svunt- una og tekur til við að greiða og flétta þykkt sítt hár og setja það í fallegan hnút. Oft tjá baranböm- in henni hrifningu sína yfir hár- prýðinni en þau fá alltaf sama svar- ið: „Það var einu sinni fallegt." Sólin er að nálgast hádegisstað. Úti á Ási glittir í ferðalanga, afi er fyrir löngu búinn að sjá þá í sjónaukanum sínum, amma bíður gestanna á tröppunum. Allt er til reiðu. Amma í Grófarseli er dáin. En nú eins og áður smeygjum við litl- um höndum í stóran og hlýjan afa- lófa og saman leitum við huggunar í björtum minningum. Systkinin Laufási 11. + Sigurður Krist- inn Sigurðsson fæddist í Sandgerði 8. júlí 1940. Hann lést á Hjúkrunarheimil- inu Sunnuhlíð í Kópavogi 4. maí síð- astliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Sig- urður Björnsson skipsljóri frá Siglu- firði, f. 27. maí 1917, d. 12. febrúar 1944, og kona hans Rósa Magnúsdóttir hús- móðir í Sandgerði, f. 2. september 1917. Foreldrar Rósu voru Magnús Sigurðsson, f. 15. ágúst 1891, d. 12. jan. 1968, og Rósa Einarsdóttir, f. 10. janúar 1900, d. 13. nóv. 1993. Foreldrar Sig- urðar voru Björa Zophanías Sig- urðsson skipstjóri á Siglufirði, f. 14. nóvember 1892, d. 30. ág- úst 1974, og Eiríkssína K. Ás- grímsdóttir, f. 11. april 1897, d. 18. september 1960. Rósa giftist aftur Braga Bjömssyni, skip- Án sorgar vinnst ei sigur neinn, oss sálmaskáldið kvað. - Sjá, einn i dauðann engin fer, hver einn skal vita það. (Vilhjálmur frá Skáholti.) I dag kveðjum við bróðurson okk- ar Sigurð Kristin Sigurðsson, eða Didda eins og hann var oftast kallað- ur, aðeins 55 ára að aldri. Þegar Diddi var þriggja ára gamall missti hann föður sinn í sjóslysi, er vélbátn- um Ægi hvolfdi út af Garðskaga, í aftakaveðri 1944, en'Sigurður faðir Didda var þá stýrimaður á bátnum. Sjónarvottar að því slysi sáu að bát- urinn hreinlega endastakkst og fór heilan hring, en í veltunni brotnaði stýrishúsið af og Sigurð tók út, en skipstjórinn sem einnig var í brúnni festist í stýriskeðjunni og það varð honum til lífs. Eftir slysið voru Diddi og yngri bræður hans tveir, þeir Björn og Guðni, oft heima á Siglu- firði á sumrin og við stelpumar föð- ursystur þeirra höfðum að sjálfsögðu verk að vinna að passa þessa litlu frændur okkar, sem voru miklir gleðigjafar ömmu sinnar og afa og okkur frænkum þeirra og frændum. Diddi byijaði ungur að stunda sjó, fyrst á Sigurði SI 90, á síldveiðum með Ásgrími Sigurðssyni frænda sín- um og afa sínum Bimi Sigurðssyni, oft kenndum við mb. Hrönn. Síðar var hann á nokkrum bátum frá Sand- gerði, svo sem Mumma, Jóni Garðari og Ásgeiri. Diddi stundaði nám í Stýrimanna- skólanum í Reykjavík skólaárin 1962 til 1964 og lauk prófi þaðan með hið meira fiskimannapróf. stjóra í Sandgerði, f. 24. janúar 1922, d. 2. ágúst 1986. Al- bræður Sigurðar eru Guðni Magnús, lögregluþjónn í Keflavík, f. 15. sept- ember 1941, og Björa Zophanías, múrari í Reylqavík, f. 29. nóvember 1942. Hálfsystkini Sigurðar eru Sigríð- ur Bragadóttir, f. 28. október 1949, Lilja Bragadóttir, f. 17. janúar 1951, hár- greiðslukona, og Guðjón Bragason, f. 22. desem- ber 1952, skipstjóri. Sigurður kvæntist Birthe Sig- urðsson frá Danmörku, f. 3. maí 1951, sumarið 1972. Börn þeirra eru Anna Karína, f. 27. febrúar 1975, nemi, og Magnús Kristinn, f. 24. ágúst 1980, nemi. Utför Sigurðar verður gerð frá Hvalsneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Árið 1971 fór Diddi í ævintýraleit til Danmerkur og kynntist þá eftirlif- andi eiginkonu sinni Birthe. Þau giftu sig í Danmörku 1972 og komu síðan hingað til Islands. En ævintýraþrá unga mannsins var ekki fullnægt. Þau fóru aftur til Dan- merkur árið 1979 og dvöldu þar í þrjú ár og var Diddi allan tímann í skiprúmi á mb. ísafoldu, sem frændi hans Bjöm Ketilsson var skipstjóri á og átti hlut í. Diddi og Birthe komu aftur heim 1981 og settust að í Keflavík þar sem hann vann við jámabindingar á Kefla- víkurflugvelli. Á þessum árum fór hann að kenna þess sjúkdóms sem að lokum sigraði hann. Alla tíð var hann mjög trúr í starfí og ávann sér traust allra sem hann vann með. Hann var afskaplega ljúfur í lund og allri umgengni og þrauseigur, sem kom sér vel, þegar hann þurfti að fara að beijast við þennan illvíga sjúk- dóm öll þessi ár. Alltaf sendi hann manni kærleiksn'kt bros þó hann gæti ekki tjáð sig öðruvísi. Það er sárt að kveðja eiginmann, föður og son og bróður. Dauðann ber að á margvíslegan hátt, hann getur verið kærkominn fyrir hina þreyttu og þjáðu og þannig var það með Didda frænda okkar. En við vitum það að raunverulega deyr enginn, sem maður elskar, held- ur lifir áfram í hjörtum okkar og minningin um hreina, bjarta svipinn hans gleður okkur á erfiðum tímum. Elsku Birthe, Anna Karína og Magnús og Rósa mágkona og önnur skyldmenni, við vottum ykkur okkar innilegustu samúð. Föðursystur. Minningargreinar og aðrar greinar FRÁ áramótum til 15. febrúar sl. birti Morgunblaðið 890 minn- ingargreinar um 235 einstakl- inga. Ef miðað er við síðufjölda var hér um að ræða 155 síður í blaðinu á þessum tíma. í janúar sl. var pappírskostnaður Morgunblaðsins rúmlega 50% hærri en á sama tíma á árinu 1995. Er þetta í samræmi við gífurlega hækkun á dagblaða- pappír um allan heim á undan- förnum misserum. Dagblöð víða um lönd hafa bragðizt við mikl- um verðhækkunum á pappír með ýmsu móti m.a. með því að st.ytta texta, minnka spássíur o.fl. Af þessum sökum og vegna mikillar fjölgunar aðsendra greina og minningargreina er óhjákvæmilegt fyrir Morgun- blaðið að takmarka nokkuð það rými í blaðinu, sem gengur til birtingar bæði á minningargrein- um og almennum aðsendum greinum. Ritstjórn Morgunblaðs- ins væntir þess, að lesendur sýni þessu skilning enda er um hóf- sama takmörkun á lengd greina að ræða. Framvegis verður við það mið- að, að um látinn einstakling birt- ist ein uppistöðugrein af hæfi- legri lengd en lengd annarra greina um sama einstakling er miðuð við 2.200 tölvuslög eða um 25 dálksentimetra í blaðinu. I mörgum tilvikum er samráð milli aðstandenda um skrif minn- ingargreina og væntir Morgun- blaðið þess, að þeir sjái sér fært að haga því samráði á þann veg, að blaðinu berist einungis ein megingrein um hinn látna. Jafnframt verður hámarks- lengd almennra aðsendra greina 6.000 tölvuslög en hingað til hefur verið miðað við 8.000 slög. MAGNHILDUR GUÐLA UG STEFÁNSDÓTTIR SIGURÐUR KRIST- INN SIGURÐSSON

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.