Morgunblaðið - 11.05.1996, Side 33

Morgunblaðið - 11.05.1996, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MAÍ 1996 33 MINNINGAR + Jóna Sigxir- borg Jónsdótt- ir var fædd 5. jan- úar 1903 á Eyri í Mjóafirði. Hún lést á Sjúkrahúsi Vest- mannaeyja 2. maí síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Sigríður Ól- afsdóttir, í Rofabæ í Meðallandi f. 17. des. 1867, dáin 1948, og Jón Árna- son, f. á Görðum í Dalakálki 8. mars 1868, d. 31. des. 1902. Börn þeirra voru Sigurg- ísla Sumarrós, dó á fyrsta ári; Ólafur Vilberg, f. 4. febr. 1898; Nikólína, f. 15. júlí 1900, d. 4. ágúst 1958. Hinn 9. jan. 1930 gekk Jóna að eiga Jón Helga- son, f. 25. apríl 1896, d. 11. febr. 1970. Voru þau Jóna og Jón þremenningar frá Jóni Torfasyni á Grund. Heimili þeirra var á Grund fyrstu fjög- ur árin. Sumarið 1934 réðst Jón sem vitavörður að Sauðanesi við Siglufjörð og flutti þangað ásamt fjölskyldu sinni, en þá áttu þau þijú börn. Þar bjuggu þau til ársins 1953 er þau fluttu til Siglufjarðar. Aftur færðu Mig langar í örfáum orðum að minnast móðursystur minnar Jónu Sigurborgar Jónsdóttur. Fyrstu kynni mín af Jónu voru þau að hún kom í heimsókn til Eyja frá Sauðanesi en þar bjuggu þau hjónin og var Jón maður henn- ar vitavörður. Jóna var að heim- sækja móður sína og systur. Ég man hvað mér þótti hýn myndar- leg í íslenska þjóðbúningnum sín- um og vöktu þykku, fallegu flétt- urnar sem komu undan skotthúf- unni aðdáun mína, en þá mun ég hafa verið á tíunda ári. Árin líða; ég flyst til Reykjavík- þau sig um set 1957, til Vestmannaeyja og áttu heima þar síðan. Börn þeirra eru: 1) Sveinn, f. 19. okt. 1931, iðnaðarmaður, kvæntur Mörtu Páls- dóttur, búsett í Vest- mannaeyjum, dætur þeirra eru Heiða, Helga og Ingibjörg, þau misstu tvö unga- böm. 2) Helga, f. 28. nóv. 1933, d. 17. ág- úst 1972, gift Einari Jónssyni, skipstjóra í Grindavík. Böm þeirra: Jóna Sigurborg, Ingi- björg, Jón, Meyvant. Þau misstu eitt ungbam, óskírt. 3) Ásta Ólafsdóttir, fósturdóttir frá sex ára aldri, búsett í Vestmanna- eyjum, gift Sveini Sigurðssyni. Börn þeirra: Ulrika, Sigurður, Rósa, Þór og Jóna, þau misstu eitt ungbam. 4) Halldór Pálsson, fóstursonur frá þriggja vikna aldri, búsettur í Vestmannaeyj- um, kvæntur Dóm Svavarsdótt- ur. Böm þeirra: Aðalheiður og Hafþór. Útför Jónu Sigurborgar Jóns- dóttir fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag og hefst athöfnin klukkan 14. ur og nokkrum árum síðar flytur Jóna með manni sínum til Vest- mannaeyja, fyrst í leiguhúsnæði en síðar þegar Sveinn sonur þeirra og Marta kona hans keyptu hús við Hásteinsveg, fluttu þau Jón og Jóna í húsið til þeirra. Eftir að Jóna var orðin ekkja kynntist ég mjög veþgestrisni henn- ar og rausnarskap. Ég minnist þess sérstaklega er ég gisti hjá Jónu að þegar ég vaknaði á sunnudags- morgnum, lagði ilminn af pönnu- kökubakstri að vitum mínum, en hún mun hafa haft það fyrir reglu að baka pönnukökur á sunnudags- morgnum til að hafa með morgun- kaffinu. Þegar Jóna hætti störfum í fisk- vinnu fór ég að sjá nýja hlið á henni. Hún hafði alltaf pijónað mikið, en nú fóru að sjást ísaumaðar myndir á veggjum, mottur, sem hún hafði saumað, á gólfum, og svo má ég ekki gleyma hekluðu gluggatjöld- unum hennar. Allt var þetta að- dáunarvert og listavel gert. Æskustöðvar Jónu við Mjóafjörð munu alla tíð hafa átt mikii ítök í henni. Mér er það mjög minnis- stætt þegar maðurinn minn sýndi henni litskuggamyndir frá Mjóa- firði, þá varð henni að orði: „Nei, þarna er hún nú, blessuð fjaran mín,“ en þar hafði hún leikið sér í bernsku. Ég vil að lokum biðja guð að blessa minningu Jónu frænku minnar og ég vil kveðja hana með stefi úr sálmi eftir V. Briem: Margs er að minnast margt er að þakka Guði sé lof fyrir liðna tíð. (V. Briem) Guðrún Þorg. Vilhjálmsdóttir. Elskuleg móðursystir mín er látin. Hún er búin að skila löngu og miklu ævistarfi og var hún ferðbú- in. Ekki ætla ég að rekja hér lífs- hlaup hennar því að það væri ekki henni að skapi. Aðeins langar mig að þakka allar þær stundir sem við höfum átt saman þegar við hjónin heimsóttum hana og fjölskyldu hennar á Hásteinsvegi 31 í Vest- mannaeyjum þar sem hún bjó hjá Sveini syni sínum og Mörtu konu hans og dætrum þeirra. Hafði hún þar sina eigin íbúð. Hugsaði fjölskyldan sérstaklega vel um hana og var hún mjög hamingju- söm hjá þeim. Það voru oft erfiðar stundir hjá henni hér á árum áður, þegar maður hennar dvaldi langtím- um á Vífílsstöðum. Því öllu tók hún með æðruleysi, lét aldrei á sér bil- bug finna. Við áttum líka margar ánægju- stundir saman þegar hún hringdi í mig og sagði: Jæja, frænka, nú er ég að hugsa um að koma suður. Þetta kölluðum við verzlunarferðirn- ar hennar. Bjó hún þá oftast hjá JONA SIGURBORG JÓNSDÓTTIR okkur hjónunum, okkur til mikillar ánægju. Þetta allt vil ég þakka henni. Með þessum fátæklegu orð- um kveð ég frænku mína. Við hjón- in og fjölskylda okkar, sendum öll- um aðstandendum hennar innilegar samúðarkveðjur. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Guð blessi minningu Jónu Jónsdótt- ur. Sigríður Vilhjálmsdóttir. í dag kveðjum við Jónu Sigur- borgu Jónsdóttur móðursystur mína. Horfín er mikil öðlingskona sem ætíð var reiðubúin að veita samferða- fólki sínu aðstoð hvar sem hún fór. Jóna var gestrisin svo af bar, veitti af þvílíkri rausn að þeir sem sóttu hana heim munu seint gleyma því. Ekki var hún gefín fyrir glys eða glaum heldur gekk lífsins braut, ljúf og lítillát í fasi með guð sinn að leið- arljósi. Vinnusöm var Jóna mjög og er mér ekki grunlaust um að á seinni árum ævi hennar hafi hún lagt harð- ar að sér en heilsan bauð, enda af þeirri kynslóð sem ekki hafði í frammi vol eða víl. Jónu var umhugað um böm sín og íjölskyldur þeirra og veitti þeim kærleika sinn og ástúð, sem hún fékk ríkulega launað. Eftir að Jóna fluttist til Eyja eignaðist hún heimili í húsi Sveins, sonar síns, og konu hans Mörtu, sem voru stoð hennar og stytta síðustu æviárin. Um leið og við hjónin vottum öllum aðstandendum samúð okkar, kveðj- um við Jónu að leiðarlokum með orðum Matth. Jochumssonar: Ó, Drottinn, gef mér banablund, sem blíð mér verði friðar stund, og lát ei gröf né hennar húm mig hræða meir en þetta rúm. Ólafur Vilhjálmsson, Millý Haraldsdóttir. Elsku amma. í dag kveðjum við þig og um leið og við þökkum þér samfylgdina langar okkur systurnar að minnast þín með örfáum orðum. Við systurnar urðum þeirra for- réttinda aðnjótandi að alast upp með þig nálægt okkur, því þú bjóst í sama húsi og við. Þar af leiðandi höfðum við mikil samskipti við þig og þekktum þig vel. Ekki kom það oft fyrir að við værum einar heima því alltaf gátum við leitað til þín. Það var alltaf notalegt að koma niður til þín og afa, meðan hann lifði og fá hjá ykkur kandís og oft lum- aði afí á staur eða gráfíkjum, svo ekki sé minnst á vöfflurnar og pönnukökurnar sem lengi vel var vani hjá þér að baka á laugardögum og sunnudögum. Þú varst mikil dugnaðarkona og komin langt á áttræðisaldur þegar þú hættir að vinna. Sjaldan sast þú auðum höndum og ófáar eru eftir þig útsaumuðu myndirnar, hekluðu dúkarnir og gardínurnar eða þá ull- arsokkarnir. Einnig munum við vel hve nota- legt það var á kvöldin að koma upp í heitt rúmið til þín þar sem þú kenndir okkur bænir og vers, því trúin skipaði stóran sess í lífi þínu og þangað sóttir þú styrk þinn. Þú varst ákaflega skapgóð og aldrei minnumst við þess að hafa séð þig reiða eða þá í vondu skapi, en samt hafðir þú þínar skoðanir og gast verið ákveðin. Við vitum að síðustu árin á spítal- anum voru þér erfíð en aldrei kvart- aðir þú og alltaf var stutt í brosið. Elsku amma, við kveðjum þig með söknuði og biðjum Guð að geyma þig- Elskulega amma, njóttu eilíflega Guði hjá, umbunar þess, er við hlutum ávallt þinni hendi frá; þú varst okkur ungu hjörtum, eins og þegar sólin hlý, vorblómin með vorsins geislum vefur sumarfeprð í. Hjartkær amma, far í friði, fóðurlandið himneskt á, þúsundfaldar þakkir hljóttu þínum litlu vinum frá. Vertu sæl um allar aldir, alvaldshendi falin ver, inn í landið unaðsbjarta, englar Drottins fylgi þér. (Ók. höf.) Heiða, Helga, Ingibjörg og langömmustelpurnar. SÓLVEIG MAGNÚSDÓTTIR + Sólveig Magn- úsdóttir fædd- ist á Háuþverá í Fyótshlíð 6. sept- ember 1926. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 6. maí síðastliðinn. For- eldrar Sólveigar voru Sigríður Jensdóttir og Magnús Steinsson, bændur í Árna- gerði. Systkini Sól- veigar: Sigrún, Steinar, Eiður, Guðrún og Jenný. Eiginmaður Sólveigar var Ein- ar Ingvarsson. Sólveig átti einn son, Magnús Óskarsson, f. 29.11. 1948, hann er giftur Þuríði Jónsdóttur og eiga þau þijú börn, Jón Arnar, Hörpu Sigríði og Einar Kára. Útför Sólveigar fer fram frá Breiðabólstaðarkirkju í Fljóts- hlíð i dag og hefst athöfnin klukkan 14. Sólveig Magnúsdóttir lést í Reykjavík 6. maí sl. á sjötugasta aldursári. Hún var alltaf kölluð Stella og það nafn var öllum svo tamt, að maður varð að hugsa sig um ef spurt var um hennar rétta nafn. Ég kynntist Stellu fyrst árið 1952 en þá giftist hún mági mínum Einari Ingvarssyni. Þau höfðu dvalið saman sem unglingar að Hlíð í Gnúpveijahreppi og síðar tókust með þeim þeir kærleikar að þau giftust og stofnuðu heimili, fyrst að Bergþórugötu 15a, en síð- ar keyptu þau sér íbúð að Barðavogi 26 og bjuggu þar æ síðan. Hlíðarheimilið virtist þeim afar kært og héldu þau tryggð við það og ábúendur þar alla tíð. Þau hjón voru barnlaus, en fyrir átti Stella son- inn Magnús, sem Einar gekk í föður stað. Magn- ús er kvæntur Þuríði Jónsdóttur og eiga þau þijú mannvænleg börn. Þau eru búsett í Gnúp- veijahreppi og starfar Magnús sem trésmiður hjá Búrfellsvirkjun. Kynni mín af Stellu voru með afbrigðum góð. Góðvild hennar og gjafmildi voru einstök. Hún var góð búkona og átti til að koma færandi hendi með ýmsar kræsingar í slát- urtíðinni og oftar og þurfti ekkert sérstakt tilefni til. Hún var myndar- leg til allra verka og pijónaði fín- ustu lopapeysur sem ég hefi átt. Eitthvað hefir hróður hennar á því sviði borist út, því stundum fékk hún pantanir erlendis frá í sérpijónaðar peysur og kom hún þá til mín og fékk aðstoð við pappírsvinnu sem fylgdi því að senda peysur úr landi. Þannig æxlaðist að Stella kom og vann með mér um tíma við fyrir- tæki mitt. Fór vel á með okkur alla tíð og minnist ég ekki að okkur hafi nokkurntíma orðið sundurorða frá fyrstu kynnum. Stella helgaði sig fyrst og fremst fjölskyldu sinni og heimili. Eigin- maður, sonur hennar og hans fjöl- skylda átti hug hennar allan. Hún fylgdist grannt með þroska og vel- gengni bamabarna sinna og gladd- ist með þeim þegar vel gekk. Hún var vammlaus kona sem gegndi störfum sínum af alúð, samvisku- semi og trygglyndi. Allt pijál og sýndarmennska voru henni þymir í augum. Stella var ættuð úr Fljótshlíðinni og þar kaus hún að eiga sinn síð- asta hvílustað. Að leiðarlokum þökkum við, kona mín og ég, svo og börn okkar og barnabörn, samfylgdina á lífsleið- inni. Söknuðurinn er sár, en sárast- ur hjá nánustu fjölskyldu, eigin- manni, syni og fjölskyldu hans. Við kveðjum Stellu með virðingu og þökk og biðjum henni og hennar nánustu Guðs blessunar. Guðni Hannesson. Margt í þessum heimi fer öðru vísi en ætlað er og þá gjarnan utan áhrifasviðs mannanna. Svo fór og um framtíðarhugmyndir Stellu. Hún hafði búið sig og heimili sitt undir fjölbreytta og ánægjulega samveru í hinu nýja sumarhúsi fjöl- skyldunnar við Álftavatn í sumar, þegar hún með örstuttum fyrirvara var brottkölluð til annarra sumar- heimkynna. Stella, Sólveig Magnúsdóttir eins og hún hét fullu nafni, var granni okkar yfir 30 ár. Og betri granna getum við vart hugsað okkur. Ævinlega var hún tilbúin að rétta fram hönd til hjálpar og liðveislu. Glaðværð og græskulaus gaman- yrði yfir kaffibolla í eldhúsum beggja heimilanna er eftirminnileg og hugljúf minning um vel gerða eiginkonu og húsmóður. Minnis- stætt er og hve mikla ánægju hún hafði af því að koma færandi ýms- ar sínar vinargjafír þegar þau hjón- in komu úr ferðum sínum erlendis. Var hún furðu minnug á hvað henni fannst að vantaði eða mætti betur fara og lagði sig fram um að bæta þar um. Það var raunar ekki síður í hennar sjálfrar þágu að hún, um nokkurra ára skeið, annaðist um aldraðan og einstæðan vin þeirra hjóna hér í borg; en til hans fór hún á hveijum degi, hvernig sem viðraði, til að sjá um íbúð hans og flytja honum mat og aðrar nauð- þurftir. Er það aðeins einn vitnis- burðurinn og stórt hjarta og ríka samkennd með þeim, er minna máttu sín. Munum við lengi minn- ast Stellu með hlýhug og þakklæti fyrir hlýtt hjartalag og ánægjulega samveru á Barðavoginum.. Eiginmanni hennar, Einari Ing- varssyni og syni, Magnúsi og fjöl- skyldu hans, sendum við innilegar samúðarkveðjur. Ragnheiður og Erlingur Dagsson. Hún Stella er dáin og langar mig að minnast hennar með örfáum orðum. Stella var gift Einari móður- bróður mínu svo ég hef þekkt hana allt mitt líf. Hún var einstök kona hvað varðar góðmennsku og hjálp- fýsi og bar gælunafn sitt, sem merkir stjarna, með sanni. Stella var alltaf að hugsa um aðra og ef einhver þurfti á hjálp að halda var hún til staðar. Stella var einstaklega myndarleg húsmóðir af gamla skólanum. Öll matargerð og handavinna lék í höndunum á henni og fallegra handverk er vandfundið. Mér er það sérstaklega minnisstætt þegar ég hélt ein til Mexíkó fyrir mörgum árum. Þá mætti mín með heimabak- aðar skonsur með kæfu svo ég hefði nesti á þessari löngu ferð minni og þvílíkt lostæti sem þær voru. En þannig var Stella, sú hugulsamasta og gjafmildasta manneskja sem ég hef kynnst. Hún hafði unun af að gefa öðrum og hjálpa. Einar og Stella höfðu nýlega komið sér upp fallegum sumarbú- stað við Álftavatn hjá gamla ættar- óðalinu. Það er sorglegt að hún geti ekki notið þess að dvelja þar með fjölskyldu sinni, sem var líf hennar og yndi. Fyrir nokkrum árum var ég svo lánsöm að vinna með Stellu um nokkurt skeið. Hún var afbragðs vinnukraftur og alltaf óþreytandi að miðla mér af visku sinni og kunn- áttu. Ég mun ætíð minnast Stellu með virðingu og væntumþykju og þakka henni hjartanlega fyrir allt sem hún hefur gert fyrir mig og fjölskyldu mína. Ég sendi Einari, Magnúsi, Þur- íði, börnum þeirra og öðrum ástvin- um Stellu mínar innilegustu samúð- arkveðjur. Minning Stellu lifír björt og fögur. Rósa Marta Guðnadóttir. INGÓLFS APÓTEK Kringlunni 8-12 HRAUNBERGS APÓTEK Hraunbergi 4 eru opin til kl. 22 "ift” Næturafgreiðslu eftir kl. 22 annast Ingólfs Apótek

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.