Morgunblaðið - 11.05.1996, Side 34

Morgunblaðið - 11.05.1996, Side 34
34 LAUGARDAGUR 11. MAÍ 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ GUÐFINNA * SIG URÐARDOTTIR -I- Guðfinna Sig- ' urðardóttir fæddist að Lamba- nesreykjum í Fljót- um 16. október 1925. Hún lést á Sjúkrahúsi Siglu- fjarðar 30. apríl síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Sigurður Jónsson, bóndi í Skarðsdal á Siglu- firði, og Bjöm- onýja Guðný Hall- grímsdóttir hús- freyja. Guðfinna átti sjö bræður, þar af era fjór- ir látnir. Guðfinna hóf sambúð með Einari Hallgrímssyni árið 1961 á Siglufirði. Eignuðust þau tvær dætur, Margréti og Sigur- björgu. Fyrir átti Guðfinna einn son, Aðalberg Snorra Áraason. Guðfinna verður jarðsungin frá Siglufjarðarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Hún Finna er dáin. Mig setti hljóða er mamma hringdi í mig og sagði mér að Finna væri dáin. Dáin, sagði ég, en það er svo stutt síðan að ég frétti að hún væri veik, en það er ekki spurt að því þegar illvígur sjúkdómur er annars vegar. Upp í hugann koma margar ljúfar og góðar minningar. Þegar ég byijaði í skóla kynntist ég Möggu dóttur Finnu og Einars, þau áttu heima suður á Brekku sem kallað var og þekkti ég þau ekkert fyrir þann tíma, en ég var ekki lengi að kynnast þeim eftir að ég fór að venja komur mínar á Lindargötuna og þær komur urðu ansi margar og skemmtileg- ar. Hún Finna var yndisleg mann- eskja, það var alveg sama hvaða vitleysa okkur stelpunum datt í hug, aldrei varð Finna reið. Það var svo gaman og gott að fá að drekka heima hjá Möggu, súkkul- aðiterta, kleinur og fleira góðgæti var yfirleitt þar á borðum. Einu sinni datt okkur Möggu í hug að pijóna okkur peysu, en það kunn- um við alls ekki, en við vorum nú aldeilis ekki einar þar sem Finna var, því öll handavinna lék í hönd- unum á henni eins og allt annað sem hún gerði og peysurnar klár- uðust, en ekki nokkur vafi leikur á því að fleiri lykkjur í þeim peys- um átti Finna en við. Mér, Möggu og Sibbu yngri systur Möggu, fannst voða gaman í búðarleik og oft var farið í þann leik á Lindar- götunni og lögðum við þá allt hús- ið undir okkur, en aídrei sagði Finna eitt einasta orð. En nú er Finna farin. Nú hittir maður hana ekki á Lindargötunni eða sér hana labba heim í hádegis- mat úr Egilssíld þar sem hún vann í mörg ár. Hér læt ég staðar num- ið en miklu fleiri góðar minningar á ég um Finnu. Elsku Einar, Snorri, Magga og Sibba, sorg ykkar er mikil en þið eigið góðar minningar um yndis- lega eiginkonu og móður. Megi algóður Guð veit ykkur styrk á þessum erfiðu stundum. Hvíl í friði. Elínbjörg. Mig.langar að minnast þín, elsku tengdamamma, hvað þú hefur reynst mér og börnunum vel. Það er sárt að þú sért farin frá okkur svona fljótt. Ég votta ykkur, elsku Einar, Margrét, Sigurbjörg og Snorri, og öðrum aðstandendum samúð mína. Guð styrki ykkur. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnást, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Guð geymi þig. Jóhanna Sverrisdóttir. í v c ( í i ( ( Móðir okkar og tengdamóðir, ■ ÞURÍÐUR HELGA ÞORSTEINSDÓTTIR, fyrrverandi húsfreyja að Helgastöðum, Fljótum, lést á Dvalarheimili aldraðra, Sauðárkróki, 6. maí. Hinrik Jónsson, Guðlaug Böðvarsdóttir, Ormar Jónsson, Lovisa Símonardóttir, Þorsteinn Jónsson Guðrún Halldórsdóttir, Anna Jónsdóttir, Óskar Guðbjörnsson, Númi Jónsson, Hulda Erlendsdóttir, Hafliði Jónsson, Sfmon Jónsson. Einar Jónsson, t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, BIRGIR STEINDÓRSSON, lést í Sjúkrahúsi Siglufjarðar 9. maí. Útförin fer fram frá Siglufjarðarkirkju fimmtudaginn 16. maí kl. 14.00. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á björgunarsveitina Stráka. Ásta Margrét Gunnarsdóttir, Halldór Birgisson, Esther Ingólfsdóttir, Jónas Birgisson, Ásta Björk Halldórsdóttir, Steindór Birgisson, Þórður Birgisson. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HALLGRÍMUR HAFSTEINN EGILSSON garðyrkjubóndi, Hveragerði, lést þriðjudaginn 7. maí. Útför hans verður gerð frá Hveragerðis- kirkju miðvikudaginn 15. maí kl. 14.00. Sigurlaug Guðmundsdóttir, Jón Hallgrímsson, Herdi's Jónsdóttir, Egill Hallgrímsson, Ólafía Sigurjónsdóttir, Páll Hallgrimsson, afa- og langafabörn. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HULDA RÓSA GUÐMUNDSDÓTTIR, Hlíf 2, Torfnesi, ísafirði, lést í Borgarspítalanum 9. maí. Jarðarförin verður auglýst síðar. Hákon Bjarnason, Erna Sigrún Hákonardóttir, Leif Berg, Hermann Hákonarson, Sigurveig Gunnarsdóttir, Stefán Hákonarson, Oddný Magnúsdóttir, Konný Hákonardóttir, Heiðar Jóhannesson, Bjarni Hákonarson, barnabörn og barnabarnabörn. MÍNERVA HAFLIÐADÓTTIR + Mínerva Haf- liðadóttir fædd- ist í Ólafsvík 20. júní 1903. Hún lést 3. maí síðastliðinn. Hún ólst upp á Búð- um í Grundarfirði en fluttist til Reykjavíkur um tví- tugt. Systkini Mín- ervu voru: Kristján Ágúst Krístánsson, f. 6.11. 1899, Karl- otta Jónbjörg Haf- liðadóttir, f. 10.9. 1904, Helgi Hafliða- son, f. 18.8. 1908. Fyrri maður hennar var Helgi Krístjánsson, f. 20.5. 1906 að Arnarfelli í Þingvallasveit hann lést 1931. Börn Mínveru: Karlotta Helgadóttir, f. 30.3.1928, maki hennar var Jón Kristinsson og áttu þau fimm böra, sambýlis- maður hennar er Sveinn Jó- hannsson. Hannes Helgason, f. 10.8. 1929, maki er Berta Herbertsdóttir og eiga þau fimm börn. Kristján Ágúst Helgason, f. 24.8. 1930, d. 5.7. 1995, átti hann sex börn. Helga Hafdís Gústafsdóttir, f. 13.9. 1937, maki er Ing- valdur Rögnvalds- son og eiga þau fimm böra. Éinnig tók Mínerva í fóst- ur frænda sinn Hafliða Alberts- son, f. 25.10. 1941, maki er Sigríður Hauksdóttir og eiga þau tvo syni. Seinni maður Mín- ervu var Guð- mundur Breiðfjörð Jóhannsson, f. 4.7. 1907, d. 7.3. 1987. Guðmundur var ekkjumaður og átti þrjú börn; Jóhann, Erlu og Hafstein. Útför Mínervu var gerð frá Kópavogskirkju 10. maí. Okkur systkinin langar að minn- ast ömmu okkar í örfáum orðum. Flestar minningamar tengjast heimsóknum til hennar á Fífu- hvammsveg 45, Kópavogi. Þangað var gaman að koma og mætti okk- ur pönnukökuilmurinn sem fylgdi ömmu alla tíð. Jólaboðin voru stór- kostleg og hittist þar stór fjöl- skylda sem þáði veislumat, súkkul- aði og ijómaterturnar ógleyman- legu. En amma var ekki bara myndarleg húsmóðir, hún var mik- ill kvenskörungur og lét sig aldrei vanta í 1. maí göngu verkalýðsins. Hún fór sjaldnast hægt yfír heldur ( hljóp við fót og var eftirsóttur i vinnukraftur. Hún vann í 25 ár , hjá Sláturfélagi Suðurlands og " hætti þar ekki fyrr en hún var komir. yfír áttrætt. Við höfum öll óskað okkur að erfa dugnað henn- ar, elju og góða lund. I tómstund- um var sami krafturinn og pijón- aði hún ullarnærföt úr eingimi fyrir allan bamaskarann. Þó við barnabömin og börn okkar væmm , ekki nógu dugleg í seinni tíð að heimsækja hana, lét hún okkur ^ aldrei finna það og mundi ávallt ( eftir bamabarnabörnunum á jólum og afmælisdögum, sem var þeim og okkur ómetanlegt. Einnig fylgd- ist hún vel með og vissi hvað helst var á döfínni hjá hveijum og ein- um. Við trúum því að hún hafi verið tilbúin að fara núna og gleðjumst með henni yfir því að hafa getað ( verið heima hjá sér fram á síðasta | dag, en þar naut hún aðstoðar barna sinna og á Hafdís dóttir 1 hennar stærstan þátt í að gera henni það mögulegt. Við, sem erum erlendis, vildum að við væmm nær til þess að fylgja henni til hinstu hvílu, og þökkum fyrir allt. Hvíl í friði, elsku amma. Maggý, Hafdís, Helgi, Lára og Sigmundur. HELGA MARIA JÓNSDÓTTIR SNÆDAL + Helga María Jónsdóttir Snædal fæddist á Uppsöl- um, Eskifirði, 26. nóvember 1922. Hún lést í Reykjavík 1. maí síðastliðinn. Foreldrar Helgu Maríu voru Ragnhildur Rannveig Einarsdóttir og Jón Halldórsson Snædal. Systkini Helgu voru Þóra Guðný, Einar Benedikt og Óskar Siguijón, þau eru öll látin. Helga giftist Oskari Þórormssyni 9. desem- ber 1946. Þau eignuðust sex börn, Ragnhildi, f. 8.7. 1946, Þórorm, f. 27.8. 1948, Stefan- iu, f. 6.9. 1949, Pál, f. 22.2. 1952, Maríu Ósk, f. 22.11. 1957, og Vilborgu Halldóru, f. 14.2. 1959. Útför Helgu Maríu verður gerð frá Fáskrúðsfjarðar- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku amma mín, ekki datt mér í hug að ég sæti og skrifaði minn- ingargrein um þig svo fljótt. Af hveiju hún amma í Rúst eins og við krakkamir kölluðum hana? Eftir sitjum við ættingjar þínir með tár í augum og söknuð í hjarta og ekki þá síst hann Óskar afi. Þú sem varst alltaf svo hress og kát þegar ég kom að heimsækja ykkur afa niðrí Rúst. Alltaf var tekið afar vel á móti okkur barnabömun- um og fengum við alltaf kókó- mjólk og gott að borða. Alltaf var til sætabrauð hjá ykkur þrátt fyrir það að þú mættir ekki borða það vegna sykursýki sem þú hafðir. En við bamabömin vorum dugleg að hjálpa til við sætabrauðið. Við Viðar komum til ykkar í bytjun janúar til að kveðja ykkur því við ákváðum að fara í höfuð- borgina til þess að stunda nám. Þá var allt í besta lagi hjá þér, ég kom austur um páskana til að heilsa uppá ykkur á 75 ára af- mæli afa þann 8. apríl og var það mjög góður dagur. En bara nokkr- um dögum seinna vorað þið komin á sjúkrahús á Neskaupstað en þá hugsaði ég bara, já, þau harka þetta af sér, því alltaf voruð þið svo hress. Ég kom aftur austur í kringum sumardaginn fyrsta og þá kom ég í heimsókn til ykkar afa ásamt Erlu systur og við töluð- um mikið saman og myndi ég vilja upplifa þann dag aftur. Ég sagði við þig að ég mundi nú hitta þig fyrir sunnan því þú áttir að fara þangað daginn eftir og þú sagðir já, vonandi gerum við það. Þegar ég kom til Reykjavíkur fékk ég þær fréttir að þú værir orðin mjög veik og ég komst ekki til þín síð- ustu daga þína í þessum heimi, elsku amma mín, en ekki datt mér í hug að þú værir svona mikið veik og aldrei heyrði ég þig kvarta yfír veikindum þínum þó svo að þú hafir verið með sykursýki og gigt lengi. Þrátt fyrir að þú varst með gigt þá varst þú alltaf að föndra með eldra fólkinu í bænum og þar var afi með líka og á ég nú ýmislegt eftir ykkur sem er mjög gaman að eiga. En elsku' amma mín, við vitum að jiér líður vel núna. Eg bið góðan guð að styrkja elsku afa og okkur öll í þessari miklu sorg. Elsku amma mín, þú verður allt- af hluti af mínu hjarta. Ég sakna þín mikið, elsku amma mín. Þín sonardóttir, Hafdís Rut Pálsdótt- ir, Fáskrúðsfirði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.