Morgunblaðið - 11.05.1996, Side 52

Morgunblaðið - 11.05.1996, Side 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 UOO, SlMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTI 85 LAUGARDAGUR 11. MAÍ 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Þrálátur hallarekstur ríkis o g sveitarfélaga rakinn til skipulagsvanda Tóku til sín 144 milljarða úr hagkerfinu á tíu árum NOKKUÐ dró úr hallarekstri hins opinbera á seinasta ári en samanlagður tekjuhalli ríkis, sveitarfélaga og almannatryggingakerfisins var 15,3 milljarðar, skv. bráðabirgðatölum, eða 3,4% af landsframleiðslu. Árið 1994 nam tekjuhallinn 4,7% af lands- framleiðslu en síðustu tíu árin hefur hann verið að meðaltali 3,3%. „Sú staðreynd segir með öðrum orðum að hið opinbera hefur sótt til ann- arra aðila hagkerfisins um 144 milljarða króna síðasta áratuginn á verðlagi ársins 1995,“ segir í nýútkomnu riti Þjóðhagsstofnunar um búskap hins opinbera 1994-95. Skipulagshallinn 10-11 milljarðar í fyrra Þrálátur hallarekstur á að hluta rætur að rekja til skipulagsvanda í opinbera búskapnum, að mati Þjóðhagsstofnunar. „Tekjuöflun hins opin- bera hefur einfaldlega ekki nægt fyrir útgjöldum við eðlilegar aðstæður í þjóðarbúskapnum. En orsakanna er einnig að leita í erfiðum þjóðhags- legum skilyrðum í lok síðasta áratugar og byij- un þess tíunda. Þjóðartekjur drógust saman eða stóðu í stað og atvinnuleysið jókst. Áætla má að skipulagshallinn sé nálægt 2'A% af lands- framleiðslu hér á landi eða um 10-11 milljarðar króna. Hallinn í fyrra vegna hagsveiflunnar hef- ur því verið um 5-6 milljarðar króna,“ segir í samantekt Þjóðhagsstofnunar. Skuldir hins opinbera 251 milljarður um seinustu áramót í ritinu kemur fram að uppsöfnuð lánsfjár- þörf hins opinbera síðasta áratug mælist um 166 milljarðar króna. Talið er að skuldir ríkis og sveitarfélaga hafi numið 251 milljarði kr. um seinustu áramót eða sem samsvarar 55% af landsframleiðslu. Þá eru hvorki lífeyrisskuldbind- ingar né áfallnir ógjaldfallnir vextir taldir með. Til samanburðar mældust skuldir hins opinbera í OECD-ríkjunum að meðaltali 72% af landsfram- leiðslu en skuldirnar hafa aukist mun hraðar hér á landi en í OECD-ríkjunum. Mun minni halli á rekstri sveitarfélaga Dregið hefur verulega úr hallarekstri sveitar- félaga en áætlað er að á seinasta ári hafi tekju- halli þeirra verið um 2,2 milljarðar kr. en það er aðeins þriðjungur af tekjuhalla ársins 1994, sem var 6,8 milljarðar kr. Talið er að tekjur sveitarfélaga hafi hækkað um rúmlega 9% milli áranna 1994 og ’95 en með niðurskurði á fram- kvæmdum og framlögum til atvinnumála og öðrum ráðstöfunum er talið að útgjöldin hafí dregist saman um rúm 4%. FÍB trygg- ir hjá Lloyd’s FÉLAG íslenskra bifreiðaeig- enda á nú í viðræðum við breska vátryggjandann Ibex Motor Syndicate at Lloyd’s, sem starfar innan Loyds- tryggingamarkaðarins í Lond- on, um tryggingar á ökutækj- um félagsmanna. Viðræðurnar eiga sér stað fyrir milligöngu NHK vátrygg- ingamiðlunarinnar sem sendi inn tilboð þegar FÍB bauð út tryggingar félagsmanna í jan- úar sl. Halldór Sigurðsson, vá- tryggingamiðlari hjá NHK, segir að stefnt sé að því að breski aðilinn hefji hér starf- semi í haust og muni NHK setja upp aðstöðu fyrir fyrir- tækið. Hins vegar muni það sjálft algjörlega þurfa að sjá um mat á tjónum. ■ FÍB/15 Morgunblaðið/Árni Sæberg Síldarveisla Viðræður við ESB um síldveiðar Bensínhækkanir 0,25% hækkun á vísitölu BENSÍNVERÐ hækkaði tvívegis í síðasta mánuði og nam hækkunin samanlagt 5,5-5,6%. Áhrif þessara hækkana koma inn í vísitölu neyslu- verðs nú í maímánuði og má gera ráð fyrir að vísitalan hækki um 0,24-0,25% vegna bensínhækkan- anna, en vísitaian fyrir maímánuð verður birt á mánudag. Til samanburðar má nefna að mánaðarleg hækkun vísitölu neysluverðs undanfarna mánuði hefur verið 0,1-0,3 prósentustig að meðaltali. Bensín hækkaði síðan í gær um 1,90 krónur, lítrinn, til við- bótar við þær hækkanir sem fyrr greindi frá. Sú hækkun kemur ekki inn í vísitölu neysluverðs fyrr en í júnímánuði. SELIRNIR í Húsdýragarðinum eru væntanlega kátir yfir því að síldin skuli vera komin inn í íslensku lögsöguna til þess að gildna. Sá stökkfimi á myndinni lét sig ekki muna um að læsa tönnum um bústinn síldarbol á LANDSBANKINN og sparisjóðirnir tilkynntu í gær vaxtalækkun sem taka mun gildi á mánudag. Mestar lækkanir urðu á útlánsvöxtum eða allt að 0,3% hjá Landsbankanum og 0,35% hjá sparisjóðunum. Inn- lánsvextir beggja lækkuðu einnig um 0,05-0,30%. Sparisjóðirnir lækkuðu vexti á almennum víxillánum um 0,35% og vextir á yfirdráttarlánum fyrirtækja og einstaklinga voru Iækkaðir um 0,25%. Kjörvextir skuldabréfalána og afurðalána lækkuðu um 0,20%. Hjá Landsbankanum lækkuðu vextir almennra víxillána minna eða um matartíma í gær, meðan annar félaganna svamlaði af hæglæti og beið þess að komast í návígi við hönd allsnægtanna. Sá þriðji synti hins vegar saddur á brott og höfðu börn og fullorðnir mikla skemmtan af máltíðinni. 0,25% en vextir skuldabréfalána voru hins vegar lækkaðir heldur meira eða um 0,30%. Útlánsvextir lægstir hjá Landsbanka Hvorki Búnaðarbanki né Islands- banki lækkuðu vexti að þessu sinni. FULLTRÚAR íslands, Noregs, Rússlands og Færeyja munu á mánudag eiga fund með embættis- mönnum utanríkisdeildar fram- kvæmdastjórnar Evrópusambands- ins í Brussel. Tilgangurinn er að útskýra fyrir Evrópusambandinu efni samnings landanna fjögurra um skiptingu síldarkvóta á þessu ári og bjóða sambandinu til við- ræðna um hugsanlega þátttöku þess í aðgerðum til að vernda norsk- íslenzka síldarstofninn. Guðmundur Eiríksson, aðal- samningamaður íslands í fiskveiði- samningum, verður fulltrúi ís- lenzkra stjórnvalda á fundinum. Ásamt honum munu sendifulltrúar hinna landanna í Brussel taka þátt í fundinum. Kvótaákvörðun ESB án forsendna Evrópusambandið hefur ákveðið að taka sér einhliða 150.000 tonna kvóta úr síldarstofninum á þessu ári. Sambandið hefur lýst yfir óánægju með að hafa ekki verið með í ráðum, er síldveiðilöndin fjög- ur sömdu sín á milli, og telur sig óbundið af samningnum. Guðmundur segir að fulltrúar síldveiðilandanna muni skýra frá efni samningsins, einkum að því er varðar samstarf við fimmta ríki um 0,35% í Morgunblaðinu í gær var haft eftir Val Valssyni, bankastjóra ís- landsbanka, að þar myndu menn halda að sér höndum nú og sjá hver þróunin yrði, enda hefðu út- lánsvextir verið lægstir hjá bankan- um frá því í febrúar. Jón Adolf Guðjónsson, bankastjóri Búnaðar- verndun síldarstofnsins. „Við mun- um lýsa afstöðu okkar til kvóta- ákvörðunar Evrópusambandsins, sem við teljum að grundvallist ekki á neinum forsendum," segir hann. Af hálfu íslenzkra stjómvalda hefur komið fram að 10-20 þúsund tonn séu hæfilegur kvóti handa Evr- ópusambandinu, í Ijósi veiðireynslu og hagsmuna aðildarríkjanna. ♦ ♦ ♦ íkveikja í Asgarði SLÖKKVILIÐIÐ í Reykjavík var kallað út að Ásgarði 24 í Reykjavík upp úr kl. 20 í gærkvöldi. Eldsneyti virtist hafa verið borið í hluti í geymslu í kjallara og eldur borinn að. Reyk lagði út úr kjall- aranum og upp stigaganginn. Á næstu hæð eru verslanir og íbúðir efst. Kona með barnaafmæli reyndi að komast út úr íbúðinni en varð að snúa til baka. Eftir að slökkvilið- ið hafði reykræst stigaganginn var henni ekið á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur til athugunar. Börnin héldu sig inni í íbúðinni og varð ekki meint af. Að sögn slökkviliðsins urðu ekki miklar skemmdir. bankans, sagði hins vegar að ekki væri óeðlilegt að verðtryggðir vext- ir myndu lækka eitthvað hjá bank- anum á næstunni. Eftir þessar vaxtalækkanir er Landsbankinn með lægstu vexti á almennum skuldabréfum, 8,5%. Næstur kemur íslandsbanki með 8,7% og því næst sparisjóðir með 8,75%, en Búnaðarbankinn er með hæstu vextina 8,95%. Röð bank- anna er sú sama í almennum skuldabréfum en vextir Landsbank- ans af slíkum lánum eru 8,5%, ís- landsbanka 8,6%, sparisjóða 8,75% og Búnaðarbanka 8,85%. Yaxtalækkun hjá Landsbanka íslands og sparisjóðunum Vextir lækka um allt að

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.