Morgunblaðið - 14.05.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.05.1996, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Stj órnarfrumvarp um úthafsveiðar Ráðherra get- ur umbunað frumkvöðlum NYTT stjórnarfrumvarp um úthafs- veiðar verður lagt fram á Alþingi næstu daga. Þar er meðal annars kveðið á um heimildir til þess að leyfisbinda veiðar utan lögsögu, sé það nauðsynlegt vegna samninga við önnur ríki, og að aflahlutdeild einstakra skipa sé ákvörðuð með tilliti til veiðireynslu í kjölfarið. Einnig getur ráðherra ívilnað út- gerðum sem hófu veiðar úr til- teknum stofnum. Að öðru leyti er meginreglan sú að úthafsveiðar séu fijálsar, segir Geir H. Haarde, for- maður nefndar um endurskoðun eldri laga um veiðar utan efnahags- lögsögu Islands. Gerður er greinarmunur á veið- um úr deilistofnum, sem veiðast innan og utan lögsögu, og stofnum sem eingöngu veiðast á úthafi og segir Geir frumvarpið fela í sér þann möguleika að ráðherra geti skyldað útgerðir til þess að afsala sér hlutdeild í afla innan lögsögu fyrir heimildir utan hennar. Er mið- að við 20% fyrir veiðar úr deilistofn- um og 10% úr úthafsstofnum, að hámarki. Einnig getur ráðherra ákveðið að allt að 3% heildarafla úr deili- stofnum og 5% úr úthafsstofnum verði úthlutað sérstaklega til skipa sem hófu veiðar úr viðkomandi stofni. Loks eru ákvæði um að út- gerðir greiði sérstakt veiðieftirlits- gjald og segir Geir að kostnaður geti í sumum tilfellum orðið umtals- verður vegna skuldbindinga í al- þjóðasamningum um útfærslu eftir- litsins. Er gjaldið miðað við kostnað vegna eftirlits úr hveijum stofni sem reiknaður er út á hvert tonn, miðað við fiskveiðiár, vertíð eða veiðitímabil. \ Sina brennd fyrir golfvöll Morgunblaðið/Pétur Kristjánsson STOFNFUNDUR Golfklúbbs Seyðisfjarðar verður haldinn í næstu viku og er vonast til að minnsta kosti 50 manns láti skrá sig, segir Jónas A. Jónsson, kylf- ingur og fulltrúi á skrifstofu sýslumanns. Ráðgert er að búa til níu holu golfvöll í firðinum og kom í ljós þegar völlurinn var stikaður á fimmtudag í síð- ustu viku að þyrfti að brenna sinu á svæðinu. Um er að ræða ræktað land sem ekki hefur verið verið hirt svo árum skipt- ir og segir Jónas að ef golfá- hugamenn verði heppnir með veður á næstunni og fái rok og rigningu eigi svæðið að vera orðið þokkalegt eftir brunann innan fárra vikna. Eldvamaeftirlitið Vill beita dagsektum SLÖKKVILIÐSSTJÓRINN í Reykja- vík hefur óskað eftir því við borgar- ráð að fimmtán aðilar verði beittir dagsektum frá og með 3. júní, þar sem þeir hafi ítrekað látið hjá líða að sinna kröfum Eldvamaeftirlitsins. í erindi slökkviliðsstjóra kemur fram að, dagsekt er 3 þús. krónur hvem virkan dag. Þeir aðilar sem um er að ræða eru: P.S. Pétursson vegna Skútuvog- ar 13, Ármannsfell hf. vegna Funa- höfða 19, Vaka hf. vegna Eldshöfða 6, Friðbjöm Kristjánsson vegna Hamarshöfða 8-10, Sveinn Henrik H. Christensen vegna Háaleitisbraut- ar 58-60, Gleraugnamiðstöðin hf. vegna Laugavegar 24, Jakob Sig- urðsson vegna Hólmaslóðar 2, Garð- ar Hinriksson vegna Eyjaslóðar 1, Skiparadíó hf. vegna Fiskislóðar 94, Ámi Marinósson vegna Grandagarðs 1B, Kristín Karlsdóttir vegna Grens- ásvegar 14, Emil Hjartarson vegna Síðumúla 30, Krosshamar vegna Ármúla 22, Söluskrifstofa Bjarna/Braga hf. vegna Suðurlands- brautar 20 og Steindór H. Haarde, vegna Hafnarstrætis 7. Borgarráð frestaði afgreiðslu er- indisins. Farið fram á lögskráningu skipverja á Heinaste Utgerðin fær nokk- urra daga frest SÝSLUMAÐURINN í Hafnarfirði ætlar að veita Eyvör ehf., eiganda útgerðar úthafstogarans Heinaste, sem er á úthafskarfaveiðum á Reykjaneshrygg, nokkurra daga frest til þess að afla gagna sem lúta að lögskráningarmálum skipsins. Guðmundur Sophusson sýslumaður segir að nauðsynlegt sé að lög um lögskráningu sjó- manna verði endurskoðuð og þau gerð skýrari en nú er. Jón Guðmundsson, hjá Eyvör ehf., segir að búið sé að svara bréfí sýslumannsembættisins í Hafnarfirði þar sem það er lagt fyrir eiganda útgerðar Heinaste, í samræmi við túlkun samgöngu- ráðuneytisins, að láta lögskrá skipveijana við embættið nú þeg- ar. „Málið er í athugun hjá okkur,“ sagði Jón. Hann sagði að skipinu Sýslumaður segir þörf á að endur- skoða lögin yrði ekki snúið til hafnar á næst- unni. „Við hlýðum fyrirmælum en við höfum ekki verið beðnir um að snúa skipinu til hafnar," sagði Jón. Heinaste hefur verið á miðunum í 2'h mánuð og sagði Jón að þetta væri stórt skip og gæti tekið mik- inn afla. Mótmæla túlkun samgöngu- ráðuneytisins Guðmundur Sophusson segir að embættinu hafí borist bréf frá Eyvör ehf. þar sem túlkun sam- gönguráðuneytisins sé mótmælt. Þar kemur einnig fram að for- svarsmenn Eyvarar hyggjast jafn- vel láta úrskurða um hana hjá dómstólum. Eyvör óskar jafnframt eftir upplýsingum um þau gögn sem fyrirtækið þarf að skila til sýslumannsembættisins til þess að lögskráning geti farið fram. „Við munum gefa þeim tíma til þess að afla þessara gagna. Mér fyndist óeðlilegt ef þeir fengju ekki aðeins að draga andann vegna þess að niðurstaða embætt- isins var sú á sínum tíma að ekki bæri að lögskrá skipið á íslandi. Ég tel að það sé nauðsynlegt að ákvæði laga um lögskráningu sjó- manna verði endurskoðuð og gerð skýrari. Mjög margir telja að okk- ar túlkun á lögunum hafi verið rétt. í lögunum segir einfaldlega að það skuli lögskrá á útgerðar- stað skipsins," sagði Guðmundur. Riffilskot í Mosfellsbæ Ekki tókst að fjar- lægja kúl- una í gær PILTUR á 19. ári liggur á Borgarspítalanum eftir að hafa orðið fyrir skoti úr riffli í húsi í Mosfellsbæ á laugar- dagskvöld. Pilturinn var flutt- ur á Sjúkrahús Reykjavíkur þar sem hann var í fyrstu tal- inn í lífshættu. Hann gekkst undir aðgerð á Borgarspítal- anum í gær til að fjarlægja kúlu úr bijóstholi hans. Að sögn læknis á gjörgæsludeild náðist hins vegar ekki að fjar- lægja kúluna en ákvörðun hef- ur ekki verið tekin um hvort það verði reynt aftur. Gáleysisverk Tildrög voðaskotsins voru þau að þrír piltar voru að gæta húss í Mosfellsbæ og að skoða tvo riffla sem húsráð- endur eiga. Samkvæmt upp- lýsingum Morgunblaðsins hélt einn þeirra á rifflunum, sem hann hefur handleikið áður og taldi óhlaðna, beindi þeim frá sér og tók í gikkina. Skot hljóp úr öðrum rifflinum, í öxl og inn í bijósthol félaga hans. Pilturinn sem tók í gikkinn var að sögn lögreglu ekki handtekinn eftir verknaðinn enda þótti ljóst að um algjört óvilja- og gáleysisverk hefði verið að ræða. Meirihlutaviðræður í nýju sameinuðu sveitarfélagi á norðanverðum Vestfjörðum A-listi og D-listi hófu viðræður í gærkvöldi ísafirði. Morgunblaðið. FULLTRÚAR allra flokka nema Sjálfstæðisflokksins komu saman til fundar í gærkvöldi þar sem ræða átti hugsanlegt meirihlutasamstarf flokkanna. Fyrri fundur flokkanna var á sunnudag en áður hafði bæj- arfulltrúi Alþýðuflokks fundað með sjálfstæðismönnum um hugsanlegt meirihlutasamstarf. Á fundi í Al- þýðuflokksfélaginu á sunnudag var frekari viðræðum við Sjálfstæðis- flokkinn hafnað og var bæjarfulltrúi flokksins ósáttur við þá niðurstöðu. „Ég skil ekki til hvers maður er í pólitík ef maður getur ekki rætt við fólk,“ sagði Sigurður R. Ólafs- son, efsti maður á lista Alþýðu- flokksins. „Það hefur verið uppi söngur um að taka beri tillit til allra byggðarlaganna sem og jafnréttis kynjanna. Á lista Sjálfstæðisflokks- ins eru fulltrúar frá flestum byggð- arlögum en á hinum vængnum eru allt ísfirðingar. Þá eru tvær konur á lista Sjálfstæðisflokksins en að- eins ein á hinum vængnum. Sann- færing mín er að Alþýðuflokkur og Sjálfstæðisflokkur starfí sarnan." Þorsteinn Jóhannesson, oddviti sjálfstæðismanna, sagði það hljóta að vera óskastöðu allra í þessum byggðarlögum að Sjálfstæðisflokk- urinn kæmi að stjórnarmyndun. „Ef það tekst ekki verður um eilífan hrepparíg og togstreitu að ræða,“ sagði hann. Aðspurður um áhuga sjálfstæðismanna fyrir Alþýðu- flokki frekar en Framsóknarflokki, sem verið hefur í meirihlutasam- starfi með Sjálfstæðisflokknum um tveggja ára skeið, sagði Þorsteinn: „Framsóknarmaðurinn treysti sér ekki til að Iýsa yfir stuðningi við Kristján Þór Júlíusson sem áfram- haldandi bæjarstjóra, sem er í mín- um augum algjör forsenda þess að hlutirnir gangi upp. Kristján Þór hefur unnið mikið starf í kringum sameininguna." Kristinn Jón Jónsson, oddviti Framsóknarflokksins, sagði að það eina rétta væri að flokkamir fjórir reyndu að ná saman. „Við látum það ekkert á okkur fá að hafa ekki getað sameinast um einn lista. Úr- slit kosninganna eru -vonbrigði og ég held að það sé ekki gróið um heilt eftir þann klofning sem varð' í flokknum fyrir síðustu alþingis- kosningar." Smári Haraldsson, efsti maður ál F-lista, sagði skilaboð kjósendaj skýr. „Þetta á að verða hvatning! til okkar um að gera betur, vinna; saman án Sjálfstæðisflokks. Það erl siðferðileg skylda okkar og bjóða síðan saman eftir tvö ár og ná þá meirihluta," sagði Smári. Síðustu fréttir Seint í gærkvöldi hófust viðræður milli Sjálfstæðisflokks og Alþýðu- flokks um myndun meirihluta, er viðræður vinstri flokkanna höfðu farið út um þúfur. Var jafnvel búizt við að samningar væru ekki langt undan. ■ Funklistinn fékk/13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.