Morgunblaðið - 14.05.1996, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 14.05.1996, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 1996 23 LISTIR Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson SYNISHORN af myndum Birnu á Hákonarstöðum en þær eru aðallega landslagsmyndir og er sveitin henni sérstaklega hugleikin. Málar á íslenska steina Vaðbrekka, Jökuldal. Morgunblaðið. BIRNA Jóhannsdóttir, bóndi á Hákonarstöðum á Jökuldal, hef- ur undanfarin þrjú ár málað akr- ílmyndir á íslenskt grjót, aðal- lega landslagsmyndir. Birna týn- ir flögugrjót í landareign sinni, þvær upp og málar á það mynd- ir með akríllitum og lakkar síðan yfir með glæru möttu lakki og þá heldur bæði akrílmálningin og upprunalegar skófir vel áferð sinni. Birna lætur skófir sem eru á steinunum, oft í öllum regnbog- ans litum, halda sér. Síðan ræður lögun steinanna og lega skófanna miklu um hvernig myndin lítur út í endanlegri mynd. Landslagið er Birnu hugleikið viðfangsefni og málar hún bæði eftir fyrirmyndum og eftir eigin innblæstri, en þó notar hún eigin innblástur meira, enda gefur efn- ið sem hún vinnur í tilefni til þess. Birna hefur enn ekki haldið einkasýningu á verkum sínum en hún hefur sýnt á handverkssýn- ingum, til dæmis á Hrafnagili á síðasta sumri. Myndir hennar eru vinsæl söluvará. „Á leiðinni út í lönd“ TONLIST Langholtskirkja KÓRSÖNGUR Kvennakór Reylqavíkur undir stjórn Margrétar J. Pálmadóttur. Undir- leikari: Svana Víkingsdóttir. Laugar- dagurinn II. maí, 1996. ALLTAF eru konurnar okkur körlunum fremri þegar treysta þarf á drift til stórra framkvæmda og er Kvennakór Reykjavíkur eitt af skemmtilegustu ævintýrum hér á síðari árum. Það sem þó er mest um vert, er sá árangur Kvennakórs Reykjavíkur, að hann hefur tekið sæti meðal bestu kóra okkar íslend- inga. Vel má sjá fyrir sér, á stórri hátíðarstund, er Kvennakór Reykjavíkur tekur höndum saman við aðra kóra, til flutnings á ein- hveiju stórvirki tónbókmenntanna. Það eru ekki svo mörg ár síðan tónlistarmenn létu sig dreyma um flutning stærri kórverka en nú er veruleikinn sá, að flutningur margra þessara draumaverkefna hefur farið fram. Ætti því að vera mögulegt að setja upp stórkostlega tónlistarhátíð, þar sem flutt yrðu öll meginkórverk tónbókmenntanna og fá til liðs við sig íslenska og erlenda tónlistarmenn, til að gera veg slíkrar hátíðar sem mestan. Tilefnið er stutt undan, aldamótin 2000, og mættum við þá kotkarlar kallaðir verða, ef þau tímamót eru ekki talin tilefni til stórra verka, með miklum kostnaði og glæsibrag. Konur! Nú takið þið til við að koma upp tónlistarhúsinu og mun þá víst að við karlarnir munum dratthalast með. Það er skemmst frá að segja, að Kvennakór Reykjavíkur syngur hreint, með fögrum raddhljómi og stjómandinn, Margrét J. Pálma- dóttir, nær oft að magna upp sterka stemmningu og einnig leikrænan flutning, sem á sér dýpri rætur en útfæra má aðeins með taktslætti og nákvæmu tóntaki og er þeirrar ættar sem heitir skáldskapur. Fyrri hluti efnisskrár var sam- settur af íslenskum lögum og frumflutt meðal annars lag eftir Þorkel Sigurbjörnsson, sem nefnist Konur og er kvæðið tekið úr ljóða- bókinni Þorpið, eftir Jón úr Vör. Þetta er bráðskemmtilegt lag og var flutt af gamansemi, sem Mar- grét Pálmadóttir er óhrædd við að tjá og jafnvel ýkja nokkuð. Þor- kell hittir þarna naglann á höfuðið og spinnur saman fallega hljóm- skipan og leikræna útfærslu og er næsta víst, að þetta skemmtilega lag á eftir að heyrast oft. Önnur lög voru úr safni alþekktra söng- laga, en rétt er að tilgreina eina skemmtilega raddsetningu, eftir Árna Harðarson. Hann setur sam- an „Tíminn líður trúðu mér“ og vísurnar „það á að strýkja stráka- ling/stelpuna“. Raddsetningin er einföld, svo að þjóðlagið nýtur sín mjög vel og hið leikræna í textanum er skemmti- lega útfært með endurtekningum og í raddskipaninni. Sá fjársjóður þjóðlaga, sem Bjarni Þorsteinsson tónskáld og þjóðlagasafnari skenkti okkur, hefur nú lifnað af svefni gleymskunnar og fengið nýtt inntak í mörgum frábærum raddsetning- um, sem íslensk tónskáld hafa unn- ið af kunnáttu og listfengi. Seinni hluti efnisskrár var settur saman úr söngleikja- og óperutón- list og erlendum þjóðlögum, sem öll voru mjög vel sungin, t.d. syrp- an úr Showboat, Memory úr Cats, lag frá Úkraínu, „Hljóðnar nú haustblær", og síðasta lagið, „Ef þig langar að syngja“, sænskt lag, sem sungið var af innileik, við ágætan texta eftir Heimi Pálsson. Kvennakór Reykjavíkur „er á leiðinni út í lönd“ og konunum fylgja kveðjur til fararheilla. Víst er að þær munu syngja vel og bera með sér þá mannhlýju og sönggleði, sem birtist hvað innileg- ust í vorsöngvum okkar og heyra mátti í vorvindum Sigvalda Kaldal- óns. Góða ferð, góðan söng og góða heimkomu. Jón Ásgeirsson Kanadískar bókmenntir SIGURÐUR A. Magnússon og ið 15. maí. kl. 20. Franz Gíslason munu kynna Lög og ljóð eftir Leonard Co- v-íslensku rithöfundana David hen verða flutt af Norræna kórn- Árnason og Paul A. Sigurdson um. Á vegum Vináttufélags ís- og þýðendatímaritið Jón á Bæg- lands og Kanada. isá í stofu 101 í Lögbergi, Há- Allir eru velkomnir og að- skóla íslands, miðvikudagskvöld- gangur ókeypis. Fyrstu námskeiðin hefjast mánudaginn 20. maí. Innritun og nánari upplýsingar í sima 568 8400 (Helga og Arndís), http://tvi.is/simennt, eða á skrifstofunni, Ofanleiti 1, Reykjavík. sbnennttvi Ofanleiti 1 • 103 Reykjavík • Sími 568 8400 Sumaruppfærsla! Innritun er hafin í sumarnámskeið Símenntar TVÍ Tölvuháskóli Verzlunarskóla íslands (TVÍ) hefur starfað í 9 ár og útskrifað um 200 kerfisfræðinga sem flestir eru starfandi í íslenskum hugbúnaðariðnaði. Kerfisfræðingar TVÍ eru orðlagðir fyrir trausta og hagnýta þekkingu sem nýtist vel í starfi. Með Símennt TVÍ býðst starfsfólki í hugbúnaðargerð og tölvuþjónustu nýr valkostur í símenntun. í maí og júní verða í boði 15 síðdegisnámskeið sem flest eru byggð á kennsluefni Tölvuháskólans. 3-5 daga hnitmiðuð námskeið um: • Internetið, vefsíðugerð og netforrritun • Hlutbundna forritun í C++ og Delphi • Hlutbundna greiningu og hönnun • Forritun fyrir Windows 95 • Gagnamiðlun frá AS/400 • Kerfisforritun fyrir UNIX • Verkefnastjórnun, tölvuöryggi, vélbúnað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.