Morgunblaðið - 14.05.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 14.05.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ1996 21 Tónlistarskólinn í Reykjavík /• 4 4 HENRIK Have: Snúningur/skælingur. Grófkornuð Ijósmynd (1994). MYNDLIST SYS Hindsbo: Maður með fluggræjur. Krít á pappír, 140x100 sm (1993). Norræna húsiö FARANDSÝNING MÁLVERK/GRAFÍK Henrik Have, Sys Hindsbo. Opið daglega frá 14-19. Til 26 maí. Aðgangur ókeypis. HENRIK Have (f. 1946) nefnir óstýrilát ferðalög sín inn í ríki myndflatarins gjaman „Circonvolit- ion//Contorsion“ (Snúning//skæl- ing) og er það um flest réttnefni. Nafnið er utan á sýningar- skrá/bók, sem gefin var út af Danska húsinu í París í tilefni sýningar í húsakynnum þess 1994. Ritið sem er ríkulega myndskreytt kynnir svo skylda framkvæmd í suðurslésvísku listamiðstöðinni í Flensborg 1995, Norræna húsinu Reykjavík og Lista- safninu í Þórshöfn 1996. Hinn sjálflærði Henrik Have er fulltrúi hins óhefta flæði á mynd- fleti, sem hefur verið mjög áberandi í danskri list frá því Cobra-listamenn- irnir með Asger Jorn í fararbroddi urðu stór nöfn í útlandinu. Maður hefur séð ótal útgáfur af þessum skynræna blossa á sýningum í Kaup- mannahöfn, jafnt í grafík og mál- verki, sem á stundum tengist ákveð- inni tegund hugmyndafræði. Það er í öllu falli ekki mikið af hreinni teikn- ingu í rissum listamannsins, mun meira af hugmyndafræði og hráum ástþrungnum tjáflækjum í hvítu gráu og svörtu sem stjórnlaust skeiða um flötinn. Í bókinni er auk opins hringtákns, sem gengið er útfrá og teikninga, röð ljósmynda af fjöllistakonu í mjög „snúinni“ stellingu og er það áhuga- vert sjónrænt mynd- og punktaferli sem smám saman leysist upp, lokast svo og stöðvast af hinu blakka opna hringtákni. Eykur gjörningurinn ólíkt meira aðstreymi náttúrumagna til fijóhirslanna en hin lausu tilviljun- arkenndu riss. Sýning Haves í kjallarasölunum skiptist í tvo aðskilda hluta, sem eru 23 litlar litógrafíur á veggjum gangs- ins og í möppum, en í innri sal eru meðalstór málverk í olíu og akríl sem hann vinnur á stundum einnig með krít og blýanti. Flest eru þau frá síð- ustu tveimur árum, en eitt er frá 1987. Hér er um tvær andstæður að ræða þar sem listamaðurinn beitir skipulögðum vinnubrögðum í grafík- inni, en lætur allt flakka í málverk- inu, þar sem stríðvængjað hugarflug- ið ræður stefnunni. Er ég öllu meira með á nótunum í fyrra fallinu vegna hins lifandi samspils línu lita og forma sem myndirnar prýða. Skil síður málverkin fyrir þann mikla óró- leika og losarabrag sem telja verður einkenni þeirra. Sys Hindsbo (f. 1944) sækir í allt aðra erfðavenju í danskri myndlist, sem er maðurinn sjálfur, stórborgin, hraðinn og firringin í kringum hann. Listakonan er skóluð frá Akadem- íunni í Kaupmannahöfn, þar sem fyrstu kennarar hennar voru mynd- höggvarinn Gottfred Eickhoff og grafíkerinn og málarinn Holger J. Jensen. Síðasti kennari hennar, hinn nefnkenndi grafíklistamaður Palle Nielsen, hefur bersýnilega haft af- Danskar hefðir gerandi og að auk mjög stefnumark- andi áhrif á þróunarferil hennar. Svo blandast þetta öðrum áhrifum svo sem frá málurunum og grafík- listamönnunum Swend Wiig Hansen, Dan Steerup Hansen og jafnvel hin- um júgóslavska Vladimir Velikovic. Hindsbo sker sig frá löndum sínum fyrir hinar þunnu hvítu gráu og blökku pensilstrokur, sem eru jafnvel gagnsæar og hundana sem hún stað- setur inn í myndrýmið. Þeir geta í senn mint á Velikovic og hundana sem urðu undir öskulaginu í Pom- pei, sem hafa orðið svo mörgum myndlistarmanninum að táknrænu myndefni. Þetta er í senn árásargjarnt og áttavillt fólk, sem listakonan staðset- ur á myndflötinn, eins konar sam- runi og bræðralag þjáningarinnar og mannsins „ecce homo“. Sjáandinn, hinn blindi, hinn veiki á ráðvilltri vegferð sinni um mannlífssviðið. Þetta myndefni fylgir Hindsbo líka í ætimyndunum, sem eru mun við- kvæmislegar útfærðar, búa yfir meiri nálgun og bera vott um næma tilfinn- ingu fyrir línuspili, en eru þó ekki eins áhrifaríkar í útfærslu. Vísa ég til fyrri skilgreiningar á þessum tjáviðhorfum til listarinnar. „Maðurinn er einn, lifir sínu eigin lífí og deyr sínum eigin dauða, kem- ur aleinn í heiminn, lifir lífinu í sínu eigin skinni og deyr aleinn í því. Hann stendur sem nakinn frammi fyrir yfírþyrmandi manngrúa þétt- býlisins, finnur þá helst til einmana- kenndar, smæðar og vanmáttar, sem vísar svo aftur til þess að hann leitar alltaf til andstæðu sinnar. Borgarbú- inn upptendrast af hinni ftjálsu nátt- úru, en í stijálbýli eygir fólk hinn stóra heim í hillingum víðáttanna. Sjáfsvitundin styrkist í fámenni, en er undir stöðugu álagi þolandans í múgþjóðfélaginu. Kannski er maður- inn í allri sinni sjálfsvitund og van- þroska einungis tímaskekkja á þess- ari jörð.“ Myndverk Sys Hindsbo, líkt og Henriks Have, hafa verið á flakki frá Danska húsinu í París og fylgir henni sömuleiðis sýningarskrá í bókarformi sem er prýðilega úr garði gerð, þótt lesmálið sem er ekki mikið að vöxtum sé á frönsku. Hins vegar eru allir textar á frönsku, ensku og dönsku svo hér eiga uppfletíarar að vera með á nótunum. Báðir listamennirnir teljast af kyn- slóð sem eru þiggjendur fyrri kyn- slóðar um úthverft tjásæi, sem er ekkert verra, hins vegar hefur þeim ekki enn tekist að bæta um betur, yfirganga lærimeistara sína, hvert sem framhaldið verður. En þeir eiga sinn sérstaka tón og hljómfallanda í pensilstrokum sínum og það skiptir höfuðmáli. Bragi Ásgeirsson Flug o g blll: Veró með afslætti fr á Uppskeruhátíð tónfræðadeildar Ellefu tónverk frumflutt TÓNFRÆÐADEILD Tónlistar- skólans í Reykjavík er ein fimm deilda skólans sem útskrifa nem- endur með loka- próf að loknu þriggja ára námi á háskólastigi, en prófið jafngildir B.Mus. gráðu í bandarískum tón- listarháskólum. Deildin er lítil, í henni voru sex nemendur á námsárinu sem er að líða. Fjórir þessara nemenda eru að brautskrást frá skólanum nú í vor. Arnþrúður Lilja Þor- björnsdóttir, Jón Guðmundsson, Þorkell Atlason og Þórður Magn- ússon. Lokaviðfangsefni þessara fjögurra nemenda hefur verið að semja stór tónverk fyrir hljóm- sveit. Verða lokatónsmíðar Þor- kels og Þórðar fluttar af hljóm- sveit skólans í Bústaðakirkju þann 15. maí nk. kl. 20.30, undir stjórn Gunnsteins Ólafssonar, en loka- verkefni hinna nemendanna voru flutt í vetur leið við góðan orðstír. Verk Þórðar, Sinfonietta, og Þor- kels, Konzert, eru fyrir hartnær 30 manna hljóm- svejt. Eru bæði verkin í nokkrum ólíkum köflum og tekur hvort þeirra um 25 mínútur i flutningi. Á tónleikunum Bústaðakirkju Þorkell Atiason Þórður Magnússon 1 verða einnig flutt níu önnur tónverk hafa sem samm verið i deildinni i vetur. Höfundar og verk eru sem hér segir: Arnar Bjarnason: Fimm æfingar fyrir fiautu og klarínettu, Strengja- kvartett og Tónaljóð fyrir kamm- ersveit; Kolbeinn Einarsson: Strengjakvartett, Smáverk fyrir gítar og Sónata fyrir Csound (tölvutónverk); Jón Guðmundsson: Stef, tilbrigði og kódi fyrir Scound (tölvutónverk); Þórður Magnús- son: Preludia og scherzo (tölvutón- verk). Aðgangseyrir er kr. 500. Myndlist í Leifsstöð FÉLAG íslenskra myndlistar- manna, FÍM hefur sett upp myndir eftir Kristján Davíðsson listmálara í Flugstöð Leifs Ei- ríkssonar á Keflavíkurflugvelli. Kristján Davíðsson er fæddur 1917 og er heiðurslistamaður FIM. Hann er fyrsti listamaður- inn sem félagið kynnir á þennan hátt. Kynningin á myndum Kristjáns mun standa í tvo mán- uði fremst í landganginum á flugvellinum, en þá mun taka við sýning á verkum Björns Birnis listmálara á sama stað. FÍM átti og rak til skamms tíma sýningarsal við Garða- stræti en þar sem félagið hefur nú selt salinn og íagt niður starfsemina, varð að ráði að leita nýrra starfsleiða. Sýningarframtakið á Kefla- víkurfllugvelli var ein hugmynd- anna og er hún nú orðin að veruleika. Sýningarnefnd FÍM hefur haft veg og vanda af framtakinu í samstarfi við flug- vallarstjórn. Kyxiningartilboð gildirtil lO.júní 10.000 kr. afsláttur á manii (fulloröinii) af veröi pakkaferða. 35.650 kr. Flug og gisting: Verö meö afslætti írá Freistandi ferðamöguleikar á mann í tvíbýli í 4 daga. á manri m.v. 2 í bíl í A-flokki í eina viku*. Lágmarksdvöl ein vika (7 dagar) og hámarksdvöl 1 mánuður. Síðasti heimkomudagur er 10. júm'. Hafðu samband viö sölufólk okkar, ferðaskrifstofurnar eða í súna 50 50 100 (svarað inánud. - föstud. frá kl. 8 -19 og á laugard. frá kl. 8-16.) Innifaliö: tlug, bíll, ótakinarkaóur akstur, I.DVV trygging, söluskattur og ASC-gjald. Sérstakur ríklsskattur af bílaleigu greiöist ytra. FLUGLEIDIR Traustur íslenskur ferðafélagi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.