Morgunblaðið - 14.05.1996, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 14.05.1996, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ1996 47 I DAG BRIPS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson GEGN fjórum hjörtum suð- ur spilar vestur út laufás, en kemur svo á óvart með því að skipta yfír í tígultvist: Vestur gefur; NS á hættu. Norður ♦ ÁG62 4 KDG5 4 D9 ♦ 983 Vestur 4 4 4 4 Austur II: 4 Suður 4 D7 4 10873 4 ÁG10854 4 2 Vestur Norður Austur Suður Vestur Norður Austur uður 1 lauf* Dobl Pass 2 tíglar 3 lauf Passs Pass 3 hjörtu Pas 4 hjörtu Pass * Standard. Pass Pass Austur veltir vöngum yfir tíguldrottningu blinds, en lætur loks lítinn tígul, fýldur á svip. Sagnhafi spilar næst hjartakóng. Vestur drepur strax og spilar hálaufi, sem suður trompar. Þetta hefur verið vinsamleg vöm, en spumingin er: Hvemig á að ljúka verkinu? Tíu slagir em auðfengnir ef spaðakóngur liggur fyrir svíningu. Þá er spaðadrottn- ingu spilað (kóngur og ás), lauf trompað, tromptía tekin og blindum spilað inn á spaðagosa. Trompin em svo tekin og tígli svínað. Sagn- hafi fengi þá tvo slagi á spaða, fimm á tromp og þijá á tígul. Norður 4 ÁG62 4 KDG5 ♦ D9 4 983 Vestur 4 1085 4 Á92 ♦ 2 4 ÁKDG65 Austur 4 K943 4 64 4 K763 4 1074 Suður 4 D7 4 10873 4 ÁG10854 4 2 Hins vegar tapast geimið snarlega með þessari spila- mennsku ef austur er með spaðakónginn, því hann gef- ur makker sínum einfaldlega tígulstungu. Til er betri leið, þar sem spilið vinnst hvom megin sem spaðakóngur liggur: Eftir að hafa trompað lauf, spilar sagnhafi hjarta á drottningu og stingur síðasta laufið með hjartatíu. Síðan fer hann inn á blindan á spaðaás(!) til að taka síðasta tromp vesturs. Og þá á að- eins eftir að sækja tíunda slaginn með því að spila spaða á drottninguna. Þessi leið krefst þess að trompið falli 3-2, en á því em töluverðar líkur eftir að einspil vesturs í tígli kemur í 1)0. LEIÐRÉTT Röng sjónvarpsdagskrá Vegna mistaka í vinnslu við sjónvarpsdagskrá i sunnudagsblaði Morgun- blaðsins, birtist dagskrá iaugardags tvisvar. Morg- unblaðið biður hlutaðeig- endur afsökunar á mistök- unum. Arnað heilla OAÁRA afmæli. í dag, OU þriðjudaginn _ 14. maí, er áttræður Arsæll Jóhannesson, fyrrum bóndi að Lágafelli, Mikla- holtshreppi, nú búettur á Dvalarheimili aldraðra i Stykkishólmi. Eiginkona hans var Jóhanna Oladótt- ir, en hún lést árið 1993. Ársæll mun í tilefni dagsins taka á móti gestum á Hót- elinu í Stykkihólmi laug- ardaginn 18. maí nk. kl. 15-18. jr/"|ÁRA afmæli. í dag, OU þriðjudaginn 14. maí, er fimmtugur Björn Blöndal, Freyjuvöllum 10, Keflavík. Eiginkona hans er Ásdís Anna Johnsen. í tilefni dagsins taka þau hjón á móti gestum á heim- ili sínu milli kl. 18 og 20 í dag, afmælisdaginn. COSPER ÞETTA er ekki herbergið þitt, þetta er brúðarsvítan. HOGNIHREKKVISI V í/t/ab eyðUcuj&irÁu nútUjL Pennavinir FIMMTÁN ára Ghana- stúlka með margavísleg áhugamál: Augustine Oberg, Moses Sebool of Accountancy, P.O. Box 245, Koforidua E/R, Ghana. ELLEFU ára bandarísk stúlka með margvísleg áhugamál: Rielle Navitski, P.O. Box 663, West Brookfield, MA 01585, U.S.A. KANADISK kona með mjög mikinn íslandsá- huga. Getur ekki um ald- ur en vill ólm eignast is- lenska pennavini: Joan Strauman, SS2 Site 5 Comp 125, Prince Georges B.C., Canada V2N 2K6, FIMMTÁN ára Ghana- piltur með áhuga á íþrótt- um o.fl.: Charles Sowah Duah, P.O. Box 1534, Koforidua E/R, Ghana. STJÖRNUSPA eftir Frances Drake * Fríkirkjusöfnuðurinn í Reykjavík NAUT Afmælisbarn dagsins: Þú vilt ráða ferðinni, og átt auðvelt með að sannfæra aðra. Hrútur (21. mars- 19. apríl) Þú- ert eitthvað miður þín árdegis, en hressist fljótlega þegar góðar fréttir berast langt að. Lausn finnst á gömlu vandamáli. Naut (20. apríl - 20. maí) Þú átt erfitt með að einbeita þér, en með góðri aðstoð ástvinar tekst þér að ná betri árangri en þú áttir von á í dag. Tvíburar (21. maí- 20. júní) Heimili og fjölskylda eru í fyrirrúmi í dag, og ættingi, sem þú hefur vanrækt að undanfömu, þarfnast um- hyggju þinnar. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Hi Einhver sem þú kynnist í dag á eftir að reynast þér traust- ur vinur, og þú ættir að hlusta á ráð hans til lausnar á vandamáli. Ljón (23. júlí — 22. ágúst) . <et Þú hefur lagt hart að þér við vinnuna að undanförnu, og átt skilið að slaka örlítið á. Spennandi ferðalag er á næstu grösum. Meyja (23. ágúst - 22. september) <S£ Þú hikar við að taka mikil- væga ákvörðun varðandi fjármálin, en náinn vinur getur gefið þér góð ráð. Hvíldu þig heima í kvöld. Vog (23. sept. - 22. október) Vinnugleðin ræður ríkjum hjá þér, og þú kemur miklu í verk. Þegar vinnudegi lýkur hefur þú ástæðu til að fagna góðu gengi. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóvember) Eitthvað kemur þér óþægi- lega á óvart í dag, en þú ert vel fær um að leysa málið. Heppnin er með þér í við- skiptum. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) m Gættu þess að lofa engu, sem þú getur ekki staðið við. Þú átt góðan fund með ráða- mönnum í vinnunni, og fjár- hagurinn fer batnandi. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þér hættir til að kenna öðr- um um, ef eitthvað fer úr- skeiðis, í stað þess að líta í eigin barm. Reyndu að sýna sanngimi. Vatnsberi (20. janúar - 18. febníar) ðh Þótt þú eigir annríkt og haf- ir skyldum að gegna ættir þú að hlusta á tiltögu ástvin- ar um stutta og rómantlska skemmtiferð. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Hugurinn er eitthvað á reiki síðdegis, og þú kemur ekki öllu í verk, sem þú ætlaðir þér, nema þú bætir ráð þitt. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traust- um grunni vísindalegra stað- reynda. 4P1 * ■ * f* + i • I • • Tonlistarvor i Frikirkjunm Orgeltónleikar þriðjudaginn 14. maí kl. 20.30 Niels Henrik Nielsen, dómorganisti við Frúarkirkjuna í Kaupmannahöfn leikur ó orgel kirkjunnar í tilefni 70 óra afmælis þess. Á efnisskrónni eru verk eftir: J.S. Bach, C. Franck, Leif Kayser, J.P.E. Hartmann og 0. Messiaen. Miðasala við innganginn. Frikirkjusöfnuðurinn i Reykjovik. t Fjölbreytt mannlíf og hagstæð verslun gera Kolaportið einstakt í sinni röð. Kolapprtið opið á uppstigningardag Undanfarið hefur Kolaportið verið opið alla frídaga auk venjulegra markaðsdaga um helgar. Mjög mikil aðsókn var t.d. á 1. maí og seljendur ánægðir með söluna. Kolaportið verður opið á fimmtudaginn, uppstigningadag, og enn er hægt að bæta við seljendum þennan stóra markaðsdag. Fastir seljendur verða með sérstök tilboð á uppstigningardag og tilboð Kolaportsins þennan dag er 20% afsláttur af básaverði. Matvælamarkaður Kolaportsins Matvælahornið í Kolaportinu er vel þekkt fyrir góðar vörur á lægra verði en tíðkasLannars staðar. “Ég kem í'Koiaportið til að kaupa úrvals matvæli” segir einn af fasta- gestunum. “Þarna standa framieið- endurnir alltaf sjálfir á bak við vörurnar sínar og þeir fengju svo sannarlega að heyra það næstu helgi ef þeir seldu mér eitthvað rusl.” Bretarnir himinlifandi Erlendir seljendur hafa skapað góða stemmningu og boðið upp á skemmtilegar vörur á sannkölluðu Kolaportsverði. Sumir þeirra eru orðnir fastir seljendur hvern markaðsdag eins og til dæmis Sharron Jenkins sem hefur tékið sérstöku ástfóstri við Kolaportið og íslendinga. “Kolaportið er skemmtilegt markaðstorg og ég stefni að því að bæta við nýjum vörutegundum nánast vikulega”. 200 hressir seljendur Á uppstigningardag verða það ekki síður íslensku seljundurnir sem munu heilla gesti með góðu verðlagi og óvæntum uppákomum. Vöruúrvalið er fjölbreytt, hvergi seldar jafnmargar kókosbollur og áreiðanlega hvergi annars staðar hægt að fá viskastykki fyrir örvhenta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.