Morgunblaðið - 14.05.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 14.05.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ1996 35 4» töltinu en Hinrik Bragason sem var með stóðhestinn Óð frá Brún varð gefa annað sætið eftir til Sigur- björns Bárðarsonar sem keppti á Oddi frá Blönduósi. En það sem var kannski enn biturra fyrir Hinrik var að hann mátti sjá af sigri í fímm- gangi þar sem hann var einnig með Oð og var það kannski fyrst og fremst hinn mikli vilji hestsins sem gerði það að verkum að ekki tókst sem skildi. Má kannski segja að íþróttakeppnin sé ekki sérstaklega hönnuð fyrir svona viljagamma sem spennast auðveldlega upp þegar fimm hestar eru komnir saman inn á völlinn. Ólukkan byijaði í stökkinu þegar Óður fór nánast á kappreiða- stökk að mati þriggja dómara sem gáfu Hinrik og Óð núll fyrir stökk- ið en tveir gáfu þijá. í skeiðinu mistókust tveir af þremur sprettum og þar með var útséð hvernig færi en þrátt fyrir þetta er ekki neinum blöðum um það að fletta að þarna fer mikill gæðingur. Sigurbjörn Bárðarson á Dyni Ytra-Skörðugili var ekki langt undan og hreppti sigurinn sem ekki var þó þrauta- laust. Dómarar dæmdu hann úr leik þegar hann missti hestinn út af vellinum í stökkinu og var honum gert að yfirgefa völlinn eins og regl- ur segja til um. En Sigurbjörn sagði yfirdómara að lítill krakki hafi hlaupið að brautinni og hesturinn fælst við það og stokkið útaf. Dóm- arar tóku þetta til greina og fékk Sigurbjörn að halda áfram og sigr- aði eins og fyrr sagði. Unga fólkið setti svip sinn á mótið og má þar nefna Guðmund Björgvinsson sem varð annar í fimmgangi og Tómas Snorrason sem varð þriðji, Edda Rún Ragnars- dóttir varð önnur í fjórgangi opnum flokki en þetta er líklega fyrsta skiptið sem hún keppir meðal hinna fullorðnu. Auðunn Kristjánsson sigraði í gæðingaskeiði og Davíð Matthíasson sem er í unglingaflokki var í verðlaunasætum í gæðinga- skeiði og slaktaumatölti svo dæmi sé tekið. Breiddin er mikil hjá Fáki og ljóst að framboð af hæfu tamn- ingar- og keppnisfólki framtíðar- innar er mikið. Valdimar Kristinsson Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson HAFLIÐI og Næla rufu hundrað stiga múrinn og töldu margir að Næla hefði aldrei verið í betra formi en einmitt nú. Voru keppinautar þeirra í töltúrslitum að keppni lokinni að etja Hafliða í veð- mál um það hvort þau kæm- ust taplaus í gegnum keppnis- tímabilið. Kappinn kvaðst ætla að hugsa málið. SIGURBJÖRN sigraði í fimm- gangi á Dyni frá Ytra-Skörð- ugili sem er hans kandídat fyrir næsta HM og verður spennandi að fylgjast með frammistöðu þeirra í sumar. f---------------------------- Karpov og1 Kamsky tefla HM-einvígi SIGURSVEIT Æfingaskóla Kennaraháskóla íslands. Frá vinstri: Bjarni Kolbeinsson, Héðinn Björnsson, Óttar Norð- fjörð, Davíð Ólafur Ingimarsson og Bragi Þorfinnsson. SKAK Hcimsmcistaracin- vígi FIDE í ELISTA, KALMYKÍU í RÚSSLANDI Heimsmeistaraeinvígið hefst þann 5. júní. Gata Kamsky hefur fallist á það, með hörðum mótmælum, að mæta Anatóli Karpov í einvígi um heimsmeistaratitil FIDE í Elista. Einvigið verður sett fimmta júní og fyrsta skákin tefld þann sjötta. Verðlaunaféð er 1,1 milljón Banda- ríkjadala, eða jafnvirði 74 milþ*óna ísl. króna. ÞAÐ var með miklum semingi að Kamsky dróst loksins á að sam- þykkja heimaborg FIDE forset- ans, Kirsans Ilumsjínovs, sem ein- vígisstað. Þótt einvígið fari fram í Rússlandi, þá vill sjálft rússneska skáksambandið ekkert af því vita, það er alfarið á ábyrgð hans. Ilumsjínov var búinn að hóta Kamsky því að Valery Salov yrði fenginn til að tefla í hans stað. Vegna þess og þar sem mikið fé er í boði lét Kamsky loksins til leiðast. Einvíginu var frestað um nokkra daga til að hann gæti stað- ið við samning um að tefla á stór- móti í Madrid. Með þessu einvígi lýkur loksins heimsmeistarakeppni FIDE sem hófst árið 1993. Síðan þá hefur Gary Kasparov klofíð sig út úr FIDE og lýst sig heimsmeistara eigin atvinnumannasamtaka, PCA. Kasparov er stigahæsti skákmaður heims og hefur aldrei verið sigraður í heimsmeistaraein- vígi. Þetta var mikið áfall fyrir FIDE, sem hefur barist í bökkum síðan. Klofningur Kasparovs hef- ur valdið því að verðlaunafé í slík- um einvígjum hefur lækkað mikið frá því sem áður var. Nú mun Kasparov tilbúinn til að leggja titil sinn að veði gegn hveijum þeim áskoranda sem getur útveg- að verðlaunasjóð sem er jafnvirði eitt hundrað milljóna íslenskra króna. Þetta er svipað og gömlu heimsmeistararnir, þeir Steinitz, Lasker, Capablanca og Aljekín gerðu fram að seinni heimsstyij- öldinni, þangað til sá síðastnefndi lést og FIDE yfirtók titilinn. Þeir fóru með titilinn sem sína per- sónulegu eign og völdu sér sjálfir áskorendur. Skákáhugamenn bíða nú í von- inni eftir því að Kasparov mæti sigurvegaranum í keppni Karpovs og Kamskys í samein- ingareinvígi. Ólafur H. endurkjörinn Ólafur H. Ólafsson var endur- kjörinn formaður Taflfélags Reykjavíkur með talsverðum yfir- burðum. Rúmlega sjötíu félagar mættu á aðalfundinn á fimmtu- daginn og hlaut Ólafur u.þ.b. 20 atkvæðum meira en Daði Örn Jónsson sem bauð sig fram gegn honum. íslandsmót grunnskóla Æfingaskóli Kennaraháskóla íslands sigraði eina ferðina enn á íslandsmóti grunnskóla sem fram fór í Reykjavík um helgina. Sveit- in fékk þó mun harðari keppni en oft áður frá Digranesskóla, sem sigraði einmitt fyrir viku á íslandsmóti barnaskólasveita. Þá kepptu einungis nemendur 1-7. bekkjar, en nú gátu allir frá 1.—10. bekk verið með. Æfingaskólinn mætti Digra- nesskóla strax í annarri umferð og sigraði með yfirburðum, 3 72- 72. En drengirnir úr Kópa- vogi voru ekki á því að gefast upp og þegar yfir lauk skorti þá aðeins hálfan vinning til að hnekkja veldi Æfingaskólans. Þeir Bragi Þorfinnsson og Davíð Ólafur Ingimarsson í sigursveit- inni unnu báðir allar níu skákir sínar á fyrsta og öðru borði. Aðrir í sveitinni voru þeir Óttar Norðfjörð, Héðinn Björnsson og Bjarni Kolbeinsson. Liðsstjóri var Gunnar Björnsson. Fyrir Digranesskóla tefldu þeir Einar Hjalti Jensson, Matthías Kormáksson, Hjalti Rúnar Óm- arsson, Steinar Aubertsson og Emil H. Petersen. í sveit Réttar- holtsskóla í þriðja sæti voru þeir Davíð Kjartansson, Þórir Júlíus- son, Sveinn Wilhelmsson, Jóhann- es Ingi Árnason, Guðmundur Jónsson og Erlingur Þór Tryggva- son. Röð efstu sveitanna: Æfingaskóli KHÍ 29’A v. 1. Digranesskóli 19 v. 2. Réttarholtsskóli 22 v. 3. Garðaskóli 21 ‘A v. 4. Hólabrekkuskóli, A sveit 21 v. 5. Gagnfræðaskóli Akureyrar 20'A v. 7-8. Hagaskóli og Breiðholtsskóli 20 v. 9. Rimaskóli 19 v. 10-11. Grandaskóli og Hólabrekku- skóli, C sveit 18'A v. 12. Melaskóli 17‘A v. 13-15. Breiðagerðisskóli, Hólabrekku- skóli, B sveit og Kársnesskóli 17 v. o.s.frv. Skákstjórar voru þeir Gunnar Björnsson og Haraldur Baldursson. Bobby Fischer lagður Leynigesturinn á skemmti- kvöldi skákáhugamanna á föstu- dagskvöldið reyndist vera Sverrir Norðfjörð, arkitekt. Hann sigraði Fischer í fjöltefli í Kaupmanna- höfn árið 1962. Fischer var þá á heimleið frá millisvæðamótinu í Stokkhólmi þar sem hann sigraði með yfirburðum. Hann mætti 41 skákmanni í fjölteflinu, vann 27 skákir, gerði sjö jafntefli og tap- aði sjö. I miðri keppninni kvartaði Fischer sáran undan miklum styrkleika andstæðinganna, auk þess sem þeir þægju ráð frá fjöl- mörgum áhorfendum og færðu til mennina á borðinu. Hvítt: Bobby Fischer Svart: Sverrir Norðfjörð Kóngsindversk árás I. Rf3 - Rf6 2. g3 - b6 3. Bg2 - Bb7 4. 0-0 e6 5. d3 - c5 6. e4 - d6 7. Rbd2 - Be7 8. De2 - 0-0 9. c3 - Rc6 10. a3 - Dc7 II. b4 - Had8 12. Bb2 - Rd7 13. Rc4 - Hfe8 14. b5 - Rce5 15. Re3 - d5 16. Rd2 - Rf6 17. f4 - Rg6 18. e5 - Rd7 19. d4 - Rdf8 20. a4 - h6 21. Hacl - c4 22. Dh5 - Hd7 Svartur er orðinn mótspilslaus með öllu og Fischer hefur nú nægan tíma til að undirbúa öfluga sókn á kóngsvæng. En hann reyn- ir að knýja fram sigur strax og yfirsést honum snjallir mótleikir Sverris. 23. f5? - Bg5 24. De2? 24. - Rxe5! Þessi þvingaða mannsfórn tryggir svarti vinningsstöðu og eftir að e-línan opnast er hvítur alveg varnarlaus. 25. dxe5 - Dxe5 26. Hf3 - exf5 27. Rdfl - d4! 28. cxd4 - Bxf3 29. Dxf3 - Bxe3+ 30. Rxe3 - Dxe3+ 31. Dxe3 - Hxe3 32. Hxc4 - Hb3 33. Hc2 Re6 34. d5 - Rc5 35. Bd4 - Re4 og Fischer gafst upp. Margeir Pétursson Algengt er að biðtínti GSM síma sé 18-20 klst. en í Nokia 1610 er biðtíminn 100 klst. Taltíminn er nú orðinn 3,5 klst. og aðeins eina klst. tekur að hlaða tóma raflilöðu. Síminn er fisléttur (250 g) og kostar ekki nema 39.900 kr . stgr. Hægt er að fá aukarafhlöðu með 200 klst. biðtíma eða 7 stunda taltíma. Gefðu þér tíma - fáðu þér Nokia GSM síma. „ It Hátekni Ármúla 26 • sími 588 5000. HOOklst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.