Morgunblaðið - 14.05.1996, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 14.05.1996, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ MIIMNINGAR + Elísabet Sveins- dóttir fæddist í Kaupmannahöfn hinn 22. júní 1922. Hún lést á hjarta- deild Borgarspítal- ans hinn 5. maí síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Sveinn Björnsson sendiherra og síðar forseti og Georgía Björnsson, f. Hoff- Hansen. Systkini Elisabetar voru þau Björn Sv. Björns- son, f. 1909, Anna Katherine Aagot Patursson, f. 1911, Henrik Sv. Bjömsson, f. 1914, Sveinn Christen Bjöms- son, f. 1917, og Ólafur Sv. Björnsson, f. 1919. Björn lifir Elísabetu systur sína, en hin systkinin em látin. Elísabet giftist Davíð S. Jóns- syni forstjóra hinn 18. maí 1946 og var brúðkaup þeirra haldið á Bessastöðum. Elísabet helgaði sig heimili sínu og uppeldi sex bama sinna. Um þrjátíu ára skeið var heimili þeirra Davíðs í Þingholtsstræti 31 og var þar mikill gestagangur. Böm þeirra Elísabetar og Davíðs em: 1) Guðrún Daviðsdóttir, f. 1944. Hún á þijár dætur, Elinu Sig- riði, f. 1973, Elisabetu, f. 1975 og Li\ju Dögg, f. 1983. 2) Erla Davíðsdóttir, f. 1947, gift Jó- hanni Birgi Guðmundssyni. Þau eiga þijú böm, Katrínu Sig- fríði, f. 1968, Davið Smára, f. 1976 og Karenu Sóleyju, f. 1977. 3) Sigríður Davíðsdóttir, f. 1950. Hveijir eru þeir skólafélagar sem, skila mestu á lífsleiðinni að loknu dagsverki? Eru það þeir, sem mikið ber á og komast til mestra metorða? Eða eru það þeir, sem gera öðrum gagn í hógværð sinni, stuðla að velferð annarra og láta gott af sér leiða. Þessi spurning verður ofarlega í huga, þegar kvödd er Elísabet Sveinsdóttir Björnsson, eða Beta eins og við skólasystkinin kölluðum hana. Hún var ein af þeim hógværu, sem studdu við bakið á vinum sínum, en fjölskylda hennar sat ávallt í fyrirrúmi. Við Beta vorum saman í mennta- skóla og vorum báðar eins konar útlagar í Reykjavík. Foreldrar mín- ir bjuggu á Vífílsstöðum og foreldr- ar Betu bjuggu í öðru landi. Hún bjó hjá frú Ingibjörgu Þorláksson, þeirri merkiskonu, og þar leið henni vel. í herbergi Betu á Bjarkargöt- unni var oft skemmtilegt að vera, og þar var skrafað og brosað yfír ýmsu smávægilegu. Beta rifjaði stundum upp ýmsar tilvitnanir og smásögur, sem voru bráðfyndnar og spaugilegar og yljuðu um hjarta- rætur. Ungu stúlkurnar voru eðli- )ega forvitnar um, hvað biði þeirra í framtíðinni, og fóru eitt sinn til spákonu. Hún sagði, að foreldrar Betu byggju í öðru landi, en myndu brátt flytjast heim. Stöllurnar hristu höfuðið, lítið var að marka svona raus og þær héldu hlæjandi út í góða veðrið. Margvísleg örlög biðu þessara ungu stúlkna, en Beta var ein þeirra, sem lærðu af reynslunni, og varð kona að meiri. Hún virtist oft hlédræg, dálítið dul, lítið fyrir að trana sér fram, en fór sína leið og var alltaf sjálfri sér samkvæm. Það átti fyrir mér að liggja að missa mann minn fyrir aldur fram, og allar aðstæður voru erfíðar. Nokkru síðar hringdi síminn og Beta sagði: „Gunna mín, viltu ekki koma upp í sumarbústað og vera hjá okkur í nokkra daga, hér líður okkur svo vel?“ Þetta hefði Beta mín ekki getað boðið nema af því Hún á tvö börn, Ge- orgíu Olgu, f. 1979, og Davíð Tómas, f. 1988. 4) Sveinn Ge- org Davíðsson, f. 1953. 5) Jón Pálmi Davíðsson, f. 1955. 6) Elísabet Dolinda Ólafsdóttir, f. 1965. Hún á tvö böm, Lindu Björgu, f. 1989, og Kjartan, f. 1995. Sambýlismað- ur hennar er Már Björgvinsson. Elísa- bet Dolinda er dóttir Ólafs bróður Elísa- betar og konu hans Dolindu Tanner sem bæði em látin. Hún ólst upp hjá þeim Elisabetu og Davíð frá bamæsku og er kjör- dóttir þeirra. Elísabet ólst upp í Danmörku og stundaði þar barna- og gagnfræðaskólanám. Sautján ára að aldri fluttist hún til íslands vegna styijaldarinnar sem þá geisaði í Evrópu. Hún bjó fyrst hjá Ingibjörgu Claess- en Þorláksson eða þar til móðir hennar kom heim með Esjunni frá Petsamo. Faðir hennar kom heim með viðkomu á Italiu og í New York og fluttust þau til Bessastaða er faðir hennar tók við starfi ríkisstjóra árið 1941. Þá um vorið varð Elísabet stúd- ent frá Menntaskólanum í Reylgavik. Eftir stúdentspróf dvaldist hún meðal annars i Bandaríkjunum. Útför Elísabetar Sveinsdóttur verður gerð frá Dómkirkjunni í dag, og hefst athöfnin klukkan 13.30. að hún átti góðan mann, Davíð S. Jónsson forstjóra, en þau hjónin voru mjög samhent og létu gestum sínum líða vel. Margar voru heimsóknir hennar til vina og vandamanna, og ávallt var hún reiðubúin að rétta öðrum hjálparhönd. í aprílbyrjun sl. kom Beta heim til mín og sótti mig í bekkjarkaffið, eins og hún hafði gert í vetur. Hún var hress að vanda, og afar hlýlegt bros hennar lífgaði upp á tilveruna. Ég vil votta manni hennar og fjölskyldu innilegar samúðarkveðj- ur, og ég þakka Betu minni sam- fylgdina og fordæmið, sem hún gaf öðrum. Guðrún P. Helgadóttir. Gengin er góð kona og merk, Elísabet Sveinsdóttir Björnsson. Kona sem laðaði að sér alla aldurs- hópa, unga sem aldna, með sinni mildu glaðværð, víðsýni og stóisku ró. Heimili hennar og Davíðs, móð- urbróður míns, hefur verið kjölfesta margra í hálfa öld. Þar var móðirin sem alltaf var stoðin og styttan. Þar var hinn óbilandi vinur og þar var húsmóðirin og heimsdaman. Saga Elísabetar og Davíðs er saga kynslóðarinnar sem hóf bú- skap á eftirstríðsárunum. Var þá unga fólkið í þjóðfélaginu. Þau höfðu bæði dvalið erlendis, m.a. í Bandaríkjunum, og báru því jafnan með sér ferskan andblæ og nýja strauma, sem höfðu áhrif á líf okk- ar hinna. Þá var ég lítill telpu- hnokki sem fékk stjörnur í augun þegar ég fékk að vera með þessu glæsilega pari Og árin liðu, Elísa- betu og Davíð fylgdi alltaf stöðug- leiki, einhver föst stærð sem var bæði huglæg og hlutlæg. Elísabet hélt alltaf reisn sinni, fram til hins síðasta. Hún minnti okkur hin, með fögru lífi sínu, á hin eilífu gildi og skyldur mann- eskjunnar. Fyrir stuttu síðan áttum við tveggja kvenna tal sem oftar. Þá spurði ég hana, hvort hún hefði ekki, hér áður fyrr, haft löngun til frekara náms eftir stúdentspróf í MR og að hasla sér völl úti á vinnu- markaðnum, eins og sagt er í dag. Á sinn hógværa hátt fékk hún mig til að skilja hlutverk sitt og tak- mark í lífinu; benti mér á, að þess- um þörfum hefði hún sinnt í því umhverfi sem þau Davíð skópu sér. Það hefur verið lærdómsríkt að fylgjast með samheldni þeirra hjóna við að hjálpa bömum að fóta sig í lífinu og virkja mannauðinn í unga fólkinu, svo það mætti eflast og verða að sjálfstæðum, farsælum einstaklingum. En ekki hvað síst var áhrifaríkt að fylgjast með sam- hug þeirra Elísabetar og Davíðs í því að styðja og hlúa að elstu kyn- slóðinni. Elísabet hefur auðgað líf okkar fjölmargra. Hafi hún þökk fyrir allt og allt. Guð veri með henni og ástvinum hennar öllum. Alda Halldórsdóttir. Elsku amma, þegar atburðirnir gerast svona snöggt gefst enginn tími til að segja allt sem segja þyrfti. Það er svo margt sem ég átti eftir að segja þér og margt sem ég átti eftir að þakka þér fyrir. Þú varst alltaf svo góð og skilningsrík, ég minnist þess nú, hversu oft ég gat leitað til þín með vandamál mín og aðra hluti sem voru mér hjartfólgnir. Þú aðstoðaðir mig allt- af þegar ég átti í einhveijum erfið- leikum, og fæ ég aldrei fullþakkað þér öll þau góðverk sem þú gerðir fyrir mig, og vona ég um leið að þú fyrirgefír mér þær stundir sem ég gerði þér erfiðar. Nú þegar þú ert ekki lengur hérna hjá okkur, minnist ég þín og vil ég þakka guði fyrir allar þær stundir sem við áttum saman. Þeg- ar ég minnist þín koma alltaf upp í huga mér fleiri og fleiri eiginleik- ar í fari þínu sem ég hafði ekki hugsað út í áður. Þú varst mér og öllum öðrum svo góð. Óeigingirni og að þjóna öðrum og veita þeim það besta sem þú gast einkenndi þig_ og allt þitt líf. Ég áttaði mig kannski ekki á því þá en veit það nú, hversu vænt mér þótti um þig og hversu mikils virði þú varst mér. Þú áttir svo sannarlega miklu betra skilið og vildi ég gefa hvað sem væri aðeins til að fá að segja þér hversu vænt mér þótti um þig. Ég sakna þín mikið og græt sárt að þurfa að skilja við þig. Í hvert skipti sem ég hugsa til þín lít ég upp í himin- inn og þakka guði fyrir að þú haf- ir verið amma mín og _að ég hafi fengið að eiga þig að. Ég bið guð að geyma þig og varðveita og um leið að vera méð afa og umvefja hann öllum sínum kærleik. Því eng- inn fær komið í þinn stað og minn- ist ég þín því með söknuði sem ég ekki hefði gert ef þú hefðir ekki verið besta amma í heimi. Ég skal reyna að vera góð og veita þeim ást sem þurfa sem ég veit að þú hefðir viljað. Þannig að lif okkar beri þess merki hvað þú varst mér góð og mikil fyrirmynd. Guð geymi þig- Georgía. Fyrsta minning mín um Betu frænku er í húsinu við Þingholts- stræti, sem var í augum smárrar hnátu húsið með stóru tröppurnar. Er ég var orðin nógu gömul til að fara í strætó niður á Tjörn á skauta, var gott að koma við hjá frænku á Þingholtsstrætinu. Eftir mikil hlaup á skautum tók Beta á móti tveimur litlum hnátum með heitt súkkulaði og kaffibrauð. í mínum augum hefur Elísabet frænka alltaf verið nokkurskonar tengiliður við þennan legg fjöl- skyldu minnar og hefur hún staðið sig vel í því hlutverki. Ég minnist þess að síðast þegar við hittumst sagði hún mér með mikilli kátínu frá því að þau hjónin hefðu nýlega farið í bíó, í fyrsta skipti í áraraðir og séð myndina BABE. En það er oft eins og ljósið slokkni þegar manni finnst það einmitt lýsa svo skært. Fyrir hönd fjölskyldu minnar kveð ég þig nú, frænka, og þakka þér fyrir góð kynni. Megi Guð og gæfan styrkja ykkur, Davíð, börn og barnabörn og einnig alla aðra sem nú eiga um sárt að binda. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesú, í þína hönd. Síðast þegar ég sofna fer sitji guðs englar yfir mér. (Hallgr. Pét.) Guðrún Jóhanna Georgsdóttir. Mæt kona er fallin í valinn. Lát hennar kom eins og reiðarslag fyr- ir ástvini hennar. Þetta bar svo óvænt að. Elísabet var ein af þeim sem kvartaði ekki og var ekki allt- af hjá læknum. Hún átti nokkra skjólstæðinga og var stoð margra. Þó er mér ekki kunnugt um, að hún væri í neinu líknarfélagi. Hún vann í kyrrþey, það var hennar háttur. Ég kynntist Elísabetu fljótlega eftir að yngsti systursonur móður minnar kvæntist henni. Þar steig hann mikið gæfuspor. Hún var honum frábær eiginkona og mikill félagi. Elísabet var mjög vel gefín og hefði eflaust átt framtíð fyrir sér á atvinnumarkaðnum, en þá var ekki til siðs að konur ynnu úti eft- ir að þær eignuðust börn. Hún helgaði sig heimilinu og hugsaði um bömin þeirra fímm. Þau bjuggu fyrstu árin á Bollagötu 3. Þegar ég sem ung stúlka fór að heiman og flutti suður, leigði ég herbergi á Bollagötu stutt frá þeim. Dæturnar voru þá orðnar þijár. Þeim hjónum þótti sjálfsagt að ég sylti ekki í frítíma mínum og óðar en varði var ég orðin fast- ur heimilismaður. Húsráðendur mínir seldu íbúð sína og fluttu upp í Hlíðar og ég með, en nokkru síð- ar losnaði herbergi á jarðhæð hjá Elísabetu og Sigmundi og gerðist ég þá að nafninu til leigjandi þar og bjó þar um tíma. Á Bollagöt- unni fæddust synirnir tveir. Elísa- bet hafði þá stúlku sér til aðstoð- ar, þetta var orðið mannmargt heimili. Þau hjón voru höfðingjar heim að sækja og frændgarður mikill í báðar ættir. Áður en ég kom á heimilið var sá siður kominn á að öldruðu fólki, sem ekki átti nána ættingja, var boðið þangað á aðfangadagskvöld. Á gamlárskvöld voru þar oft bróðir Sigmundar og mágkona. Þá var slegið á léttari strengi og þeir bræð- ur stríddu mér oft á karlmannsleys- inu. Þegar íjölskyldan var orðin svona stór keyptu þau einbýlishús í Þingholtsstræti og bjuggu þar í 29 ár. Þar hafði Elísabet enga hjálp, en ætíð mikill gestagangur og oft þétt setinn bekkurinn. Ég bjó í tvö ár í Miðstræti og var gott að vera komin í nábýli við þau ágætu hjón aftur. Systurnar pöss- uðu stundum eldri son minn. Það var ekki amalegt er litli flökku- sveinninn minn tók upp á því að fara sínar eigin leiðir um borg og bæi, að hafa mannmargt lið í Þing- holtsstræti til leitar. Það hafa verið mikil umskipti fyrir Elísabetu, sem var yngst systkina sinna og kom svo að segja úr vernduðu umhverfi, að hafa svona mikið umleikis, en hún stóð sig ætíð eins og hetja. Alltaf þurfti hún að vera viðbúin því að fá óvænta gesti með litlum fyrirvara. Það voru ættingjar þeirra og vinir og menn í viðskiptaerind- um í tengslum við frænda minn, sem rak umfangsmikla heildverzl- un. Þegar börnin voru orðin stálpuð og sum farin að heiman, tóku þau til sín kornunga bróðurdóttur Elísa- betar, sem misst hafði þá báða foreldra sína. Hún bjó hjá þeim þar til hún stofnaði eigið heimili. Þau keyptu síðar einbýlishús á einni hæð að Bauganesi 30. Það var nýlegt og fallegt hús og þar leið þeim ákaflega vel. Þar var dóttur- dóttir þeirra alltaf öðru hvoru hjá þeim og fermdist þar. Elísabet varð fyrir mörgum áföll- um í lífinu en henni var gefið mik- ið jafnaðargeð og rósemi, hún tal- aði aldrei illa um nokkra mann- eskju. Öll þau ár sem ég var sam- vistum við hana sá ég hana aldrei skipta skapi. Kæra Elísabet, ég kveð þig með miklum söknuði og þakka þér fyrir allt sem þú hefur fyrir mig gert. Við Jón sendum eiginmanni, börnum, tengdabörnum og barna- börnum, bróður og ástvinum hlýjar kveðjur. Blessuð sé minning hennar. Margrét Jóhannsdóttir. í dag kveðjum við ömmu okkar Elísabetu Sveinsdóttur hinstu kveðju. í hugann koma minningar frá fjölskylduboðum í Þingholts- strætinu og síðar á Bauganesi þar sem amma veitti af mikilli rausn og passaði upp á að allir fengju nóg. Henni var mjög annt um vel- ferð okkar og fylgdist vel með sínu fólki. Margar myndir leita á hug- ann á svona stundu og kveðju- stundin er alltaf sár, en við vitum að algóður Guð hefur veitt ömmu skjól hjá sér og þaðan fær hún vonandi að fylgjast með þeim er hún unni. Að lokum biðjum við góðan Guð að styrkja afa á sorgar- stundu. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. (V. Briem.) Barnabörn. Minning'argreinar og aðrar greinar FRÁ áramótum til 15. febrúar sl. birti Morgunblaðið 890 minning- argreinar um 235 einstaklinga. Ef miðað er við síðufjölda var hér um að ræða 155 síður í blaðinu á þessum tíma. í janúar sl. var pappírskostnaður Morgunblaðs- ins rúmlega 50% hærri en á sama tíma á árinu 1995. Er þetta í samræmi við gífurlega hækkun á dagblaðapappír um allan heim á undanförnum misserum. Dagblöð víða um lönd hafa brugðizt við miklum verðhækkunum á pappír með ýmsu móti m.a. með því að stytta texta, minnka spássíur o.fl. Af þessum sökum og vegna mikillar fjölgunar aðsendra greina og minningargreina er óhjákvæmilegt fyrir Morgunblað- ið að takmarka nokkuð það rými í blaðinu, sem gengur til birtingar bæði á minningargreinum og al- mennum aðsendum greinum. Rit- stjórn Morgunblaðsins væntir þess, að lesendur sýni þessu skiln- ing enda er um hófsama takmörk- un á lengd greina að ræða. Framvegis verður við það mið- að, að um látinn einstakling birt- ist ein uppistöðugrein af hæfi- legri lengd en lengd annarra greina um sama einstakling er miðuð við 2.200 tölvuslög eða um 25 dálksentimetra í blaðinu. í mörgum tilvikum er samráð milli aðstandenda um skrif minn- ingargreina og væntir Morgun- blaðið þess, að þeir sjái sér fært að haga því samráði á þann veg, að blaðinu berist einungis ein megingrein um hinn látna. Jafnframt verður hámarks- lengd almennra aðsendra greina 6.000 tölvuslög en hingað til hef- ur verið miðað við 8.000 slög. ELISABET S VEINSDÓTTIR BJÖRNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.