Morgunblaðið - 14.05.1996, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 14.05.1996, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐID, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMl 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUSCENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Félagsmálanefnd Alþingis gerir frekari breytingar á stéttarfélagafrumvarpi Þröskuldar lækka og ekki vísað til fjöldauppsagna FÉIAGSMÁLANEFND Alþingis afgreiddi í gærkvöldi frumvarpið um stéttarfélög og vinnu- deilur. Nefndin gerði tvær breytingar á frum- varpinu frá því, sem þegar var orðið. Annars vegar eru „þröskuldar", þ.e. hlutfall félagsmanna í stéttarfélagi sem þarf að taka þátt í atkvæða- greiðslu tii að fella kjarasamning eða boða til verkfalls, lækkaðir úr fjórðungí í fimmtung. Hins vegar er ekki vísað sérstaklega til fjölda- uppsagna þar sem vinnustöðvun er skilgreind. Frumvarpið, með þessum breytingum, var samþykkt með atkvæðum stjórnarliða gegn at- kvæðum stjórnarandstöðunnar. Eftir fyrri breytingar nefndarinnar á frum- varpinu voru allir „þröskuldar" miðaðir við fjórð- ung atkvæðaskrár í viðkomandi stéttarfélagi. Nú lækkar nefndin þrjá þessara þröskulda í fimmtung félagsmanna. Það stendur hins vegar óbreytt að til þess að fella miðlunartillögu sátta- semjara verður fjórðungur atkvæða samkvæmt atkvæða- eða félagaskrá að vera á móti henni. Þá er felld úr frumvarpinu sérstök tilvísun til fjöldauppsagna, þar sem vinnustöðvun er skil- greind. Það þýðir þó ekki, samkvæmt nefndar- áliti meirihlutans, að fjöldauppsögnum sé aldrei hægt að jafna til vinnustöðvunar. Mikið tillit tekið til stéttarfélaga Siv Friðleifsdóttir, varaformaður félagsmála- nefndar og talsmaður stjórnarmeirihlutans, seg- ir að gerðar hafi verið verulegar breytingar á frumvarpinu í meðförum Alþingis og mikið tillit tekið til athugasemda stéttarfélaga og ábendinga Lagastofnunar Háskóla íslands. „Eins og frum- varpið lítur út núna er það mjög í frelsisátt fyr- ir þá, sem eru í stéttarfélögum," segir Siv. „Þetta verður til þess, að fólki gefst sjálfu kostur á að kjósa um hvort það vill fara í verkfall og um afgreiðslu kjarasamninga." Mun valda ósköpum næsta vetur Frumvarpið er afgreitt úr nefndinni í algerri óþökk og andstöðu verkalýðshreyfingarinnar, að sögn Ara Skúlasonar, framkvæmdastjóra ASÍ. Ari segir að ekki hafi verið komið á neinn hátt til móts við sjónarmið stéttarfélaga; ASÍ hafi aldrei beitt fjöldauppsögnum og það skipti litlu hvort þröskuldar miðist við fjórðung eða fimmtung félagsmanna. „Þetta mun valda hér ósköpum næsta vetur og næstu kjarasamningar munu snúast um þessi lög, ef þau verða sett, og ekkert annað. Ríkisstjómin og stjórnarmeiri- hlutinn geta ekki sagt að þau hafi ekki verið vöruð við,“ sagði Ari. Bana- slysá Sauðár- króki Sauðárkróki. Morgunblaðið. ÁTJÁN ára gömul stúlka lézt í hörðum árekstri á Strand- vegi, nokkru austan Hegra- brautar á Sauðárkróki, um kl. 17 í gær. Vörabifreið, hlaðin áburði, var á leið austur Strandveg- inn, en stúlkan ók fólksbif- reið á leið til Sauðárkróks. Ekki er vitað hvernig óhappið varð, en talið er að stúlkan hafi látizt samstundis. Ekki er hægt að greina frá nafni stúlkunnar að svo stöddu. Viðræður um norsk-íslensku síldina ESB svarar boði á næstu dögum EVROPUSAMBANDIÐ mun svara því á næstu dögum hvort það þekk- ist boð íslands, Noregs, Rússlands og Færeyja um að efna til viðræðna um nýtingu norsk-íslenzka síldar- stofnsins. Fulltrúar síldveiðilandanna flög- urra áttu í gær fund með embættis- mönnum úr utanríkis- og sjávarút- vegsdeildum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í Brussel. Að sögn Guðmundar Eiríkssonar, aðal- samningamanns Isiands, afhentu löndin sameiginlega orðsendingu, þar sem ESB er boðið til viðræðna. I orðsendingunni er jafnframt lýst áhyggjum af því að sambandið hafi tekið sér síldarkvóta, sem hvorki styðjist við sögulegar veiðar né dreif- ingu stofnsins. Fulltrúar Evrópusambandsins sögðust ekki myndu taka afstöðu til boðsins um viðræður á þessu stigi, en að síldveiðilöndunum yrði gefið svar á næstu dögum. Aukinn styrkur strandríkjanna „Það var styrkur að því að vera í þessum félagsskap og geta talað í nafni allra strandríkjanna í fyrsta sinn,“ segir Guðmundur. „Ég fann fyrir aðstöðumuninum og ég held að Évrópusambandið hafí líka orðið vart við styrkinn okkar megin.“ ANDLÁT ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON ÞÓRARINN Þórarins- son, fyrrverandi rit- stjóri og alþingismaður, lést í gær, 81 árs að aldri. Þórarinn var um áratugaskeið afkasta- mikill blaðamaður, rit- stjóri Tímans í nærri hálfa öld, og einn af A^-Jéorystumönnum Fram- sóknarflokksins. Þórarinn var fæddur í Ólafsvík 19. septem- ber 1914. Foreldrar hans voru Þórarinn Þórðarson sjómaður og Kristjana Magnúsdótt- ir. Þórarinn var við nám í Samvinnuskólanum 1931-1933. Að námi loknu hóf hann starf sem blaða- maður á Tímanum. Hann varð rit- stjóri Nýja dagblaðsins 1936, aðeins 22 ára gamall. Árið 1938 var honum falið að ritstýra Tímanum og því 't*r“Starfi gegndi hann til ársins 1984. Hann var handhafi blaðamannaskír- teinis númer 1. Þórarinn tók virkan þátt í starfi Framsóknarflokksins. Hann var fyrsti formaður Sambands ungra framsóknarmanna 1938-1944. Hann var þingmaður Reykvíkinga 1959- 1978. Þórarinn sat í miðstjóm Fram- sóknarflokksins í áratugi og var for- maður þingflokks fram- sóknarmanna 1971- 1978. Þórarinn starfaði mikið að utanríkismál- um fyrir Framsóknar- flokkinn. Hann sat í utanríkismálanefnd Al- þingis 1959-1978 og var formaður nefndar- innar 1971-1978. Hann var fulltrúi í undirbún- ingsnefnd hafréttarráð- stefnunnar 1971-1973 og fulltrúi á hafréttar- ráðstefnunni 1973- 1982. Hann sat margoft sem fulltrúi íslands á Allsheijarþingi Sameinuðu þjóðanna. Þórarinn sat í fjölmörgum nefnd- um og ráðum á starfsævi sinni. Hann átti sæti í útvarpsráði í mörg ár, sat í kosningalaganefnd, nefnd um end- urskoðun á þingsköpum Alþingis og í stjórn Fiskimálasjóðs. Éftir Þórarin liggja fjölmargar blaðagreinar um margvísleg efni. Hann ritaði einnig sögu Framsókn- arflokksins, sem út kom í þriggja binda ritröð undir nafninu Sókn og sigrar. Eftirlifandi eiginkona Þórarins er Ragnheiður Þormar. Þau eignuðust þijú börn. mui guiiuiauiu/ ivi lovjcvn ivi lovjcviioovii GÍFURLEGA miklar torfur voru á síldarmiðunum um helgina, en síldin stóð nokkuð djúpt. Myndin er tekin um borð í Súlunni frá Akureyri, en hún landaði í gærmorgun í Neskaupstað. Islensk nótaveiðiskip fá góðan afla í Síldarsmugunni Mörg skip koma í land með rifnar síldarnætur MÖRG nótaveiðiskipin, sem eru við veiðar í Síldarsmugunni, hafa orðið fyrir tilfinnanlegu veiðarfæratjóni. Síldin stendur djúpt og eiga skip- verjar í miklum erfiðleikum með að fá hæfilega stór köst, sem síldar- næturnar þola. Lárus Grímsson, skipstjóri á Júpíter, segir að að- stæður á miðunum séu þannig að veiðin sé ekki nema fyrir stór skip með öflugar og góðar nætur. Síldin á hraðri leið norður Rúmlega 30 íslensk skip hafa hafið veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum. Flest skipanna eru búin að fara í eina veiðiferð. Júpít- er kom til heimahafnar á Þórshöfn í gær með tæplega 1.200 tonn, sem skipið fékk í tveimur köstum um 320 sjómílur austur af Sléttu. Lárus Grímsson sagði að síldin væri á hraðri norðurleið og allt út- lit væri fyrir að hún myndi ekki hafa frekari viðdvöl í íslenskri lög- sögu, en hennar var vart þar fyrir helgi. Búast mætti við að íslensku skipin myndu -veiða stóran hluta síldarinnar í Jan Mayen-lögsög- unni. „Það gætu þó fleiri síldartorf- ur verið á leiðinni, sem gengju lengra inn í íslénska lögsögu en þessi virðist ætla að gera,“ sagði Lárus. Lárus sagði að síldin væri á miklu dýpi stærsta hluta sólarhringsins. Torfan væri mjög þétt og þess vegna væri erfitt að eiga við hana. Skipin væru ýmist að fá ekkert í kasti eða svo gríðarlega mikið að mikil hætta væri á að síldarnæturn- ar rifnuðu. Loðna austur af Langanesi Síldveiðiskipið Svanur fann í gær stóra loðnutorfu 30-50 mílur austur af Langanesi. Lárus sagði þetta vísbendingu um að ástand loðnu- stofnsins væri gott og að búast mætti við að gefinn yrði út mjög stór loðnukvóti í sumar. Loðnuveið- ar mega hefjast 1. júlí, en sjómenn og útgerðarmenn þrýsta nú á stjórnvöld að flýta upphafi vertíðar. ■ Nóg af síldinni/28-29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.