Morgunblaðið - 14.05.1996, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 14.05.1996, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 1996 17 ___________________ERLEIMT_____ Reynt að fjarlægja riffilskot úr höfði stúlkubarns TENNEH Cole lifði af um 400 km ferð í gegnum skóga Sierra Leone með riffilskot í höfði. Skotið, sem fjarlægja á, sést greinilega á röntgenmyndinni til hægri. London. Reuter. BRESKIR skurðlæknar freista þess í dag að fjarlægja riffilskot úr heila lítillar stúlku, sem fannst í skógum Sierra Leone fyrir rúmu ári. Kúlan er á bak við hægra auga stúlkunnar og telja læknar nauðsynlegt að fjar- lægja hana vegna sýkingar- hættunnar sem af henni staf- ar. Kváðust þeir í gær bjart- sýnir um árangurinn og telja að stúlkan geti haft fótavist á miðvikudag. Stúlkan, Tenneh Cole, er fimm ára og varð fyrir skoti úr AK-47 riffli fyrir 16 mánuðum í átökum í borgara- stríðinu í Sierra Leone. Hún er munaðarlaus og fundu Malomoh og Mariama Cole hana í janúar á síðasta ári, grátandi og umkomulausa. Þau voru þá á flótta undan stríðandi fylkingum. Nokkrum dögum síðar missti stúlkan meðvitund og blóðið streymdi úr höfði hennar. Akváðu Cole-hjónin þá að gefa sig fram við hóp skæruliða í von um hjálp. Sú von brást og var Malomoh pyntaður áður en honum tókst að flýja með konu sína og stúlkuna. Gengu þau um 400 km í gegnum skóga Si- erra Leone með Tenneh og komu henni loks undir læknishendur í Freetown, þar sem röntgenmyndir voru teknar af höfði stúlkunnar og ástæða veikinda hennar kom í ljós. Breskt líknarfélag í borginni sá til þess að hún var send til Bretlands í upp- skurð. Tenneh hefur misst sjón á öðru auganu og er talið úti- lokað að hún fái hana aftur. Þá hefur heyrn hennar skað- ast og hún drafar. Vonast læknar til þess að hún hljóti bata en hann byggist m.a. á því að þeir komist að því hvaðan skotið barst inn í höf- uðkúpuna. Engin ummerki sjást á röntgenmyndunum um það. I samtali við breska blað- ið The Times sagði einn lækn- anna sem skera hana upp, að sár Tenneh væru í „mótsögn við lífið. Hefði skotið ekki orðið henni samstundis að bana, hefði verið viðbúið að sýking hefði orðið henni að aldurtila.“ Norðursam- bandið kýs skugga- ráðuneyti Mantúa. Reuter. NORÐURSAMBANDIÐ, flokkur Umbertos Bossis á Ítalíu, færðist um helgina skrefi nær draumi Boss- is um aðskilnað Norður- og Suður- Italíu, er hann kaus skuggaráðu- neyti og samþykkti áætlun í fimm liðum um aðskilnað. Bossi sagði við þetta tækifæri að tímabært væri að sýna fram á að norðurhlutinn gæti stjórnað sér sjálfur og tæpti auk þess á hugmyndinni um eigin gjaldmiðil svæðisins. Skuggaráðuneytið var kjörið á fundi Norðursambandsins í Mantúa á sunnudag og samþykktu fundar- menn einróma að velja Giancarlo Pagliarini í forsæti þess. Pagliarini átti sæti í skammlífri stjórn Silvios Berlusconis árið 1994. í ræðu sinni beindi hann spjótum sínum að nýkjörnum forseta ítalska þingsins, sem lýsti því yfir í setning- arræðu sinni í síðustu viku að vald- beiting væri ekki útilokuð af hálfu ríkisins til að koma í veg fyrir að- skilnað. „Ég mun aldrei beita valdi,“ sagði Pagliarini og lagði áherslu á sættir við stjórnina í Róm. Áætlun skuggaráðuneytisins um aðskilnað norðurs og suðurs kveður m.a. á um valddreifingu, að norður- hlutanum verði gert kleift að ræða eigin lagasetningu, og um breyting- ar á skattkerfinu sem miði að því að halda eftir fjármagni í norður- hlutanum. Viðskipti í Nova Scotia - einstakt sóknarfæri! Fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum í Nova Scotia leita eftir samstarfi við íslendinga. Aðstæður til viðskipta í Nova Scotia eru mjög hagstæðar. Flugleiðir hefja áætlunarflug þangað í dag, 14. maí, tvisvar í viku. Þetta er einstakt tækifæri fyrir framsækin íslensk fyrirtæki sem vilja sækja á ný mið! Frekari upplýsingar: Aðalræðisskrifstofa Kanada. Suðurlandsbraut 10, 108 Reykjavík. Merkt: Nova Scotia/Iceland Program. Sími: 568 0820. Fax: 568 0899. Láttu sjá þig á Nova Scotia dögunum sem haldnir verða dagana 22. - 24. maí nk. Hingað fjölmenna fulltrúar ferða-, viðskipta- og menntamála með ítarlegar uppjýsingar um land og þjóð í máli og myndum. yrirtækifrá Nova Scotia verða meo sýningarbása á Hótel Sögu 22. maí enfulltrúar þeirra verða einnig í Háshólainói 23. og 24. maí. ABCO Industries Ltd. - málmiðnaðarfyrirtæki, sérhæfir sig í hönnun og gerð véla til matvæla- framleiðslu. Annast einnig dreifingu á matvælum og vélum til iðnaðar. Associated Consulting Teams Inc. - viðskiptaráðgjöf fyrir lítil fyrirtæki og framtakssama einstaklinga. Atlantic By-Catch - Pet-trition hundasælgæti, sérstaklega þróað af Tæknistofnun kanadíska sjávarútvegsins við Tækniháskóla Nova Scotia. Bebbington Chemicals - nátlúruleg hreinsiefni fyrir alla; einstaklinga, iðnaðar- og sjávarútvegs- fyrirtæki. Bogside Weaving Inc. - handunnin föt og gjafavara úr 100% ull, fyriPbæði konur og karla. Connors Diving Services - öll þjónusta við köfun. Selur einnig loftpressur til að fylla köfunartanka. Davis Strait Fisheries Ltd. - reka tvo rækjubáta og flytja inn hráefni til fiskvinnslu; þorsk, ýsu, ufsa og karfa. J.W. Mason & Sons Ltd. - gæði á góðu verði í eplaræktun. Parlee Adventure Gear Inc. - 100% kanadískur gæðaveiðibúnaður, klæðnaður og björgunarbúnaður. Paul Eyking Entcrprises - gevmsla og dreifing á kartöflum, lauk og btábeijum bæði innanlands sem utan. Ran Mar Farms - ræktun á jólattjám. Softworld '96 - aðalráðstefnan í Kanada um upplýsingatækni, haldin í Halifax í september 1996. Suirette Battery - framleiðir fjölda gerða af risarafhlöðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.