Morgunblaðið - 14.05.1996, Page 46

Morgunblaðið - 14.05.1996, Page 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF • FORSETAKJÖR I DAG Opið bréf til ritstjóra Morgiinblaðsins Frá Sverrí Olafssyni: UM ÁRABIL, hefur því verið haldið því fram, með réttu, að Morgun- blaðið geti státað af betra fjölmiðla siðgæði, en flestir aðrir fjölmiðlar á landinu. Sjálfur er ég þeirrar sömu skoðunar, þó að þar séu auðvitað undantekningar á. í Morgunblaðinu eiga flest sjónarmið möguleika á umfjöllun, innan eðlilegra siðgæðis- marka. í ljósi þessa, brá mér heldur í brún, þegar ég las grein eftir Rannveigu Tryggvadóttur í Mbl. 7 maí sl. Mér segir svo hugur um, að fleirum en mér hafí þótt siðgæð- isþröskuldur Mbl. heldur hafa lækk- að við birtingu þessarar dæmalausu greinar. Rannveig ræðst með rætn- um hætti að einum forsetafram- bjóðendanna og vænir hann um að vera málaliða sovésku leyniþjón- ustunnar KGB. Hún hafi jú njósnað og séð hvar hann hafi laumað sér inn um hliðið við bústað sovéska sendiherrans árið 1979. Þar með er maðurinn orðin njósnari og leigu- þý KGB. Ég hélt satt best að segja, að rússagrýluhysterían sem þama birtist, heyrði til liðinni tíð. Eitt af vafsömum afrekum austur-þýskra kommúnista, var að njósna um ná- ungann og safna saman ótrúlegu magni af óhróðri og bulli um eigin þjóð, í stærsta skjalaskáp veraldar. Þessu bulli var síðan beitt á seka jafnt sem saklausa, þegar henta þótti. Þessar sóðaaðferðir hafa síð- an verið fordæmdar um allan hinn siðmenntaða heim. Þetta virðist þó hafa farið framhjá spæjaranum í vesturbænum, Rannveigu Tryggva- dóttur. Það er með öllu óskiljan- legt, að Morgunblaðið skuli líða sið- lausu fólki, að birta órökstuddar og upplognar landráða- og glæpadylgjur á sárasaklaust fólk, með þeim hætti sem hér um ræðir. Auðvitað dæma heimskuleg um- mæli af þessu tagi sig sjálf dauð og ómerk. Hitt er miklu alvarlegra, ef sú breyting hefur orðið á rit- stjómarstefnu stærsta dagblaðs landsins, að forsetakosningum verði hleypt upp í forarslag götulýðs með annarlegar hvatir, með birtingu slíkra skrifa. Því vil ég hreinlega ekki trúa fyrr en ég tek á, en tel að landsmenn eigi kröfu á svörum ritstjómar þar um. Það sæmir ein- faldlega ekki stöðu og virðingu Morgunblaðsins meðal þjóðarinnar að veita slíkum þvættingi brautar- gengi. Það sama á auðvitað við um aðra fjölmiðla landsins. Ábyrgð þeirra er mikil og hana verða þeir að axla af trúverðugleika en ekki láta stjórnast af kæruleysi eða vafa- sömum stundarhagsmunum. Það er von mín og trú, að Morgunblaðið verði, hér eftir sem hingað til, í fararbroddi þeirra fjölmiðla sem ljá rými máiefnalegum og drengilegum málflutningi í kosningabaráttunni sem framundan er, en hafni auvirði- legum soraskrifum af því tagi sem hér um ræðir. Þar er um að ræða virðingu blaðsins og framtíðartiltrú, ekki síður en virðingu þjóðarinnar fyrir embætti forsetans, hver svo sem að lokum kann að sigra I þeim slag. Með bestu kveðju. SVERRIR ÓLAFSSON, Kirkjuvegi llb, Hafnarfirði. Hverjir spila á skamm- tímamiimi fólks? Frá Birgi Þórarinssyni: ÞAÐ ER ágætis grein í Dagbók Morgunblaðsins þann 4. maí síðast- liðinn eftir Guðrúnu Egilson, þá ágætis konu, sem margt gott lætur frá sér fara. Þetta er Rabb Lesbók- arinnar og ber yfirskriftina „Spilað á skammtímaminnið". Já, ef ég mætti vitna í þessa ágætu grein frú Guðrúnar Egilson, þar sem hún bendir á þá kunnáttumenn, sem spila á þennan veikleika fólks. „I þeim hópi eru til dæmis snjallir markaðsmenn og snjallir stjóm- málamenn enda tala menn nú kinn- roðalaust um að markaðssetja stjórnmál og hugsjónastefnur." Svo segir seinna í greininni: „Við meg- um ekki láta skammtímaminni villa okkur sýn.“ (Tilvitnun lýkur.) Já, hverjir skyldu nú spila á þetta skammtímaminni fólks á þessari tækniöld? Skyldi það ekki vera nær okkur en sumir vilja halda. Nú þegar forsetakosningar eru að nálgast virðast ótrúlega margir vera haldnir skammtímaminni, ef marka má skoðanakannanir. Og frambjóðendur virðast spila á skammtímaminni fólks með svo ósvífnum hætti, að með ólíkindum er. Ég nefni nokkur dæmi. Eru kennarar búnir að gleyma því þegar forsetaframbjóðandinn Olafur Ragnar Grímsson setti á þá hin frægu bráðabirgðalög? Er Banda- lag háskólamanna búið að gleyma því þegar frambjóðandinn Ólafur Ragnar Grímsson setti á þá bráða- birgðalög og svipti þá lögbundnum launahækkunum? Eru framsóknar- menn búnir að gleyma þætti Ólafs Ragnars Grímssonar í Möðruvallar- hreyfingunni? Eru kjósendur búnir að gleyma því þegar frambjóðand- inn Ólafur Ragnar Grímsson kom fram í sjónvarpi 1989, þegar hinn illræmdi einræðisherra Rúmeníu Ceaucescu og kona hans voru tekin af lífí? Þar lýsti nefndur Ólafur Ragnar heimsókn sinni til Ceauc- escu með öðrum „friðarþingmönn- um“ að hans sögn, sem hann hafði þó þagað vandlega yfír í 2-3 ár eða þar til Ceaucescu var allur? Svona má lengi telja. í Viðskiptablaðinu er minnst á þátt Ólafs Ragnars sem eins skraut- legasta stjómmálamanns í mörgum flokkum. Þar er minnst á götu- stráksummæli hans, er hann segir forsætisráðherra hafa „skítlegt eðli“. Er þetta sá forseti sem þjóðin vill sjá? Óg Viðskiptablaðið heldur áfram: Sagt er að enginn einn aðili hafi átt meiri þátt í gjaldþroti Haf- skips hf. en hann. Nú veit ég um fyrrverandi starfsmann Hafskips, sem sagðist „ætla að kjósa Ólaf Ragnar“. Er fyrrverandi starfsfólk Hafskips hf. búið að gleyma þætti Ólafs Ragnars í gjaldþroti þess? Og ekki má gleyma framgöngu hans gegn forseta Hæstaréttar, Magnúsi Thoroddsen, í brennivíns- málinu hér um árið, en þá þótti hann sýna óvenjulegt kaldlyndi. Eins og Viðskiptablaðið segir: „Slóðinn sem Ólafur Ragnar dregur á eftir sér er svo langur að hann verðskuldar kannski manna síst að verða forseti íslenska lýðveldisins." BIRGIR ÞÓRARINNSSON, Skildinganesi 60, Reykjavík. Ertu með bakveúZ Kosmodisk Kosmodisk er búnaður sem minnkar eða stillir sársauka í hryggnum. Meðferðin tekur yfirleitt um 20 daga ef Kosmodisk-búnaðurinn er notaður í 3 klst. á dag. ► í fóum orðum sagt: Kosmodiskur er einfaldur í notkun og hentar í amstri dagsins, í vinnu, heima, í bílnum og í íþróttum. Upplýsingar og pöntun í síma 552 4945 VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is Kirkjumunir GETUR einhver sagt mér hvað varð af verslun Sigrúnar Jónsdóttur, Kirkjumunir, í Kirkju- stræti, eða hvar ég get keypt munina sem voru til sölu í versluninni. Geti einhver liðsinnt mér er hann beðinn að hringja í síma 557-4138. Tapað/fundið Video-myndavél tapaðist RICHO myndbandsupp- tökuvél í svartri tösku með filmu í tapaðist við verslun í Dugguvogi fyrir u.þ.b. mánuði síðan. I töskunni voru m.a. raf- hlöður, fílmur, heyrnar- tæki o.fl. Viti einhver um vélina er hann beðinn að hringja í síma 553-3367. Húfa tapaðist SVÖRT húfa merkt „Or- lando Magic“ tapaðist í Laugardalnum fimmtu- daginn 2. maí sl. Finnandi er vinsamlega beðinn að hringja í síma 568-5984 eftir hádegi. Gullúr tapaðist GAMALT kvengullúr tapaðist 8. maí í Gnoðar- vogi. Vinsamlegast hafið samband í síma 581-1069. Gullnæla tapaðist GULLNÆLA með stafn- um P tapaðist að öllum líkinum fyrir utan Garða- holt í Álftanesi 6. maí sl. Finnandi vinsamlegast hafi samband við Huldu 565-6332. Hanskar töpuðust SVARTIR kvenleður- hanskar töpuðust í Foss- vogi laugardaginn 4. maí sl. Finnandi vinsamlega hringi í síma 553-2884. Gæludýr Týndur köttur KOLSVÖRT, eyma- merkt læða með gula hálsól fór frá Vallengi 1 sl. föstudag, en hún flutti þangað með eigendum sínum þann sama dag. Hún þekkir sig því ekk- ert í hverfínu og hefur alltaf verið inniköttur. Það er ekert víst að hún láti nokkurn ná sér, en hafi einhver orðið ferða hennar var er hann beð- inn að hringja í síma 586-1084. Farsi SKÁK Umsjðn Margeir Pétursson HVITUR leikur og vinnur Staðan kom upp á al- þjóðlegu kvennamóti í Belgrad í vor í viðureign tveggja fyrrverandi heimsmeistara kvenna, sem báðar eru frá Georg- íu. Maja Tsjíburdanidze (2.515) hafði hvítt og átti leik, en Nona Gaprindas- hvili (2.380) var með svart. 14. Hh8+! - Kxh8 15. Rxf7+ - Hxf7 16. Dxd8+ - Kg7 17. Rxf6 — Rxf6 18.0-0-0 og Nona gafst upp, því hún hefur alltof litlar bætur fýrir drottninguna. Þessar tvær skákkonur tefldu einmitt spennandi ein- vígi um heims- meistaratitilinn árið 1978 og einnig þá hafði Maja betur. Hún missti titil- inn árið 1991 til kínversku stúlk- unnar Xie Jun, sem tapaði hon- um nú í febrúar til Zsuzsu Polgar, elstu Polgar-syst- urinnar. Úrslitin í Belgrad: 1. Chiburdanidze 9 v. af 11, 2. Pia Cramling 8 v., 3. Galliamova-ívantsjúk, Úkraínu 7‘A v., 4—5. Nana Ioseliani, Georgíu og Alisa Maric, Júgó- slavíu 7 v. Gaprindashvili varð í níunda sæti af 12 keppendum með fjóra vinninga. Með morgunkaffinu Ást er... 6-5 ... aðgeta hlaupiðí fang einhvers þegar úti eru þrumur og eldingar. TM Reg U.S. P«t Oft. — all nghta rMervad (C) 1996 Loa Angeles Timea SynOcate VAKNAÐU góurinn! Hér er maður frá „Góðu út- faraþjónustunni“ sem vill eiga við þig orð. NEI, pabbi minn er ekki heima. HVERNIG finnst þér að vera búinn að fá eigin skrifstofu? Yíkveiji skrifar... VÍKVERJI hefur furðað sig á því undanfarnar vikur, hvað mikið er um endursýningar á Stöð 2 og á hvaða tímum vikunnar þær eru. Þetta veldur mikilli óánægju þeirra, sem á annað borð horfa á sjónvarp eitthvað að ráði. Það væri til bóta fyrir áhorfendur, ef þess væri getið í sjónvarpsdagskrám, að um endursýningu væri að ræða, hvenær myndin hafi verið sýnd í fyrsta sinn og hvenær hún hafi verið sýnd í annað sinn. Þess er getið, þegar um lokasýningu er að ræða, sem væntanlega er þá í þriðja sinn. Ætla hefði mátt að aukin sam- keppni á sjónvarpsmarkaðnum leiddi til betra myndefnis í sjón- varpsstöðvum. Svo virðist ekki vera. Hvað veldur? Er samkeppnin orðin svo dýr, að kostnaðarauka af henn- ar völdum verði ekki mætt nema með því að sýna ódýrara efni? VÍKVERJI hefur hvað eftir ann- að orðið fýrir því, að ferskur ananas, keyptur í Hagkaupsbúðinni í Kringlunni síðustu tvær vikur eða svo, hefur reynzt óhæfur til neyzlu. Hvað veldur? xxx ENN furða sig á því fyrir- komulagi, að utankjörstaða- atkvæðagreiðsla vegna forsetakosn- inga er hafín, þótt framboðsfrestur sé ekki runninn út. Fram hefur kom- ið, að þetta kerfí var tekið upp með lagabreytingu á árinu 1987 að ósk framkvæmdastjóra stjórnmála- flokka. Sennilega hefur þetta vakið litla athygli til þessa vegna þess, að óvænt framboð hafa ekki komið fram á síðustu stundu vegna þing- kosninga. Öðru máli gegnir nú í forsetakosningum, þegar allt getur gerzt fram á síðasta dag. Þá kemur bezt í ljós hversu fáránlegt þetta ákvæði er. Einhver framtakssamur alþingismaður ætti að taka þetta mál til umræðu á Alþingi nú í vor og kanna jarðveg fýrir breytingum á lágaákvæði sem er út í hött. XXX OKKURRAR óánægju gætir hjá þeim, sem starfa að und- irbúningi forsetakosninga fyrir ein- staka frambjóðendur, að fjölmiðlar sinni þeim lítt fram að þessu. Auðvit- að er ljóst, að fjölmiðlum ber skylda til að sinna forsetakosningum þann- ig að frambjóðendur geti komið sjón- armiðum sínum á framfæri. Reynsla fjölmiðlanna er hins vegar sú, að lesendur og áhorfendur og hlustendur eiga erfitt með að sætta sig við, að fjölmiðlar séu undirlagðir í kosningabaráttu vikum og jafnvel mánuðum saman, eins og tíðkaðist fyrir nokkrum áratugum. Þess vegna má búast við því, að kosningabarátt- an vegna forsetakosninganna tak- markist að mestu við síðustu 2-3 vikumar fyrir kjördag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.