Morgunblaðið - 14.05.1996, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 14.05.1996, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ1996 43 I I I i ) I I I j i i 4 4 4 4 4 4 4 4 * Siónverndarsjóður Islands settur á stofn Framlög til rannsókna á augnsjúk- dómum ÁKVEÐIÐ hefur verið að stofna Sjónverndarsjóð íslands til að stuðla að rannsóknum og þróunarstarfi á sviði sjónverndarmála. Unnið hefur verið að stofnun sjóðsins um skeið og nú hefur safnast nægilegt fé til þess að af stofnun sjóðsins geti orðið. Kvennadeild Reykjavíkurdeildar Rauða kross íslands, Sjónstöð ís- lands, Augnlækningafélag Islands, Blindrafélagið og Blindravinafélag íslands, standa að stofnun Sjón- vemdarsjóðsins. Stofnfé hans verður 870 þúsund krónur og verður veitt úr honum til rannsókna á sjón og augum með sérstöku tilliti til blindu- valdandi sjúkdóma auk verkefna sem stuðla að þróun sjónvemd- armála. Kvennadeild Reykjavíkurdeildar Rauða kross íslands leggur sjóðnum til verulegan hluta stofnfjárins og gerir stofnun hans þannig mögu- lega. Tilefni þess er m.a. 80 ára afmæli Ragnheiðar Guðmunsdóttur, augnlæknis og eins af stofnendum deildarinnar. Deildin var stofnuð í desember 1966 og fagnar því 30 GUÐMUNDUR Viggósson augnlæknir ávarpar stofn- fundinn. I forgrunni er Ragnheiður Guðmundsdótt- ir augnlæknir. ára afmæli sínu á árinu. Virkir sjálf- boðaliðar deildarinnar em nú um 300 talsins og auk þess að reka fjög- ur bókasöfn í sjúkrahúsum borgar- innar reka þeir sölubúðir í sjúkrahús- unum, heimsækja aldraða og taka þátt í ýmiss konar líknarstarfí með fjárframlögum og gjöfum. Ragn- heiður var frumkvöðull að stofnun deildarinnar eftir að hafa kynnst víðtæku sjálfboðastarfi á sjúkrahús- um í Bandaríkjunum og Evrópu. Ungbændaráð- stefna um ferðaþjónustu UNGBÆNDARÁÐSTEFNA NSU um verkefnið Ferðaþjónusta og landnýting ferðamennskunnar verður að þessu sinni haldin að Höfðabrekku í Mýrdal. Hefst hún miðvikudaginn 15. maí nk. og lýk- ur sunnudaginn 19. maí. 24 ein- staklingar frá útlöndum hafa skráð sig og verður búist við að minnsta kosti 35-40 manna hópi. Ráðstefnan verður sett af vara- formanni NSU, Pálma Gíslasyni, en ávarp flytur Jón Erlingur Jónas- son, aðstoðarmaður landbúnaðar- ráðherra. Fyrirlesarar verða Paul Richardsson, framkvæmdastjóri ferðaþjónustu bænda: Um upp- byggingu og dreifingu á ferðaþjón- ustu bænda á íslandi; Sveinn Jóns- son, bóndi að Kálfsskinni: Um bændagistingu í hnotskurn og landnýting í þágu hennar; Sigurður Guðmundsson, forstöðumaður þró- unarsviðs Byggðastofnunar. Ungbændaráðstefna sem þessi er haldin árlega og til skiptis á öllum Norðurlöndunum en UMFÍ er aðildarfélag að Nordisk sam- organisation for ungdomsarbejde, NSU, er samheitið á samtökum bræðrafélaga UMFÍ á norðurlönd- unum. FRÉTTIR Dagur aldraðra í Bústaðakirkju UPPSTIGNINGARDAGUR hefur um árabil verið sérstaklega helgaður starfi aldraða. í Bústaðakirkju verð- ur guðsþjónusta kl. 14 þar sem Páll Gíslason, læknir prédikar. Þá mun Kór Kvenfélags Bústaðakirkju syngja í messunni ásamt kirkjukór. Sr. Arnfríður Guðmundsdóttir, dr. theol, þjónar fyrir altari. Eftir guðsþjónustuna verður sýn- ing á munum úr starfi aldraðra og öldruðum boðið upp á kaffiveitingar. Aldraðir hafa komið saman í safnað- arheimili kirkjunnar á miðvikudögum í vetur og unnið þar að gerð margvís- legra muna, tekið í spil og notið sam- verunnar. Hópur kvenna undir stjórn Áslaugar Gísladóttur hefur annast þetta starf. Námskeið um ferðabúnað á fjöllum BJÖRGUNARSKÓLI Landsbjargar og Slysavarnarfélags íslands og Ferðafélag íslands standa fyrir fræðslufundi fyrir almenning um ferðabúnað í göngu- og fjallaferð- um miðvikudaginn 22. maí kl. 20. Fyrirlesari verður Helgi Eiríksson. Fundurinn verður haldinn í hús- næði Ferðafélags Islands, Mörkinni 6, og er öllum opinn. Þátttökugjald er 1000 kr. og er fræðslurit um ferðamennsku innifalið í þátttöku- gjaldinu. Djass á Aust- fjörðum HLJÓMSVEITIN Rek-Höfn heldur þrenna djasstónleika á Austfjörðum dagana 15. til 18. maí. Þeir fyrstu verða miðvikudags- kvöldið 15. maí á veitingastaðnum Víkinni, Höfn í Hornafirði, síðan í Egilsbúð, Neskaupstað, föstudags- kvöldið 17. maí og lokatónleikarnir verða á Pizza 67 á Egilsstöðum laugardagskvöldið 18. maí. Hljómsveitina Rek-Höfn skipa tenórsaxófónleikarinn Óskar Guð- jónsson, kontrabassaleikarinn Tóm- as R. Einarsson og Hornfirðingarn- ir Sæmundur Harðarson gítarleik- Morgunblaðið/Kristinn V alborgarmessuhátíð í Viðey í SLEN SK-SÆN SK A félagið efndi til Valborgarmessuhátíðar I Viðey fyrir nokkru í tilefni fimmtugsafmælis Carls Gustavs sextánda Svíakonungs. I eyjunni var boðið upp á Valborgarsúpu og ávaxtafylltar grísalundir. Gunnar Gunnarsson rithöfundur flutti hátíðarræðu og Jan-Olov Andersson skemmti með vísna- söng. Valborgarmessuhátíðinni lauk með brennu. ari og Ragnar Eymundsson trommuleikari. Á efnisskrá kvartettsins eru klassísk djasslög af ýmsu tagi, auk laga eftir Tómas R. Einarsson og íslenskra dægurlaga. Tónleikarnir hefjast allir kl. 22. Aðalfundur All- iance Francaise ALLIANCE Francaise í Reykjavík heldur sinn árlega fund í franska bókasafninu, Austurstræti 3, þriðjudaginn 14. maí kl. 20.30. Alliance Francaise er íslenskt menningarfélag og er stjórn þess kosin á aðalfundi, hana skipa fimm aðalmenn og tveir varamenn. All- iance Francaise var stofnað í Reykjavík 1911. Forstöðumaður er ávallt franskur og ber samkvæmt samningum við íslensk stjórnvöld að gegna stöðu sendikennara við Háskóla íslands og kenna 6 klst. á viku. Forstöðumaður er ráðinn til þriggja ára í senn og skipar Colette Fayard þá stöðu núna. Alliance Francaise býður upp á frönskunámskeið fyrir byijendur og lengra komna, einnig talnámskeið og einkatíma. Námskeiðin eru hald- in frá september til desember, janú- ar til apríl og maí til júní. Bókasafnið er opið alla virka daga frá kl. 15-18. Alliance Francaise er flutt í nýtt húsnæði, Austurstræti 3 og er gengið inn frá Ingólfstorgi. Fundur um fjármagns- tekjuskatt ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAG Reykja- víkur heldur opinn fund um fjár- magnstekjuskatt að Scandic Hótel Loftleiðum þriðjudaginn 14. maí kl. 20.30 í Þingsölum 1-3. Frummælendur verða: Jón Bald- vin Hannibalsson, Gunnlaugur M. Sigmundsson og Gunnar Helgi Hálfdánarson. Fundarstjóri er Gunnar Ingi Gunnarsson. UM 155 ungmenni verða við störf hjá Kirkjugörðum Reykjavík- urprófastsdæma í sumar. Nokkrir þeirra hafa þegar hafist handa við að fegra garðana en meginhluti unglinganna kemur til starfa í byrjun júní. 155 ungmenni í sumar- vinnu hjá Kirkjugörðunum í SUMAR verða 155 ungmenni ráð- in til starfa hjá Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæma, flest skólanemar á aldrinum 17-25 ára og er fjöldi þeirra svipaður og á síðasta sumri, segir í frétt frá Kirkjugörðum Reykjavíkurpróf- astsdæma. Margir garðyrkjumenn starfa hjá Kirkjugörðunum allt árið og stýra þeir sumarvinnu skólanema ásamt vönu sumarfólki sem ráðið er í flokkstjórastöður. Fjórir kirkju- garðar eru í umsjá Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma: Kirkju- garðurinn við Suðurgötu, Fossvogs- kirkjugarður, Viðeyjarkirkjugarður og Gufuneskirkjugarður. Garðarnir eru samtals um 63 hektarar að stærð. Ungmennin sem ráðin eru koma frá Reykjavík, Seltjarnarnesbæ og Kópavogi og fer fjöldi þerira frá hvetjum stað eftir stærð sveitarfé- lagsins. Langflestir vinna í Foss- vogskirkjugarði eða 95 ungmenni, 45 í Gufuneskirkjugarði og 15 í Kirkjugarðinum við Suðurgötu. Ur dagbók lögreglunnar HELGIN var tiltölulega friðsöm. „Einungis" var tilkynnt um sjö innbrot og 15 þjófnaði. í nokkrum þjófnaðartilvikunum var um hnupl að ræða. Tvær líkamsmeiðingar voru tilkynntar að þessu sinni. Tilkynnt eignarspjöll voru níu talsins. Vista þurfti 35 í fanga- geymslunum. Áfskipti voru höfð af 33 vegna ölvunarástands á al- mannafæri og sex ökumenn eru grunaðir um ölvunarakstur. Þá var 21 ökumaður kærður fyrir of hraðan akstur, auk þess sem skráningarnúmer voru tekin af nokkrum ökutækjum vegna van- rækslu á að færa þau til skoðun- ar. Fimm ökumenn voru kærðir fyrir að aka um á negldum hjól- börðum. Tuttugu og fjórum sinn- um var kvartað yfir hávaða og ónæði utan dyra og innan og tvisvar sinnum þurftu lögreglu- menn að fara inn á heimili fólks vegna ófriðar. Lögreglumenn þurftu tvisvar að hafa afskipti af mönnum vegna fíkniefna. Umferðaróhöppin voru óvenju mörg eða 45 talsins. Slys á fólki urðu í sex tilvikum. Áætlað er að um 60% óhappa séu tilkynnt til lögreglu, en þar af riti lögreglu- menn skýrslur á um 40% til- kynntra óhappa. Ekki er óraun- hæft að áætla að á annað hundr- að ökutæki hafi verið skemmd meira og minna í umferðinni á starfssvæði lögreglunnar í Reykjavík um helgina. Þetta ætti að vera alvarlegt umhugsunar- 45 árekstar í Reykjavík um helgina 10. -13. maí 1996 efni, bæði fyrir ökumenn og um- ferðaryfirvöld. Síðdegis á föstudag var bifreið ekið á hest i Heiðmörk. Aflifa þurfti hestinn. Um kvöldið varð drengur á reiðhjóli fyrir bifreið á Lönguhlíð við Miklubraut. Meiðsli drengsins voru talin minniháttar. Aðfaranótt laugardags var bifreið ekið á vegg á Frakkastíg við Hverfísgötu. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild með sjúkrabif- reið. Gangandi vegfarandi varð fyrir bifreið á Laugavegi á laugar- dagskvöld. Meiðsli hans voru talin minniháttar. Þá varð einnig harð- ur árekstur tveggja bifreiða á Fífuseli. Ökumaður kenndi til eymsla í hendi og ætlaði sjálfur að leita sér læknisaðstoðar vegna þess. Hjólreiðamaður féll í Lækj- argötu á laugardagskvöld. Lög- reglumenn fluttu hann á slysa- deild. Um nóttina valt bifreið á Hafravatnsvegi. Flytja þurfti tvær stúlkur á slysadeild með minni- háttar meiðsli. Eldur kom upp í geymslu húss við Ásgarð á föstudagskvöld. Flytja þurfti konu á slysadeild vegna reykeitrunar. Á laugar- dagsmorgun kviknaði í einangrun út frá rafsuðu um borð í togara við Ægisgarð. Slökkvilið réði nið- uriögjum eldsins á skömmum tíma. Skemmdir urðu óverulegar. Á sunnudag kom eldur upp í sorp- geymslu húss við Austurbrún. Litlar sem engar skemmdir hlut- ust af. Þá kom upp eldur í bifreið á Vesturlandsvegi á sunnudag. Greiðlega gekk að slökkva eldinn. Á laugardagsmorgun var þjóf- ur handtekinn. Síðdegis á laugar- dag datt maður um brunnlok í Víðidal og fótbrotnaði. Hann var fluttur á slysadeild. Lögreglan á Suðvesturlandi hefur lagt drög að verkefnaáætl- un sumarsins í umferðarmálum. Aðgerðir verða samræmdar að gefnum tilefnum, auk þess sem samvinna verður höfð við hlutað- eigandi aðila í einstökum tilvikum, s.s. Vinnueftirlit ríkisins egna eft- irlits með ástandi vinnuvéla og réttindum stjórnenda þeirra, skoð- unarstöðvar vegna skoðunar bif- reiða, sérstaklega fyrir hvíta- sunnu og verslunarmannahelgi, samstarf við Rauða krossinn vegna könnunar á meðferð slysa- hjálparbúnaðar, aðgerðir vegna hjálmanotkunar, eftirlit ýmiss konar og margt fleira. Dagana 13.-17. maí verður árleg hjólaskoðun lögreglunnar við grunnskóla borgarinnar. Tímasetning hefur verið auglýst við alla skólana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.