Morgunblaðið - 14.05.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.05.1996, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 1996 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Tónlistar- vor í Frí- kirkjunni AÐRIR tónleikar í tónleikaröðinni Tónlistarvor í Fríkirkjunni verða haldnir í dag þriðjudag. Þessir tón- leikar eru helgaðir 70 ára afmæli kirkjuorgelsins og mun Niels Hen- rik Nielsen dómorganisti við Frúar- kirkjuna í Kaupmannahöfn koma til landsins og leika á orgel Fríkirkj- unnar af þessu tilefni. Á efnisskránni eru verk eftir J.S. Bach, C. Franck, Leif Kayser, J.P.E. Hartmann og 0. Messiaen. Niels Henrik Nielsen hefur starf- að við Frúarkirkjuna í Kaupmanna- höfn frá árinu 1972. Hann lauk prófi í orgelleik árið 1954 og á árun- um 1957 til 1960 stundaði hann framhaldsnám í Vín og París. Eftir framhaldsnám var hann aðstoðarorganisti við Dómkirkjuna í Kaupmannahöfn í 5 ár og undir- leikari hjá Konunglega leikhúsinu. Þá hefur hann tekið þátt í ýmsum tónlistarkeppnum þar sem hann hefur unnið til verðlauna s.s. 1. verðlaun í alþjóðlegri orgelleikara- kep_pni árið 1964 í Briigge. Á árunum 1966 - 1975 var hann dósent í kirkjutónlistargreinum við Tónlistarháskólann á Norður-Jót- landi. Niels Henrik Nielsen hefur haldið marga tónleika um allan heim og hefur víða komið fram í útvarpi og sjónvarpi. Þá hefur hann einnig spilað inn á fjölmargar hljómplötur og setið í dómnefndum alþjóðlegra orgelleikarakeppna. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.30. Miðasala við innganginn. Miðaverð 1.000 krónur, eldri borg- arar og tónlistarnemar fá 50% af- slátt. Lindab ■ ■ ■ r. + m ■ ■ ■ bakrennur Styrkur stáls - ending plasts Þakrennukerfið frá okkur er auð- velt og fljótlegt í uppsetningu. Eng in suða, ekkert lím. Gott litaúrval. Umboðsmenn um land allt. Smiðshöfða 9 • 132 Reykjavík Simi 587 5699 • Fax 567 4699 *«iaiiiiBiiBiai»* ■ ■ ■ Lindab ■ i ■». ÞAKSTAL Þak- og veggklæðning í mörgum útfærslum, t.d.: bárað, kantað, þaksteinamynstur ofl. Plastisol yfirborðsvörn klæðn- ingarinnar gefur margfalda endingu. Fjölbreytt litaúrval. Umboðsmenn um land allt. G2EC TÆKNIDEILD ('KItfK Smiðshöfða 9 • 132 Reykjavík Sími 587 5699 • Fax 567 4699 væntanlegur forsetaframbjóðandi Heilsuval - Barónsstíg 20 n 562 6275 „Ég fyrirlít þann mikla umframkoslnað sem kominn er fram varðandi endurbætur á Bessastöðum. f fyrsta Iagi eru þetta gamlar byggingar en við erum nútímaþjóð. í öðru lagi sátu þama danskir menn en við erum íslensk þjóð. í þriðja lagi voru oft framin grimmdarverk á forfeðrum okkar í skjóli þess valds sem embættismenn Danakonungs höfðu en við erum mannúðlegt lýðræðisríki. Ég legg því til að framkvæmdir séu stöðvaðar hið fyrsta eða hægt á þeim eins og kostur er. Alþingi íhugi hvort halda ætti áfram endurbótum því fremur ætti að verja fé í arðbærar, nútímalegar framkvæmdir, hannaðar og unnar af íslenskum hug og höndum. En ef Alþingi vill ljúka verkinu þá sé sett nákvæm fjárhagsáætlun sem er innan fjárlaga og tryggt sé að framkvæmdir séu innan þeirra." Fræðirit • FÉLAG þjóðfræðinema við Há- skóla íslands sem ber nafnið Þjóð- brók, eftir skessu norður á Ströndum, hefur gefið út nýtt fræðirit sem ber nafnið Slæðing- ur. Ritið samanstendur af greinum eftir nemendur og kennara í þjóð- fræði um ólík efni, jafnt þjóðsagn- ir og þjóðlíf, samtíð og fortíð. Svo dæmi séu tekin fjallarein grein- anna um Einar Benediktsson skáld og fylgjuna Sólborgu sem sagnir gengu um og önnur um hvernig sjálfsímynd þjóðarinnar endur- speglast í móttöku erlendra gesta. Þá eru í Slæðingi tvær greinar um þjóðsagnafræði, umfjöllun um al- næmi í Austur-Afríku og gerð grein fyrir þjóðfræðaefni á Árna- stofnun. Ritstjórar Slæðings eru þjóð- fræðinemarnir Björk Erlingsdóttir og Þór Hreinsson. Ritið, sem er ríflega 60 síðurílitlu broti, fæst ítakmörkuðu upplagi íBóksöIu stúdenta oghjá ritstjórninni. Ein- takið kostar 500 krónur. Tímarit • MIKLAR breytingar eru fyrir- hugaðar á útgáfu Menningarhand- bókarinnar sem komið hefur út undanfarna mánuði. Blaðið hefur fyrst og fremst flutt fréttir af menningarviðburðum og því hefur verið dreift í öll hús á höfuðborgar- svæðinu. Fregnir af menningarat- burðum munu eftir sem áður koma út í almennu dreifiriti, en auk þess kemur nú út mánaðarrit um menn- ingu, tíðaranda og listir. „í hinu nýja tímariti verður fjall- að um menningu og manniíf í víð- um skilningi og sérstök áhersla lögð á skoðanaskipti um menning- arviðburði samtímans. Efnistök verða lífleg og meðal greinahöf- unda verða þjóðkunnir rithöfund- ar“, segir í kynningu. Ritstjóri erKarl Th. Birgisson, sem áður hefur ritstýrt meðal ann- ars Helgarpóstinum og tímaritinu Heimsmynd. Fyrsta tölublað kem- urút ílok maí og kostar 295 kr. ílausasölu, en 240 kr. íáskrift. GUNNLAUGUR St. Gíslason við eitt verka sinna. Biddu um Banana Boat sólmargfaldarann el þú vílt verða sólbrún/n á mettíma I skýjaveðrl. □ Yfir 60 gerðir Banana Boat sólkrema, -olia,-gela,-úða,-salva og -stitta m/sólvöm frá I til «50, eða um tvöfalt öflugrí en aðrar algengar sólarvörur. Banana Boat sólarlinan er fram- leidd úr Aloa Vera, kollageni og elastini, jojoba, minkolíu, banönum, möndlum, kókos, A, B, D og E vitamínum D Sérhönnuð sólkrem fyrir iþróttamenn. Banana Boat Sport m/sólv. #15 og #30. □ 99,7% hreint Banana Boat Aloe Vera gel (100%). Hvers vegna að borga 1200 kr. fyrir kvartlítra af Aloe gel þegar þú getur fengk) sama magn af Banana Boat Aloe Vera gei á 700 kr? Eóa tvöfalt meira magn af Banana Boat Aloe Vera geli á 1000 kr? Án spirulinu, tilbúinna lyktarefna eða annarra ertandi olnæmisvalda. Biddu um Banana Boat á sólbaðsstofum, apótekum, snyrtiv. verslunum og öllum heilsubúðum utan Reykjavikur. Banana Boat E-gel fæst lika hjá Samtökum psoriasis og exemsjúklin- ga. TRYGGVI Ólafsson við verk sitt Morgunblaðið/Silli Hvammur skreyttur listaverki Húsavík. Morgunblaðið. ÞAÐ TÍÐKAST nú mjög að opin- berar byggingar eru skreyttar listaverkum og í tilefni af 15 ára afmæli Hvamms - heimilis aldr- aðra á Húsavík, fékk sfjórn þess Tryggva Ólafsson myndlistar- mann til að gera listaverk, sem staðsett yrði í samkomusal heim- ilisins. í sambandi við afmælishátíð heimilisins nú nýlega var svo lista- verkið afhjúpað og nefnir lista- maðurinn það Slóð, hvaðan við komum, hvert við förvm, 1 afmælisgjöf færði svo listamað- urinn heimilinu tíu fallegar grafík- myndir sem prýða munu aðrar vist- arverur byggingarinnar. MYNPLIST Gallcrí Fold VATNSLITAMYNDIR Gunnlaugur Stefán Gíslason. Opið mánud.-laugard. 10-18 og sunnud. 14-18 til 19. maí. Aðgangur ókeypis. ÞEIR miðlar sem listamenn kjósa að vinna í segja oft nokkuð um við- horf þeirra til listanna og hlutverks þeirra. Þeir sem eru stöðugt að gera tilraunir með ný efni og sam- setningar eru oftar en ekki einnig að brydda upp á nýjum viðfangsefn- um og leita eftir nýrri sýn á heim- inn. Þeir sem velja þekkta miðla með ríkulega sögu á bak við sig leggja hins vegar meira upp úr að rækta hefðina, bæði hvað varðar beitingu miðilsins sem og þau við- fangsefni sem þeir taka fyrir, um leið og þeir leita sér persónlegra leiða til að koma eigin listsýn á framfæri. Notkun vatnslita í málverki byggir á ríkulegri hefð, og hér á landi hafa eldri meistarar jafnt sem formbyltingarmenn nýtt sér þennan miðil óspart til að koma fram sínum viðfangsefnum. Vissulega hefur ákveðin landslagshefð samt sem áður verið einn ríkasti þátturinn í gerð vatnslitamynda hér á landi. Gunnlaugur Stefán Gíslason hef- ur lengi fengist við vatnslitina, og er tæknilega séð einn besti lista- maður okkar á því sviði. Hann hef- ur einnig um langt árabil verið mikilvirkur kennari í þessum miðli, en þess hafa m.a. nemendur Mynd- Við strönd- ina listaskólans í Reykjavík og Mynd- lista- og handíðaskóla íslands notið ríkulega í gegnum árin. Á sýningunni nú heldur Gunn- laugur sig við svipuð viðfangsefni og fyrr, en hann leitar einkum fanga við mannlausa ströndina, þar sem náttúruöflin mætast í stöðug- um átökum lofts, láðs og lagar. Einu ummerki mannsins í þessum myndum eru fólgin í ryðguðum skúrum, fúnandi bátum og hrörleg- um húsveggjum - vitnisburðum um hverfandi lífshætti, sem hafa með tímanum orðið að láta undan nátt- úruöflunum jafnt sem nýrri tækni. Það eru veðrabrigðin, sem eink- um veða listamanninum að yrkis- efni; rigning, éljagangur, frost og sólarglennur laða fram afar fínleg blæbrigði litanna í umhverfinu, sem Gunnlaugur hefur einkar gott lag á að festa á blað. Hér má t.d. sjá þessa glögg merki með samanburði á myndum nr. 2 og 20, þar sem svipaður húsveggur er notaður til að sýna ólík veðrabrigði og þar með birtuskilyrði; nr. 10 bregður síðan upp kyrrum tærleika vetrardagsins, en nr. 4 dumbaðri kólgu regnsins þegar það kemur af haft inn yfir landið. Sem fyrr segir byggir þessi myndhefð á ríkri hefð, sem lista- maðurinn breytir ekki út af hér. Verk hans bera hins vegar vott um mjög gott auga fyrir litbrigðum veðurlagsins, sem og vandað hand- verk, sem er aðeins á fárra færi. Slíkt er kjölfesta í listsköpun, sem annað sprettur af. Eiríkur Þorláksson Matreiðslunámskeið Indverskir grænmetisréttir 21. maí, mán. 8 mið. kl. 19.00-22.00, 4 skipti. 22. maí, þri. 8 fim. kl. 19.00—22.00, 4 skipti. Máltíðir innifaldar. Lærið að elda Ijúffenga og heilsusamlega Indverska grænmetisrétti á einfaldan hátt. Þessi matur er bæði bragðgóður, heilsusamlegur og ódýr. Leiðbeinandi verður Shabana, sem er löngu þekkt fyrir snilldarlega matreiðslu. Upplýsingar hjá Voga Studio, sími 511-3100. GuÖœundim Rapt Gemdal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.