Morgunblaðið - 14.05.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.05.1996, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR + * Islensk fjölskylda ekur á jeppa frá syðsta odda Afríku til nyrsta hluta Islands Frá Afríku til Is- lands á 4 mánuðum ÍSLENSK fjölskylda, sem hefur verið búsett í Namibíu, er nú á ferðalagi á jeppabifreið yfir endi- langa Afríku. Hófst ferðalagið í Höfðaborg í Suður-Afríku 14. apríl og er ætlunin að aka um Afríku allt norður til Evrópu og enda ferð- ina á Siglufirði síðla sumars eða snemma í haust eftir 4-5 mánaða akstur. Áætluð vegalengd sem þau þurfa að aka er rúmlega 30 þúsund kílómetrar. Þetta eru hjónin Friðrik Jónsson, sem verið hefur vélstjóri á hafrann- sóknarskipi í Namibíu undanfarin sex ár, og kona hans, Birna Hauks- dóttir, ásamt börnum þeirra; Andra, Rannveigu og Stefáni. Þau segja að það hafí blundað í þeim öll árin sem þau bjuggu í Namibíu að keyra til íslands þegar verkefninu í Namibíu lyki. Undir- búningurinn fór svo_ í fullan gang á miðju síðasta ári. í apríl óku þau af stað frá Namibíu til Höfðaborgar í Suður-Afríku og hófst ferðalagið þar 14. apríl. Voru þau komin til Malawi í síðustu viku eftir tæplega fjögurra vikna áfallalaust ferðalag og var ætlunin að halda ferðinni svo áfram til Tanzaníu á sunnudag. „Við förum hægt yfir. Við stopp- uðum lengi í Cape Town og svo þræddum við austurströnd Suður- Afríku og fórum upp í gegnum Zimbabwe. Zambíu tókum við á tveim dögum en við höfum stoppað nokkuð lengi í Malawi en hér dvelj- um við hjá íslendingum sem hér starfa," sagði Friðrik í samtali við Morgunblaðið sl. föstudagskvöld. „Það má segja að þetta séu síð- ustu dagarnir sem við getum haft það huggulegt, svo verður það bara 555-1500 Garðabær Stórás Gott ca 200 fm einbhús auk 35 fm bílskúrs. Mögul. á tveimur íb. Ekkert áhv. Skipti mögul. á 3ja herb. íbúð. Reykjavík Baughús Glæsil. ca 90 fm 3ja herb. íb. í tvíbýli með góðu útsýni. Áhv. ca 2,8 millj. húsbr. Verð 8,5 millj. Hafnarfjörður Reykjavíkurvegur Góð 2ja herb. íb. í fjölb. á 3. hæð. Verð 4,6 millj. Sóleyjarhlíð Góð 3ja herb. ca 92 fm íb. Ath. tilb. u. trév. Laus strax. Verð 6.450 þús. Áhv. 2,9 millj. Miðvangur Gott raðhús ca 150 fm + 38 fm bílsk. Möguleiki á 4 svefnh. Skipti mögul. á minni eign. Álfaskeið Einb. á tveimur hæðum með hálfum kj., samtals 204 fm. Mikið endurn. Lítið áhv. Ath. skipti á lítiili íb. Höfum kaupanda að þjónustuíbúð á Hjallabraut 33, Hafnarfirði. Höfum kaupanda að eldra einbýlishúsi í Hafnar- firði. Vantar eignir á skrá. FASTEIGNASALA, jm Strandgötu 25, Hfj., Árni Grétar Finnsson hrl., Stefán Bj. Gunnlaugss. hdl. FJÖLSKYLDAN við upphaf ferðalagsins fyrir utan heimili sitt í Swakopmund í Namibíu. F.v. Andri Fannar, Friðrik Már, Stef- án Haukur, Birna og Rannveig uppi á toppgrindinni. tjaldið og runnamir héðan í frá,“ sagði Friðrik. Búast við að Zaire geti orðið erfið yfirferðar Þau gera ráð fyrir að Zaire verði erfiðasti hluti leiðarinnar því þar gætu þau þurft að höggva sér leið í gegnum regnskóga og getur tekið óratíma að sögn Friðriks að komast þar í gegn ef þau lenda í rigningum. í upphafi var ætlun þeirra að aka greiðfærustu leiðina frá Namibíu til Evrópu, en er líða tók á undirbún- inginn tók ferðaáætlunin á sig skrautlegri blæ, að sögn Friðriks. Þegar komið verður til Tanzaníu ætla þau að skoða sig um og reyna að komast upp með ströndinni til Dar es Salaam. Þaðan á að bijótast í vesturátt með_ stefnuna á Fíla- beinsströndina. Á þeirri leið þurfa þau að komast yfir Uganda, Zaire, Mið-Afríkulýðveldið, Chad, Niger og Burkina Faso. Upphaflega hafði verið ráðgert að fara í gegnum Nígeríu en vegna þróunar mála þar undanfarna mánuði varð Chad fyrir valinu. Frá Fílabeinsströndinni ætla þau síðan að skoða Mali og Mau- ritaníu áður en þau takast á við Vestur-Sahara eyðimörkina og Marocco. Hyggjast þau taka feiju frá Marocco yfir til Spánar og bruna svo til Englands en þar verður bíll- inn settur í gám frá Eimskip sem flytur hann til íslands. Ef bifreiðin verður enn þá í ökuhæfu ástandi þegar til Reykjavíkur er komið, er ætlun þeirra að keyra yfir Kjöl til Sigluíjarðar. Gekk á ýmsu við undirbúninginn Undirbúningur ferðalagsins var æði umfangsmikill og gekk á ýmsu við að útvega pappíra og trygging- ar. Birna sá um að útvega nauðsyn- leg leyfi og gögn fyrir ferðina en Friðrik sá um bíl og búnað. Útvega þurfti vegabréfsáritanir, trygging- ar, alþjóðleg ökuskírteini, alþjóðlegt vottorð fyrir bílinn og síðast en ekki síst sérstakt plagg, „Camet de Passage en Duanes“, sem er leyfi til tímabundins innflutnings bifreiðar í flest ríki heims og er það venjulega gefið út af samtökum bifreiðaeigenda í heimalandi öku- manns. „Án þess kemst enginn spönn frá rassi í Afríku nema með því að leggja fram tryggingu fyrir CCO 11 [[) CCO 1 Q7R LÁRUSi>.VALDIMAR8S0N,framkvæmdastjóri UUL I luU'UUL lu/U ÞDRÐUR H SVEINSSQN HDL, LDGGILTUR FflSTEICNflSflLI Til sýnis og sölu m.a. eigna: Góð íbúð - gott lán - gott verð 3ja herb. íb. á 1. hæð við Leirubakka. Sér þvotta- og vinnuherbergi. Svalir. Gott kjherb. fylgir með snyrtingu. Útsýni. Tilboð óskast. Rétt við Garðatorg - lítil útborgun Nýleg og góð íbúð á 3. hæð og í risi rúmir 104 fm. Sólsvalir. Allt sér. 40ára húsnæðislán kr. 5,1 millj., 5ára lán 1,1 millj. Lítil útb. Lausstrax. Sólrík hæð - rétt við Landspítalann [ reisulegu fjórbýlishúsi við Þorfinnsgötu 3ja herb. hæð um 80 fm. Nýir gluggar og gler. Nýl. eldhús. Laus 1. júní nk. Gott verð. Ódýrar íbúðir - 2ja og 3ja herb. Til sölu m.a. við: Barðavog, Barónsstíg og Njálsgötu. Vinsamlegast leitið nánari upplýsinga. Frábært útsýni - frábært verð „Stúdíó“-íb. 3ja-4ra herb. ofálega í lyftuhúsi við Æsufell. Sameign eins og ný. Vinsæll staður. Vinsamlegast leitið nánari upplýsinga. Raðhús - parhús - einbýlishús óskast á söluskrá. Þarf að vera á einni hæð á vinsælum stað t.d. við Háaleitisbraut eða í Fossvogi. Stærð 110-140 fm auk bílsk. Margskon- ar eignaskipti. Ennfremur möguleiki á staðgreiðslu við kaupsamning. Vinsamlegast leitið nánari uppl. Fjársterkir kaupendur á skrá að íbúðum, sérhæðum og séreignum. Nánar á skrifstofunni. ALMENNA FASTEIGNASALAN LftUGAVEG118 S. 552 115B-552 137? Immingham Bretland1 Frakkfánd Wlarokfcó Salaam 200 Fílabeins- ströndin Ma"' ú Ní9er Chad A V V / i ’\ K J ú J —r Mlb-AfríkuV \ N Úganda Zaire ^ V..\>N Tanzanía^Dar e, r r ^r GÓÐRAR- VONARHÖFÐI “WÍ Á TRÖLLA- ' SKAGA________Höfðaborg^-^H^b^ Malawí V J y / 'fS j ) I I \/ / \ / Afríka , 2000 ENDURBÆTTUR jeppinn var látinn taka á öllu sem hann átti í sandöldum eyðimerkurinnar í Namibíu áður en Iagt var af stað. innflutningstolli á öllum landamær- um sem farið er yfir. Þegar haft er í huga að sum ríki Afríku leggja 200% tolla á bifreiðar yrði þetta allnokkur upphæð þegar til Evrópu væri komið. Af einhveijum ástæð- um getur FÍB ekki gefið út þetta skjal, en að lokum náði Birna að svíða það út úr breska bifreiðasam- bandinu (British AA), gegn óhóf- legu verði,“ segir Friðrik. Fjölskyldumeðlimir þurftu að senda vegabréf sín á milli ýmissa sendiráða en tókst þó ekki að út- vega nema um helming þeirra árit- ana sem þau þurfa á að halda. Afganginn á að reyna að plokka upp á leiðinni, segja þau. Tæpara stóð hins vegar með tryggingar. Þaú segjast hafa talið sig vera á grænni grein hvað þetta varðar, þar sem þau voru handhafar áhættu- ferðatryggingar frá ónefndu ís- lensku tryggingafélagi. Þegar starfsmenn þess fóru hins vegar að reikna út áhættuþætti ferðalags- ins varð niðurstaðan sú að skilmál- um tryggingarinnar var breytt á þann vega að hún gilti aðeins í Namibíu að sögn Friðriks. Vora þá góð ráð dýr og nokkrir dagar til stefnu. Aftur var leitað til Bretanna og fengust þar ferðatryggingar á elleftu stundu. 1801 eldsneytistankar og kælir fyrir 40 stiga hita Sahara Miklar endurbætur voru gerðar á jeppanum áður en lagt var af stað. „Fyrst ber að nefna dekkin og urðu 33”Goodrich AT fyrir val- inu, enda eru þetta frábær alhliða dekk, sem hafa reynst vel hér í Namib-eyðimörkinni. Nauðsynlegt var að kaupa tvö varadekk á felg- um, vegna þess að malarvegir í Afríku eru mjög dekkjagráðugir. Drifhlutföll voru lækkuð úr 3,73 í 4,10 og driflæsingum komið fyrir. Nýtt fjöðrunarkerfi var sett undir bílinn og bætt var við 180 lítra elds- neytistönkum. Grind bílsins var styrkt við stýrisvél og sjö feta topp- grind til að rúma varahluti og úti- legubúnað, var boltuð á toppinn. Þá var sett þjófavarnakerfi í bílinn, Warn-spil boltað á stuðarann svo og grillhlíf, því ekki vilja menn fá tijágrein í gegnum vatnskassann einhvers staðar hundruð kílómetra frá næsta mannabústað. Auka kæli þurfti á sjálfskiptinguna svo hún yrði hæf í mjúkan sand Sahara í 40 stiga hita. Auk þessa var fjár- fest í ýmsum búnaði s.s. torfæru- tjakki, loftdælu, ljóskösturum, slökkvitæki og K/N loftsíu, verk- færum og varahlutum," segir Frið- rik. Hann kveðst hafa notið ómetan- legrar aðstoðar Stefáns Gunnars- sonar, vélstjóra í Namibíu, við jeppabreytingamar. Einnig leituðu þau til styrktaraðila á íslandi og hafa nokkur fyrirtæki veitt þeim aðstoð. Laugardaginn fyrir páska var bifreiðin svo reynd í sandöldum Namib-eyðumerkurinnar, spólað fram og til baka eftir öldunum og bíllinn látinn taka á öllu sem hann átti undir vökulum augum Stefáns Gunnarssonar. Er þeir félagar voru búnir að fullvissa sig um að allt væri eins og best var á kosið var skálað í kampavíni og síðan var lagt af stað. I I I í i I i I í I I I í I 1 K V
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.