Morgunblaðið - 14.05.1996, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 14.05.1996, Qupperneq 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR + * Islensk fjölskylda ekur á jeppa frá syðsta odda Afríku til nyrsta hluta Islands Frá Afríku til Is- lands á 4 mánuðum ÍSLENSK fjölskylda, sem hefur verið búsett í Namibíu, er nú á ferðalagi á jeppabifreið yfir endi- langa Afríku. Hófst ferðalagið í Höfðaborg í Suður-Afríku 14. apríl og er ætlunin að aka um Afríku allt norður til Evrópu og enda ferð- ina á Siglufirði síðla sumars eða snemma í haust eftir 4-5 mánaða akstur. Áætluð vegalengd sem þau þurfa að aka er rúmlega 30 þúsund kílómetrar. Þetta eru hjónin Friðrik Jónsson, sem verið hefur vélstjóri á hafrann- sóknarskipi í Namibíu undanfarin sex ár, og kona hans, Birna Hauks- dóttir, ásamt börnum þeirra; Andra, Rannveigu og Stefáni. Þau segja að það hafí blundað í þeim öll árin sem þau bjuggu í Namibíu að keyra til íslands þegar verkefninu í Namibíu lyki. Undir- búningurinn fór svo_ í fullan gang á miðju síðasta ári. í apríl óku þau af stað frá Namibíu til Höfðaborgar í Suður-Afríku og hófst ferðalagið þar 14. apríl. Voru þau komin til Malawi í síðustu viku eftir tæplega fjögurra vikna áfallalaust ferðalag og var ætlunin að halda ferðinni svo áfram til Tanzaníu á sunnudag. „Við förum hægt yfir. Við stopp- uðum lengi í Cape Town og svo þræddum við austurströnd Suður- Afríku og fórum upp í gegnum Zimbabwe. Zambíu tókum við á tveim dögum en við höfum stoppað nokkuð lengi í Malawi en hér dvelj- um við hjá íslendingum sem hér starfa," sagði Friðrik í samtali við Morgunblaðið sl. föstudagskvöld. „Það má segja að þetta séu síð- ustu dagarnir sem við getum haft það huggulegt, svo verður það bara 555-1500 Garðabær Stórás Gott ca 200 fm einbhús auk 35 fm bílskúrs. Mögul. á tveimur íb. Ekkert áhv. Skipti mögul. á 3ja herb. íbúð. Reykjavík Baughús Glæsil. ca 90 fm 3ja herb. íb. í tvíbýli með góðu útsýni. Áhv. ca 2,8 millj. húsbr. Verð 8,5 millj. Hafnarfjörður Reykjavíkurvegur Góð 2ja herb. íb. í fjölb. á 3. hæð. Verð 4,6 millj. Sóleyjarhlíð Góð 3ja herb. ca 92 fm íb. Ath. tilb. u. trév. Laus strax. Verð 6.450 þús. Áhv. 2,9 millj. Miðvangur Gott raðhús ca 150 fm + 38 fm bílsk. Möguleiki á 4 svefnh. Skipti mögul. á minni eign. Álfaskeið Einb. á tveimur hæðum með hálfum kj., samtals 204 fm. Mikið endurn. Lítið áhv. Ath. skipti á lítiili íb. Höfum kaupanda að þjónustuíbúð á Hjallabraut 33, Hafnarfirði. Höfum kaupanda að eldra einbýlishúsi í Hafnar- firði. Vantar eignir á skrá. FASTEIGNASALA, jm Strandgötu 25, Hfj., Árni Grétar Finnsson hrl., Stefán Bj. Gunnlaugss. hdl. FJÖLSKYLDAN við upphaf ferðalagsins fyrir utan heimili sitt í Swakopmund í Namibíu. F.v. Andri Fannar, Friðrik Már, Stef- án Haukur, Birna og Rannveig uppi á toppgrindinni. tjaldið og runnamir héðan í frá,“ sagði Friðrik. Búast við að Zaire geti orðið erfið yfirferðar Þau gera ráð fyrir að Zaire verði erfiðasti hluti leiðarinnar því þar gætu þau þurft að höggva sér leið í gegnum regnskóga og getur tekið óratíma að sögn Friðriks að komast þar í gegn ef þau lenda í rigningum. í upphafi var ætlun þeirra að aka greiðfærustu leiðina frá Namibíu til Evrópu, en er líða tók á undirbún- inginn tók ferðaáætlunin á sig skrautlegri blæ, að sögn Friðriks. Þegar komið verður til Tanzaníu ætla þau að skoða sig um og reyna að komast upp með ströndinni til Dar es Salaam. Þaðan á að bijótast í vesturátt með_ stefnuna á Fíla- beinsströndina. Á þeirri leið þurfa þau að komast yfir Uganda, Zaire, Mið-Afríkulýðveldið, Chad, Niger og Burkina Faso. Upphaflega hafði verið ráðgert að fara í gegnum Nígeríu en vegna þróunar mála þar undanfarna mánuði varð Chad fyrir valinu. Frá Fílabeinsströndinni ætla þau síðan að skoða Mali og Mau- ritaníu áður en þau takast á við Vestur-Sahara eyðimörkina og Marocco. Hyggjast þau taka feiju frá Marocco yfir til Spánar og bruna svo til Englands en þar verður bíll- inn settur í gám frá Eimskip sem flytur hann til íslands. Ef bifreiðin verður enn þá í ökuhæfu ástandi þegar til Reykjavíkur er komið, er ætlun þeirra að keyra yfir Kjöl til Sigluíjarðar. Gekk á ýmsu við undirbúninginn Undirbúningur ferðalagsins var æði umfangsmikill og gekk á ýmsu við að útvega pappíra og trygging- ar. Birna sá um að útvega nauðsyn- leg leyfi og gögn fyrir ferðina en Friðrik sá um bíl og búnað. Útvega þurfti vegabréfsáritanir, trygging- ar, alþjóðleg ökuskírteini, alþjóðlegt vottorð fyrir bílinn og síðast en ekki síst sérstakt plagg, „Camet de Passage en Duanes“, sem er leyfi til tímabundins innflutnings bifreiðar í flest ríki heims og er það venjulega gefið út af samtökum bifreiðaeigenda í heimalandi öku- manns. „Án þess kemst enginn spönn frá rassi í Afríku nema með því að leggja fram tryggingu fyrir CCO 11 [[) CCO 1 Q7R LÁRUSi>.VALDIMAR8S0N,framkvæmdastjóri UUL I luU'UUL lu/U ÞDRÐUR H SVEINSSQN HDL, LDGGILTUR FflSTEICNflSflLI Til sýnis og sölu m.a. eigna: Góð íbúð - gott lán - gott verð 3ja herb. íb. á 1. hæð við Leirubakka. Sér þvotta- og vinnuherbergi. Svalir. Gott kjherb. fylgir með snyrtingu. Útsýni. Tilboð óskast. Rétt við Garðatorg - lítil útborgun Nýleg og góð íbúð á 3. hæð og í risi rúmir 104 fm. Sólsvalir. Allt sér. 40ára húsnæðislán kr. 5,1 millj., 5ára lán 1,1 millj. Lítil útb. Lausstrax. Sólrík hæð - rétt við Landspítalann [ reisulegu fjórbýlishúsi við Þorfinnsgötu 3ja herb. hæð um 80 fm. Nýir gluggar og gler. Nýl. eldhús. Laus 1. júní nk. Gott verð. Ódýrar íbúðir - 2ja og 3ja herb. Til sölu m.a. við: Barðavog, Barónsstíg og Njálsgötu. Vinsamlegast leitið nánari upplýsinga. Frábært útsýni - frábært verð „Stúdíó“-íb. 3ja-4ra herb. ofálega í lyftuhúsi við Æsufell. Sameign eins og ný. Vinsæll staður. Vinsamlegast leitið nánari upplýsinga. Raðhús - parhús - einbýlishús óskast á söluskrá. Þarf að vera á einni hæð á vinsælum stað t.d. við Háaleitisbraut eða í Fossvogi. Stærð 110-140 fm auk bílsk. Margskon- ar eignaskipti. Ennfremur möguleiki á staðgreiðslu við kaupsamning. Vinsamlegast leitið nánari uppl. Fjársterkir kaupendur á skrá að íbúðum, sérhæðum og séreignum. Nánar á skrifstofunni. ALMENNA FASTEIGNASALAN LftUGAVEG118 S. 552 115B-552 137? Immingham Bretland1 Frakkfánd Wlarokfcó Salaam 200 Fílabeins- ströndin Ma"' ú Ní9er Chad A V V / i ’\ K J ú J —r Mlb-AfríkuV \ N Úganda Zaire ^ V..\>N Tanzanía^Dar e, r r ^r GÓÐRAR- VONARHÖFÐI “WÍ Á TRÖLLA- ' SKAGA________Höfðaborg^-^H^b^ Malawí V J y / 'fS j ) I I \/ / \ / Afríka , 2000 ENDURBÆTTUR jeppinn var látinn taka á öllu sem hann átti í sandöldum eyðimerkurinnar í Namibíu áður en Iagt var af stað. innflutningstolli á öllum landamær- um sem farið er yfir. Þegar haft er í huga að sum ríki Afríku leggja 200% tolla á bifreiðar yrði þetta allnokkur upphæð þegar til Evrópu væri komið. Af einhveijum ástæð- um getur FÍB ekki gefið út þetta skjal, en að lokum náði Birna að svíða það út úr breska bifreiðasam- bandinu (British AA), gegn óhóf- legu verði,“ segir Friðrik. Fjölskyldumeðlimir þurftu að senda vegabréf sín á milli ýmissa sendiráða en tókst þó ekki að út- vega nema um helming þeirra árit- ana sem þau þurfa á að halda. Afganginn á að reyna að plokka upp á leiðinni, segja þau. Tæpara stóð hins vegar með tryggingar. Þaú segjast hafa talið sig vera á grænni grein hvað þetta varðar, þar sem þau voru handhafar áhættu- ferðatryggingar frá ónefndu ís- lensku tryggingafélagi. Þegar starfsmenn þess fóru hins vegar að reikna út áhættuþætti ferðalags- ins varð niðurstaðan sú að skilmál- um tryggingarinnar var breytt á þann vega að hún gilti aðeins í Namibíu að sögn Friðriks. Vora þá góð ráð dýr og nokkrir dagar til stefnu. Aftur var leitað til Bretanna og fengust þar ferðatryggingar á elleftu stundu. 1801 eldsneytistankar og kælir fyrir 40 stiga hita Sahara Miklar endurbætur voru gerðar á jeppanum áður en lagt var af stað. „Fyrst ber að nefna dekkin og urðu 33”Goodrich AT fyrir val- inu, enda eru þetta frábær alhliða dekk, sem hafa reynst vel hér í Namib-eyðimörkinni. Nauðsynlegt var að kaupa tvö varadekk á felg- um, vegna þess að malarvegir í Afríku eru mjög dekkjagráðugir. Drifhlutföll voru lækkuð úr 3,73 í 4,10 og driflæsingum komið fyrir. Nýtt fjöðrunarkerfi var sett undir bílinn og bætt var við 180 lítra elds- neytistönkum. Grind bílsins var styrkt við stýrisvél og sjö feta topp- grind til að rúma varahluti og úti- legubúnað, var boltuð á toppinn. Þá var sett þjófavarnakerfi í bílinn, Warn-spil boltað á stuðarann svo og grillhlíf, því ekki vilja menn fá tijágrein í gegnum vatnskassann einhvers staðar hundruð kílómetra frá næsta mannabústað. Auka kæli þurfti á sjálfskiptinguna svo hún yrði hæf í mjúkan sand Sahara í 40 stiga hita. Auk þessa var fjár- fest í ýmsum búnaði s.s. torfæru- tjakki, loftdælu, ljóskösturum, slökkvitæki og K/N loftsíu, verk- færum og varahlutum," segir Frið- rik. Hann kveðst hafa notið ómetan- legrar aðstoðar Stefáns Gunnars- sonar, vélstjóra í Namibíu, við jeppabreytingamar. Einnig leituðu þau til styrktaraðila á íslandi og hafa nokkur fyrirtæki veitt þeim aðstoð. Laugardaginn fyrir páska var bifreiðin svo reynd í sandöldum Namib-eyðumerkurinnar, spólað fram og til baka eftir öldunum og bíllinn látinn taka á öllu sem hann átti undir vökulum augum Stefáns Gunnarssonar. Er þeir félagar voru búnir að fullvissa sig um að allt væri eins og best var á kosið var skálað í kampavíni og síðan var lagt af stað. I I I í i I i I í I I I í I 1 K V

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.