Morgunblaðið - 14.05.1996, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 14.05.1996, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 1996 25 ______MENNTUN___ Samræmt dönsku- próf í athugun LJÓST verður í lok vikunnar hvern- ig brugðist verður við kvörtunum varðandi framkvæmd samræmds prófs í dönsku, að sögn Einars Guð- mundssonar deildarstjóra hjá Rann- sóknarstofnun uppeldis- og mennta- mála (RUM). „Þá verður yfirferð og innslætti lokið. Á grundvelli þess verður ákveðið hvað verður gert með einn hluta prófsins," sagði Einar. Einkunnir verða sendar út í skólana í þarnæstu viku og þá verður niður- staða að liggja fyrir. í ljós kom að loknu dönskuprófi í síðasta mánuði að í sumum skólum var hlustunarþáttur endurtekinn en í öðrum skólum var einungis lesið upp einu sinni. Var kvartað yfir að nemendur hefðu ekki haft tíma til að skrifa niður svörin áður en upp- lestur hélt áfram. Landssamtökin Heimili og skóli hafa einnig gert athugasemdir við framkvæmd sam- ræmdra prófa í dönsku og íslensku. Einar sagði að skoðað yrði hvort fylgni væri á milli betri útkomu og tvílesturs og slakari útkomu og eins upplesturs. Hluti prófsins felldur niður? Hann sagði að til greina kæmi að fella niður þann þátt hlustunar sem kvartað var yfir. „Hlustunar- þættir hafi verið tveir undanfarin ár. Eitt af því sem hægt er að skoða er fylgni á milli þessara hluta. Hing- að til hefur verið mjög há fylgni á milli nemenda í hluta A og B. Við erum að reyna að fínna leið á próf- inu í vor þannig að nemendur njóti góðs af fremur en að það bitni á þeim með einhveijum hætti.“ Einar sagði ennfremur að Heimili og skóla yrði svarað en ekki fyrr en niðurstöður liggja fyrir. Hann sagði að RUM teldi ekki ástæðu til að gera neinar athugasemdir vegna samræmds prófs í íslensku. Tillögur um nýja námskrá til meistaraprófs Sveigjanlegra nám SAMKVÆMT tillögum nefndar sem skipuð var til að ganga frá nýrri nám- skrá fyrir iðnsveina til meistaraprófs skiptist meistaranámið í þtjú megin- svið, almennt bóknám, nám í stjóm- unar- og rekstrargreinum og fagnám. Nefndin leggur til að almennt bóknám ásamt stjómunar- og rekstr- arnámi skiptist í kjarna eða skyldu- nám annars vegar og valnám hins vegar. Nám í kjarna miðast við sam- eiginlegar námsþarfír allra meistara- nema. „Gengið er út frá því að allir þurfi að tileinka sér grundvall- arþekkingu og hæfni sem tengist stjómun og rekstri lítilla og meðal- stórra fyrirtækja ásamt handleiðslu iðnnema og starfsmanna. Einnig að allir þurfi að hafa sæmilega gott vald á móðurmálinu í ræðu og riti svo og þeirri stærðfræði sem einkum tengist viðskiptum og atvinnurekstri, auk lágmarksþekkingar í fæmi í tölvunotkun," segir í tillögum nefnd- arinnar. Sameiginlegt skyldunám er 10 einingar í almennu bóknámi og 12 einingar í stjórnunar og rekstr- arnámi. Umfang og innihald faggreina var ákveðið að fengnum tillögum fræðslunefnda og getur það numið allt að 30 einingum að hámarki. í mörgum iðngreinum skiptist fag- námið einnig í kjama og val þannig að nemandi geti valið sínar eigin áherslur að vissu marki. „Með þessu skipulagi telur nefndin að komið sé til móts við kröfur um sveigjanlegt meistamám sem taki tillit til mis- munandi þarfa einstakra iðngreina fyrir þekkingu og hæfni iðnmeist- ara,“ segir ennfremur í tillögunum. Aðild að nefndinni áttu Alþýðu- samband Islands, Samtök iðnaðarins, Samband iðnmenntaskóla og menntamálaráðuneytið. Samkvæmt upplýsingum frá menntamálaráðu- neyti eru tillögur nefndarinnar til umsagnar, en áformað er að stað- festa nýja námskrá meistamáms fyr- ir maílok og hefja kennlsu sam- kvæmt henni á næsta skólaári. Sunnudagsblaði Morgunblaðsins 26. maí nk. fylgir blaðauki, sem heitir Brúbkaup - í blíbu og stríbu. í blaðaukanum verður fjallað um undirbúninginn fyrir brúðkaupið, veisluna, birtar uppskriftir og rætt um veisluþjónustur. Einnig verður umfjöllun um fötin og tískuna, brúðarkjólaleigur, brúðkaupsferðina, brúðkaupsgjafir og þróun þeirra, fjallað verður um kostnaðarliði o.m.fl. Þeim, sem áhuga hafa á ab auglýsa í þessum blabauka, er bent á ab tekib er vib auglýsingapöntunum til kl. 12.00 mánudaginn 20. maí. Dóra Gubný Sigurbardóttir og Anna Elínborg Gunnarsdóttir, sölufulltrúar í auglýsingadeild, veita allar nánari upplýsingar í síma S69 1171 eba meb símbréfi 569 1110. - kjarni málsins! Greiðar strætis- vagnaleiðir að Borgar- holtsskóla ENGIN vandkvæði verða að komast frá öllum borgarhlutum í Borgar- holtsskóla í Grafarvogi, að sögn Þór- halls Arnar Guðlaugssonar forstöðu- manns markaðs- og þróunarsviðs Strætisvagna Reykjavíkur. „Með nýju leiðarkerfi í ágúst verður tekin í notkun ný skiptistöð í Ártúni og þaðan ganga strætisvagnar á 10 mínútna fresti nánast að dyrum skól- ans á annatímum á morgnana og síðari hluta dags,“ sagði hann. Hann sagði jafnframt að fæstir sem kæmu úr Breiðholti þyrftu að skipta um vagn og að strætisvagnar þaðan færu á 20 mínútna fresti allan daginn. Vagnar munu koma að skiptistöðinni í Árbæ vestan úr bæ, frá Torgi og Hlemmi og hugsanlega úr Mosfellsbæ. Þórhallur sagði enn- fremur að það gæfi augaleið að um töluvert ferðalag væri að ræða ef fólk kæmi vestan úr bæ eða frá Sel- tjamamesi upp í Grafarvog. „Menn geta tekið hraðleiðina frá Lækjar- torgi sem fer á 20 mínútna fresti, en maður sem býr úti á Seltjarnar- nesi kemur alltaf til með að skipta um strætisvagn, svo dæmi sé tekið," sagði hann. sameinar glœsilegt útlit, hestöfl óviðjafnanlega aksturseiginleika, ríkulegan staðalbúnað. mikil gC&ðÍ og einstaka hagkvœmni í rekstri. Verðið stenst allan samanburð 1.384.000,- Honda Civic 1.4 Si er búinn 90 hestafia 16 ventla vél með tölvustýrðri fjölinnsprautun. Upptak er 10.8 sek. í 100 km/klst meðan eyöslan við stööugan 90 hraöa er aðeins 5,4 lítrar á 100 km. Honda Civic fylgja rafdrifnar rúöur og speglar, þjófavöm, samlæsingar, vökva- og veltistýri, útvarp/segulband, sportinnrétting, samlitir stuðarar og spoiler, sem er með innbyggöu bremsuljósi, o.fl. Styrktarbitar eru í huröum. Lengd: 419*‘cm. Breidd: 169,5 cm. Hjólhaf: 262*“cm. Tveggja ára alhliða ábyrgð fylgir öllum nýjum Honda bifreiðum og þriggja ára ábyrgö er á lakki. Tökum aðra bíla uppl sem greiðslu og lánum restina til allt að fimm ára. *álfelgur eru aukabúnaður á mynd. **stærstur í sýnum flokki. ***mesta hjólhaf í millistærðarflokki. (Hl VATNAGARÐAR24 S: 568 9900
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.