Morgunblaðið - 25.05.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.05.1996, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 25. MAÍ 1996 MORGUNBLA.ÐIÐ FRETTIR GATT- tollur 100 krónur á hveija nelliku NELLIKUR hafa hækkað mjög í verði undanfarnar vikur eftir að verndartollur lagðist á þær síðast- liðin mánaðamót. Þetta kemur ekki sízt við buddu nýstúdenta, sem útskrifast hundruðum saman þessa dagana og bera margir hvíta nelliku í barminum. Að sögn Bjarna Finnssonar, eig- anda Blómavals, má flylja inn nellikur allt árið, samkvæmt GATT-samningnum. Sex mánuði ársins er innflutningurinn toll- frjáls, samkvæmt samkomulagi um innflutning landbúnaðarvara, sem gert var í tengsium við samn- inginn um Evrópskt efnahags- svæði. Á milli 1. mai og 1. desem- ber leggst hins vegar verndartoU- ur á nellikurnar. „Þegar tollfijálsa tímabilinu lýkur, þurfa menn að fara að borga 100 króna toll á hveija nel- liku. Þegar það bætist við inn- kaupsverð og flutningsgjald, er nellikan komin í 400-500 krónur," segir Bjarni. „Það má þvi segja að það sé skortur á nellikum á því verði, sem neytendur sætta sig við og því hefur dregið úr innflutn- ingi.“ Bjarni segir að blómasalar hefðu getað sótt um innflutningsk- vóta á lægri tollum til landbúnað- arráðuneytisins, en það hefði ekki verið gert fyrir kvótatímabilið 1. maitil l.júlí. Að sögn Bjarna er innlend framleiðsla á nellikum orðin lítil. Hann segir að þar sem blóma- bændur búi við samkeppni frá tollfijálsum innflutningi yfir vet- urinn samkvæmt EES-samningn- um, sé nánast ekkert framleitt á þeim tíma og menn nái ekki að vinna það upp yfir sumartímann. Ólafur Friðriksson í landbúnað- arráðuneytinu, ritari nefndar um inn- og úttflutning landbúnaðar- vara, segir að við ákvörðun um það hvort veita bæri innflutn- ingskvóta hafi verið hlustað á öll sjónarmið. Blómaframleiðendur hafi ekki verið hlynntir kvóta, enda búnir að búa við tollfijálsan innflutning í hálft ár. „Kaupmenn lögðu enga áherzlu á tollkvóta fyrir nellikurnar. Þess vegna sáum við ekki ástæðu til aðsetja reglugerð um slíkt,“ segir Ólafur. „Svo er annað mál hvaða hug- myndir menn hafa þegar næsta kvótatímabil hefst 1. júlí.“ Frumvarp til laga um breytingar á vörugjaldi af ökutækjum i I Jeppar lækka umalltað 400.000 kr. Núverandi vörugjaldsflokkar Fólksbifreiðar knúnar bensínhreyfli: éÉ&Zz nn^Fólksbifreiðar knúnar dísilhreyfli: Sprengirými vélar Vörugjald Sprengirými vélar Vörugjald 0-1.400 sm3 30% 0- 1.900 sm 3 30% 1.401 -2.000 sm3 40% 1.901 -2.500 sm3 40% 2.001 - 2.500sm3 60% 2.501-3.000 sm3 60% Yfir 2.500 sm3 75% Yfir 3.000 sm3 75% EFNAHAGS- og viðskiptanefnd Al- þingis flytur frumvarp til laga um breytingu á lögum um vörugjald af ökutækjum eftir helgi. í frumvarp- inu er gert ráð fyrir að gjaldflokkum verði fækkað úr fjórum í þijá og efsti flokkurinn, 75% vörugjald lækki í 65%. Dæmi eru um jeppa sem lækkaði um allt að 400 þúsund kr. í verði við þessa breytingu. í greinargerð með frumvarpinu segir að ætla megi að ríkissjóður verði af 50-100 milljóna kr. tekjum af breyt- ingunni verði það að lögum og sömu- leiðis er búist við lítils háttar lækkun á vísitölu framfærslukostnaðar. í forsendum fjárlaga er gert ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs af vörugjaldi á fólksbifreiðar verði 2,2 milljarðar kr. í ár. Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra kvaðst fullviss um að frum- varpið yrði að lögum um miðja næstu viku. Hann sagði að frumvarpið byggði á þeirri stefnu fjármálaráðu- neytisins að draga úr neyslustýringu í bílakaupum landsmanna. Helstu breytingamar sem verða á gjaldflokkum eru þær að bensínbílar með allt að 1.600 rúmsentimetra vélum bera 30% vörugjald en sam- kvæmt núverandi vömgjaldsflokk- um rúmast þar bílar með vélum allt að 1.400 rúmsentimetrum. í annan flokk falla bílar með vélum frá 1.601 rúmsentimetrum að 2.500 rúmsenti- metrum og bera þeir 40% vörugjald. Samkvæmt núverandi vörugjalds- flokki rúmast innan þessa flokks bílar með vélum frá 1.401 rúmsenti- metrum að 2.000 rúmsentimetrum. I þriðja flokk falla bílar með vélum yfir 2.500 rúmsentimetrum og bera þeir 65% vörugjald en samkvæmt núverandi vörugjaldsflokki bera þessif bílar 75% vörugjald. Sams- konar breytingar verða gerðar á vörugjaldsflokkum dísilbíla en þar er miðað við vélar frá 0-2.100 rúms- entimetrum, 2.101-3.000 rúmsenti- metrum og yfír 3.000 rúmsentimetr- um að rúmtaki. Verð á meðalstórri fólksbifreið, sem kostar nú nálægt 1,5-2 milljón- um kr., gæti lækkað um 6%, eða 100-125 þúsund kr. Verðfall á notuðum bílum Vörugjaldsfl. skv. frumvarpsdrögum Fðlksbifreiðar knúnar bensínhreyfli: Sprengirými véiar 0-1.600 sm3 1.601- 2.500 sm3 Yfir 2.500 sms Vörugjald 30% 40% 65% Fðlksbifreiðar knúnar dísilhreyfli: Sprengirými vélar 0 - 2.100 sm3 2.101-3.000 sm3 Yfir3.000sm3 Vörugjald 30% 40% 65% Júlíus Vífill Ingvarsson, fram- kvæmdastjóri Bílheima hf., segir að lög um þetta hefðu gríðarlega mikl- ar breytingar í för með sér, einkum varðandi dýrari jeppa. Hann kvaðst hins vegar sakna þess úr frumvarp- inu að ekki væri gert ráð fyrir lækk- un vörugjalds af atvinnubílum. Einn- ig væri að sínu mati óeðlilegt að miða þriðja gjaldflokk af dísilbílum við 3.000 rúmsentimetra vélar en ekki 3.500 rúmsentimetra þar sem dísilvélar væru í eðli sínu rúmtaks- frekari en bensínvélar. „Þetta mun einnig hafa mikil áhrif á markað notaðra bíla þar sem bú- ast má við verðfalli. Jeppar með 2,8 og 2,7 lítra dísilvélum og 2,4 lítra bensínvélum, svo dæmi sé tekið, sem falla niður um einn flokk, úr 60% vörugjaldi í 40%, lækka um rúmlega 11% í verði. Dæmi eru um að verð á jeppum muni lækka um allt að 400 þúsund krónur. Á sama hátt verður mikið verðfall á notuðum bílum sem bílaumboðin og bíleigendur um allt land eiga,“ sagði Júlíus Vífill. Júlíus Vífill sagði að hinn almenni fjölskyldubíll kæmi þó ekki til með að breytast neitt í verði eða lítið. Fjölskyldubílar með 1.600 rúmsenti- metra vélum lækkuðu um u.þ.b. 6% í verði. Algengur bíll í millistærðar- flokki sem kostar nú 1.200 þúsund kr. kostaði eftir breytingarnar 1.130 þúsund kr. Morgunblaðið/Ásdís NELLIKURNAR hafa þótt dýrar í vor. Ráðstefna um kvóta- kerfi haldin í Eyjum Stuðningsmenn Péturs Hafstein Komiinyjiskrifntofun I Horgurlóni 20 er opin 10:00 >2:1)0 iillu <lnya. Sílili: 'jHH hliHH MyridtmJii: vif i.’ím ALÞJÓÐLEG ráðstefna um kvóta- kerfi og félagsleg áhrif þess verður haldin í Rannsóknasetri Háskóla Is- lands og bæjaryfírvalda, í Vest- mannaeyjum í dag og á hvítasunnu- dag. Tuttugu og einn fyrirlesari víðs vegar að úr heiminum flytur erindi og segir Gísli Pálsson, prófessor í mannfræði og aðalskipuleggjandi ráð- stefnunnar, markmiðið að draga fram andstæð sjónarmið og kynna hvað mismunandi kvótakerfi ýmissa landa hefur í för með sér. Gísli á sæti í stjóm Sjávarútvegs- stofnunar HÍ, sem á frumkvæði að ráðstefnunni að hluta til, og hefur jafnframt unnið að rannsókn undan- farin ár á íslenska kvótakerfínu. Bein- ist hún aðallega að skiptingu aflak- vóta og breytingu þar á, meðal ann- ars samþjöppun, áhrif kerfísins á hugmyndir um fískni og deilur um viðskipti með kvóta og eignarrétt. Segist Gísli munu kynna niðurstöður rannsóknarinnar í fyrirlestri ásamt Agnari Helgasyni meðhöfundi sinum. Áhrif kvótakerfis á samfélag og menningu Alkvwthiyn'iðtln iiliin kjiitfuilllótfi't Iriiin hjá t.ý.iluniiiiiilUUttt tlitl lilinl nlll n '.krif:liifu littm kl, U) I ,’:l)0 oy 13:00 /5; 31). Alllll lllillllli uni ftmi'ltikiiiiiíiiytii'Hit) erit yfliiiir I<tfinii 55. i i,>o<). I i'éjúf Gísli hefur jafnframt unnið að al- þjóðlegri rannsókn í tengslum við Stokkhólmsháskóla og verið í sam- starfí við fræðimenn sem kannað hafa kvótakerfí annars staðar, svo sem á Nýja Sjálandi, í Bandaríkjun- um, Kanada, Skandinavíu og viðar. í rannsókninni er kvótakerfið ekki ein- vörðungu skoðað með tilliti til arðsemi og viðgangs stofna, heldur er sjónum beint að áhrifum þess á samfélag og menningu að auki. Þriðji íslendingurinn sem flytur fyrirlestur um helgina er Einar Ey- þórsson og mun hann kynna niður- stöðu um áhrif kvótakerfisins á sjáv- arpláss. Dagskrá ráðstefnunnar hefst í dag klukkan tiu og lýkur klukkan fimm. Á hvítasunnudag hefjast fyrirlestr- amir klukkan níu og verður ráðstefn- unni síðan slitið klukkan fímm. Morgunblaðið/Jón Svavarsson ÁSTÞÓR Magnússon tílkynnti forsetaframboð sitt á Hótel Valhöll á ÞingvöUum í gær. Með honum á myndinni er Harpa Karlsdóttir. Ástþór Magnússon tilkynnir um fram- boð til embættis forseta tslands Gert til að kynna stefnu Friðar 2000 ÁSTÞÓR Magnússon hefur ákveðið að gefa kost á sér til embættis for- seta íslands. Ákvörðunina tilkynnti hann á blaðamannafundi á Hótel Valhöll á Þingvöllum í gær. Ástþór sagði að megintilgangur framboðsins væri að kynna markmið og stefnu samtakanna Friður 2000. Ástþór sagði að íslendingar stæðu á tímamótum þar sem forsetakosn- ingar væru framundan. Þótt embætti forseta íslands væri ekki valdamikið væri ljóst að forseti íslenska lýðveldis- ins gæti fengið miklu áorkað ef rétt væri á haldið. Ástþór kvaðst að öllu leyti hafa fjármagnað kostnað við sitt framboð sjálfur með sölu á eignum sínum er- lendis. Hann sagði að aðrir frambjóðendur til embættis forseta íslands ætli að „þegja sig á Bessastaði", eins og hann orðaði það. „Kannski vegna þess að þeir hafa ekkert að segja og eru fullkomlega stefnu- og málefna- lausir. Kosningabærir landsmenn fá tækifæri 29. júní nk. til að kveða upp Rinn úrskurð um hvort forsetaemb- > I ættið á að falla með réttu í hendur þeirra vammlausu og stefnulausu eða hvort það er betur komið í farvegi skoðana og stefnufestu," sagði Ást- þór. „Eftir að hafa komið að luktum dyrum hjá mörgum háum embættum þessa lands, þegar ég reyndi að kynna stefnu og markmið Friðar 2000, gerð- ist ég djarfari í framsetningu og tengdi baráttu mína forsetakosning- unum undir kjörorðunum „Virkjum Bessastaði“. Ég leitaðist við að hafa áhrif á væntanlegan forseta, hver sem það verður, á þann hátt að friðarbar- áttan og málefni Friðar 2000 yrði eðlilegur hluti kosningabaráttunnar," sagði Ástþór. Hann sagði að ætla mætti að vald- höfum landsins lítist miður vel á að forseti landsins hafí sjálfstæðar skoð- anir, leggi undir dóm þjóðarinnar stærri málefni því slíkt telji þeir hugs- anlega geta storkað lýðræðinu í land- inu. „Raunar má segja að það sé skondið lýðræði þar sem ekki má leggja mikilvæg mál undir dóm fólks- ins,“ sagði Astþór. I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.