Morgunblaðið - 25.05.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.05.1996, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 25. MAÍ 1996 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Messur AKURERYARKIRKJA: Há- tíðarguðsþjónusta kl. 11 á hvítasunnudag. Kór Akur- eyrarkirkju syngur undir stjóm Björns Steinars Sól- bergssonar. Þeir sem fagna fermingarafmæli eru sérstak- lega boðnir velkomnin. Guðs- þjónusta á FSA kl. 14, einnig á sama tíma í Seli og kl. 16 er messa í Hlíð. GLERÁRKIRKJA: Há- tíðarmessa verður í kirkjunni hvítasunnudag kl. 11. Ath. breyttan messutíma. HJÁLPRÆÐISHERINN: Hermannasamkoma á morg- un kl. 17, bænastund kl. 19.30 og samkoma kl. 20. Majorarn- ir Junid og Knut Gamst ásamt fleirum taka þátt. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Hátíðarsamkoma á morgun, ræðumaður Mike Beltamy, forstöðumaður Winyard- kirkjunnar á Keflavíkurvelli. Lofgjörðarsveit kirkjunnar syngur ásamt einsöngvurum, kaffiveitingar að lokinni sam- komu. Afmælistónleikar verða annan hvítasunnudag kl. 15, tónlistarfólk kirkjunn- ar, kór, kvartett, tríó og ein- söngvarar sjá um tónlistar- veislu. Biblíulestur á miðviku- dag og bæn og lofgjörð á föstudag. KAÞOLSKA KIRKJAN: Messa í dag, laugardag, kl. 18 og á morgun, sunnudag, kl. 11. Jónas leik- ur á píanó JÓNAS Ingimundarson heldur píanótónleika í Safnaðarheim- ili Akureyrarkirkju næstkom- andi þriðjudagskvöld, 28. maí, kl. 20.30. Á efnisskránni eru verk eft- ir þijá meistara, Mozart, Beet- hovern og Chopin. Fantasíu og Rondó eftir Mozart, sónötu í f-mo!I op. 57 eftir Beethoven og eftir hlé flytur Jónas sjö Polonesur eftir Chopin. Um þessar mundir eru 30 ár liðin frá því Jónas Ingi- mundarson lét fyrst í sér heyra á tónleikum og minnist hann þeirra tímamóta með þessum hætti. Kór Akureyrar- kirkju Vortónleikar KÓR Akureyrarkirkju undir stjórn Björns Steinars Sól- bergssonar heldur árlega vor- tónleika sína í kirkjunni á hvítasunnudag kl. 17. Flutt verður blanda af íslenskri og erlendri tónlist, en öll verkin verða sungin án undirleiks. Kórinn flytur sömu efnisskrá í Langholtskirkju miðviku- dagskvöldið 19. júní næstkom- andi. Kórinn er á leið í tónleika- ferðalag til Kanada í júní og er efnisská tónleikanna á morgun að uppistöðu sú sama og flutt verður vestra. Áhersla er lögð á kirkjutónlist, íslensk ættjarðarlög og íslensk þjóð- lög. Upplestur á Karólínu LJÓÐAUPPLESTUR verður á Kaffi Karólínu í kvöld, laugar- dagskvöldið 25. maí og hefst kl. 21. Jónas Þorbjarnarson les upp úr bók sem væntanleg er með haustinu og Álfheiður Hanna F'riðriksdóttir les úr nýútko- minni bók, Spegill undir ljögur augu, eftir móður sína, Jó- hönnu Sveinsdóttur sem lést af slysförum á síðasta ári. lættum tónlistaratriðum verð- ur fléttað inn í lesturinn. Málverk í Deiglunni ERLINGUR Jón Valgarðsson opnar málverkasýningu í Deiglunni, Kaupvangsstræti í dag, laugardag kl. 16. Sýning- in stendur yfir í níu daga og er opin daglega frá kl. 14 til 18. Bygging þriðju hæðar ofan á Hótel Norðurland án lyftu Kæra Sjálfsbjargar enn óaf- greidd í umhverfisráðuneyti Glerárgötu 28 - Akureyri Áskriftarsími 462 4966 JÓN Ragnarsson eigandi Hótels Norðurlands telur vinnubrögð umhverfisráðuneytis við afgreiðslu á kæru Sjálfsbjargar vegna fyrir- hugaðrar byggingar þriðju hæðar við hótelið forkastanleg. Sjálfs- björg kærði málið síðasta haust, þar sem lyfta var ekki í húsinu, en það hefur ekki verið afgreitt frá ráðuneytinu. Byggja átti hæð- ina í vetur og var búið að bóka í herbergin nú í sumar. Aðstæður bjóða upp á stækkun Jón keypti hótelið fyrir tveimur og hálfu ári og hefur rekstur þess gengið vel þann tíma. Á hótelinu eru 28 herbergi, en Jón sagði að menn hefðu séð ákveðna hagræð- ingu í því að fjölga herbergjum og allar aðstæður byðu upp á stækkun þess með því að byggja eina hæð ofan á það og fjölga herbergjum um 11, þannig að þau yrðu alls 39. Yrði það skilyrði sett að lyfta þyrfti að vera í húsinu sagði Jón fjárhagslegan grundvöll sta kkunar brostinn. Auk þess að hækka kostnað við bygginguna um eina milljón króna á herbergi yrði að taka þrjú herbergi undir lyftuna sem gerði að verkum að alls ekki borgaði sig að leggja út í framkvæmdir. Bygginganefnd Akureyrarbæj- ar og bæjarstjórn samþykktu á liðnu hausti byggingu hæðarinnar án þess að lyfta yrði sett í húsið. Eigendur hótelsins létu þá teikna viðbótarbyggingu og sömdu við verktaka um smíðina. Sjálfsbjörg, félag fatlaðra kærði málið til um- hverfisráðuneytis síðla árs og sagðist Jón hafa gert mönnum í ráðuneytinu grein fyrir því að brýnt væri að fá úrskurð þess hið fyrsta. Yrði ekki fallist á bygging- una án lyftu hefði hann hug á að snúa sér að öðrum verkefnum. „Ég óskaði eftir því að afgreiðslu máls- ins yrði hraðað, en það hefur ver- ið teygt í allan vetur og fram á vor og ekki verið afgreitt enn, þetta eru að mínu mati forkastan- leg vinnubrögð,“ sagði Jón. Hann sagðist vissulega hafa samúð með sjónarm- iðum Sjálfsbjargar, það væri slæmt að aðgengi fatlaðara væri ekki betra. Húsið hefði verið byggt á þeim tíma þegar ekki var tekið mið af aðgengi fyrir fatlaða sérstaklega og þó svo að byggð væri hæð ofan á hótelið nú væri ekki um að ræða skref aftur á bak hvað varðar aðgengi fatlaðra um hús- ið. Hann hefði beðið um álit sérfræðinga, sem voru á einu máli um að ekki væri hægt að bæta að- gengi fatlaðra um húsið nema með ærnum til- kostnaði sem kippti grundvelli undan rekstri hótelsins. Jón sagði að tafir á framkvæmdum þar sem úrskurð ráðuneytis vantar hefðu valdið mikilum vandræðum og álitshnekki, en bókað var í her- bergin á þeim tíma sem menn töldu að leyfi hefði fengist fyrir byggingunni. Morgunblaðið/Kristján LINDA Björk með dóttur sinni Þórunni Björk, en þær sluppu með skrekkinn þegar hliðið féll ofan á höfuð systur Lindu. Fellihlið lenti á höfði unglingsstúlku Laus úr gæslu- varðhaldi ÁBÚANDI á bæ í Öxnadal sem setið hefur í gæsluvarðhaldi undanfarið vegna láts konu heima á bæ hans var látinn laus á fimmtu- dagskvöld, en gæsluvarðhaldsúr- skurður rann út í gær. Gæsluvarðhald tvívegis framlengt Bóndinn kallaði til lækni og sjúkrabifreið að bæ sínum laugar- dagskvöldið 27. apríl síðastliðinn en systir hans sem var gestkom- andi hjá honum var þá látin. Að- stæður á vettvangi þóttu benda til að dauða hennar hefði ekki borið að með eðlilegum hætti og var maðurinn úrskurðaður í gæslu- varðhald meðan á rannsókn máls- ins stóð. Það hefur tvívegis verið framlengt í Héraðsdómi Norður- lands eystra. Niðurstaða réttarkrufningar liggur fyrir en ekki þykir fyllilega ljóst hver dánarorsök var. Talið er að nokkrir samverkandi þættir hafi leitt til dauða konunnar, m.a. fundust á henni áverkar en einnig er bent á að hún hafi verið astma- sjúklingur. Rannsókn málsins er að ljúka og verður það sent ríkissaksóknara fljótlega eftir helgina, en hann tek- ur ákvörðun um framhald þess, hvort ákært verður í málinu eða ekki. UNGLINGSSTÚLKA slasaðist á höfði þegar hún varð undir fjar- stýrðu fellihliði sem var að lokast og lenti á höfði hennar um miðjan dag í gær. Stúlkan var flutt með sjúkrabifreið á slysadeild FSA en fékk að fara heim að lokinni að- hlynningu. Fellihliðið er í sundinu á milli Skipagötu 14 og 16 og þar er mik- il umferð gangandi fólks. Stúlkan gekk undir hliðið á eftir bifreið sem þar fór í gegn en hliðið fellur sjálf- krafa niður þegar ekið er út úr stæðinu, en því er fjarstýrt þegar ekið er inn á bílastæðið. Systir stúlkunnar, Linda Björk Sævarsdóttir, var með henni þegar slysið varð, ásamt dóttur sinni, Þórunni Björk Steingrímsdóttur. Lindu Björk var að vonum brugðið en hún sagði að systir sín hafi ver- ið með rænu þegar sjúkrabíllinn fór með hana en átt erfitt með gang. Margir telja þetta fellihlið mikla slysagiídru og í að minnsta kosti tvígang áður hafa orðið svipuð slys, eftir því sem Morgunblaðið kemst næst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.