Morgunblaðið - 25.05.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.05.1996, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 25. MAÍ 1996 GREINARGERÐ MORGUNBLAÐIÐ Hvers vegna þjóðkjörinn forseta? Það var fróðlegt fyrir mig sem forsetaframbjóðanda óháðan stjórn- málaflokkum að lesa greinargerð stjómmálamanns um forsetaemb- ættið í Morgunblaðinu á miðviku- daginn. Hann varpar fram ýmsum spurningum um eðli embættisins og særir okkur frambjóðendur að koma úr felum og gera þjóðinni grein fyr- ir því hvernig við lítum embættið. Ég þakka Jóni Baldvini áskorunina og er sammáia honum um að spurn- ingar hans eru þarfar, þótt þær taki ekki á öllum þáttum embættisins, og gangi reyndar fram hjá þáttum sem ég tel hafa grundvallarþýðingu. Ekki þarf ég að koma úr felum til að svara spumingum hans, því ég hef rætt þær flestar við kjósendur á tugum funda um allt land svo vikum skiptir. En fundir með kjós- endum ná ekki nema eyrum fárra og það er full þörf á því að skýra á miklu breiðari vettvangi línur for- setaembættisins og gera grein fyrir því hvernig maður sjálfur hyggst rækja starf forseta ef af verður. „Táknræn virðingarstaða“ Hingað til hafa lögspekingar og stjórnmálamenn einkum orðið til að fjalla um og skilgreina embætti for- seta íslands. Hvorir tveggja hafa einkum fjallað um völd, valdheimild- ir og valdatakmörk embættisins. Niðurstaða þeirra er gjaman sú, að valdaheimildir embættisins séu svo naumt skammtaðar í stjómar- skránni, að engin ástæða sé til þjóð- kjörs forseta - og jafnvel úlátalaust að leggja embættið niður. Starf for- seta megi sem best fela til dæmis forseta Alþingis, forsætisráðherran- um, eða einhveijum embættismanni öðnim sem Alþingi kjósi. í því felist óleysanleg þverstæða að forseti sé sameiningartákn þjóð- arinnar en hafi þó heimild til að setja sig upp á móti meirihluta Al- þingis og ríkisstjórn með því að synja lögum staðfestingar og skjóta þeim í dóm þjóðarinnar. Afleiðingin geti orðið stjórnarkreppa eða jafnvel stjórnarfarskreppa. Eg nálgast for- setaembættið með allt öðrum hætti. Víst er það „táknræn virðing- arstaða", en það gerir embættið ekki ómerkara en vel skilgreindar valdastöður í þjóðfélaginu. Þvert á móti. Embættið er hvorki byggt á rökum lögspeki eða stjómmála. Kjarni þess er af öðmm toga, hann er spunninn af sameiningarvilja þjóðarinnar. Allt vald liggur hjá þjóðinni. Hér ríkir þingræði. Þjóðin framselur lög- gjafarvaldið til fulltrúa sinna á Al- þingi. Meirihluti þings velur þjóðinni ríkisstjóm, framkvæmdavaldið. Við hlið þessara stofnana velur þjóðin sér forseta, eina þjóðkjörna fulltrúa sinn. Hann kemur fram fyrir hönd þjóðarinnar. Hann er stöðug áminn- ing til þingsins um að það hefur ekki alræðisvald. An undirskriftar hans öðlast lög ekki endanlegt gildi. Sú undirskrift er ekki innihaldslaus, sjálfvirk stimplun, heldur hefur hún djúpa táknræna merkingu. Undir- skrift hans merkir að hann fyrir hönd þjóðarinnar hefur staðfest að formlega hefur verið rétt frá lögg- jöfmni gengið innan ramma þeirra valdheimilda, sem þingið hefur frá þjóðinni til lagasetningar. Synjunarvald forseta Synjunarvald forsetans er af sömu rót mnnið. Það er fyrst og fremst áminning til þingsins um að það hefur vald sitt frá þjóðinni. Samkvæmt 26. grein stjómarskrár- innar getur forseti synjað staðfest- ingar á lögum og skal þeim þá skot- ið undir dóm þjóðarinnar. Hér er um algert neyðarákvæði að ræða, sem aldrei hefur verið beitt í sögu Morfflinblaðið birtir hér í heild greinarfferð frá Guðrúnu Pétursdóttur, frambjóðanda við forsetakosningar í júní, vegna grein- argerðar þeirrar sem blaðið birti frá Jóni Baldvini Hannibalssyni sl. miðvikudag. lýðveldisins. Vonandi skerst heldur aldrei svo í odda með þingi og þjóð að forseti finni sig knúinn til að láta á þetta ákvæði reyna. í sam- ræðum mínum við fólk um allt land hef ég þó fundið skýrt að sá skiln- ingur er ríkjandi manna á meðal að ákvæðið yrði virkt ef til þess kæmi að verja þyrfti lýðræðið fyrir þingræði, sem ekki þekkti mörk valds síns. í Rómarrétti er þetta orðað eitthvað á þá leið, að víst gæti varðmennirnir lýðsins, en hver gæti varðmannanna? í þessu tilfelli er svarið: Forsetinn. í augum fólks er ákvæðið neyðarhemill, sem hveiju lýðræðisríki er hollt að eiga en allir vona að aldrei þurfi að grípa til. Ákvæði 26. greinar stjómar- skrárinnar er því ekki marklaust, heldur hefur það fyrst og fremst táknræna merkingu og gæðir emb- ætti forseta siðferðilegri alvöra sem það ella hefði ekki. Þjóðaratkvæði í frumvarpi til laga um stjórnar- skrárbreytingar, sem lagt var fram árið 1983, er lagt til að 26. grein stjómarskrárinnar, sem fjallar um synjunarvald forseta, verði breytt á þann veg að forseti geti leitað álits Verði ég forseti verða afskipti embættisins af utanríkismálum byggð á þeirri stefnu og hefð- um, sem skapast hafa. þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu áður en hann tekur ákvörðun um staðfestingu laga. Með þessu móti yrði komist hjá því að forseti gengi einn mót vilja meirihluta þingsins og léti síðan reyna á vilja þjóðarinn- ar. Þannig mætti forðast þá stjórn- arkreppu eða stjórnarfarskreppu sem 26. greinin gæti haft í för með sér í núverandi mynd. Samkvæmt breytingartillögunni kannaði forseti vilja þjóðarinnar fyrst. Ef hún styddi frumvarpið væri forseta skylt að staðfesta lögin, ef hún kysi á móti framvarpinu hefði forseti, að sögn, fijálsar hendur. Formlega kann það að vera svo, en mér þætti fróðlegt að fylgjast með þeim forseta sem staðfesti Iög eftir að þjóðin hefði kosið gegn þeim í þjóðaratkvæði. Hendur forseta væra í reynd bundn- ar í báðum tilvikum. Hans hlutverk væri orðið það að ákveða hvort þjóð- aratkvæðagreiðsla ætti að fara fram eða ekki. Hér er því ekki um tákn- rænt synjunarvald forseta að ræða, heldur mál sem er í eðli sínu óskylt því. Þjóðaratkvæði er leið til að skjóta ágreiningsmálum beint til þjóðar- innar, t.d. ef ákveðinn fjoldi kjós- enda krefst þess. Það má gera með góðum fyrirvara og vönduðum und- irbúningi, eins og gert var til dæm- is á Norðurlöndum varðandi aðild þeirra að Evrópusambandinu. Ég er fylgjandi því að um þjóðarat- kvæði verði settar almennar reglur, eins og tíðkast hjá ýmsum þjóðum. En ég sé ekki hveiju forsetaembætt- ið yrði bættara með því að fela því ákvörðunarrétt um það hvort efna skyldi til þjóðaratkvæðagreiðslu eða ekki. Það yrði ávísun á eilífan ófrið um forsetaembættið og eðlilegra að hafa almennar reglur um þjóðarat- kvæði í stjórnskipuninni. Sameiningartákn Það liggur í eðli stjómmála að þau eru sundurvirk, stjómmála- menn skerpa andstæður milli síns málstaðar og annarra, - um þá stendur styrr. íslendingar eins og aðrar þjóðir finna hjá sér þörf fyrir afl sem sameinar, leggur áherslu á það sem þjóðin á sameiginlegt þrátt fyrir innri ágreining um leiðir og markmið. Tungumál, saga, menn- ingararfur, sjáifstæði, þjóðemi í víð- tækum skilningi þess orðs og okkar sameiginlegu hagsmunir eru það sem sameinar okkur, gerir okkur að einni þjóð. Forseti íslands er sameiningartákn. Hann er það vegna þess að hann er einn af okk- ur, jafningi hafmn til forystu, þjóð- kjörinn fulltrúi. Hann er hluti af valdinu í þeim skilningi að hann gefur gerðum Alþingis og fram- kvæmdavaldsins lögmæti með und- irskrift sinni, eins og ég gat um áðan. En jafnframt er hann til hlið- ar við valdið og yfír það hafinn. Hann lætur ráðherra framkvæma vald sitt og ber ekki ábyrgð á stjóm- arathöfnum. Með þeim hætti er hann laus við pólitískan ágreining, hafinn yfir flokkadrætti, dægurþras og ríg stjórnmálanna. Þetta er nauðsynlegt, því eitt meginhlutverk forsetans er að efla samkennd þjóðarinnar og laða fram jákvæðar eigindir hennar. Þetta hafa forsetar lýðveldisins gert í ræðu og riti og með tíðum heim- sóknum um landið allt. Forseti Al- þingis eða forsætisráðherra - póli- tískir embættismenn - gætu ekki rækt þetta hlutverk með sama hætti, því til þess eru þeir of tengd- ir umdeildum hópum. Forsetinn er einnig sameiningartákn íslenskrar þjóðar í augum umheimsins. Hann mætir þar þjóðhöfðingjum annarra þjóða sem jafningi, sem þjóðkjörinn fulltrúi sjálfstæðrar menningarþjóð- ar. Enn ber að sama brunni: For- seti þings, forsætisráðherra eða for- seti Hæstaréttar hafa ekki sama trúverðugleika sem fulltrúar sinnar þjóðar og þjóðkjörinn forseti hefur. Sameiningarafl Jón Baldvin bendir á, að þrátt fyrir þá niðurstöðu að forsetinn sé valdalaus, sé hann ekki áhrifalaus. Samkvæmt mínum skilningi á for- setaembættinu er valdaleysið ein- mitt forsenda fyrir áhrifamættinum. Forsetinn þvingar ekki, - hann lað- ar. Forsetinn sækir umboð sitt beint til þjóðarinnar. Aðrir valdamenn þjóðfélagsins era einatt ofurseldir því að þurfa að semja um málamiðl- anir í leiktafli pólitískra valdab- lokka. Umboð þjóðarinnar gæðir embætti forseta eigindum hlutlægni og siðferðilegrar alvöru, sem engin önnur staða hefur með þessari þjóð. Forsetinn er engum hagsmunum eða stjómmálaöflum háður. Það ljær honum trúverðugleika þegar hann talar við þjóð sína, vekur menn til umhugsunar, slær tóninn í umræðu, bregður upp spegli svo þjóðin megi horfast í augu við sjálfa sig. Jón Baldvin tekur dæmi af þremur er- lendum forsetum sem hafa hafið valdalítil embætti sín til vegs með þessum hætti, þá Weizsácker, for- seta Þýskalands, Havel, forseta Tékklands, og Meri, forseta Eist- lands. Allir hafa þeir vakið menn til alvarlegrar umhugsunar og um- ræðu, stundum við litla hrifningu valdhafa. Jón Baldvin spyr hvort þau.mál sem forseti tekur upp með þessum hætti verði ekki að vera óumdeild. Ég tel að forseti eigi ekki að taka afstöðu í pólitískum deilu- málum sem stjórnmálamönnum er ætlað að leiða til lykta. Hann getur tekið afstöðu til mála af hærri sjón- arhóli en þeir sem takast á í dægur- þrasi og hagsmunatogstreitu. For- seti getur úr ræðustóli eða í rituðu máli vandað um við þjóð sína eða yfirvöld hennar, gripið á meinum og vísað öðrum veginn á forsendum siðferðislegs gildismats. Samrýmist slíkt hlutverk kenningunni um sam- eingartáknið? spyr Jón Baldvin. Já. Ég sé ekkert því til fyrirstöðu. Auð- vitað verður forseti að gæta fyllstu háttvísi í málflutningi sínum og gæta þess jafnframt að fara ekki inn á valdsvið löggjafans eða fram- kvæmdavaldsins. En forsetinn getur með yfirveguðum skoðunum hvatt löggjafar- og framkvæmdavaldið til dáða, enda er hann samkvæmt stjómarskránni hluti þess um leið og hann er giöggt aðgreindur frá því. Auðvitað gerir hann það best í fullri samvinnu við þessar stofnanir þjóðfélagsins, - ekki í stríði við þær. Forsetinn talar sem sá jafningi Ég hef efasemdir um réttmæti utanþings- stjórna og tel að þær samrýmist illa stjórn- skipun þingræðisríkis. sem þjóðin hefur valið til forystu. Það er einmitt valdaléysið, sem ég tel höfuðprýði forsetaembættisins, sem Ijær embættinu trúverðugleika og áhrifavald. Stjórnarmyndunarvald forseta Oft er um það rætt að stjórnmála- reynsla* sé þýðingarmikil fyrir for- seta vegna atbeina hans að stjórnar- myndunum. Hvetjum fela ber um- boð til stjórnarmyndunar liggur nær alltaf Ijóst fyrir að kosningum lokn- um og valdið til stjórnarmyndunar er í höndum formanna þeirra flokka sem semja um samsteypustjórnir. Hér hafa reglur um stjórnarmyndun verið í nokkuð föstum skorðum hefðar. Út af því gæti þó brugðið ef á forsetastóli sæti maður með sterkar skoðanir á stjómmálum, sem hefði meðvitað eða ómeðvitað tilhneigingu til að draga taum póíití- skra samheija sinna. Ég hef efasemdir um réttmæti utanþingsstjórna og tel að þær samrýmist illa stjórnskipun þing- ræðisríkis. Hér á landi hefur lítið reynt á myndun minnihlutastjórna, sem tíðkast oft í mörgum Evrópu- löndum. Það hlýtur að vera hlut- verk þingsins að koma saman starf- hæfri stjórn, sem hefur annaðhvort meirihluta eð_a minnihluta þingsins að baki sér. Á það verður að reyna í lengstu lög. Aðeins ef þingið reyn- ist ekki fært um að mynda starf- hæfa stjórn getur forseti gripið til þess neyðarúrræðis að mynda utan- þingsstjórn. Bráðabirgðalög Um útgáfu bráðabirgðalaga hafa verið talsverðar deilur. Við nýlega endurskoðun stjórnarskrárinnar var réttur til setningar bráðabirgðalaga takmarkaður en ekki afnuminn með öllu. Bráðabirgðalög má þó því að- eins setja, að „brýnir almannahags- munir“ séu í húfi. Rök hníga til þess að við nútímasamgöngur hljóti alltaf að vera hægt að kalla saman þing til aðkallandi iöggjafarstarfa með stuttum fyrirvara. Yrði ég for- seti myndi ég ganga ríkt eftir því að tilefni lagasetningarinnar væri svo brýnt að ekki gæfist ráðrúm til að kalla Alþingi saman. Hér gætir forseti þess að hlutur Alþingis að lagasetningu sé ekki fyrir borð bor- inn. Forsetinn og erlend samskipti Jón Baldvin spyr hvert sé hið sérstaka hlutverk forsetans varð- andi erlend samskipti? Hann bendir á að forsetinn fari í opinberar heim- sóknir í boði annarra þjóðhöfðingja. Forsetinn hafi mikil samskipti við pólitíska valdhafa annarra þjóða bæði hér heima og erlendis. Svo merkilegt sem það er fullyrðir Jón Baldvin að þeirri spurningu hafi aldrei verið svarað á hálfrar aldar ferli lýðveldisins, hvort forsetinn eigi að tala máli ríkisstjórnarinnar í þessum erlendu samskiptum eða ekki. Síðan spyr hann: „Getur for- setinn fylgt allt annarri stefnu en sitjandi ríkisstjórn og þingmeiri- hluti?“ Sá forsetaframbjóðandi sem hér heldur á penna getur svarað því skýrt og afdráttarlaust, að sam- kvæmt þeim skilningi á forsetaemb- ættinu, sem hann hefur lýst hér að framan, er óhugsandi að forsetinn fylgi fram allt annarri utanríkis- stefnu en ríkisstjórn og þingmeiri- hluti. Forsetinn hefur hins vegar ekki framkvæði að stefnumótun utanríkismála. Hann hlýtur þó, eðlis starfsins vegna, að vinna að utanrík- ismálum í samvinnu við forsætisráð- herra og utanríkisráðherra og nýta til hagsbóta fyrir land og þjóð þau sambönd sem starfið skapar honum og þá velvild sem hann hefur áunn- ið sér með framkomu sinni á al- þjóðavettvangi. í þessu sambandi bendir Jón Baldvin á að í sumum ríkjum sé það skylda forseta að fylgja yfirlýstri stefnu sitjandi ríkisstjórnar og tala máli hennar í samskiptum við er- lenda aðila. Sums staðar sé svo langt gengið að ræður forsetans séu samdar í forsætis- eða utanrík- isráðuneytinu, eins og tíðkast um ræður konungborinna þjóðhöfð- ingja. Slíkur forseti er efalítið óska- draumur stjórnmálamanna allra landa. En hér er á ferðinni grund- vallarmisskilningur á eðli íslenska forsetaembættisins. Með þjóðkjöri forseta verður staða hans öll önnur en konungborinna þjóðhöfðingja. Á forseta Íslands verður engin kvöð lögð um þátttöku í utanríkis- stefnunni og fráleitt að ræður hans séu samdar í skrifstofum fram- kvæmdavaldsins. Forseti íslands er ekki undirtylla í ráðuneytum forsæt- is- eða utanríkisráðherra. Hann er þeim jafnrétthár aðili og vinnur þannig með þeim að utanríkismál- um. Hann vinnur aldrei gegn þeim. En sé hann ósammála hefur hann rétt til þagnar og aðgerðaleysis. Slíkur forseti hlyti hins vegar að nýtast íslenska lýðveldinu illa í er- lendum samskiptum. Verði ég for- seti verða afskipti embættisins af utanríkismálum byggð á þeirri stefnu og hefðum, sem skapast hafa á lýðveldistímanum. Við íslendingar þekkjum það, að í hafinu er lífvænlegast þar sem kaldir straumar mæta heitum. Þar þyrlast næringarefnin upp, þar kviknar lífið. Efnaleg afkoma okkar byggist á straumamótum hér við land. Á sama hátt kviknar líf í menn- ingunni þar sem straumar mætast, - og það höfum við íslendingar kunnað að nýta. Við höfum verið áræðin við að leita út, sækja okkur þekkingu og reynslu út um allan heim. Verði ég forseti mun ég hvetja og styrkja Islendinga til áræðis og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.