Morgunblaðið - 25.05.1996, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 25.05.1996, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. MAÍ1996 41- AÐSENDAR GREINAR > , Sóknarfæri í málmiðnaði MITSUBISHI ELECTRIC 4 I 4 Örn Friðriksson ÍSLENSKUR málmiðnaður er nú í vexti eftir mikinn sam- drátt síðustu ára sem leiddi til þess að um 500 starfsmenn í málm- og skipaiðnaði misstu vinnuna. Þeirri öfugþróun var snúið við þegar Sighvatur Björgvinsson fyrrver- andi iðnaðarráðherra tók upp samstarf m.a. við Samiðn, samband iðnfélaga um „Sókn í stað samdráttar". Með tiltölulega litlu fjármagni, 40 milljón- um og öðrum stjóm- valdsaðgerðum sem bættu stöðu greinarinnar í ójafnri samkeppni við erlendar niðurgreiðslur og kja- rasamningum sem tóku mið af stöðu atvinnugreinanna, tókst að snúa vörn í sókn. Aðgerðimar skil- uðu auknum verkefnum í skipaiðn- aði, og önnur fyrirtæki, t.d. vél- smiðjur, þróuðu og smíðuðu tækni- búnað í tengslum við verkefnin. Að ávaxta sitt pund Heildarveltan í málmsmíðum og skipaiðnaði hefur aukist um 27% frá 1993 eða um ca. 3 milljarða og var 15,6 milljarðar á síðasta ári. Miðað við að einungis þriðjung- ur af veltuaukningu sé til kominn vegna jöfnunaraðgerða, þ.e. að verkefni vom framkvæmd innan iands í stað erlendis, hafa aðgerð- irnar skilað ríkissjóði um 220 millj- ónum í beinar tekjur og sparnaður í atvinnuleysisbótum er um 160 milljónir. Ríkissjóður hefur því ávaxtað vel sitt pund og fengið margfalt meiri tekjur en sem nam framlagi til jöfnunaraðgerða. Nú þegar málm- og skipaiðnað- urinn hefur sannað getu sína við jafnari samkeppnisskilyrði bregður svo við að ríkisstjórnin hefur ákveð- ið að hætta jöfnunaraðgerðum og framlengja ekki sína góðu ávöxtun. Bitur reynsla kennir að í framtíð- inni mun þetta leiða til þess að æ fleiri verkefni fara úr landi. Það verður samdráttur og atvinnubrest- ur í greininni og þjóðin mun tapa verulegum fjármunum til annarra landa. Nýtum færin til framfara Með því að halda almennum skipaiðnaðarverkefnum í landinu aukum við einnig verkefni í öðrum atvinnugreinum, því oftast er við- gerðarstoppið notað til að vinna að öðrum verkefnum. Sú einstaka nálægð sem enn er milli útgerðar, sjómanna og starfsmanna fyrir- tækja t.d. í málmiðnaði og neta- gerð og getur orðið í enn ríkara mæli uppspretta tækniþróunar sem skilar sér í nýjungum í veiðarfærum og þró- un tækjabúnaðar við meðferð og vinnslu afla. Tækniþekking og lausnir sem verða til í slíku samstarfí skila sér svo inn í fleiri greinar atvinnulífsins. Þannig eru vöxtur og tækniþróun í mörg- um atvinnugreinum tengd því að íslenskur skipaiðnaður búi við jafna samkeppnisstöðu og að verkefnin séu unnin hér heima. Framundan eru fjöl- mörg færi til að þróa öflugan iðnað sem tengir saman endumýjun og þjónustu við fiski- skipaflotann, framleiðslu tækja- búnaðar við fiskveiðar og vinnslu ásamt þróun og smíði hátæknibún- aðar til matvælaframleiðslu þar sem m.a. tölvutæknin leggur grunn að tækninýjungum. Fiskiskip framtíðarinnar Á næstu ámm þarf að endumýja íslenska fiskiskipaflotann. Ekki síst nótaskip og línubáta vegna þess að þau em komin á aldur og búnaður úreltur. Sem dæmi má nefna að örfá íslensk loðnuskip era búin sjó- kælingu sem skilar betra hráefni og hærra afurðaverði. Stærsti kostnaðurinn við uppbyggingu flot- ans er ekki nýr og stærri skip- skrokkur heldur allur sá tækjabún- aður sem til þarf við veiðar. Fiski- skip framtíðarinnar verður hlaðið nýjum tæknibúnaði fyrir öflugri veiðarfæri, betri meðferð og úr- vinnslu afla og tryggir betur öryggi og vinnuaðstöðu fyrir sjómenn. Þrándur í Götu endumýjunar fiskiskipaflotans er lagaákvæði þess efnis að ekki megi stækka skip sem hefur aflaheimildir nema kaupa úreldingu á móti stækkun. í aflamarkskerfi er þessi regla ein- göngu til skaða því kvóti viðkom- andi útgerðar stækkar ekkert þó skipi sé breytt eða stækkað. ísland, þjónustumiðstöð í Atlantshafi? Erlend fiskiskip veiða í auknum mæli á úthafinu og í „Smugum" annarra landa á sama hátt og ís- lenskar útgerðir stefna hluta flot- ans á fjarlægar veiðislóðir. Ný veiðisvæði finnast og veiðitækni byggð á reynslu þróast. Erlendu skipin leita oft eftir því að landa afla og fá þjónustu í því landi sem næst er veiðisvæðinu. Sala veiðar- færa og tækjabúnaðar, viðgerðir, löndun og vinnsla afla úr erlendum fiskiskipum skilaði 4 milljörðum í þjóðarbúið 1994. Hins vegar fá þau erlendu skip 4 4 4 tasuima Borðapantanir S. 567 202cT ; I'ax. 587 2337 , Opið um hvítasunnuna: 26. maí hvítasunnudag: Kaffihlaðborð U1. 14-18 1 Illadorðkl. 18.30-21.30 27. maí mánuciag, annan í hvítasunnu, Kaffihlaðborð Ul. 14-18 4 4 4 -1 Við höfum stórkostleg tækifæri í iðnaði, segir •• Om Friðriksson, en verðum að gæta þess að missa ekki fjár- magnið og verkþekk- inguna úr landi. sem veiða úr sameiginlegum stofn- um utan lögsögu, sem ekki hefur verið samið um, ekki heimild til að landa hér nema með sérstakri und- anþágu. Þau koma því ekki með afla að landi eða sækja þjónustu í íslenskar hafnir og við missum tekj- ur sem líklega nema nokkur hundr- uð milljónum á ári. Nýtum sóknarfærin Framundan er verkefni fyrir marga milljarða á næstu ámm og varanleg atvinna fyrir hundruð málm- og rafiðnaðarmanna, tölvu- og tæknimanna, verkamanna, verkfræðinga og skrifstofumanna. Við höfum stórkostleg tækifæri til að byggja upp öflug fyrirtæki í iðnaði, auka tækniþekkingu, efla atvinnu og bæta lífslqör.. Spumingin er aðeins hvort fjár- magnið og vinnan fara úr landi og verkþekking glatist eða að við nýt- um færin til að efla íslenskt at- vinnulíf. Á öllum þessum sviðum erum við í harðri samkeppni við erlenda aðila og það er ekkert laun- ungarmál að þeir njóta ríkrar að- stoðar í ýmsu formi. Stjórnvöldum ber að sinna þeirri skyldu sinni að skapa íslenskum iðngreinum jafn- ræði í erlendri samkeppni og til að nýta þau sóknarfæri sem við höfum þarf strax að: Tryggja jafna samkeppnisstöðu í skipaiðnaði álíka eða betur en gert var í tíð fyrrverandi iðnað- arráðherra. Heimila stækkun og tæknivæð- ingu fiskiskipa án þess að kaupa þurfi úreldingu á móti stækkun. Afnema takmörkun á aflasölu og þjónustukaupum erlendra fiskiskipa. Tengja góð lánskjör við verkefni sem unnin eru hér heima. Auka fjámiagn til verkefna- bundinnar tækniþróunar og ha- græðingar. Efla verk- og tæknimenntun í samstarfi við fagfélögin. Höfundur er formaður Félags járniðnaðarmanna og varaformaður Samiðnar, sambands iðnfélaga. X Ghesilegur ðSM-sími 1,900,% L : Mitsubiihi. MT-20: • JO tima rafhi. i bib • Skammval • 65 min. i notkun • Hrahhlehsla • Klukia • Upptaka og afspilun a • 10 númera endurva! allt ah 20 sek. skilab. • Innbygg srmaskrá • Og fjolmargt fleira • Stilling á hringingu • Þyngd aheins 175jr. CBD Skipholti 1 9 Sími: 552 9Ö00 rERLAN STÓRSÝNING 25. og 25. maf. OPIÐ BÁÐA DAGA FRÁ 13:00 TIL 18:00 ^f Hársnyrtistofur á staðnum bjóða ókeypis klippingu og greiðslu. Snyrtistofur bjóða ókeypis snyrtingu og snyrtivörur. -íf Tískusýningar og tískufatnaður. íf Heilsurækt líkama, sálar og umhverfis og nýjustu heilsuvörurnar. Brúðkaupsskreytt háborð þar sem brúðurin bíður spennt. CrO 1 //etraun með fjölda vinninga frá Aerobic Sport, Hreysti, Jurtagull, Welia, Purity Herbs, Nýjum Tímum. Arbonne, Misty, Árgerði, íslenskum Fjallagrösum o.fl. KYNNIR: HEIÐAR JÓNSSON 222Í‘-Lj Í/J Fyrirlestrar: Kolbrún Björnsdóttir grasalæknir Glódís Gunnarsdóttir, líkamsrækt Torfi Geirmundss. hársnyrtimeistari Hanna Kristín snyrtifræðingur Uppákomur: Tískusýning; Sumartískan '96 Aerobic sýning frá Ji Aerobic SP0RT og margt fleira UtBUl,_,L p °
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.