Morgunblaðið - 25.05.1996, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 25.05.1996, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 25. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ 4 AÐSEIMDAR GREINAR Sjálfstætt starfandi greiða 80-90% í skatt af lífeyrissparnaði MIKILS óréttlætis hefur gætt í lífeyrismálum þeirra u.þ.b. 26.000 einstaklinga sem starfa sjálfstætt. Sökum tvísköttunarkerfis hafa þessir einstaklingar þurft að þola milli 80-90% skatthlutfall af lífeyr- issparnaði sínum. Með nýlegum dómi héraðsdóms Reykjavíkur eru líkur á að breytingar verði á rétt- indum þessara aðila. Talið er að u.þ.b. 26 þús. manns starfi sjálfstætt undir eigin kenni- tölu eða skrái einkafyrirtæki sitt í firmaskrá og fái sérstaka kenni- tölu. Abyrgð þessara aðila á rekstr- inum er fullkomin, þ.e. þeir ábyrgj- ast greiðslur á öllum skuldbinding- um fyrirtækis síns með öllum eign- um sínum. Þannig bera þessir aðil- ar meiri ábyrgð persónulega en þeir, sem reka hlutafélag og bera aðeins ábyrgð á skuldbindingum þess með hlutafé sínu. Samt sem áður hefur ekki verið tekið tillit til þessa rekstrarforms þegar um greiðslur í lífeyrissjóði hefur verið að ræða. Þar hafa þess- ir einstaklingar verið metnir eins og launþegar í skattalegu tilliti. Þannig hafa þeir ekki mátt telja til kostnaðar þau 6% sem þeir greiða fyrir sjálfa sig í lífeyrissjóði, líkt og aðilar í hiutafé- lögum hafa gert. Nýlega féll dómur í héraðsdómi Reykjavíkur þar sem var tekist á um hvort sjálfstæðir at- vinnurekendur mættu gjaldfæra á skattfram- tali eigin lífeyriskaup. Stefnandi í máli þessu var sjálfstæður atvinnu- rekandi og hafði talið fram á skattframtali til frádráttar tekjum 6% framlag atvinnurekanda til lífeyrissjóða bæði vegna framlaga fyrir starfsmenn hans svo og vegna eigin iðgjalda í lífeyrissjóð, sem honum var skylt að greiða til lögum samkvæmt. Gerð var sú breyting af hálfu skattstjóra að tekjur stefnanda voru hækkaðar um sömu fjárhæð og stefnandi hafði talið til frádrátt- ar vegna lífeyrissjóðsgreiðslna sinna. Yfirskattanefnd staðfesti ofangreindan úrskurð skattstjór- ans. Stefnandi höfð- aði mál í því skyni að fá úrskurði yfir- skattanefndar hnekkt. Niðurstaða dóms- ins varð sú að þar sem vinnuframlag atvinnurekanda sé sambærilegt vinnu- framlagi óháðs laun- þega í skattalegu til- liti beri jafnframt að skýra lögin svo að atvinnurekenda- framlag í eigin líf- eyrissjóð falli undir rekstrarkostnað at- vinnurekstursins. Héraðsdómarinn taldi þar með að sjálfstæður atvinnurekandi mætti gjaldfæra eigin lífeyriskaup á skattframtali sínu. Með ofangreindri niðurstöðu hefur ákveðinn sigur unnist í rétt- indabaráttu sjálfstæðra atvinnu- rekenda gagnvart þeim sem starfa í hlutafélögum. Jafnræði mismun- andi rekstrarforma er með þessari niðurstöðu tryggt að þessu leyti. Fjártnálaráðherra f.h. ríkissjóðs áfrýjaði þessari niðurstöðu til Hæstaréttar, en uns Hæstiréttur hnekkir henni eða lögunum er breytt er niðurstaðan bindandi fyr- ir skattyfirvöld og ber þeim að fara eftir henni. Því hljóta skattyf- irvöld að hlýta þessari niðurstöðu og taka mið af henni við meðferð skattframtala fyrir árið 1995. Ekki má þó gleyma að áður en þessi dómur féli höfðu sjálfstæðir atvinnurekendur um margra ára skeið greitt skatt af lífeyriskaupum svo og af þeim útborgaða lífeyri sem þeir öðluðust. I skýrslu sem Jónas Bjarnason verkfræðingur og Ólafur Nilsson löggiltur endur- skoðandi tóku saman á síðasta ári kemur fram að á löngum tímabil- um er skatthlutfall lífeyrisþega sem hefur verið sjálfstætt starf- andi 81% hjá hjónum og 87% hjá einstaklingi sem býr einn. Þetta hlutfall er þó nokkuð hærra en hjá launþegum. Gera verður kröfu til þess að fjármálaráðuneytið leiðrétti á ein- hvern hátt stöðu þessara sjálf- stæðu atvinnurekenda þannig að Ólafur Helgi Árnason Mikils óréttlætis hefur gætt í lífeyrismálum einstaklinga sem starfa — sjálfstætt, segir Olafur Helgi Árnason, sökum tvísköttunarkerfis, en með nýlegum dómi héraðsdóms Reykjavík- ur eru líkur á að breyt- ingar verði á réttindum þessara aðila. ævisparnaður þeirra renni ekki nánast allur í skatta. Því vil ég að lokum varpa fram þeirri spurningu til íjármálaráðu- neytisins hvort og þá hvernig verð- ur háttað leiðréttingu til þeirra sjálfstæðu atvinnurekenda sem hafa greitt skatt af lífeyriskaupum sínum í gegnum tíðina enda talið sér það skylt samkvæmt ákvörðun- um skattstjóra og yfirskattanefnd- ar? Höfundur er lögfræðingur. ISLENSKT MAL ÞOLMYND á ekki að vera vandmynduð. Tökum fyrst setn- ingu í germynd: Maðurinn braut bollann. Þama er „maðurinn“ gerandi, „braut“ áhrifssögn sem stýrir þolfalli og „bollann“ þol- andi. í þolmynd snýst þetta þannig við, að þolandinn stendur í nefnifalli: Bollinn var brotinn. Sumar áhrifssagnir stýra hins vegar þágufalli. Þá er ekki hægt að fara eins að. Sögnin að klekja (út) stýrir til dæmis þágufalli. Talað er um að klekja út eggj- um. Nú dugar ekki að setja þol- andann í nefnifall, ef við ætlum að búa til þolmyndarsetningu. Heyra mátti í fréttum: Þau hafa verið klakin út. Þama verður þágufallið að halda sér og lýs- ingarháttur sagnarinnar verður í hvorugkyni: Þeim (eggjunum) hefur verið klakið út. ★ Enn verður umsjónarmaður að biðja menn að gæta munar- ins á sögnunum að kveða og kveðja. Menn syngja stundum og kveða eins og þá lystir, en ef menn biðja um orðið, þá kveðja menn sér hljóðs. Þetta verður í þátíð svo, að maðurinn kvaddi sér hljóðs, en „kvað“ sér þess ekki. ★ Þá birtist hér greinargott bréf frá Valgeir Sigurðssyni í Kópavogi, og þarf það ekki skýringa við: vKæri Gísli. I 839. þætti þínum ber Theodór Gunnarsson mér á brýn ofstæki. Mér er þetta svo nýtt, að ég má til með að biðja þig fyrir fáeinar línur af þessu stórmerka tilefni, þótt þú tækir að vísu drengilega svari mínu í nefndum þætti. Þökk sé þér fyrir það. Mér þótti miður, að Theodór skyldi álíta það ofstæki, sem af minni hálfu var hugsað sem gamansemi. Ég hélt reyndar, að gamansemin hefði legið í augum uppi, þar sem ég talaði um þá höfðingjana U „Þatt“, Umsjónarmaður Gísli Jónsson 850. þáttur Willy „Bratt“ og „Akker“ Jörg- ensen, sem ég kallaði meira að segja „frænda vorn“, til enn frekari áherzlu. — En um þetta tjáir nú ekki að fást. Theodór Gunnarsson virðist halda að ég sé Norðlendingur, en því miður get ég nú ekki hælt mér af því að svo sé — nema í ættir fram! Og ekki var það heldur nein gullaldar „norð- lenzka" sem við töluðum í Vopnafirði austur á uppvaxtar- árum mínum þar, en þó kynnt- ist ég þar einum hlut, sem sum- um kynni að þykja ekki með öllu ófróðlegur: Allt fram á síðustu áratugi hefur verið hægt að finna á Austurlandi (einkum á Fljóts- dalshéraði) fólk sem talaði al- veg hinn svokallaða „sam- ræmda framburð“, sem eitt sinn þótti mjög til fyrirmyndar. Þeir voru lausir við sunnlenzka lin- mælið („lídið“, ,,migið“), þeir voru lausir við norðlenzka harð- mælið („saggði", ,,habbði“), þeir voru með hreina röddun í orðum eins og „banki“ og „stúlka“, þeir notuðu hv-fram- burð í orðunum „hvítur", „hval- ur“ og „hvass“ og þeir voru lausir við austfirzka flámælið, („vet“, ,,högur“), sem er þó að vísu ekki séreign Austfirðinga, því að flámælissvæði eru til víða um land. Þannig virðist þetta hafa þróazt á mörkum mál- svæðanna norður/suður. Þann- ig talaði blessaður gamli far- kennarinn minn við okkur, svei- takrakkana, og enn þann dag í dag get ég kallað rödd hans fram í huga minn, hvenær sem ég vil, enda naut ég þess að heyra hann tala, þangað til ég var kominn fram um þrítugt. En að ég fyrirlíti einhveija „sunnlenzku", eins og Theodór Gunnarsson virðist halda. Onei. Enda sæti það illa á mér, þó ekki væri nema vegna þess, að minn betri helmingur, eigin- kona mín, er einmitt af Suður- landi, — og meira að segja það- an, sem Suðurland gengur lengst í suður! Þar myndi eng- um venjulegum manni detta í hug að nota röddun í orðunum „banki“ og „stúlka“. Þar tala menn strangheiðarlega sunn- lenzku og segja t.d. að „lægur- inn gedi orðið migill“ í leysing- um. En þeir gera reyndar dálít- ið meira. Þeir nota líka hv-fram- burð, eins og hann verður einna fegurstur, og þeir segja að það þurfi að vera „agi“ í skólanum, en ekki „æi“, eins og sagt er víðast hvar annars staðar á landinu. — Ég hef nú verið að hlusta á þetta tungutak í hálfan fjórða áratug og veit, að það getur látið glettilega vel í eyr- um, en að vísu nokkuð misvel, eftir því hver það er sem talar! (Hver neitar því, að Mýrdæling- urinn, próf. Einar Ól. Sveinsson hafi lesið íslendingasögurnar fagurlega, með sínum mýr- dælska framburði?) — Ég vona að þetta nægi til þess að sýna, að ég er hvorki haldinn ofstæki né fordómum um framburð ís- lenzkrar tungu. Hins vegar hef ég ákveðnar skoðanir á þeim hlutum, og svo vel vill til, að þar hef ég löngum átt samleið með þeim mönnum sem mest og bezt hafa unnið á akri tung- unnar á okkar dögum. Með beztu kveðju.“ ★ Hlymrekur handan kvað: Þau Stína og Steinn lifðu á trefjum og stungu býsna oft saman nefjum; þó ekki til ásta, en voru að íhuga skásta kostinn á klækjum og re§um. ★ Þorvaldr var heima ok sjau karlar. Hann lá í lokhvílu ok tvær frillur hans, Halldóra, dóttir Sveins Helgasonar, ok Lofnheiðr. Þeir Ingimundr hjuggu upp í setit, þá er þeir kómu inn í skálann, ok unnu á mönnum, — Þóri, syni Þorbjarnar merar- leggs, ok öðrum manni. (Sturlunga). Lestur til heilla og blessunar i BIBLÍAN er bók sem við ættum að temja okk- ur að lesa á hveijum degi. Það er ekki endi- lega alltaf auðvelt, en veitir ómælda blessun. Gott er að hefja lest- urinn með hljóðri bæn til Guðs, sem við’ætlum til fundar við með lestr- inum. Munum síðan einnig að þakka Guði fyrir alla hluti, því að það er vilji hans með okkur. „Biðjið og yður mun gefast, leitið og þér mun- uð finna, knýið á og fyr- ir yður mun upplokið verða.“ (Matt. 7:7) Gallaðar bækur verða til blessunar Einu sinni kom nokkurt upplag af Nýja testamentinu til landsins. Er það vart til sérstakrar frásögu færandi nema hvað bækur þessar reyndust lítilsháttar gallaðar og þurftu því lagfæringar við. Leitað var til fagmanna á þessu sviði sem trystu sér til að lagfæra bækurnar á sem snyrtilegastan hátt. Það var svo einn góðan daginn, nokkru eftir að bækurnar höfðu farið til viðgerðar, að einn starfs- maðurinn hefur samband við mig og segist verða að viðurkenna fyrir mér að eitt Nýja testamentið sé orðið svolítið orpið og skítugt. Þannig var nefnilega að um- ræddur starfsmaður hafði laumast í einn kassann þar sem Nýju testamentin voru geymd og fór ( að fletta bókinni. Bókin vakti fljótt for- vitni hans og fór ' hann því að „stelast" til að lesa í henni í kaffitímum og þegar færi gafst. Á kvöldin skilaði hann síðan bókinni aftur í kass- ann áður en hann fór heim. Svona gengu hlutirnir fyrir sig í < nokkra daga. Alltaf laumaðist mað- urinn í kassann, tók sama Nýja testamentið fram og las í því þegar færi gafst. Stundirnar sem hann eyddi í lest- urinn tóku að lengjast með dögun- Biblían er bók, segir Sigurbjörn Þorkels- son, sem við ættum að temja okkur að lesa á hverjum degi. Sigurbjörn Þorkelsson um svo hann ákvað að „stelast“ til að taka bókina með sér heim kvöld eitt. Hann sagðist hafa fengið sam- viskubit og viljað hafa samband við mig vegna þess að bókin væri greinilega ekki lengur eins og ný og óopnuð. Hann spurði hvort hann gæti bara ekki fengið að kaupa þetta eintak, því að honum fyndist eitthvað svo óútskýranlega gott að lesa í þessari fyrirferðarlitlu en ein- stöku bók. Jesús sagði við þá: „Himinn og jörð munu líða undir lok, en orð mín munu aldrei undir lok líða.“ (Markús 13:31) Höfundur er framkvæmdastjóri Gídeonfélagsins á íslandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.