Morgunblaðið - 25.05.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.05.1996, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 25. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ JM Hvað kosta sumarblómin? Stjúpur krónur stk. Hengi- lóbelía Morgun- frú Tóbaks- horn Flauels- Ljóns- blóm munni Dalía Garðpl.sala ísleifs Sumarliðas., ^akkrkfk690 Hveragerði 30íbakka-990 240 38 120 170 ekkitil 170 Garðplöntusala Borg, 32 kr. stk. Hveragerði 160 32 160 160 32 160 Garðyrkjust-lngibj.Sigmundsd., 37 kr. stk. Hveragerði 20 í pottúm - 700 190 37 190 190 37 190 Eden, Hveragerði Blómaval, Reykjavík Garðshorn, Reykjavík Gróðrarstöðin Mörk, Reykjavík Fossvogsstöðin Fossvogi, Reykjavík ekki til 195 ekki til 190 ekkitil ekkitil 190 Garðyrkjustöðin Grísará, Eyjafjaroarsveit Grænahlíð, Kópavogi # 38 kr. stk. . 20 í bakka - 699 l 30 í bakka - 999 239 38 198 198 38 198 40 kr. stk. * 6 íbakka - 220 20 í bakka - 690 195 40 195 ekki til ekki til 195 38 kr. stk. 241 bakka - 790 250 38 200 ekki til 38 200 38 kr. stk. 260 36 196 ekki til 38 ekki til 38 kr. stk. 241 bakka - 699 35 í bakka - 999 60/200 38 250 250 38 250 45 kr. stk. 10 (bakka - 380 61 bakka - 230 250 45 kr. stk. 101 bakka - 380 6 í bakka - 230 200 200 45 kr. stk. 10 (bakka - 380 6 í bakka - 230 200 Sumarblómasala Mikil sam- keppni um viðskipta- vini ÞAÐ ríkir hörð samkeppni um við- skiptavini sem kaupa sumarblóm og verðið er yfírleitt svipað þótt fínnist dæmi um mikinn mun. í vikunni var haft samband við nokkra sem selja sumarblóm og verð athugað. Ekkert tillit var tek- ið til gæða vörunnar og einungis spurt um verð á eftirfarandi blóma- tegundum; stjúpu, hengilóbelíu, morgunfrú, stóru tóbakshomi, stóru flauelsblómi, ljónsmunna og dalíu. Það skal tekið fram að þar sem hengilóbelían var á 60 krónur var sérstaklega tekið fram að hún væri í svipuðum pottum og stjúpa. „Garðyrkjubændur hafa verið að leita leiða til að framleiða sumarblóm á lægra verði. Það er til dæmis verið að rækta plöntur í kössum sem eru þá margar sam- an. Það felst minni vinna í slíkri ræktun," segir Kolbrún Finnsdóttt- ir, garðyrkjufræðingur hjá Rækt- unarstöð Reykjavíkurborgar, þeg- ar hún er innt eftir gæðum sumar- blóma. Skerðið rætumar sem minnst Gallinn er kannski sá að sumar plönturnar eiga það til að standa svo þétt saman að þær verði teygð- ar og ef þær standa í bökkunum langt fram á sumar verða þær langar lufsur eða jafnvel eins og hengiblóm," segir Kolbrún Ef plöntur eru margar saman í bökkum þarf að rífa þær í sundur og rætumar eiga þá til að skerðast þannig að fólk þarf að passa mjög vel að rífa sem minnst í sundur. - En eru fræin ekki mismun- andi? „Þau eru það. Það eru til gæða- fræ og þá eru allar plöntumar eins og noti garðyrkjubændur slík fræ em þau töluvert dýrari en plöntu- verðið má lækka með því að nota ódýrari fræ sem kemur jafnframt niður á gæðum plöntunnar,“ segir hún. Kolbrún segir mjög dýrt að rækta sumarblóm og samkeppnin er hörð meðal garðyrkjubænda. „Þessi þættir kunna að skýra verð- mun að einhverju leyti." Mikið af blómum er ekki gæðamerki - Hvernig velur fólk falleg sum- arblóm? „Það er nauðsynlegt að gæta þess að blómin séu fallega græn og hraustleg. Blöðin eiga að vera óskemmd og blómin líka. Það er ekki gæðamerki að mikið sé af blómum á plöntunni, ekki á þessum árstíma. Ef hún er kannski þegar komin í blóma er mögulegt að hún hafí orðið fyrir álagi. Þá fer hún að mynda blóm og síðan fræ því hún heldur að hún sé að deyja.“ Kolbrún segir ennfremur að plöntumar eigi ekki að vera þurrar í pottum eða bökkum þegar þær eru keyptar. Þær eiga að vera þétt- ar og t.d. stjúpurnar eiga að vera fekar lágar. Ekki setja plöntur niður of snemma „Það er óráðlegt að setja við- kvæmar plöntur of snemma út og enn getur komið frostnótt. Plöntur eins og brúðarauga, flauelsblóm og hengilóbelía eru t.d. viðkvæm blóm. Komi frost borgar sig að kippa blómakerjum inn sé þess kostur því ef frystir eru þessi blóm farin. Morgunblaðið/Þorkell ÞEIR Oskar, Ingvar og Arni Þór við grillið. Heitt í kolunum ÓSKAR Finnsson, Ingvar Sig- urðsson og Arni Þór Amórsson matreiðslumenn á Argentínu steikhúsi eru með þætti á bylgj- unni þar sem þeir fjalla um grill- mat og meðlæti. Birtar eru hér á síðunum þær uppskriftir sem fjallað er um í þáttum þeirra. Ekkl allur flskur á grilllö Ekki henta ailar fiskteg- undir til eldunar á grilli. Algeng- ar tegundir sem henta á grillið era t.d. lax, lúða, silungur, skötu- selur, humar, smokkfiskur og hörpuskelfiskur er lostæti á grill- ið. Sumar tegundir eins og ýsa henta engan veginn til elda- mennsku af þessu tagi vegna þess hve mögur ýsan er og laus í sér. Mjög gott er að hafa fisk- stykki, sem á að grilla, u.þ.b. 2 sm þykkt, þá tekur eldamennsk- an u.þ.b. 3 mínútur á hvorri hlið og er þá fiskinum snúið 2-3 sinn- um. Þessi þumalputtaregla mið- ast við meðalhita. Algengt er að fiskur festist við grinduraar á grillinu. Til að forð- ast það er best að þerra fiskinn vel og pensla hann með olíu rétt áður en hann er lagður á. Hafa ber í huga að fiskurinn er fastur á grillinu fyrstu mínúturnar á meðan renduraar eru að mynd- ast í hann. Best er að krydda fisk á meðan á eldun stendur eða jafnvel þegar hann er kominn á diskinn. Sítr- ónupipar er sígildur á allan fisk, svo og hvítlaukssalt. Þá kemur „Hickory smoked salt“ mjög vel út á lúðu, lax eða skötusel. Grillaður humar meö hvítlaukssmjöri Best er að nota stóran og falleg- an humar. Kljúfíð humarinn eftir endilöngu og fjarlægið gömina sem liggur eftir honum endilöngum. Best er að kljúfa humarinn frosinn eða hálffrosinn. Penslið fískinn með hvítlauksolíu og leggið á grillið með sárið, þ.e. fiskinn, niður. Grillið við snarpan hita í u.þ.b. 2 mínútur eða þar til fallegar rendur eru komnar á fiskinn, snúið þá við og grillið í aðrar 2-3 mínútur með skelina nið- ur. Kryddið með salti og pipar. Bor- ið fram með bráðnu hvítlaukssmjöri og ristuðu brauði. Nauðsynlegt er að kreista ferskan sítrónusafa yfir humarinn á disknum. 300 g smjör ________2-3 tsk. hvítlouksduft_______ 1 msk þurrkuð steinselja (parsley flakes) _________'h tsk. dijon sinnep________ salt, pipar Smjörið látið ná stofuhita, síðan er öllu blandað saman í blandara eða hrærivél og kælt. Grillbrauö meö pizzubragöi __________400 g hveiti_______ _________50 g heilhveiti______ ____________1 tsk salt________ ___________1 tsk sykur________ ___________2 msk olía________ _________1 bréf þurrger_______ 1 -2 msk pizza seasoning _________(Mc-Cormick)_________ u.þ.b.3dlvolgt vatn Leysið gerið upp í volgu vatninu. Blandið þurrefnunum saman, bætið vatninu út í og hnoðið. Bætið ol- íunni í og hnoðið uns deigið verður slétt og fallegt. Látið hefst í skál með plastfilmu yfír í u.þ.b. 40 mín. Fletjið þá út með kökukefli u.þ.b. 3-4 mm þykkt. Skerið út hæfílega stórar kökur og grillið í nokkrar mínútur á hvorri hlið. Brauðin verða eins og koddar í laginu. Mjög gott meðlæti með grísasteik eða jafnvel eitt og sér. Þessi brauð eru samt best sem meðlæti með góðu salati.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.