Morgunblaðið - 25.05.1996, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 25.05.1996, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. MAÍ 1996 31 GREINARGERÐIR eftir 2-3 ára starf í ráðuneytinu og megi þá vænta þess að hann starfi í sendiráði eða fastanefnd í u.þ.b. fjögur ár. Þær aðstæður geti þó verið fyrir hendi að starfsmaður þurfi að flytjast milli staða innan skemmri tíma annaðhvort til ann- arrar sendiskrifstofu eða ráðuneyt- isins. Þá segir einnig að starfsmenn geti ekki vænst þess að vera lengur en átta ár erlendis samfleytt og verði þá að telja að þeir endurnýi starfsreynslu _ sína í ráðuneytinu með dvöl á íslandi í 3-4 ár. Að lokum er talið æskilegt að sendi- herrar ílengist ekki lengur erlendis en 8-10 ár samfleytt og að þeir gegni að jafnaði ekki störfum er- lendis eftir að þeir hafa náð 65 ára aldri. í niðurstöðum bréfsins segir: „Með þessum reglum er ætlað að skapa kjölfestu í starfsmannaflutn- ingum utanríkisþjónustunnar.“ Rík- isendurskoðun telur setningu fram- angreindra viðmiðana, sem reyndar eru að hluta til staðfesting á eldri viðmiðunum sbr. umijöllun að fram- an, mikilvægt skref í þá átt að festa í sessi reglur um framkvæmd flutn- ingsskyldunnar hjá utanríkisráðu- neytinu. Stofnunin ítrekar þó þá skoðun sína að reglur verði stað- festar með formlegum og afdráttar- lausum hætti í Fyrirmæla- og leið- beiningabók. Þess ber að geta að utanríkis- ráðuneytið hefur lýst þeirri skoðun sinni við stofnunina að það telji að heimild til frávika verði að vera fyrir hendi í reglum um flutnings- skylduna. Til rökstuðnings þessu hefur ráðuneytið bent á smæð þjón- ustunnar og þá umtalsverðu röskun sem ýmis óvænt atvik geta haft í för með sér. Ráðningar og embættistil- færslur Ríkisendurskoðun kannaði sér- staklega hvernig staðið hefur verið að ráðningum embættismanna í utanríkisþjónustuna undanfarin sjö ár, en á því árabili voru alls 14 embættismenn skipaðir til starfa í utanríkisþjónustunni. Voru niður- stöður þeirrar athugunar i megin- dráttum eftirfarandi: 1. Af áðurnefndum 14 embættis- mönnum voru sex stjórnmálafræð- ingar með æðri menntun eða diplómaskírteini í Evrópufræðum, viðskiptafræðingar voru þrír tals- ins, tveir einstaklingar voru með æðri menntun í rekstrarfræðum, einn með embættispróf í lögfræði, einn með BA-próf i ensku og einn einstaklingur hafði ekki háskóla- próf. 2. Alls átta embættismenn voru ráðnir til starfa að frumkvæði yfir- stjórnar utanríkisráðuneytisins, þ.e. embættismannakerfisins og aðrir sex að frumkvæði utanríkisráð- herra. 3. Ráðningar á framangreindu tímabili voru i flestum tilfellum grundvallaðar á hæfnismati sem yfirstjórn utanríkisráðuneytisins framkvæmdi. Þó voru dæmi þess að kröfur um sérstaka hæfni eða menntun breyttust m.v. hæfnislista í meðförum yfirstjórnar og ráð- herra. í fáeinum tilfellum voru vald- ir einstaklingar til starfa með sér- staka menntun eða reynslu án formlegrar hæfnisflokkunar. Flestar stöðuhækkanir sendi- ráðunauta og sendifulltrúa hafa verið framkvæmdar að tillögu emb- ættismanna ráðuneytisins á grund- velli þess að starfsmönnum hafa verið falin ábyrgðarmeiri verkefni. Hvað sendiherraskipanir varðar virðist sem í flestum tilfellum hafi starfstími í utanríkisþjónustunni ráðið nokkru þar um, en flestir þeirra embættismanna sem fengu sendiherraskipun á umræddu tíma- bili hófu störf í utanríkisþjónustunni á síðari hluta áttunda áratugarins eða á fyrri hluta þess niunda. Auk þessa hafa verið skipaðir þrír sendi- herrar og einn settur tímabundið sem ekki hafa átt starfsferil i utan- ríkisþjónustunni. Samkvæmt upplýsingum utan- ríkisráðuneytisins hefur að undan- förnu verið unnið að gerð starfs- mats innan veggja þess sem á verða grunnur að formlegri vinnubrögð- um við skipanir nýrra starfsmanna og starfsferilsuppbyggingu eldri starfsmanna. Er markmið þess mats að bæta og gera starf utanrík- isþjónustunnar skilvirkara með því að auðvelda yfirstjórn hennar að meta frammistöðu og hæfni. Einnig á þetta mat að auðvelda starfs- mönnum að meta sína eigin frammistöðu og stuðla að bættum samskiptum yfirmanna og undir- manna. Ríkisendurskoðun telur þessa vinnu mjög af hinu góða. Þrátt fyrir undanþáguákvæði um auglýsingaskyldu á nýjum störfum, sbr. lög nr. 38/1954 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, telur stofnunin alla jafna eðlilegt og sjálfsagt að ráðuneytið auglýsi störf enda hlýtur það ávallt að þjóna hagsmunum þess best. A undan- förnum sex árum hefur utanríkis- ráðuneytið þrisvar auglýst störf þ.e. í september 1991, september 1994 og mars 1995. Að lokum má nefna tímabundnar ráðningar sendiherra. Á árinu 1995 var í fyrsta sinn settur í utanríkis- þjónustunni sendiherra tímabundið til fjögurra ára að frumkvæði þá- verandi utanríkisráðherra. Þetta fyrirkomulag hefur tíðkast í nokkr- um mæli annars staðar, mest þó líklega í Bandarikjunum, og hafa rökin að baki því m.a. falist í því að fá til þjónustu ríkisins á erlendri grundu menn með sérstaka reynslu s.s. úr viðskiptalífi eða stjórnmál- um. Ríkisendurskoðun telur að skip- anir af þessu tagi geti verið skyn- samlegar að ákveðnu marki og gef- ið ráðherrum svigrúm til að beita sér með öflugri hætti en ella fyrir rekstri ákveðinna hagsmunamála erlendis fyrir íslands hönd. snýst þess vegna um það að kom- ast „á póst erlendis". Annar vandi er sá að sendiherra, sem dvalist hefur langdvölum er- lendis, og veitt þar forstöðu litlu sendiráði, hefur bæði slitnað úr tengslum við land og þjóð og hefur þar að auki einatt ekki lengur starfslegar forsendur til að taka við stefnumótandi ábyrgðarstörfum á nýjum sviðum, sem kalla á faglega sérþekkingu og reynslu. Þess vegna er það á misskilningi byggt, sem skýrsluhöfundar gera að tillögu sinni að unnt sé að gera það að starfsreglu að fela reynslu- mestu sendiherrunum ábyrgð á stefnumótandi lykilstöðum, eins og t.d. í viðskiptaskrifstofu og alþjóða- skrifstofu eða forsvar fyrir fasta- nefndum hjá fjölþjóðastofnunum (ESB, EFTA, GATT, NATO). Sann- leikurinn er sá að eftir langa útivist á („litlum sýslumannsskrifstofum") höfðu margir hveijir þessara manna ekki lengur starfslegar forsendur til að taka við slíkum ábyrgðarstöð- um. Frá þessari almennu reynslu voru vissulega undantekningar, enda voru slíkar undantekningar gerðar frá hinum nýju starfsreglum í upp- hafi. Hitt er óopinbert íeyndarmál að allmargir í hópi eldri sendiherra, sem vegna skorts á reglufestu fyrr á tíð höfðu orðið viðskila við megin- verkefni ráðuneytisins, tóku það óstinnt upp og þótti sér sárlega misboðið, þegar þeir voru kvaddir heim og ætlað að starfa að sérstök- um verkefnum undir stjórn yngri manna með sérþekkingu á megin- sviðum. Á þessu virðast skýrsluhöfundar ekki hafa nægan skilning eða þeir hafa tekið gagnrýnilaust við vill- andi upplýsingum úr embættis- mannakerfinu. Mat Ríkisendur- skoðunar á „misbrestum" á þessu seinustu árin, sem/og sú tillaga að reyndustu sendiherrar gegni störfum skrifstofustjóra viðskipta- og alþjóða- og varnarmálaskrif- stofu, er því fyrst og fremst lýsing á afleiðingum ófremdarástands frá liðinni tíð. Á þessum vanda var hins vegar tekið í upphafi ráðherra- ferils míns, strax árið 1989, með skriflegri markmiðslýsingu og setningu starfsreglna. Keppa í stærðfræði í Bombay ÓLYMPÍULEIKARNIR í stærð- fræði verða haldnir í Bombay á Indlandi 8.-17. júlí næstkom- andi. Þátttakendur á leikunum cru f.v.: Dr. Rögnvaldur Möller, full- trúi íslands í dómnefnd, Sveinn B. Sigurðsson MR, Kári Ragn- arsson MH, Hannes Helgason Flensborgarskóla, Magnús Þór Torfason MR, Stefán Freyr Guð- mundsson Flensborgarskóla, Pétur Runólfsson FSuðurlands og Einar Arnalds Jónasson far- arstjóri. burdo Eymundsson Styrktaraðilar keppninnar sýna vörur sínar. PFAFF ‘Qvi™* SINGER tóSÍWiw FLUGLEIDIR JÍSv Dómnefndina skipa: Unnur Arngrímsdóttir framkv.stj. Módelsamtakanna, Sævar Karl Ólason klæðskeri, Valgerður Torfadóttir fatahönnuður, Sigríður Pétursdóttir handavinnukennari, Bergþóra Guðnadóttir nemi í MHI, sigurvegari 1995, Málfríður Skjaldberg fulltrúi Eymundsson, Hcba Hallgrímsdóttir fulltrúi Kókó og Kjallarans. TJrslitin í undankeppninni um Aenne Burda verðlaunin munu ráðast í Ráðhúsinu 27. maí, annan hvítasunnudag og dagskráin hefst kl. 14. Keppt er um best hönnuðu og best saumuðu sumarfötin og koma keppendur úr röðum áhugafólks um fatasaum. Þátttakendur koma fram í keppnisflíkunum og dómnefnd kynnir úrslit að því loknu. Keppt er í tveimur flokkum: Flokki þeirra sem hafa stundað saumaskapinn skemur en í 2 ár og flokki lengra kominna. Þrír efstu í hvorum flokki fá vegleg verðlaun. Sigurvegarar fara til Baden-Baden í haust og taka þar þátt í lokakeppninni um Aenne Burda verðaunin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.