Morgunblaðið - 25.05.1996, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 25.05.1996, Blaðsíða 33
32 LAUGARDAGUR 25. MAÍ1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. MAÍ 1996 33 JHwQnnfliljKfrffe STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ÁVÖXTUN AUÐLINDANNA HAFRANNSÓKNASTOFNUN lagði í gær fram tillög- ur sínar um leyfilegan hámarksafla helztu fiskteg- unda á fiskveiðiárinu, sem hefst í september. í fyrsta sinn um langt skeið leggur stofnunin til að þorskkvót- inn verði aukinn; úr 155 þúsund tonnum á þessu fisk- veiðiári í 186 þúsund tonn á því næsta. Þetta er í sam- ræmi við þá nýtingarreglu, sem ríkisstjórnin ákvað í fyrra og verður því að gera ráð fyrir að þetta verði þorskkvótinn á næsta fiskveiðiári. Miðað við að ríkis- stjórnin fylgi eigin nýtingarreglu telur Hafrannsókna- stofnun að þorskaflinn geti orðið 201.000 tonn á fisk- veiðiárinu 1997-1998. Þetta sýnir að hinar róttæku verndunaraðgerðir, sem gripið var til í því skyni að bjarga þorskstofninum, hafa skilað sér og stofninn er nú á uppleið að nýju. Með því að hlíta áfram ráðgjöf vísindamanna ætti að vera hægt að auka afraksturinn af þorskstofninum hægt og bitandi. Hins vegar verður ekki litið framhjá því að sókn hefur verið aukin í aðra mikilvæga nytjastofna, á borð við ýsu, ufsa, karfa, síld og rækju, til þess að bæta upp samdráttinn i þorskveiðunum. Stjórnvöld hafa ákveðið meiri kvóta en Hafrannsóknastofnunin hefur mælt með. Nú er ástand sumra þessara stofna orðið mjög slæmt. Vísindamenn mæla því með að dregið verði úr veiðum á ýsu, ufsa, grálúðu, djúpkarfa og gullkarfa, svo dæmi séu nefnd. Stjórnvöld ættu að hlíta þessum ráðum og hlífa þess- um ofnýttu stofnum, nú þegar auka má þorskafla að nýju. Æskilegast er auðvitað að setja nýtingarreglur, sambærilegar og þá, sem gildir um þorskveiðar, um aðra stofna einn af öðrum. Þannig er ábyrg fiskveiði- stjórnun tryggð til lengri tíma. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra hefur sagt að skynsamlegt sé að geyma fiskinn í sjónum á vöxt- um, en ganga ekki á höfuðstól fiskistofnanna. Vonandi verður þeirri stefnu fylgt í framtíðinni að ávaxta fisk- veiðiauðlindirnar í samræmi við ráðgjöf vísindamanna. Bæði íslendingar og aðrar þjóðir hafa brennt sig illa á að taka ekki tillit til vísindalegrar ráðgjafar. Og svo mikið er víst að þjóðin lifir ekki til lengdar á yfirdrætti í auðlindabankanum. MIKILVÆG STEFNUMÓTUN HALLDÓR Blöndal samgönguráðherra kynnti á fimmtudag opinbera stefnumótun í ferðaþjónustu. Stefnumótun af þessu tagi er vissulega tímabær, í ljósi stóraukins mikilvægis ferðaþjónustu í íslensku at- vinnulífi. í stefnumótuninni kemur fram það markmið að gjald- eyristekjur af ferðaþjónustu aukist að meðaltali um 6% á ári, verði um 38 milljarðar árið 2005. I fyrra voru gjaldeyristekjur af ferðaþjónustu 18,7 milljarðar. Þá er stefnt að því að árið 2005 muni 340 þúsund erlendir ferðaraenn sækja ísland heim en þeir voru 190 þúsund í fyrra. Ársverk í ferðaþjónustu yrðu 7 þúsund árið 2005 samkvæmt þessu en voru 4 þúsund árið 1994. Samgönguráðherra boðaði að á næstunni yrði skatta- legt og rekstrarlegt umhverfi ferðaþjónustu skoðað og nauðsynlegar breytingar gerðar. Nefndi hann m.a. að skoðað yrði hvernig lækka mætti kostnað við bílaleigu, yngja upp í flota fólksflutningabifreiða auk þess sem hið háa verð á t.d. bjór yrði skoðað. Ferðaþjónusta er þegar orðin ein mikilvægasta at- vinnugrein íslendinga og vaxtarmöguleikarnir eru mikl- ir. íslendingar eru hins vegar í harðri og stöðugri sam- keppni um ferðamenn við aðrar þjóðir og því nauðsyn- legt, líkt og samgönguráðherra bendir á, að ferðaþjón- ustan búi við áþekkt rekstrarumhverfi og samkeppnisað- ilar og mótaður rammi sem stuðlar að því að þessi at- vinnugrein fái að blómstra og dafna þjóðarbúinu til hagsbóta. UTHAFSVEIÐAR ís- lenzkra útgerðarfyrir- tækja hafa stóraukizt á undanförnum árum. ís- lendingar stunda nú veiðar á fern- um úthafsmiðum; á þorski í Smug- unni í Barentshafi, á rækju á Flæmska hattinum, á síld í Síldar- hafinu og á úthafskarfa á Reykja- neshrygg. Úthafsveiðarnar hafa verið þjóðarbúinu mikil búbót á tímum er veiðar innan lögsögunnar hafa dregizt saman. Þær hafa hins vegar leitt til árekstra og ósam- komulags við nágrannaríkin. Enn- þá er aðeins hluti úthafsveiðanna stundaður í sátt við þau ríki við Norður-Atlantshafið, sem hlut eiga að máli hverju sinni. Samið um karfa á Reykjaneshrygg íslenzk skip hafa lengst stundað veiðar á úthafskarfa á Reykjanes- hryggnum, eða frá því seint á síð- asta áratug, en aflinn var smá- vægilegur framan af. Hann fór hins vegar í tæplega 14.000 lestir árið 1992 og hefur mestur orðið rúmlega 47.000 tonn árið 1994, en í fyrra setti sjómannaverkfall strik í reikninginn. Veiðar á úthafskarfanum hafa lengst af verið stjórnlausar, en nú í vor náðist loks samkomulag milli meirihluta aðildarríkja Norðaust- ur-Atlantshafsfiskveiðinefndarinn- ar (NEAFC) um ákvörðun há- marksafla og kvótaskiptingu fyrir árið í ár. Rússland, sem hefur veitt einna mest á Reykjaneshrygg und- anfarna áratugi, mótmælti hins vegar ákvörðuninni og er ekki bundið af henni. Karfasamningur- inn var fyrsta samkomulagið um úthafsveiðar, sem ísland hefur gert við önnur ríki eftir að úthafsveiði- sáttmáli Sameinuðu þjóðanna var samþykktur. Kvóti Islands sam- kvæmt samningnum er 45.000 tonn. Dýrmætur síldarsamningur Fyrr í þessum mánuði náðist svo samkomulag við Noreg, Rússland og Færeyjar um veiðar úr norsk- íslenzka síldarstofninum. Stofninn hefur að nýju hafið göngur sínar út á hafið eftir langt hlé. í hittið- fyrra náðu íslenzk skip rúmlega 20.000 tonnum úr honum á alþjóð- lega hafsvæðinu í Síldarsmugunni svokölluðu. í fyrra var gert sam- komulag við Færeyinga um ein- hliða setningu kvóta og gagnkvæ- man veiðirétt landanna innan Iög- sögu landanna, eftir að slitnaði upp úr samningaviðræðum við Noreg og Rússland. íslendingar veiddu þá rúmlega 173.000 tonn. Nýja samkomulagið kveður á um að íslenzk skip fái 190.000 tonna kvóta. Það tryggir íslandi ekki aðeins viðurkenndan veiðirétt á alþjóðlega hafsvæðinu í Síldar- smugunni, heldur einnig aðgang að lögsögu hinna landanna. Sá aðgangur hefur reynzt dýrmætur á síðustu dögum, þar sem síldin tók upp á því að synda inn í lög- sögu Jan Mayen mun fyrr en síð- astliðin sumur. ísland óbundið af ákvörðun NAFO Tekjur af úthafsveiðum hraðvaxandi Úr engu í utitu milljarða Tekjur af úthafsveiðum hafa vaxið ár frá árí, skrifar Ólafur Þ. Stephensen. Hluti veiðanna er hins vegar enn stundaður í ósamkomulagi við nágrannaríkin og án tillits til alþjóðasam- starfs um vemdun fískistofna. Um veiðar íslenzkra skipa á tvennum úthaf- smiðum hefur hins vegar ekki tekizt samkomulag við önnur ríki. Annars vegar er um Flæmingjagrunn eða Flæmska hattinn að ræða. Þar hafa íslenzk skip veitt úthafsrækju undanfarin þijú ár. Veiðin þrefaldaðist nærri því í fyrra frá árunum 1993 og 1994 og varð um 7.600 tonn. 14 milljarðar á þremur árum Rækjan á Flæmingjagrunni heyrir undir Norðvestur-Atlants- hafsfiskveiðistofnunina (NAFO). Eftir að sókn í stofninn fór að aukast árið 1993 hafa verið gerðar tilraunir til að ná samkomulagi um veiðistjórnun á svæðinu á vettvangi NAFO. ísland hefur lagt til að sett- ur yrði heildarkvóti á veiðarnar og honum síðan skipt upp á milli aðild- -------- arríkja. Á ársfundi stofn- unarinnar í september í fyrra var hins vegar sam- þykkt að binda veiðarnar ________ sóknartakmörkunum. Samkvæmt þeirri ákvörð- un áttu átján íslenzk skip að fá að stunda veiðarnar í samtals um 1.200 daga. ísland greiddi ekki atkvæði gegn ákvörðuninni og Þor- steinn Pálsson sjávarútvegsráð- herra sagði á sínum tíma að sókn- arstýringin væri slæm, en þó skárri en engin veiðistjórnun og vildi sætta sig við þetta kerfi á þessu ári. Vegna mikils þrýstings, bæði frá sjávarútveginum og hinum póli- tíska vettvangi, eins og sjávarút- vegsráðherra orðaði það, var hins vegar ákveðið að mótmæla ákvörð- uninni. Island er þess vegna ekki bundið af henni og hátt í fjörutíu skip munu reyna fyrir sér á Flæm- ingjagrunninu á þessu ári. Þessi ákvörðun Islands var í raun andstæð þeirri áherzlu, sem íslenzk stjórnvöld hafa lagt á að Rússar hlíti ákvörðun NEAFC um karfaveiðarnar á Reykjaneshrygg og að Evrópusambandið virði sam- komulag strandríkjanna um vernd- un síldarstofnsins. Þessi afstaða er líka andstæð anda úthafsveiði- samningsins, þar sem lögð er áherzla á að ákvörðunum svæðis- stofnana sé fylgt. Þegar samning- urinn hefur öðlazt gildi munu aðild- arríki svæðisstofnunar geta gripið til aðgerða gegn skipum ríkja, sem ekki virða ákvarðanir hennar. íslendingum gefst hins vegar nýtt færi á að ná samkomulagi á næsta ársfundi NAFO, sem verður haldinn í september. íslenzku full- trúarnir munu reyna að fá fisk- veiðistjórnuninni breytt yfir í kvótakerfi. Þriggja ára árangurslausar viðræður um Smuguna Loks hafa íslenzk skip í þijú ár stundað veiðar í Smugunni í Bar- entshafi án alþjóðlegs samnings. Þessar veiðar eru reyndar að því leyti annars eðlis en t.d. rækjuveið- arnar að norsk-rússneska fiskveiði- nefndin er ekki alþjóðlega viður- kennd stofnun, sem hefur rétt til að setja kvóta á svæðinu, ólíkt t.d. NAFO og NEAFC. Það breytir ekki því að Smuguveiðarnar hafa eitrað samskiptin við Rússland og Noreg, sérstaklega síðarnefnda nágranna- ríkið. Samningaviðræður við Noreg og Rússland hafa ekki borið árangur, þótt bilið hafi stytzt. Á samninga- fundi í janúar síðastliðnum krafðist ísland 15.000 tonna kvóta, en Noregur var ekki tilbúinn að bjóða meira en 12.000 tonn, þar af hluta gegn skiptum á veiðiheimildum eða öðru endurgjaldi. Sívaxandi verðmæti Verðmæti úthafsveiðiaflans hef- ur farið vaxandi ár frá ári. Sé litið á síðustu þrjú ár, var samanlagt aflaverðmæti u.þ.b. 2,2 milljarðar, samkvæmt ónákvæmu mati. Árið eftir var verðmætið meira en tvö- falt meira, eða um 4,9 milljarðar, og í fyrra var það komið upp í rúmlega sex og hálfan milljarð samanlagt. Á þessum þremur árum hafa úthafsveiðarnar því skilað vel á fjórtánda milljarð króna. Til samanburðar má geta þess að samkvæmt tölum frá Fiskifélaginu var áætlað verðmæti afla af heima- miðum 48,4 milljarðar kr. árið 1993, 49 milljarðar árið 1994 og 49,8 milljarðar á síðasta ári. Á síðasta ári var aflaverðmæti úthafsveiðanna því um 13% af verðmæti aflans, sem veiddur var innan landhelginnar. Erfitt er að spá um hver aflinn og verðmæti hans verður á þessu ári. Pétur Örn Sverrisson, for- stöðumaður Aflamiðlunar, hefur þó gizkað á að árið 1996 verði metár og úthafsveiðarnar muni skila u.þ.b. átta milljörðum króna. Pétur gefur sér þær forsendur í spá sinni að Smuguaflinn verði svipaður og síðastliðin tvö ár, eða um 34.000 tonn. Síldarkvótinn, 190.000 tonn, náist allur og karfakvótinn, 45.000 tonn, sömu- leiðis. Þá muni rækjuaflinn á Flæmingjagrunni aukast í sam- ræmi við sóknina og verða 13-14 þúsund tonn. Hálfur annar milljarður í leigutekjur? Þeir tveir alþjóðlegu samningar, sem gerðir hafa verið um úthafs- veiðar, karfasamningurinn og síldarsamningurinn, gætu þannig skilað um það bil 3,2 milljarða króna aflaverðmæti á þessu fyrsta ári, sem þeir eru í gildi. Þetta eru verðmæti, sem íslenzka ríkið hefur samið um, og eru nú afhent útgerð- armönnum án endurgjalds. Spyrja má hveiju þessir samningar myndu skila í ríkissjóð ef ríkisvaldið inn- heimti leigu fyrir veiðiheimildirnar. Karfakvóti hefur verið leigður inn- an landhelgi á 45 til 47 krónur kílóið, en gera má ráð fyrir að leiguverð fyrir úthafskvóta væri helmingi lægra. Karfakvótin myndi þá skila u.þ.b. 1.100 milljóna króna leigutekjum. Viðmælendur Morgunblaðsins telja að vegna þess að vorsíldin hefur til þessa nærri öll farið í bræðslu, þar sem hún er of mögur til manneldis, sé nær að miða við leiguverð á loðnukvóta en kvóta af haustsíld, sem veiðist innan landhelgi. Fyrir síldina, -------- sem fer í bræðslu, fást 6-7 krónur upp úr bátun- um. Menn telja því að leigukvóti gæti aldrei kostað meira en tvær ins í ár getað skilað ríkissjóði allt að einum og hálfum milljarði króna. Óviss framtíð Um mikilvægi úthafsveiðanna fyrir þjóðarbúið í framtíðinni er líka erfitt að spá. Afli fer eftir ástandi viðkomandi stofna og ýms- um fleiri þáttum. Sennilegt er að á næsta ári verði um svipaða afla- hlutdeild íslands í karfa- og síld- veiðunum að ræða og á þessu ári. Þótt samið hafi verið með því for- orði að aflaskipting ársins í ár gilti ekki fyrir framtíðina, er ólíklegt að miklar breytingar verði, nema auðvitað að dreifing fiskstofnanna breytist verulega. Meiri möguleik- ar eru á slíku hvað varðar síldina en karfann. Verði samið um kvótabindingu rækjunnar á Flæmingjagrunni, er ekki ósennilegt að ísland njóti þess að íslenzk skip hafa aukið sóknina í fyrra og á þessu ári. Hvað Smug- una varðar er hins vegar næsta víst að náist samningar, mun afli íslenzkra skipa verða verulega minni en undanfarin tvö ár, miðað við þær tölur sem rætt hefur verið um í samningaviðræðunum. Svalbarðarækja og túnfiskur vonarpeningar Vonarpeningarnir í úthafs- veiðunum eru nú einkum tveir. Annars vegar hafa menn beint sjónum að fisktegundum á fisk- verndarsvæðinu við Svalbarða, sem ekki eru kvótasettar af hálfu Noregs og íslenzkir ríkisborgarar mættu því veiða samkvæmt ís- lenzkri túlkun á Svalbarðasamn- ingnum (ekki er víst að Norðmenn séu sammála því að íslenzk skip megi veiða á Svalbarðasvæðinu). Einkum er litið til rækjuveiða í þessu sambandi. Enn hefur ekkert islenzkt útgerðarfyrirtæki látið á það reyna, hvort það kemst upp með rækjuveiðar á Svalbarðasvæð- inu, en Morgunblaðinu er þó kunn- ugt um að minnsta kosti tvær út- gerðir, sem hafa íhugað að senda skip á svæðið í sumar eða haust. Hins vegar hefur Hafrannsókna- stofnun hug á að kanna útbreiðslu túnfisks djúpt suður af landinu. Japanskir útgerðarmenn, sem van- ir eru túnfiskveiðum, hafa verið fengnir til að aðstoða Hafró við þetta verkefni. Vitað er að verð mætasta túnfisktegundin, bláuggi, gengur norður undir íslenzku fisk- veiðilögsöguna einhvern hluta árs ins, en ekki er vitað hvort hún gengur inn í lögsöguna. Japanir hafa stundað túnfiskveiðar suður af landinu og telja sumir að íslend ingar ættu að geta komizt upp í lag með að veiða túnfiskinn á línu. Ef íslendingar taka upp túnfisk- veiðar þurfa stjórnvöld væntanlega að semja um kvóta innan stofnunar sem kallast ICCAT (International Council for Conservation of Atl- antic Tunas) og mætti þýða sem Túnfiskverndarráð Atlantshafsins. Aðild að ráðinu eiga mörg riki við Atlantshafið, allt frá Kanada suður til Brazilíu, og jafnframt Asíuríki, til dæmis Japan og Kórea. ísland á ekki aðild að stofnuninni en sendi áheyrnarfulltrúa á ársfund hennar í fyrra. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins kom í ljós á þeim ársfundi að aðildarríki ICCAT voru treg til að veita Bretlandi, sem gerðist aðili að stofnuninni á fund- inum, kvóta vegna túnfiskveiða brezka verndarsvæðisins Bermuda. Ætla má að samþykki ICCAT-ríkja fyrir kvóta sé ekki auðsótt. Það stefnir þess vegna í að út- hafsveiðar íslenzkra útgerðar- -------- manna muni áfram fá utanríkisþjónustunni verkefni. Það ber að hafa í huga að samningar um úthafsveiðarnar stuðla ekki aðeins að betri sam- Stór hluti veiðanna án samninga krónur kílóið, þótt eignarkvóti sé miklu verðmætari til lengri tíma. Miðað við 2.000 króna leigu fyrir tonnið af síldarkvóta, gæti hann því skilað um 380 milljónum króna í leigutekjur. Samtals hefði því útleiga á karfa- og síldarkvóta árs- skiptum við önnur ríki; heldur eru alþjóðlegir samningar um stjórnun og veiðar fiskstofna á úthafinu líka forsenda þess að hægt sé að stunda sjálfbærar veiðar og þannig þáttur í að tryggja lífsafkomu þjóðarinnar til framtíðar. -4- Heilbrigðisráðherra svarar gagnrýni sérfræðingafélags lækna Frumvarpinu er ætlað að styrkja réttindi sjúklinga Skiptar skoðanir eru um frumvarp um réttindi sjúklinga. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra segir alrangt að réttur sjúklinga muni skerðast við gildistöku frum- varpsins eins og stjóm Sérfræðingafélags íslenskra lækna hefur haldið fram. OSSUR Skarphéðinsson, for- maður heilbrigðis- og trygginganefndar Alþingis segir að margt af gagnrýni Sérfræðingafélags íslenskra lækna eigi við rök að styðjast en nefndin hafi breytt mörgu í samræmi við þær aðfinnslur. „Fyrir því eru engin haldbær rök. Þvert á móti er frumvarpinu í heild og einstökum ákvæðum þess ætlað að styrkja almenn grundvallarréttindi sjúklinga. í frumvarpinu er safnað saman ýmsum ákvæðum um þessi grundvallarréttindi auk þess sem þar er að finna mörg nýmæli,“ segir heil- brigðisráðherra um gagnrýni lækna á frumvarpið. „Varðandi gagnrýni á fjárhagsleg atriði skal bent á að frumvarpið er sett fram á raunsæjan hátt að þessu leyti. Nefndin ákvað að miða frum- varpið fyrst og fremst við það sem með raunsæi má tryggja sjúklingum. Þá má geta þess að frumvarp til laga um réttindi sjúklinga í Noregi hefur ítrekað strandað vegna óraunhæfra ákvæða um réttindi sjúklinga sem eru í raun í ósamræmi við staðreyndir um úárveitingar til heilbrigðismála þar í landi.“ „Það er misskilningur að í 3. gr. frumvarpsins sé tekið mið af ástandi, aldri og horfum og í því felist tæki- færi til einhvers konar mismununar á grundvelli þessara atriða. Þvert á móti byggir frumvarpið á þeirri meg- inreglu að óheimilt sé að mismuna á grundvelli slíkra atriða og ákvæðinu er ætlað að tryggja að sú þjónusta sem veitt er taki mið af öllum þessum þáttum. Þannig ber heilbrigðisstarfs- mönnum að sjá til þess að þarfir ungra barna séu uppfylltar eftir því sem við á og einnig þarfir aldraðra. Þetta ákvæði stangast alls ekki á við ákvæði um forgangsröðun," segir Ingibjörg. Sátt við störf nefndarinnar „I 20. gr. frumvarpsins er sérstak- lega tekið fram að sjúklingur geti, þrátt fyrir skiptingu landsins í heilsu- gæsluumdæmi, tekið sjálfstæða ákvörðun um þá þjónustu sem hann leitar eftir. Hann getur þannig leitað til heilsugæslulæknis, heimilislæknis eða sérfræðings, allt eftir því sem honum hentar hveiju sinni. Með þessu er alls ekki verið að skerða rétt sjúkl- inga að nokkru leyti. Hugsanlegt er að breyta megi orðalagi ákvæðisins þannig að það valdi ekki misskilningi. „Ráðuneytið hefur kynnt sér vel alla gagnrýni sem komið hefur fram á frumvarpið og mun senda heilbrigð- is- og trygginganefnd Alþingis grein- argerð um þau atriði sem ráðuneytið telur að megi breyta, svo sem orða- lagi sem virðist valda misskilningi. Á það m.a. við þau ákvæði þar sem heilbrigðisstarfsmenn eru nefndir, en í sumum tilvikum má leggja aukna áherslu á að læknar beri megin- ábyrgð, sem var reyndar hugsunin, en virðist valda misskilningi. I öllum meginatriðum erum við hins vegar afar sátt við störf nefndarinnar og afrakstur þess starfs hefur haft áhrif mun víðar en í frumvarpinu, svo sem hjá Tryggingastofnun ríkisins, auk þess sem komið hefur verið á fram- færi við dómsmálaráðuneytið ábend- ingum um breytingar á lögræðislög- um sem eiga að tryggja enn frekar rétt sjúklinga þegar þvingun eða sjálf- ræðissvipting þarf að koma til. Sú mikla vinna, sem nefndin sem samdi frumvarpið hefur unnið, mun því nýt- ast heilbrigðisráðuneytinu vel á kom- andi árum,“ segir Ingibjörg. Mörgu verið breytt Össur Skarphéðinsson, formaður heiibrigðis- og trygginganefndar Al- þingis, segir að borist hafi furðulega hörð andmæli samtaka sjuklinga og lækna við frumvarpið. „Ég held að samþykkt frumvarpsins myndi þegar upp væri staðið styrkja réttindi sjúkl- inga þótt mér finnist það ekki rista mjög djúpt í sinni upphaflegu gerð. í álitsgerð Sérfræðingafélagsins er drepið á mörgum atriðum sem marg- ir aðrir umsagnaraðilar hafa einnig fett fingur út í og hlutverk fagnefnda í þinginu er að taka tillit til slíkra hluta ef þess er þörf. Það vill svo til að mjög margt af því sem læknar nefna höfum við breytt til samræmis vilja þeirra. Þeir hafa áhyggjur af tilteknu ákvæði sem gæti að óbreyttu skaðað verulega mikilvægar vísinda- legar rannsóknir. Því hefur nefndin gjörbreytt svo vísindasamfélagið verður ekki ósammála því,“ segir Össur. „Þeir tala um að ákvæði um sjúk- raskrár séu óframkvæmanleg. Fyrir örfáum dögum var samþykkt í þing- inu frumvarp um upplýsingalög sem ganga í nákvæmlega sömu átt, þar sem m.a. er verið að afnema ákvæði læknalaga um að sjúklingur geti ekki fengið aðgang að sjúkraskrám sem eru gerðar fyrir 1990. Ég er alger- lega ósammála því að þarna sé um óframkvæmanlegt atriði að ræða,“ segir Össur. Hann segir að í frumvarpinu sé að finna umdeildar greinar, þar á meðal grein um forgangsröðun. „Ég er þeirrar skoðunar að meðan forgangs- röðun hefur enga stoð í íslenskum lögum sé það forkastanlegt og frá- leitt að nota lög um réttindi sjúklinga til þess að lögfesta að forgangsröðun sé leyfileg. Eg hef lýst þeirri skoðun minni í nefndinni að þetta atriði eigi að fara út. Eg nefni einnig þriðju grein frumvarpsins þar sem talað er um að það eigi að veita meðferð sem á hveijum tíma skal hagað eftir þeim fjárhagsramma sem heilbrigðisþjón- ustunni er sniðinn. Þetta get ég ekki samþykkt og heldur ekki stjórnarand- staðan í nefndinni. Með því að sam- þykkja þetta yrði stigið stórt skref aftur á bak og alveg fráleitt er að nota lög um réttindi sjúklinga til þess að hverfa frá því sem segir í heilbrigð- islögunum um að sjúklingur eigi að hafa kost á bestu meðferð sem völ er á hveiju sinni,“ sagði Össur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.