Morgunblaðið - 29.05.1996, Síða 2

Morgunblaðið - 29.05.1996, Síða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Þorkell JÓN Stefánsson organisti og séra Flóki Kristinsson sátu á fremsta bekk á aðalsafnaðarfundinum í Langholtskirkju í gærkvöldi. Fjölmennur aðalsafnaðarfundur í Langholtssókn stóð fram á nótt Tekið undir áskoranir um brottrekstur Flóka AÐALSAFNAÐARFUNDUR í Langholtssókn samþykkti laust eftir miðnætti með miklum meirihluta atkvæða að skora á kirkjumálaráð- herra að taka til greina skriflegar yfirlýsingar 1500 sóknarbama og leysa sóknarprestinn, séra Flóka Kristinsson, frá störfum eins fljótt og unnt væri. Séra Flóki vildi ekki að svo stöddu tjá sig um niðurstöðu fundarins, þegar blaðamaður ræddi við hann eftir fundinn. Ragnar Fjal- ar Lárusson prófastur sagðist álíta að afar erfitt yrði fyrir kirkjuyfir- völd að komast hjá því að grípa til aðgerða. Fundinn í Langholtskirkju sótti hálft fjórða hundrað sóknarbama. Hófst hann klukkan hálf níu og rétt SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRAR Norður-Atlantshafsríkja eru staddir hér á landi ásamt fylgdarliði. Fyrsti fundur ráðherranna var í móttöku Þorsteins Pálssonar sjávarútvegsráð- herra á Hótel Sögu í gær. Fundinn sitja Fred J. Mifflin, sjáv- arútvegsráðherra Kanada, Ivan .Jo- hannesen, sjávarútvegsráðherra Fær- eyja, Paviaraq Heilmann, sjávar- útvegsráðherra Grænlands, Jan Henry T. Olsen, sjávarútvegsráðherra fyrir miðnættið flutti Ólöf Kolbrún Harðardóttir, eiginkona Jóns Stef- ánssonar organista, tillögu um að skora á kirkjumálaráðherra að taka til greina skriflegar yfirlýsingar 1500 sóknarbarna og leysa sóknar- prestinn svo fljótt sem verða mætti frá embætti og virða þannig vilja safnaðarins. í rökstuðningi benti hún m.a. á að það væru sóknarbörnin sem hefðu úrslitavald um ráðningu prests. Vilji safnaðarins væri grund- vallaratriði og yrði ráðherra, sem hefði veitingarvald, að byggja alfar- ið á þeim vilja. Tillagan samþykkt 228:25 Töluverðar umræður urðu um til- löguna, bæði af hálfu stuðnings- Noregs, V.F. Korelsky, sjávarútvegs- ráðherra Rússlands og fyrir Evrópu- sambandið mætir M. José Almeida Serra, ráðuneytisstjóri sjávarútvegs- deildar. Meðal viðfangsefna á fundinum er fiskveiðistjórnun í Norður-Atlants- hafi, tæknilegar framfarir í þágu fisk- veiðieftirlits og -stjómunar, alþjóðleg fiskveiðimálefni sem snerta hagsmuni Norður-Atlantshafsrikja og fiskveiði- stjómun innan lögsögu. manna meirihluta sóknarnefndar og prests. Frávísunartillaga var felld með miklum meirihluta atkvæða. Tillaga Ólafar Kolbrúnar var síðan samþykkt með 228 atkvæðum gegn 25 en 3 atkvæði voru auð eða ógild. í skýrslum sóknarnefndar og starfsmanna var áberandi óánægja með máttleysi kirkjulegra yfirvalda til að taka á málum safnaðarins. Kom þetta meðal annars fram í skýrslum Guðmundar E. Pálssonar, formanns sóknarnefndar, og Báru Friðriksdóttur, sem séð hefur um barnastarfið í kirkjunni, en hún sagði af sér á fundinum og tjáði sig um erfiðleika í samstarfi við sóknar- prestinn. Ólöf Kolbrún Harðardóttir og Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra hélt hinum sjávarútvegs- ráðherrum Norður-Atlantshafsríkj- anna boð á heimili sínu í gærkvöldi Margrét Leósdóttir sögðu báðar af sér störfum í sóknarnefnd í samræmi við úrskurð setts biskups í Lang- holtskirkjudeilum, séra Bolla Gústavssonar. Að tillögu þeirra voru Katla Þorsteinsdóttir og Helgi Krist- insson kosin í nefndina án mótfram- boðs. Guðmundur Gíslason varamað- ur í sóknarnefnd sagði af sér með þeim orðum að svokölluð Þrótt- heimasamtök ætluðu greinilega ekki að láta af illdeilum við sóknarprest- inn. Var Bergrós Jóhannesdóttir kosin í hans stað. Þá sagði Sigríður Jóhannsdóttur safnaðarfulltrúi af sér störfum, með bréfi til fundarins, sannfæringar sinnar vegna. Ásgeir Pétursson, fyrrverandi sýslumaður, var kosinn í hennar stað. en á morgun halda fundarmenn til Rangárvallasýslu þar sem þeir fara meðal annars á hestbak og snæða grillmat. Frambjóð- endur fá fyrirgreiðslu FRAMBJÓÐENDUR í forseta- kjöri eiga kost á samskonar fyr- irgreiðslu og stjórnmálaflokkar við alþingiskosningar. Þetta er gert samkvæmt samþykkt ríkis- stjórnarinnar. Ákveðnar venjur hafa skapast um þetta en það er hveiju ráðu- neyti í sjálfsvald sett hvaða fyr- irgreiðslu þau veita frambjóð- endum. Þau verða aðeins að gæta þess að innbyrðis jafnræði ríki. Venja hefur verið að fram- bjóðendur hafi t.d. aðgang að kosningaskrám hjá Hagstofunni og njóti afsláttar af símgjöldum hjá Pósti og síma að undirlagi samgönguráðuneytis. Allar umsóknir frambjóðenda um fyrirgreiðslu á að meðhöndla með sambærilegum hætti þann- ig að þeir njóti jafnræðis inn- byrðis og til jafns við stjórnmála- flokka. Umræðu lokið um fram- haldsskóla ÞRIÐJU og síðustu umræðu um framhaldsskólafrumvarpið lauk á Alþingi í gærkvöldi en eftir er að greiða atkvæði um það. Frumvarpið felur í sér ýmsar breytingar frá núgildandi lög- um um framhaldsskólana. Lögð er áhersla á starfsnám og stefnt að því að efla og fjölga starfs- námsbrautum og opna leiðir til stúdentsprófs fyrir nemendur sem ljúka starfsnámi og námi frá sérskólum. Nokkuð skiptar skoðanir eru um frumvarpið á Alþingi og hafa fulltrúar stjórnarandstöð- unnar gagnrýnt ýmis atriði þess. Margeir o g Hannes Hlífar efstir MARGEIR Pétursson og Hann- es Hlífar Stefánsson eru efstir á Skákþingi íslands, með 5 vinn- inga eftir sex umferðir. Helgi Olafsson er í þriðja sæti með 4 'h vinning. í sjöttu umferð Skákþingsins sem fram fór í gær vann Helgi Ólafsson Jón Garðar Viðarsson, Benedikt Jónasson vann Torfa Leósson, Jóhann Hjartarson vann Jón Viktor Gunnarsson, Sævar Bjarnason vann Magnús Örn Úlfarsson, Margeir Péturs- son vann Þröst Þórhallsson og Hannes_ Hlífar Stefánsson vann Helga Áss Grétarsson. ■ Skákþáttur/44 BLAÐINU í dag fylgir fjögurra síðna auglýsinga- blað frá BYKO. Sjávarútvegsráðherrar Norður-Atlantshafsríkja á fundi í Reykjavík Fundaum sameiginlega hagsmuni Morgunblaðið/Jón Svavarsson ÞORSTEINN Pálsson bauð ráðherrunum til veislu á heimili sínu í gærkvöldi og hér eru þeir úti í garði á Háteigsveginum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.