Morgunblaðið - 29.05.1996, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 29.05.1996, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 1996 19 VIÐSKIPTI Pizza 67 opnar á Stríkinu og í Bandaríkjunum EINAR Kristjánsson, t.v., og Gísli Gíslason við dyrhússins í Augusta í Georgia þar sem Pizza 67 verður væntanlega brátt opnuð. HÚSIÐ þar sem Pizza 67 í Kaupmannahöfn verður til húsa er á Strikinu, um 150 metra frá Kongens Nytorv. PIZZA 67-veitingastaðir verða væntanlega opnaðir á Strikinu í Kaupmannahöfn og í borginni Aug- usta í Georgíu í Bandaríkjunum í sumar. Staðurinn á Strikinu verður í eigu íslenskra aðila og tekur til starfa fyrir júlílok en í Augusta, þar sem er um að ræða hóp manna sem tengjast Frank Booker, sem árum saman var atvinnumaður í körfuknattleik hér á landi, er stefnt að opnun seinnipart sumars. Einar Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri og einn stofnenda Pizza 67, og Gísli Gíslason, lögmað- ur fyrirtækisins, eru nýkomnir að utan og að sögn þeirra eru viðræð- ur í báðum löndunum vel á veg komnar. Fimmtán Pizza 67 veitingastaðir eru reknir á íslandi. Fyrirtækið er veitingahúsakeðja þar sem eigend- ur veitingastaðanna kaupa fram- leiðslusérleyfi (franchise) frá eig- endum keðjunnar. Sérleyfið veitir leyfi til að nota nafn keðjunnar, matseðil og uppskriftir. Markaðurinn svipaður og var hér fyrir 5-15 árum Einar og Gísli segja að veitinga- staðurinn á Strikinu verði stofnaður af eigendum Pizza 67 í Nethyl og á Akureyri, auk eigenda Pizzahúss- ins, Hróa Hattar og Bros-bola. Að sögn Einars hafa eigendur íslenskra pizza-staða lengi haft augastað á að færa út kvíarnar til Norðurlanda. Pizza-markapurinn þar sé svipaður og var á Islandi fyrir 5-15 árum síðan og því telji menn mikla möguleika þar fyrir hendi. Niðurstaða fyrrgreinds hóps hafi orðið sú að taka sig saman um að opna þennan stað með myndarleg- um hætti. Ákveðið hefur verið að taka á leigu 330 fermetra húsnæði á tveimur hæðum við Strikið, þar sem 190 þúsund manns ganga fram hjá á degi hverjum og þar verður opnað veitingahús innan tveggja mánaða. Framkvæmdastjóri og e.t.v. fleira starfsfólk verður ís- lenskt. Þá er stefnt að því að fyrirtækið nýti sér þá kynningu sem það fær á þessari fjölförnu göngugötu með því að fara út í heimsendingarþjón- ustu, sem Gísli og Einar segja að sé mun takmarkaðri í Danmörku en íslenskir neytendur eiga að venj- ast. Einar og Gísli segja að verið sé að afla endanlegra leyfa fyrir rekst- ur staðarins en þeir eiga ekki von á fyrirstöðu úr þeirri átt. Þá eru þeir komnir í viðræður við Pepsi í Danmörku og framleiðendur Faxe- bjórs um samvinnu við sölu drykkja á veitingastöðunum. Frank Booker, sem búið hefur á íslandi undanfarin ár og leikið körfubolta með fjölmörgum félög- um, hefur að sögn Einars og Gísla ásamt hópi manna tekið á leigu um 600 fermetra húsnæði í heimabæ sínum Augusta í Georgia, um 40 þúsund manna bæ, og hyggst opna þar veitingastað með sérleyfi frá Pizza 67 seinnipart sumars. Opnað í Atlanta? Viðræður standa yfir um að gerð- ur verði samningur við Booker og félaga hans um opnun þriggja veit- ingastaða í fylkinu innan tveggja ára. Gísli segir að Booker og félag- ar hans, virðist stefna að því að færa út kvíarnar og opna einnig sams konar staði í miðbæ Atlanta, stærstu borg fylkisins_ í húsnæði sem losnar að loknum Ólympíuleik- unum þar í haust. En hvers vegna er áhugi á því að opna íslenskan pizza-stað í hei- malandi skyndibitakeðjanna? Gísli og Einar segja að deyfð sé yfir pizza-markaðnum vestanhafs og eftir að hafa kynnst Pizza 67 hér- lendis hafi Booker tekist að telja fjármálamönnum í heimabæ sínum á þá hugmynd að staður með útlit og fjölbreyttan matseðil Pizza 67 ætti erindi á markað í Bandaríkjun- um. Útlit Pizza 67 er í endurhönnun í tengslum við væntanlega útrás fyrirtækisins og verður lögð áhersla á útlit í anda sjöunda áratugarins, en til hans er nú vísað í nafni fyrir- tækisins og „lógói.“ Vaxtakjör á nýju láni ríkissjóðs 16 punkt- um undir Libor Hagstæðari kjör en áður hafa sést RÍKISSJÓÐUR hefur á þessu ári fengið hagstæðari kjör erlendis á nýju lánsfé til langs tíma en áður hefur þekkst. Það sem af er árinu hefur verið gengið frá tveimur samningum um erlent lánsfé, sam- tals að fjárhæð um 14 milljarðar króna. Þegar á heildina er litið liggja vextir af þessum lánum undir undir millibankavöxtum í London eða svonefndum Libor- vöxtum. Þetta er nýmæli þegar um er að ræða lánsfé til langs tíma, að sögn Ólafs ísleifssonar, framkvæmdastjóra alþjóðasviðs Seðlabankans. í síðustu viku var gengið frá samningum um vaxtakjör á nýju láni hjá Evrópska fjárfestingar- bankanum og gilda þau fyrstu fimm ár lánstímans. Fjárhæð láns- ins er 63 milljónir þýskra marka sem jafngildir 2,8 milljörðum króna. í tengslum við lánið hefur verið gerður sérstakur vaxta- skiptasamningur og greiðir ríkis- sjóður af láninu samkvæmt honum millibankavexti í London að frá- dregnum 16 punktum eða 0,16%. Millibankavextir í þýskum mörk- um nema nú um 3,35%. Hér er um að ræða hagstæðari lánskjör en ríkissjóður hefur áður notið á sambærilegum lánum. Lánið er til 10 ára og greiðist upp í einu lagi við lok lánstímans, en það var tek- ið til að fjármagna ýmsar verkleg- ar framkvæmdir á vegum ríkisins. Fyrr á árinu voru gefin út skuldabréf erlendis að fjárhæð 250 milljónir þýskra marka með slétt- um millibankavöxtum. Þessi tvö lán mynda meginuppistöðuna í erlendum lántökum ríkissjóðs til langs tíma á árinu. Ný Olís-stöð opnuð við Sæbraut OLÍS opnaði á laugardag nýja þjónustustöð á gatnamótum Sundagarða og Dalbrautar við Sæbraut. Elsti starfsmaður félags- ins, Ólafur G. Jónsson vígði stöð- ina en hann hefur starfað hjá fé- laginu í 53 ár. Stöðin er búin nýjasta dælu- og tölvubúnaði, sem gerir alla þjón- ustu við viðskiptavini þægilegri, hraðari og öruggari en áður, að því er segir í frétt frá félaginu. Opnun stöðvarinnar markar þáttaskil í rekstri Olís, en nýja stöðin er sú fyrsta sem byggð er samkvæmt nýrri hönnun félagsins á verslunarhúsi og skyggni, sem einkenna mun allar stærri stöðvar félagsins í framtíðinni. I stöðinni er 120 fermetra verslun, sem verð- ur opin til 23.30 alla daga. Þar verður boðið upp á allar algeng- ustu neysluvörur þ.m.t. kælivörur og frystivörur til heimilisins, svo og vörur til ferðalaga og frí- stunda. Meðal nýjunga á stöðinni má nefna, að olíuvörur eru geymd- ar í sérstökum loftræstum skáp og bensínafgreiðslumenn hafa fengið séraðstöðu, aðskilda frá versluninni. Auk þess verður þar hægt að taka út reiðufé gegn fram- vísun debetkorts. Á dælueyjum er sú nýjung að hægt er að dæla smurolíu, frostlegi, rúðuvökva og vatni beint á bílinn, auk eldsneytis. Stöðin er með sérstaka háhraða- dælu fyrir stærri bíla sem taka dísilolíu. Ennfremur er gert ráð fyrir að í framtíðinni verði hægt að hlaða rafmagnsbíla á stöðinni. Fyrstu vikuna verður í boði 5 ki-óna afsláttur á öllu eldsneyti, auk tuga glæsilegra vörutilboða. Á sömu lóð byggir Olís nú nýtt veitingahús með lúguþjónustu, sem Sundanesti mun starfrækja en það verður opnað síðar í sumar. Jafnframt hefur verið ákveðið að allar nýjar verslanir félagsins fái heitið „uppgrip" sem vísar til þess að á stöðvunum verði stöðugt vöru- og þjónustutilboð í gangi og auðvelt að nálgast allar vörur með einföldum og skjótum hætti. Samhliða opnun hinnar nýju stöðvar tekur OLIS upp nýtt kjör- orð: . . . léttir þér lífið. Vita- og hafnamálastofnun semur við VSÓ 9000 teikningar stofn- unarinnar á tölvu VITA- og hafnamálastofnun hefur gert samning við Verkfræði- stofu Stefáns Ólafssonar, VSÓ, um að skanna allar teikningar í teikningasafni stofnunarinnar og vista þær á geisladiskum. Um er að ræða 9000 teikningar og eru sumar þeirra frá fyrsta hluta ald- arinnar. Allt safnið á 7 geisladiska Vita- og hafnamálastofnun er fyrsta ríkisstofnunin sem ákveður að nýta sér tölvutæknina á þennan hátt. Verkið verður unnið á teikn- ingaskanna VSÓ, en með honum er mögulegt að skanna allar hefð- bundnar teikningar. Tilgangurinn með verkinu er að varðveita teikn- ingar á heppilegan og ódýran hátt og gera þær aðgengilegri. Auðvelt verður að nálgast teikningarnar og mögulegt að breyta þeim í tölvu. Jafnframt verður hægt að senda teikningar hvert á land sem er í gegnum tölvunet. Teikning- arnar 9000 rúmast á 7 geisladisk- um og mun því sparast mikið hús- rými. Verkið er unnið samkvæmt tilboði og er gert ráð fyrir að það muni taka 3 mánuði. Teikningar Vita- og Hafna- málastofnunarinnar eru af ýmsum gerðum og stærðum, m.a. eru varðveittar teikningar gerðar með blýanti á silkipappír. Slíkar teikn- ingar má gera aðgengilegri og varðveita afrit af þeim um ókomna tíð á geisladiski sem að sögn Bjarna Frímannssonar, fram- kvæmdastjóra VSÓ, er í senn ein- föld og ódýr lausn. Sun Ultra Enterprise Servers Kynning á nýrri fjölskyldu af Sun fjölgjörvamiðlurum með UltraSPARC örgjörvum frá Sun Microsystems verður á Hótel Sögu í ráðstefnusal A miðvikudaginn 29. maí kl. 15:00. Vinsamlegast tilkynnið um þátttöku til Bjarneyjar, | ritara söludeildar EJS, í síma 563 3060 einarj. ^sun E)^ LASON HF
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.