Morgunblaðið - 29.05.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 29.05.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ1996 21 ERLENT Yfir 9 milljónir flúið heimili sín í fyrrum Sovétríkjunum Ofyrirsjáanlegar afleið- ingar fyrir heimsfriðinn Genf. Reuter. YFIR níu milljónir manna í lýðveld- um fyrrum Sovétrikjanna hafa neyðst til að yfirgefa heimili sín frá árinu 1989, vegna þjóðernisátaka eða mikilla vistfræðilegra breytinga. Að sögn Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna hefur einn af hveijum þijátíu íbúum í Sovétríkjun- um sálugu flosnað frá heimilum sín- um og telur stofnunin þetta verða „ótrúlega umfangsmikið og flókið mál“ sem ógni stöðugleika á svæð- inu. Verði þessi þróun ekki stöðvuð, kunni hún að hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir heimsfriðinn. Að sögn flóttamannastofnunar- innar er ekki um að ræða fólk sem hefur yfirgefið heimili sín í von um betri lífskjör eða þá sem hafa flust til annarra landa en fyrrverandi lýðvelda Sovétríkjanna. Fæstir hafi flust af fúsum og fijálsum vilja, nefna megi um 3,6 milljónir manna sem hrakist hafi á brott vegna þjóð- ernisátaka, t.d. í Armeníu, Az- erbajdzhan og Tjsetsjníju. Þá hafa um 700.000 manns orðið að flytj- ast frá heimilum sínum vegna breytinga á vistkerfinu sem orðið hafa af mannavöldum. Þar má nefna þurrka í Mið-Asíu vegna þess hversu yfirborð Aralvatns hefur lækkað mikið, geislavirkni við til- raunasvæðið í Semipalatínsk og kjarnorkuslysið í Tsjernobyl. Ekki má gleyma um 1,2 millj- ónum manna, fórnarlömbum nauð- ungarflutninga á tímum Jósefs Stalíns. Árið 1944 var yfir ein millj- ón manna flutt frá heimkynnum sínum og í kjölfar hruns Sovétríkj- anna hefur fólkið og afkomendur þess reynt að snúa aftur heim. Atök á 164 stöðum Þetta kemur fram á ráðstefnu Flóttamannastofnunarinnar, Örygg- is- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) og Alþjóðabúferlaflutninga- stofnuninnar (IOM). Er ætlunin að koma saman áætlun um það hvem- ig ná megi tökum á vandanum og komast hjá enn frekari afleiðingum. í skýrslu Flóttamannastofnun- arinnar kemur fram að fólkið hefur hrakist af stað vegna 164 ólíkra stríðsátaka innan tólf af fimmtán lýðveldum gömlu Sovétríkjanna. Flestar af þeim 100 þjóðum sem hafi búið í lýðveldunum hafi orðið fórnarlömb þjóðernisátakanna. Verst hafí slavnesku þjóðirnar, sér- staklega Rússar, orðið úti en þeir eru um tvær af þeim níu milljónum sem hafa flúið heimkynni sín. Þegar Sovétríkin leystust upp, bjuggu á milli 54 og 65 milljónir manna fjarri heimkynnum sínum, þar af voru 34 milljónir Rússar, Ukraínumenn og Hvít-Rússar, sem flestir eru búsettir í lýðveldunum í suðri og austri. Mestu flutningarnir hafa tengst lýðveldunum Túrkmen- istan, Uzbekistan, Kazakhstan, Tadzhíkistan og Kírgístan. Gengið til þing’kosninga í ísrael í dag Peres segir Netanyahu binda enda á friðinn Reuter SHIMON Peres, t.v. og Benjamin Netanyahu, t.h. tóku þátt í sjón- varpskappræðum undir stjórn Dan Margalit á sunnudagskvöld. Að þeim loknum vildu stjórnmálaskýrendur ekki eigna öðrum sigurinn. Jerúsalem. Rcuter. Thc Daily Telcgraph. SHIMON Peres, forsætisráðherra ísraels, varaði á mánudag við því að aðalkeppinautur hans í þingkosning- unum, Benjamin Netanyahu, myndi binda endi á friðarumleitanir í _Mið- Austurlöndum, næði hann kjöri. ísra- elar ganga að kjörborði í dag. Sam- kvæmt tveimur skoðanakönnunum sem birtar voru í gær, hefur Peres, leiðtogi Verkamannaflokksins, 3% forskot á Netanayu, sem fer fyrir Likud-flokkinum. Vonir voru bundn- ar við að til tíðinda myndi draga í sjónvarpskappræðum stjórnmálaleið- toganna á sunnudag en stjórnmála- skýrendur voru sammála um að svo hefði ekki verið. Netanyahu hefur heitið því að hægja á friðarferlinu sem stjórn Verkamannaflokksins kom af stað. Þá segist Netanyahu munu leyfa nýjar landnemabyggðir á Vestur- bakkanum og á Gaza. Hafa Palest- ínumenn brugðist æfír við þessum yfirlýsingum og sagt þær ögrun við sig. Peres sagði á mánudag ekki telja að Likud-flokkur Netanyahu myndi gera beina atlögu að friðarferlinu en að sú stefna að leyfa landnám myndi binda enda á það. Peres kvaðst telja kosningarnar í dag vera í raun þjóðaratkvæða- greiðsla um þá stefnu sem hann og stjórn hans hafi framfylgt til að stuðla að friði. „Þetta eru mikilvæg- ustu, að mínu mati, þýðingannestu kosningarnar í sögu ísraelska ríkis- ins. Eg tel að það verði hræðilegt ef friðarferlið verður fyrir truflun eða stöðvun og að við stígum skref aft- urábak. Það verður óskaplega erfitt að leiðrétta það síðar meir,“ sagði Peres. Haldið aftur af harðlínumönnum Samkvæmt skoðanakönnun Yedi- oth Ahronoth sem birt var í gær, hyggjast 50,5% kjósenda greiða Per- es atkvæði sitt í embætti forsætisráð- herra en 46,5% Netanyahu. Þá er Verkamannaflokkinum spáð 39 eða 40 þingsætum og Likud-bandalaginu 32 eða 36 þingsætum. í samtali við blaðamann The Daity Telegraph sagði Netanyahu að verði hann forsætisráðherra verði það sitt fyrsta verk að „hressa við friðarum- leitanirnar. Ég tel að þær séu í kyrr- stöðu. Ekkert gerist... Ég myndi kalla saman að nýju til friðarráð- stefnunnar í Madríd." Ráðstefnan, sem haldin var árið 1991 var upphaf- ið sem Ieiddi til friðarsamninga ísra- ela og Palestínumanna. Netanyahu fullyrti að hann myndi halda aftur af harðlínumönnum í flokknum á borð við Ariel Sharon, fyrrverandi varnarmálaráðherra. Hins vegar útilokaði hann palestínskt ríki, svo og breytingar á stöðu Jerú- salem. Þá hefur Netanyahu heitið því að herinn taki yfir öryggisgæslu að nýju, þó að ekki eigi að snúa að fullu aftur til arabískra borga á borð við Nablus. Kynlíf, elli og föðurlandsást Lítið var um óvæntar uppákomur í sjónvarpskappræðum Peresar og Netanyahu, sem fram fóru á sunnu- dagskvöld. Einna líflegastar urðu umræðurnar er kynlíf, föðurlandsást og elli bar á góma en að öðru leyti héldu þátttakendur sig við kunnug- leg málefni. Spurningar um einkalíf Peresar og Netanyahu þóttu glæða umræð- urnar lífi. Netanyahu baðst enn einu sinni afsökunar á því að hafa haldið fram hjá þriðju eiginkonu sinni, en hann gekkst við hjúskaparbroti árið 1993. Sagðist hann hafa gert mistök sem sært hefðu fjölskyldu sína, en að Peres hefði hins vegar gert mis- tök sem hefðu sært alla ísraelsku þjóðina og vísaði til friðarsamning- anna við Palestínumenn. Þá var gengið á Netanyahu vegna þess að hann breytti nafni sínu í Nitay í Bandaríkjunum. Brást hann reiður við og sagði að með því að efast um föðurlandsást sína væri verið að reyna að grafa undan sér. Fjölskyida hans ætti rætur sínar í Israel og hefði átt í yfir eina öld. Þegar komið var að Peres, var aldur hans fyrst og fremst til um- ræðu. Lagði hann áherslu á reynslu sína og góða heilsu. „Mér líður vel. Starfshæfni mín er mikil. Ég þekkti marga sem eru ungir en aldnir í anda,“ sagði Peres. Minnti hann m.a. á það að í forsætisráðherratíð sinni á áttunda áratugnum hefði verðbólga lækkað úr 500% í 18%. Nokkur hiti komst einnig í umræð- una er Peres og Netanyahu deildu um stöðu Jerúsalem en Netanyahu fullyrðir að Peres hyggist láta skipta borginni á milli Israela og Palestínu- manna. Peres sagði þessar ásakanir „skelfilegar ærumeiðingar" og sak- aði Netanyahu um að standa fyrir hræðsluáróðri. Að kappræðunum loknum lýstu báðir yfir sigri en stjórnmálaskýrend- ur vildu ekki eigna öðrum sigurinn frekar en hinum. Hvernig listaverk fengirðu þér ef þú ynnir 44 milljónir í Víkingalottóinu? • T ' 777 mikils að vinna! Alla miðvikudaga fyrirkl. 16.00. i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.