Morgunblaðið - 29.05.1996, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 29.05.1996, Qupperneq 22
22 MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ _________________________________ERLEMT_________________________________ , Stundarfriður í Tsjetsjníju hentar jafnt Jeltsín sem Jandarbíjev leiðtoga uppreisnarmanna ( Bíða með að taka á kröfunni um sjálfstæði JELTSÍN Rússlandsforseti leggur áherslu á orð sín í viðræðum við Tsjetsjenaleiðtogann Zelimkhan Jandarbíjev (snýr baki við myndavélinni) í Kreml á mánudag. Moskvu. Reuter, The Daily Telegraph. FULLTRÚAR rússnesku stjórnar- innar og uppreisnarmanna í Tsjetsje- níu undirrituðu á mánudag samning í Moskvu um að binda enda á bar- daga í héraðinu. Á öllum átökum að ljúka í síðasta lagi klukkan átta á föstudagskvöld að íslenskum tíma, miðnætti að staðartíma. Skipst verð- ur á föngum og hafnar viðræður um endanlegan frið en margir endar eru enn lausir og ekkert er minnst á helsta ásteytingarsteininn, sjálfstæð- iskröfur Tsjetsjena. Haldi vopnahléð er talið fullvíst að samningamir muni styrkja mjög pólitíska stöðu Borís Jeltsíns Rússlandsforseta sem leitar endurkjörs í júní. Talsmaður Tsjetsjena sem búsettir eru i Moskvu, Dzhabrafl Gakajev, sagði að um kosningabrellur væri að ræða. Hvorki Jeltsín né þeir leiðtogar Tsjetsjena sem staðið hefðu að samn- ingnum hefðu í einlægni hug á að semja um frið. Gakajev sagðist gera ráð fyrir að samningurinn rynni út í sandinn eftir forsetakjörið og myndi hafa í för með sér enn heiftarlegri bardaga í Kákasushéraðinu. Einn helsti ráðgjafí Gennadís Zjúg- anovs, forsetaframbjóðanda komm- únista, Valentín Kúptsov, fagnaði á mánudag samningnum við Jand- arbíjev, sagði að hann væri „ánægju- legur viðburður fyrir alla rússneska borgara, einnig þá sem búa í Tsjetsjníju" en bætti við að hann hefði átt að gera fyrr, þá hefði verið hægt að bjarga mörgum mannslífum. Oryggisráðstafanir í Moskvu Miklar öryggisráðstafanir voru gerðar á mánudag vegna komu Ze- limkhans Jandarbíjevs, leiðtoga Tsjetsjena, til Moskvu og var honum og fylgdarliði ekið beint frá Vnukovo- flugvelli, sem er vandlega víggirtur, til Kreml án þess að ræða við frétta- menn. Tsjetsjenamir munu hafa neit- að að fara með rússneskri herþyrlu frá héraðinu. Þeir óku þess í stað til flugvallar í grannhéraðinu Ingúsetíu og þaðan með flugvél til Moskvu. Jandarbíjev sagðist ekki koma til borgarinnar „eins og sá sem hefur tapað heldur sem sigurvegari“ eftir stríð sem staðið hefur hálft annað ár. Sýndar voru sjónvarpsmyndir frá undirrituninni í Kreml. Margir Rússar em sagðir hafa átt bágt með að trúa eigin augum er þeir sáu forseta sinn og aðra ráðmenn sitja við samninga- borð í Kreml andspænis Tsjetsjenun- um, sem búnir voru herklæðum sínum og höfuðfótum úr gæruskinni. Jeltsín, sem ræddi við Jandarbíjev í tvær stundir, skrifaði ekki sjálfur undir samningana, það gerði Viktor Tsjernomýrdín forsætisráðherra en forsetinn lýsti ánægju sinni með þró- un mála. Rússlandsforseti fuliyrti að búið væri að ryðja úr vegi helstu hindrunum í vegi friðarins. „Þetta er sögulegur dagur, söguleg stund“, sagði hann. Að sögn Sergejs Medvedevs, tals- manns Jeltsíns, var ekkert fjallað um sjálfstæðiskröfumar í viðræðunum en Jeltsín hefur sagt að Tsjetsjníja sé og verði rússneskt land. Munu nokkr- ir samningamenn Tsjetsjena verða áfram í Moskvu um hríð til að Ijúka samningum um þau atriði sem eftir er að ganga frá. Samið var um vopnahlé fram á föstudagskvöld en þá á friðarsamn- ingurinn að taka gildi. Pavel Gratsjov vamarmálaráðherra var ekki meðal samningamanna Rússa á mánudag og lét hann hafa eftir sér að hann tryði því ekki að Jandarbíjev hefði nægilegan myndugleik til að fá her- foringja Tsjetsjena til að fallast á vopnahlé. Jandarbíjev spurði Jeltsín í Moskvu hvort staðið yrði við samning- inn. „Hjá okkur munu allir hlýða skip- unum. Munu Tjsetsjenar standa við sinn hlut?“ spurði forsetinn. Tsjetsjen- inn sagði að slík vandamál væru jafn- vel enn minni í sínum herbúðum. Fundarmenn voru allir þungbúnir nema fulltrúi Öryggis-og samvinnu- stofnunar Evrópu, Svisslendingurinn Tim Guldimann en hann gegndi hlut- verki milligöngumanns í viðræðunum. Ekki virtist öllum ljóst hvemig orða- lagið var á öllum atriðum í skjölunum sem undirrituðu vom. Tsjernomýrdín heyrðist svara einhverri spurningu eins Tsjetsjenans ólundarlega. „Skrif- ið bara undir, hvaða máli skiptir það?“ Jeltsín brosti þó einu sinni, ef til vill til að draga úr hótunartóninum í þeim ummælum sínum að nú yrðu menn að sjá hvemig málin æxluðust, hægt yrði að finna þá sem undirrituðu plöggin ef samningurinn yrði brotinn. Versnandi staða Tsjetsjena Vopnahlé hefur oft verið gert í Tsjetsjníju en ekki tekist að fram- fylgja því lengur en í nokkra daga. Það er því eðlilegt að margir séu nú fullir efasemda. Ýmislegt bendir þó til þess að í þetta sinn séu a.m.k. líkur á lengra hléi. Báðum deiluaðilum kemur að þessu sinni mjög vel að bardagar séu stöðvaðir um sinn. Jeltsín átti framan af árinu mjög erfitt uppdráttar í kosningabaráttunni fyrir forsetakjör- ið í júní en hefur stórbætt stöðuna og þykir nokkuð viss um að verða annar af tveim efstu í fyrri umferð- inni, ef ekki öflugri en kommúnistinn Gennadí Zjúganov. Margir spá því að seinni umferðin verði harður slagur og lítil munur geti orðið á fylgi forsetans og Zjúg- anovs. Frá því snemma í vor hefur forsetinn lagt alla áherslu á að sanna að hann sé fær um að bæta fyrir verstu mistökin á ferlinum; innrásina I Tsjetsjníju. Ljóst er að Jeltsín og menn hans munu notfæra sér samn- inginn á mánudag eftir bestu getu næstu vikurnar í baráttunni um at- kvæðin. Tsjetsjenar misstu nýlega fræg- asta leiðtoga sinn, Dzhokar Dúdajev, í flugskeytaárás og hafa orðið fyrir þungum áföllum á vígvellinum und- anfarnar vikur. Rússneski herinn hefur tekið síðustu svæðin sem skær- uliðar réðu á láglendi og hafa þeir nú nær eingöngu fótfestu í fjöllum í suðri. Tsjetsjenar hafa því þörf fyr- ir hlé til að safna kröftum og endur- skipuleggja hernað sinn. Hvort hléið verður notað til að semja um endan- legan frið mun koma í ljós. Kraumar undir niðri Viðhorf rússneska herliðsins í Kákasushéraðinu og stjórnenda liðs- ins eru óljós en þau geta ráðið úrslit- um. Margir yfirmenn Rússa eru á því að í hvert sinn sem þeim hafi tekist að reka uppreisnarmennina á flótta semji stjómvöld í Kreml um vopnahlé sem Tsjetsjenar noti síðan til að end- urskipuleggja lið sitt og efla vamim- ar. Undir niðri kraumar óánægjan og enginn veit hvort hún endar með því að yfirmenn herliðsins gera opinber- lega uppreisn gegn stefnu Jeltsín. Gmnsemdir hafa lengi verið á kreiki um að skipunum frá Kreml hafi oft ekki verið hlýtt þótt reynt hafí verið að dylja ágreininginn. Fréttastofan Irtterfax hafði í gær eftir rússneskum liðsforingjum að Tsjetsjenar væm þegar farnir að not- færa sér vopnahléð til að treysta vam- imar. Meirihluti Breta styður andóf Majors London. Reuter, The Daily Telegraph. MEIRIHLUTI Breta styður þá stefnu stjórnar Johns Majors forsætisráð- herra að trufla starfsemi Evrópusam- bandsins, þar til að lausn hefur fund- ist á kúariðudeilunni. Útflutnings- bann var sett á breskar nautgripaaf- urðir fyrir tveimur mánuðum eftir að bresk stjómvöid sögðu að tengsl gætu verið milli kúariðu og banvæns heilarýmunarsjúkdómar í mönnum. í skoðanakönnun á vegum dag- blaðsins Independent lýsti meirihluti yfir stuðningi við stefnu stjórnarinn- ar. 54% kjósenda sögðu rétt að lama starfsemi ESB vegna málsins, 62% stuðningsmanna íhaldsflokksins töldu að grípa ætti til gagnaðgerða og banna innflutning á þýskum varningi og 43% breskra kjósenda töldu að Bretar ættu að hóta því að draga sig úr Evrópusambandinu af útflutningsbanninu yrði ekki af- létt. I skoðanakönnun í Observer um helgina kom hins vegar fram að meirihluti kjósenda telur að breska stjórnin eigi sök á því hvernig kom- ið er í málinu en ekki ESB. Hófsamir íhalds- menn áhyggju- fullir ***** EVRÓPA^ Engin tímaáætlun Roger Freeman, ráðherra er stjóm- ar ráðherranefnd er samræmir að- gerðir Breta gegn ESB, sagði á mánu- dag að stjómin hefði fallið frá því að krefjast tímaáætlunar um afnám bannsins. Gaf hann þessa yfirlýsingu út í kjölfar þess að Jacques Santer, forseti framkvæmdastjómar ESB, sagði ekki koma til greina að leggja fram slíka tímaáætlun og sagðist hafa áhyggjur af því að Bretar kynnu að einangrast í Evrópu létu þeir ekki af andófí sínu. Malcolm Rifkind utan- ríkisráðherra sagði hins vegar að tímaáætlun væri eitt þeirra markmiða er Bretar myndu reyna að ná fram í samningaviðræðum sínum. Robin Cook, sem fer með utanríkis- mál í skuggaráðuneyti Verkamanna- flokksins, sagði að ríkisstjómin yrði að taka sig saman og tala einni röddu. „Ég er hræddur um að þessar and- stæðu yfírlýsingar tveggja háttsettra ráðherra sé lýsandi dæmi um þá ring- ulreið sem ríkir á æðstu valdastöðum þegar kemur að því að fínna leið til að fá útflutningsbanninu aflétt," sagði Cook. Uppreisn hófsamra George Walden, fyrrum mennta- málaráðherra íhaldsflokksins, hótaði því í gær að hætta að fylgja flokk- saga á þingi ef stjómin léti ekki af „þjóðrembu“ sinni. Hann sagðist ekki reiðubúinn að láta troða sér í „þjóð- ernislega spennitreyju". Vaxandi ótta gætir meðal hófsamra hægri- BRESK blöð hafa tekið mjög mismunandi afstöðu til her- ferðar stjórnar Majors gegn ESB. Gula pressan fagnar henni en sumir fjölmiðlar, líkt og tímaritið Economist, telja hana eiga eftir að skaða hags- muni Breta. manna í íhaldsflokknum að stefna Majors muni ekki skila tilætluðum árangri og að deilan gæti dregist í marga mánuði og haft hrikalegar afleiðingar fyrir stöðu Bretlands í Evrópu. Telja þeir að Major hafi gefist upp gagnvart hægrimönnum í flokknum og hyggjast stofna sam- tök til að tryggja að flokkurinn hái næstu kosningabaráttu á miðju stjómmálanna. Walden sagði hugsanlegt að aðrir þingmenn myndu hætta að lúta flokk- saga vegna „andevrópskrar" stefnu Majors. Hann hyggst ekki gefa kost á sér á ný í næstu kosningum og hefur því engu að tapa. Stjómin hef- ur einungis eins atkvæðis meirihluta á þinginu og hefur því ekki efni á að tapa einu einasta atkvæði. Evrópuandstæðingar í íhalds- flokknum gagnrýndu Walden harka- lega fyrir að nýta sér erfíða stöðu flokksins. Þjóðverjar vilja hörku Þýski jafnaðarmannaflokkurinn (SPD) hvatti stjórnvöld til þess í gær að banna sölu á breskum nautgripa- afurðum og vörum sem nautgripaaf- urðir er að finna í ef Evrópusam- bandið aflétti útflutningsbanninu áður en Bretar hefðu gert tilhlýðileg- ar ráðstafanir til að koma í veg fyr- ir útbreiðstu kúariðunnar. Heidemarie Wieczorek-Zeul, talmsaður SPD í Evrópumálum, sagðist óttast að dýralæknanefnd ESB myndi brátt aflétta banninu að hluta. „Við viljum taka hagsmuni neytenda fram yfir efnahagslega hagsmuni og hagsmuni bænda,“ sagði hún. Flokkur Fijálsra demókrata (FSP), sem aðild á að þýsku stjórn- inni, sagði Breta hafa klúðrað þessu máli og að andóf þeirra myndi koma sjálfum þeim í koll. Sagði talsmaður flokksins ekki koma til greina að slaka á útflutningsbanninu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.