Morgunblaðið - 29.05.1996, Page 27

Morgunblaðið - 29.05.1996, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 1996 2 7 LISTIR Nýjar bækur • ÚT eru komnar fjórar bækur eftir Kristin G. Harðarson: Skyndileg fullvissa, Á fjarlæg- um stað, Ljóstaktur ogHvers- dagsheimur portsins. Þetta eru samtals 119 stuttar sögur, frá einni og upp í nokkrar síður hver. í kynningu segir: „Sögurnar spanna allvítt svið, velflestar unn- ar upp úr dagbókum höfundar og það allt aftur til ársins 1983. Þetta eru draumar, hugleiðingar, umhverfis- og mannlýsingar, endursagnir, hugdettur, hvers- dagslegir viðburðir, ýmiss konar innri upplifanir og minningarbrot og reynir höfundurinn oft að móta efnið þannig að eftir verði ein samanþjöppuð tilfinning eða stemmning. Kristinn, sem hefur myndlistar- menntun að baki og alllangan fer- il sem slíkur, hefur frá upphafi fengist mikið við frásagnartengda list á einn eða annan hátt og unn- ið í hin ýmsu efni og form og það með hinum margvíslegustu að- ferðum. Hann hefur notað texta í myndverk og gerninga og jafnvel gert texta, orð eða setningar að mynd. Það má því segja að texti á bók sé beint framhald eða út- víkkun á þeirri iðju. Mjög oft fjalla sögurnar og myndlistarverkin um sama við- fangsefnið eða myndefnið og oft- ast þá eitthvað úr persónulegu og hversdagslegu umhverfi höfundar- ins. En hvert form og aðferð hefur sína eiginleika og möguleika og kemur hinum ýmsu tilfinninga- þáttum misvel til skila. Það má því segja að sagan fjalli um aðra hlið viðfangsefnisins en myndin." Bækurnar eru útgefnar af höf- undi í hundrað árituðum eintökum. Kristinn hefur áðurgefið út Ijóða- bókina Eilífir sólargeislar. ----------------- Strengjasveit til Skandinavíu STRENGJASVEIT Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar er nú í tónleikaferð um Noreg og Svíþjóð. Leikið verður í sænsku borgunum Arvika, Örebro og Karl- skoga og ferðinni lýkur með tón- leikum á Glen tónlistarhátíðinni fyrir sunnan Osló þann 2. júní. I ferðinni verður aðallega flutt ís- lensk og norræn tónlist. Þ.á m. nýtt verk eftir John Speight, Fá- einar myndir, sem skrifað er fyrir tvær strengjasveitir og samið var sérstaklega í tilefni af þessari tón- leikaferð. Tónverkið verður flutt í sam- vinnu strengjasveitar Tónskólans og hljómsveitar tónlistarskólans á hveijum stað fyrir sig. Auk þess verða flutt verk eftir Johann Svendsen, Hafliða Hallgrímsson, Lennart Lundén og Sparre Olsen. Stjórnandi sveitarinnar er Sigursveinn Magnússon. Frjálst bflalán og önnur bflalán -þekkirðu muninn? Engin önnur bílalán sameina alla þessa kosti: Þér er frjálst að tryggja bílinn þar sem þú vilt. Þú ert frjáls að skipta um tryggingafélag, þegar betri kjör bjóðast annars staðar. Bílalánið bindur þig ekki. Viljir þú selja á lánstímanum er þér frjálst að selja hæstbjóðanda, óháð því hvar hann tryggir því kaupandinn getur yflrtekið Frjálsa bílalánið . Þú ert frjáls að því að velja sjálfsáhættuna í kaskótryggingunni og þannig geturðu haft áhrif á hvað þú greiðir í tryggingariðgjöld. í Frjálsum bílalánum býður Ghtnir nú allt að 100% lán til 36 mánaða, 75% til 48 mánaða og 65% til 60 mánaða. Shkt boð hefur ekki sést fyrr hérlendis. Og betri vextir bjóðast ekki! Glitnlrhf DÓTTURFYRIRTÆKI ÍSLANDSBANKA Glitnir hf., Kirkjusandi, 155 Reykjavík. Sími 560 88 00. Myndsendir 560 88 10. FREISTANDI TILBOÐ Á BÍLUM FRÁ FJÓRUM LÖNDUM, k., SKEMMTIDAGSKRÁ, VEITINGAR O.M.FL. UM HELGINA. A ARMULA 13, SÍMI: 568 1200 BEINN SÍMI: 553 1236

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.