Morgunblaðið - 29.05.1996, Page 28
28 MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Hetjur
háloftanna
Sigfús Halldórsson
Nýr hljómdiskur
Lög Sigfúsar
Halldórssonar
KVIKMYNPIR
Bíóhöllin/Bíóborgin
HÆTTULEG ÁKVÖRÐUN
„EXECUTIVE DECISION"
★ ★ ★
Leikstjóri: Stuart Baird. Framleið-
andi: Joel Silver. Tónlist: Jerry Gold-
smith. Aðalhlutverk: Kurt Russell,
Halle Berry, John Leguizamo, Joe
Morton, Oliver Platt, Steven Segal
og David Suchet. Wamer Bros. 1996.
SPENNUTRYLLAR dagsins
snúast allir um hryðjuverkamenn
eftir að Bruce Willis henti þeim út
úr skýjakljúfnum í „Die Hard“. Gall-
inn er sá að flestir eru þeir gerðir
af algeru hugsunarleysi. Þeir eru
skrípamyndir eins fjarri raunveru-
leikanum og hægt er að komast.
Þess vegna er ágætt að fá dálitla
tílbreytingu í þennan myndaflokk
eins og Hættulega ákvörðun með
Kurt Russell. Hún kemst næst því
að vera „alvöru“ hryðjuverkatryllir
miðað við það sem gengur og gerist.
Hún reiðir sig eins og aðrar hasar-
myndir á blinda trúgimi áhorfandans
en rauði þráðurinn í henni er samt
ekki alveg út í hött og persónumar
eru af holdi og blóði og spennan sem
myndast undir leikstjóm Stuart Ba-
ird er raunveruleg og gerir myndina
að hinni ágætustu skemmtun.
Hættuleg ákvörðun minnir á
„Juggernaut", eina af betri hryðju-
verkamyndunum frá því í gamla
daga. Hún fjallaði um björgunarleið-
angur um borð í skemmtiferðaskip
úti á reginhafi þar sem sprengja
hryðjuverkamanna tifaði. Hættuleg
ákvörðun segir af björgunarleiðangri
um borð í júmbófarþegaþotu í háloft-
unum þar sem sprengja tifar. Hópur
arabískra hryðjuverkamanna ætlar
ekki aðeins að drepa alla farþegana
um borð í sjálfsmorðsleiðangri sínum
heldur líka dreifa eiturefnum yfir
austurströnd Bandaríkjanna.
Handritið er ágætlega gert.
Spennan er byggð upp á mörgum
stöðum hér og hvar um júmbóþotuna
og á jörðu niðri í flókinni atburða-
rás, sem smellur saman undir lokin.
Eftir að björgunarleiðangurinn er
kominn um borð með aðstoð Stealth-
flaugar þurfa Russell og hans menn
að taka á honum stóra sínum. Ekki
er nóg með að farþegamir séu í stöð-
ugri hættu frá hendi ræningjanna,
bandarísk yfirvöld á jörðu niðri vilja
skjóta þotuna niður áður en hún nær
bandarískri lofthelgi. Öll austur-
ströndin gæti lagst í eyði. Um borð
er sprengja sem þarf að finna og
gera óvirka og áður en lýkur er eng-
inn til að lenda vélinni. Svo það er
nóg að gera fyrir ötulan leikstjóra
og Baird gefur ekki eftir í hasaratrið-
unum. Hann notar flugvélaskrokkinn
til hins ýtrasta sem spennumynda-
svið og gerir kapphlaupið við tímann
að hinni fróðlegustu skemmtun.
Russell er taugalausa hetjan holdi
klædd, Suchet er samviskulausi
hryðjuverkamaðurinn, Halle Berry
er langtífrá huglaus flugþerna, John
Leguizamo er sviplaus foringi björg-
unarliðsins, Oliver Platt er granda-
Iaus verkfræðingur, sem kemur að
góðum notum, Joe Morton er mátt-
laus sprengjusérfræðingur og Steven
Segal er fallhlífarlaus þegar hann
fórnar sér fyrir leiðangurinn; hann
kemur fram í litlu hlutverki í byijun
myndarinnar en lætur svo Russell
eftir hetjuhlutverkið.
Hættuleg ákvörðun er prýðilegur
hasartryllir, skemmtilega uppbyggð-
ur og spennandi. Ekta sumarbíó.
Arnaldur Indriðason
ÚT ER kominn tvöfaldur geisladisk-
ur og tvöföld snælda með 46 af lög-
um Sigfúsar Halldórssonar. Sigfús
varð 75 ára á síðasta ári og í tilefni
þess var hafist handa við að hljóðrita
leik hans og söng Friðbjöms G. Jóns-
sonar tenórsöngvara, en þeir hafa
unnið saman um árabil.
Sigfús Halldórsson er heiðurs-
borgari Kópavogsbæjar, og í tilefni
40 ára afmælis bæjarins og 75 ára
afmælis Sigfúsar var efnt til tónleika
honum til heiðurs. Þeir voru endur-
teknir 11 sinnum vegna fádæma
aðsóknar. í framhaldi var ákveðið
að hljóðrita einnig það sem flutt var
á þeim tónleikum og því urðu geisla-
diskarnir tveir.
Á diskinum, sem inniheldur efni
tónleikanna, syngja 10 söngvarar lög
Sigfúsar við undirleik Jónasar Ingi-
mundarsonar og á hinum diskinum
'syngur Friðbjörn G. Jónsson við und-
irleik höfundar. Hér er um nýjar
hljóðritarnir að ræða og fór hljóðrit-
un fram í listasafni Kópavogsbæjar,
Gerðarsafni. Hljóðritun annaðist Sig-
urður Rúnar Jónsson fyrir Stúdíó
Stemmu. Sigfús er ekki sá eini sem
tengist Kópavogsbæ heldur búa allir
sem að þessari útgáfu unnu í Kópa-
vogi; söngvarar, hijóðfæraleikarar
og upptökumaður.
Þeir söngvarar sem fram koma
eru: Ágústa S. Ágústsdóttir, Eiríkur
Hreinn Helgason, Stefanía Valgeirs-
dóttir, Friðrik S. Kristinsson, Krist-
inn Þ. Hallsson, Þórunn Guðmunds-
dóttir, Harpa Harðardóttir, Kristín
S. Sigtryggsdóttir, Sigríður Gröndal
og Friðbjörn G. Jónsson. Undirleik
annast Jónas Ingimundarson, Sigfús
sjálfur og einnig leikur Marial
Nardeu með á flautu.
Útgefandi er Studio Stemma en
dreifíngu annast Japis.
• BRESKUR rithöfundur, sem
barðist í heimsstyrjöldinni síð-
ari, hlaut á miðvikudag NCR-
bókaverðlaunin, sem veitt eru
fyrir wönnur rit en skáldrit.
Það var dÖllsjálfsævisaga Eric
Lomax, „The mlisRailway
Man“, sem hafði betur en „AI-
bert Speer: His Battle With the
Truth“ eftir Gitta Sereny,
„Mukiwa: A White Boy in
Africa“ eftir Peter Gowin og
„Landscape and Memory“ eftir
Simon Schama. Lomax, sem er
78 ára, var tekinn til fanga af
Japönum árið 1942 eftir fall
Singapore. Var hann látinn
þræla við lagningu Burma-lest-
arteinanna, var barinn, lokaður
inni i járnbúri og handleggur,
öxl og mjöðm hans brotin í
fangavistinni. Rúmum fimmtiu
árum síðar hitti Lomax jap-
önsku fangaverðina á brúnni
yfir Kwai-fljót í Tælandi.
• FINNIST Bandaríkjamönn-
um að einhver bók sé góð, hika
þeir ekki við að vekja athygli á
því með miklum látum. Telji
þeir hins vegar að það sé lítið
varið í nýjustu bækurnar, snúa
þeir sér bara að einhveiju öðru,
t.d. kvikmyndum. Svo farast
bandaríska rithöfundinum
Richard Ford orð í nýlegu við-
tali í Die Zeitþe gar hann lýsir
afstöðu landa sinna til bók-
mennta. Lýsir Ford jafnframt
yfir ánægju sinni með það að
Bandaríkjamenn líti ekki á bók-
menntir sem fyrirbæri sem fyr-
ir alla muni verði að fyrirfinn-
ast. Telur hann það skynsam-
lega afstöðu og að hún verði til
þess að rithöfundar leggi
óvenju hart að sér til þess að
sýna fram á að verk þeirra séu
allrar athygli verð. Þá segist
Ford vera með nýja bók í smíð-
um en segist enn vera í vafa
hvort hann eigi að ljúka henni
því skrifin séu svo erfið að þau
kosti hann „nærri því Iífið“.
Brautryðjandastarf í
kosningarannsóknum
BÆKUR
Fræöirit
PARTIES AND VOTERS IN
ICELAND: ASTUDY OF
THE 1983 AND 1987 AL-
THINGI ELECTIONS
eftir Ólaf Þ. Harðarson. Félagsvís-
indastofnun/Háskólaútgáfan, 1995.
Prentun: Prentmyndastofan. 391
síða, 3.150 krónur.
DR. ÓLAFUR Þ. Harðarson, dós-
ent í stjórnmálafræði við Háskóla
íslands, á heiðurinn af gerð fyrstu
kannananna á kosningahegðun Is-
lendinga. Frá því árið 1983 hefur
Ólafur stjómað umfangsmiklum
kosningakönnunum eftir hverjar al-
þingiskosningar. I þessum könnun-
um hafa kjósendur verið spurðir fjöl-
margra spuminga, t.d. um það hvað
þeir kusu í viðkomandi kosningum,
hvað þeir hafi kosið áður, hvað for-
eldrar þeirra hafí kosið, hver tengsl
þeirra séu við stjómmálaflokkana
o.s.frv. Að auki er spurt um kyn,
aldur, starf og fleira og þannig fæst
mikil vitneskja um kosningahegðun
einstakra þjóðfélagshópa.
Niðurstöður tveggja fyrstu kann-
ananna hafa nú verið gefnar út á
bók, sem út kom á seinni hluta síð-
asta árs. Parties and Voters in Ice-
land er jafnframt doktorsritgerð Ól-
afs, sem hann varði við London Scho-
ol of Economics and Political Science
árið 1994. Hér er því yfirgripsmikið
og vandað fræðirit á ferðinni.
Kosningarannsóknir, rétt eins og
aðrar stjómmálafræðirannsóknir,
hófust seint á Íslandi. Stjórnmála-
fræðingar á hinum Norðurlöndunum
hafa gert kosningakannanir frá því
á sjötta áratugnum og í Bandaríkjun-
um hófust slíkar rann-
sóknir fljótlega upp úr
stríði. Mælingar yfir
langan tíma og margar
kosningar em auðvitað
nauðsynlegar, eigi að
vera hægt að greina til
hlítar þróun mála á
kjósendamarkaðnum og
þau öfl, sem þar em að
verki.
Einvörðungu óbeinar
vísbendingar eru til um
kosningahegðun Islend-
inga fyrir 1980. Flokka-
kerfíð var í tiltölulega
föstum skorðum um
fjöratíu ára skeið; ijórir
flokkar skiptu með sér
atkvæðunum og fremur litlar sveiflur
urðu á fylgi þeirra á milli kosninga.
Gera má ráð fyrir að á þessum áram
hafi flokkshollusta, mótuð af fjöl-
skyldu, stétt og stöðu, verið sterk.
Frá árinu 1971 hafa kjósendur hins
vegar orðið nýjungagjarnari og fimm
„utangarðsflokkar" hafa náð umtals-
verðu fylgi í kosningum til Alþingis,
þ.e. Samtök fijálslyndra og vinstri
manna, Bandalag jafnaðarmanna,
Kvennalistinn, Borgaraflokkurinn og
nú síðast Þjóðvaki.
í bók sinni varpar Ólafur Þ. Harð-
arson ljósi á sérkenni kosningahegð-
unar Islendinga með samanburði við
niðurstöður kosningarannsókna í
öðrum löndum, einkum Noregi og
Svíþjóð en einnig í Danmörku, Bret-
landi, Bandaríkjunum og fleiri ríkj-
um. Ein meginniðurstaða hans er sú
að kjósendur á íslandi h'kist frændum
sínum í Skandinavíu að því leyti að
stéttakosning og flokkshollusta fari
minnkandi og að menn ráðstafi at-
kvæði sínu fremur eftir áherzlu
flokkanna á einstök málefni. Þessi
þróun hafi hins^ vegar
verið hraðari á íslandi,
ef til vill vegna þess að
þjóðfélagið sé smærra
og þjóðfélagsbreytingar
hafi verið örari en í
mörgum öðram lönd-
um.
Óiafur kemst að
þeirri niðurstöðu að
óvíða hafi verið meiri
hreyfanleiki á kjósend-
um en í íslenzka kerfinu
eftir 1970. Sé litið á
þrennar kosningar,
1979, 1983 og 1987,
hélt aðeins helmingur
kjósenda sig við sama
flokkinn í öll þijú skipt-
in, hinn helmingurinn skipti um
flokk. Þessar niðurstöður sýna að
flokkarnir geta í dvínandi mæíi treyst
á fastafylgi og baráttan um kjósend-
ur hlýtur þar af leiðandi að taka
breytingum.
Hinn aukni hreyfanleiki er afleið-
ing dvínandi flokkshollustu eins og
áður segir, þótt enn segist talsverður
hluti íslenzkra kjósenda binda trúss
sitt við ákveðinn flokk. Ólafur sýnir
fram á að stétt og staða hafa í mun
minna mæli áhrif á val manna á
flokki en gerðist á áram áður. Þó
er talsverður munur á kosningahegð-
un eftir því í hvorum geiranum fólk
starfar, hinum opinbera eða einka-
geiranum. Alþýðubandalagið og
Kvennalistinn eru augljóslega flokk-
ar opinberra starfsmanna.
Hins vegar er athyglisvert að sjá
að af hinum svokölluðu félagslegu
breytum er það einkum fjölskyldan,
sem hefur áhrif á það hvernig menn
kjósa. Þannig er allnokkur fylgni á
milli þess hvað foreldrar fólks kusu
og hvað það kýs sjálft. Árið 1983
Ólafur Þ.
Harðarson
sagðist helmingur kjósenda hafa kos-
ið það sama og feður þeirra.
Málefnakosning hefur líkast til
aukizt á íslandi samkvæmt niður-
stöðum Ólafs. Hún er engu að síður
veikari á íslandi en í Skandinavíu.
Tilgáta Ólafs er að þetta sé vegna
þess að stefnumótun íslenzku flokk-
anna sé veikari og þeir bjóði kjósend-
unum óskýrari kosti en flokkar í
Skandinavíu. Þetta hljómar afar
sennilega. Óiafur segir að þegar kjós-
endur hætti að byggja val sitt á flokki
á stétt eða flokkshollustu, leiti þeir
að handfestu í málefnum. Takist
flokkunum að endurskipuleggja sig
og bjóða upp á heildstæðari og sam-
kvæmari stefnu í helztu málum,
megi búast við því að stöðugleiki
vaxi á íslenzka kjósendamarkaðnum
að nýju.
Margir forvitnilegir fróðleiksmolar
eru í þessari bók, auk þess sem hin-
ar stærri línur í sambandi flokka og
kjósenda koma fram. Þannig er at-
hyglisvert að sjá að bæði 1983 og
1987 sagðist fimmtungur kjósenda
vera félagar í stjórnmáiaflokkum.
Hins vegar kemur í ljós að tölumar
passa ekki við félagatölur, sem flokk-
arnir gefa sjálfír upp. Þær era í flest-
um tilvikum hærri en sú tala, sem
reikna má út frá svörum í kosninga-
könnununum. Annaðhvort ýkja
flokkarnir eða — og það er sennilega
hluti af skýringunni — fólk, sem
hefur skráð sig í flokk til þess að
styðja vin eða kunningja í prófkjöri,
lítur engu að síður ekki á sig sem
flokksfélaga. Eina undantekningin
er hjá Alþýðubandalaginu, sem gefur
upp lægri félagatölur en svörin í
könnununum gefa til kynna. Ástæð-
an kann að vera sú að harðar mun
gengið eftir greiðslu félagsgjalda þar
en í öðram flokkum.
Sömuleiðis er það athyglisvert sér-
kenni á hinu örsmáa íslenzka samfé-
lagi að nærri helmingur kjósenda
segist þekkja þingmann persónulega.
Hins vegar kemur á óvart hversu lít-
ill munur er á fjölda þeirra, sem segj-
ast þekkja þingmann, í landsbyggð-
arkjördæmunum annars vegar og á
suðvesturhorninu hins vegar. Þetta
er ekki í samræmi við það, sem al-
mennt hefur verið talið, að lands-
byggðarþingmenn ræktuðu kjósend-
ur sína betur en þingmenn þéttbýlis-
ins.
Bók Ólafs nýtist mönnum ekki til
fulls nema þeir séu sæmilega inn-
vígðir í fræðin, kunni að minnsta
kosti einhver skil á þeirri tölfræði,
sem er notuð í félagsvísindum. Hins
vegar hlýtur hún að vera athyglis-
verð lesning fyrir alla, sem hafa
áhuga á íslenzkum stjórnmálum og
sambandi flokkanna við kjósendur í
lýðræðisríki. Hún er jafnframt við-
miðunarpunktur fyrir kosningakann-
anir framtíðarinnar. Nú væri æski-
legt að niðurstöður tveggja næstu
kosningakannana, fyrir kosningarn-
ar 1991 og 1995, birtust sem fyrst
í aðgengilegu formi.
Þetta rit er jafnframt mikilvægt
framlag til alþjóðlegra rannsókna á
kosningahegðun í lýðræðisríkjum og
góð viðbót í gagnasafnið. Þetta á
ekki sízt við þar sem bókin er rituð
á ensku (villulausri, með örfáum
undantekningum). Það er í raun
óhjákvæmilegt, þar sem doktorsrit-
gerðin var lögð fram við enskan
háskóla. Hins vegar virðist það al-
mennt færast í vöxt að fræðimenn
við Háskóla íslands gefi rit sín út á
ensku. Jafnframt hefur kennsla á
ensku aukizt við háskólann og má
búast við að. sú þróun haldi áfram.
Nefna má að uppi eru áform um að
kenna nokkur námskeið í stjórnmála-
fræði á ensku, þar sem fjallað yrði
um smáríki í alþjóðakerfinu. Þetta
ætti að geta laðað erlenda stúdenta
að skólanum, en slíkt er forsenda
þess að Háskóli íslands geti nýtt sem
bezt tækifæri sín í alþjóðlegu sam-
starfí háskólastofnana. Sumir kunna
að verða hugsi yfir aukinni notkun
ensku og annarra heimstungumála í
háskólastarfinu en þetta er engu að
síður þróun, sem er óhjákvæmileg
og nauðsynleg til þess að hið smáa
fræðasamfélag Islendinga einangrist
ekki. Hún stuðlar sömuleiðis að því
að auka þekkingu á íslandi og sér-
kennum íslenzks þjóðfélags, sem er
tvímælalaust af hinu góða.
Ólafur Þ. Stephensen