Morgunblaðið - 29.05.1996, Side 30

Morgunblaðið - 29.05.1996, Side 30
30 MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Fjall og fjara í TILEFNI af útkomu hljómplöt- unnar Fjalli og fjöru efna þau Anna Pálína og Aðalsteinn As- berg til tónleika annaðkvöld kl. 20.30 í tónleikasal FÍH við Rauða- gerði. Á tónleikunum flytja þau efni af nýju plötunni. Auk þess verður eldra efni úr ýmsum áttum á dag- skránni. Þá mun Aðalsteinn flytja nokkrar af ljóðaþýðingum sínum úr bókinni Ljóð á landi og sjó eft- ir álenska skáldið Karl-Erik Berg- man, sem kemur út sama dag. Fjall og fjara er önnur geisla- platan sem þau Anna Pálína og Aðalsteinn senda frá sér. Sú fyrri, Á einu máli, kom út fyrir tæpum fjórum árum. Á tónleikunum verða þeim til fulltingis: Daníel Þorsteinsso á harmóníku, Gunnar Gunnarsson á píanó, Jón Rafnsson á kontra- bassa, Kristinn Ámason á gítar og Pétur Grétarsson á slagverk. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. -------» ♦ ♦------- Alda Ármanna sýnir á Flúðum ALDA Ármanna Sveinsdóttir sýn- ir nú málverk í matsal og móttöku Hótel Eddu á Flúðum í Hruna- mannahreppi og í morgunverðar- sal Grunnskólans. Meginuppistaða sýningarinnar eru olíumálverk af konum og gyðjum og fléttast gróður jarðar inn í myndefnið. Alda hefur lokið námi í Myndlista- og handíða- skóla íslands og einnig tekið framhaldsnám í olíumálun, auk námskeiða erlendis á vegum FÍMK. Þetta er 18. einkasýning Öldu og henni lýkur 29. júní. Á sinfónískum gæsavængjum TONLIST Sígildir diskar PÁLL P. PÁLSSON Ljáðu mér vængi. Hljómsveitarverk eftir Pál Pampichler Pálsson. Rann- veig Fríða Bragadóttir mezzósópran; Sinfóníuhljómsveit Islands u. stj. Petris Sakaris. Lotus records LR 9620CD. Upptaka: DDD; Reykjavík 6/12/1996. Lengd: 78:18. Verð: ekki vitað. LÍFIÐ væri leiðinlegt án undan- tekninga. Þessi ritvangur fæst alla jafna aðeins við sígilda evrópska tón- list, hvorki nýja né íslenzka. En nú má segja að skammt sé stórra högga á milli á gráu svæðunum. Fyrir hálf- um mánuði var hér greint frá hljóð- bókum Naxos-merkisins, og nú verða til umræðu ný eða nýleg tónverk eft- ir íslenzkan ríkisborgara, flutt af ís- lendingum og tekin upp vestur í Há- skólabíói. En kannski er einhver rétt- læting í því, að plötuútgáfan er er- lend, þó ekki sé í öðru, því „Lotus records“ mun austurrískt fyrirtæki og staðsett í Salzburg. Dálkinum barst plata Páls fyrir örfáum dögum, og þó að hún sé - þá þetta er ritað - enn ekki komin í hérlendar búðir, og væri því enn eitt sjáfskipað reglugerðarbrotið (og ekki til fyrirmyndar) að skrifa um hana, hljóta dreifingarmál að standa til bóta innan tíðar. Á móti kemur, að fréttin er funheit af pönnunni - þvottekta „scoop" eins og vestur- heimskir blaðamenn segja. Það var tími til kominn að sjá hljómsveitarverk eftir Pál Pampichler á plötu. Þrátt fyrir tilvist a.m.k. 8 stærri hljómsveitarverka, auk tveggja konserta, hefur ekkert komið út eftir hann í varanlega hljómandi mynd (að undanskildum kammerverkadisknum „Kristallar" frá ÍTM nýverið), fyrr en téður Lotusdiskur leit dagsins Ijós. Verður hann að teljast vel útilátinn - 78 mínútur - og hefur enda að geyma þrjá veigamikla ópusa, sinfóníska söngvabálkinn Ljáðu mér vængi, Klarínettkonsertinn (1982) og Conc- erto di Giubileo (1989). Fáir íslendingar þekkja hina lifandi tónavél, sinfóníuhljómsveitina, jafn vel og Páll Pampichler Pálsson. Þyrfti enga að undra, því líkt og Mahler fyrrum kynntist Páll hljómsveitinni innan frá, þ.e.a.s. sem fastastjómandi SÍ frá 1971 til 1994, og hefur verið í aðstöðu til að prufukeyra ýmis verk sín þar undir eigin stjóm. Páll var um skeið meðlimur í Musica Nova á frumheijaárum ís- lenzkrar framsækni og fékkst þá m.a. við fyrirbrigði eins og tilviljana- tækni og mismikið stýrðan spuna. En miðað við valdið sem hann hefur undanfama áratugi hefur verið að ná á nærri takmarkalausum mögu- leikum stórrar hljómsveitar, er ekki nema eðlilegt að hann staðnæmist nú í persónulegri blöndu af nýklassík og Strauss/Mahlerískri síðrómantík. Heiminum verður hvort eð er ekki lengur bjargað, framúrstefnan er komin í þrot - og hvað myndi þar að auki hljóma betur fyrir risabreið- tjald tónalita en einmitt þessi blanda? Samsetningarmöguleikamir era að vísu legíó - en Páll virðist þekkja þá alla. Hinn rúmlega hálftíma langi söngvabálkur „Ljáðu mér vængi" við 6 ljóð eftir Huldu, Stefán frá Hvítad- al, Christian Morgenstem, Georg Trakl og Hermann Hesse á íslenzku og þýzku er heill heimur ólíkra tilfinn- inga og spannar allt frá óperastór- drama, hómerískum gáska, depurð og hryllingi til einfaldrar bamagælu. Ævintýrið er heldur ekki langt undan með Tjækovskum undirtónum sínum, t.d. í upphafínu, þegar flugið suður um höf hefst á vængjum grá- gæsamömmu í titilljóðinu, þulu Huldu. Rannveig Fríða Bragadóttir syngur af miklum þrótti og hefur fullkomlega í tré við risahljómsveit- ina. Þó er athyglisvert, að þýzkufram- burður hennar er mun skýrari en sá íslenzki. Hljómsveitin leikur flest sktn- andi vel undir nákvæmri stjóm Sakar- is, þó að málmblásarar og (einkum) tréblásarar jafnist ekki alls staðar á við natni strengja. Hinn 27 mín. langi Klarínettkon- sert er varla einhamur í hinum stormasama fyrsta þætti, en slær á strengi dulúðar í miðþættinum. Fjöl- saga lokaþátturinn fjarar út á þjóð- legri tilvitnun úr Þorlákstíðum (sem ku víst annars samdar í Lincoln) með áhrifamiklum hætti. Ymur þar niður alda. Sigurður I. Snorrason blæs eins og sá er valdið hefur, og hljómsveitin leikur jafnvel ívið þéttar hér en i söngvabálkinum. Lúðrarnir era í forgranni í upphafi „Concerto di giubileo", glæsiverks er samið var í tilefni af fertugsafmæli Sinfóníuhljómsveitar íslands 1990. Annars er nóg að gera fyrir alla hljómsveitarlimi og gott betur. Verkið er í einum þætti, rúmur stundarfjórð- ungur að lengd, og skrifað fyrir stærsta númer sinfóníuhljómsveita. Auk þrefalds trés og fjögurra manna slagverks kemur fomaldargripurinn sarrúsófónn við sögu sem bassi fag- ottgrúppunar. Enn einu sinni kemur fram, að fæstir hérlendra kompónista hafa tæmar í orkestrun þar sem Páll hefur hælana, hvort sem fáar eða margar nótur eru á ferð á tímaeiningu. Leiða sumir staðir reyndar hugann að ímyndaðri kvikmyndatónlist, eins og mógúlum Hollywoods tekst stöku sinni að leiða fram, þegar andinn er yfir mönnum og peningar skipta engu máli. Eftir ímyndunaraflinu að dæma virðist tónskáldið enn í blóma lífsins, og hefur magnaravörðum Ríkisút- varpsins sem betur fer tekizt að koma því til skila með mestu ágætum. PROKOFIEV/ HINDEMITH Sergei Prokofiev: Visions fugitives. Paul Hindemith: Ludus tonalis. Olli Mustonen, píanó. Decca 444 803-2. Upptaka: DDD, London 10/1994. Lengd: 68:24. Verð: 1.899 kr. SERGEI Prokofiev var nýskilinn við prímítívíska sköpunarskeið sitt og nýklassisisminn tekinn að rísa við sjónarrönd, þegar hann samdi hinar 20 örstuttu „hverflyndu sýnir“ fyrir píanó í skugga byltingar rússneskra krata vorið 1917. Sem tóngrein geta smástykki þessi lauslega minnt á svip- uð verk hjá Satie, en Prokofiev gerir hins vegar mun virtúósískari kröfur til hljómborðsleikarans. Verkin eru óvenju fersk í sérlega einbeittri túlkun finnska píanistans Ollis Mustonens, og er hrein og ómenguð ánægja að því að hlusta á þessar kristalstæru smáperlur laglínuveiðarans mikla. Enn meira útslag gerir flutning- urinn líklega í „Tónaleik“ (Ludus tonalis) Pauls Hindemiths frá 1942. Verkinu er ekki mikið flíkað í plötu- búðum; satt að segja hefur undirrit- aður ekki rekizt á það fyrr hérlendis. Það skyldi þó ekki vera, að það þætti í erfiðari kanti erfiðra píanóverka? Ef svo er, breytir auðvitað öllu að heyra það spilað, líkt og það væri Gamli Nói. Áð öðrum kosti er hætt við, að allur sjarmi fari forgörðum og tónlistin taki að hljóma erfið. Svo er nefnilega ekki í þessu til- viki. Olli Mustinen hefur lag á að draga fram skemmtigildi og andagift fingraþrautanna með þroskaðri túlk- un, er hljómar svo sannfærandi, að þegar uppgötvast, að slaghörpuleik- arinn er aðeins 27 ára, hugsar mað- ur með sjálfum sér; það er svindl! Aldrei hvarflaði að manni, að „brúkunarhöfundurinn" og hand- verks-predikarinn Paul Hindemith gæti verið jafnskemmtilegur áheymar og fram kemur aftar á umræddum diski, ekki sízt hvað rytma varðar. Aðeins eitt verk kemur upp í hugann sem gæti staðið jafnfætis þessum 12 fúgum og millispilum hvað innblástur varðar, og það eru, eins og gefur að skilja, Prelúdíumar og fúgumar 24 eftir Sjostakovitsj frá 6. áratug. Finnski píanistinn og tónskáldið Olli Mustonen debúteraði hjá Decca 1993 með margverðlaunaðri innspil- un á prelúdíum eftir Sjostakovitsj og Alkan. Síðan hefur hann leikið inn verk eftir Tsjækovskíj, Balakirev, Mussorgskíj og Beethoven. Ilann er feykilega snarpur og lifandi spilari með tækni sem leyfir honum t.d. að leika leifturhraðar runur píanissimó og stakkató hnífjafnt án þess að missa nótu úr. Ekki nóg með það; maður skynjar hluttekningu sem gæti komið hlustandanum til að halda, að flytjandinn hafi samið tón- verkin sjálfur. Decca-upptökumar eru í samræmi við háan staðal fyrirtækisins; nálæg- ar án þess að vera glamrandi, og með passlegan eftirhljóm. Ríkarður Ö. Pálsson Síðasta verkefnið KVIKMYNDIH Regnboginn DAUÐADÆMDIR f DEN- VER „THINGS TO DO IN DENVER WHEN YOU’RE DEAD“ ★ ★ ★ Leikstjóri: Gary Fleder. Handrit: Scott Ros- enberg. Aðalhlutverk: Andy Garcia, Chri- stopher Walken, Christopher Lloyd, William Forsythe, Bill Nunn, Treat William, Steve Buscemi og Gabrielle Anwar. Miramax. 1996. JIMMY dýrlingur eins og hann er kallaður, og ekki að ástæðulausu, er hættur í mafíunni en það er vonlaust að hann fái nokkum tímann frið fyr- ir henni. Hann er kallaður fyrir mafí- ósann í Denverborg, fjölfatlaðan, sál- arlausan grimmdarsegg, sem biður um lítinn greiða. Það er síðasta verk- efnið og eins einfalt og borðliggjandi og verkefni geta orðið. Jimmy má hafa nokkra vini sína frá því í gamla daga með sér og verkið er sannar- lega auðvelt. Samt klúðrast það á versta hugsanlegan máta og réttlát reiði mafíósans bitnar á Jimmy dýrl- ingi og félögum hans. Þeir eru dæmd- ir til að deyja á sem kvalafyllstan hátt og ekki einu sinni helgur maður eins og Jimmy getur bjargað þeim. Dauðadæmdir í Denver er dæma- laust fín sakamálamynd gerð í film /lOí'r-stílnum. Leikarahópurinn er vænn og myndin reiðir sig meira á persónugalleríið, sem er bæði skrautlegt og skemmtilegt, og and- rúmsloft og hugblæ, en sjálfan söguþráðinn enda er hann frekar þunnildislegur. Líklega verður ekki komist hjá því að bera sakamála- myndir dagsins saman við myndir Quentin Tarantinos og þessi er eng- in undantekning. Hún stendur enda nær hans verkum en margar aðrar. Handritshöfundurinn Scott Rosen- berg og leikstjórinn Gary Fleder sækja margt til „Reservoir Dogs“ og nýta í eigin þarfir; hópur glæpa- manna tekur að sér verkefni, það klúðrast og þeir taka afleiðingunum með tilheyrandi ofbeldi. Ur því spinna höfundarnir harmræna og blóðuga sögu um tryggð og ábyrgð og vináttu og dauða blönduðum gráglettnum húmor. Styrkur myndarinnar liggur í vel skrifuðum samtölum og tengslum og samspili persónanna. Fleder heppnast mjög vel að stilla saman leikarana, sem fylla kræsilegan leik- arahópinn. Andy Garcia er dýrling- urinn og þú sérð strax á frómum svip hans að þar fer helgur maður. Samstarfsmennirnir eru m.a. Chri- stopher Lloyd, hjartahrein sál í ónýt- um líkama sem hreinlega tapar frá sér útlimum; William Forsythe, ak- traustur félagi sem orðinn er fjöl- skyldumaður en samt til í tuskið og Treat Williams, sem stelur senunni auðveldlega í hlutverki kolgeggjaðs ofbeldisseggs. Að auki er Steve Buscemi yndislega rólyndislegur leigumorðingi og Christopher Walk- en andar frá sér úrkynjun í hlut- verki lamaða mafíósans. Hin engil- fríða Gabrielle Anwar fer með stærsta kvenhlutverkið og Jack gamli Warden heldur utan um sög- una geysifróður um allt er snertir mafíustráka. Dauðadæmdir í Denver er góð bíómynd, vel leikin og sögð um hóp af mönnum sem lítið fínna sér til dundurs í Denver af því þeir vita að þeir eru dauðir hvort sem er. Arnaldur Indriðason * Islensk þjóðlög, madrí- galar og kórlög NÝSTOFNAÐUR kór Mennta- skólans í Reykjavík heldur tón- leika í kvöld kl. 20.30 í Norræna húsinu. í kórnum eru 50 félagar og stjórnandi er Marteinn H. Friðriksson. Kórinn hefur sungið á kvöld- vökum skólans í vetur og tekið þátt í kóramótum framhalds- skóla í Reykjavík og á Laugar- vatni. Á efnisskrá eru íslensk þjóð- lög, madrígalar og kórlög eftir Atla Heimi Sveinsson, Mozart og Brahms. Aðgangseyrir er 500 kr.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.