Morgunblaðið - 29.05.1996, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 29.05.1996, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ TRÉSMÍÐI Fjölbrautaskólinn Breiðholti FJðLBRAITTASKÚLlNN BREIDHOITI FJðlBRAlITRSXÚUNN BREIÐHOLTI Grunndeild undirstöðuatriði í trésmíði Húsasmíði grunn- og framhaldsdeildir Húsasmíði fyrir nema á samningi FB þegar þú velur verknám RAFVIRKJUN Fjölbrautaskólinn Breiðholti Grunndeild rafiðna (1 ár) Rafvirkjun í verknámsskóla (3 ár) Rafvirkjun fyrir nema á samningi AÐSENDAR GREINAR FB þegar þú velur verknám FJÖÐRIN í FARARBRODDI Allt í DÚstkerfið ÍSETNING Á STAÐNUM Hljó&kútar og púströr eru okkar sérgrein. Fjö&rin hf. er brautry&jandi í sérþjónustu við íslenska bifrei&aeigendur. Eigin framleiðsla og eigið verkstæði tryggir góða vöru og gæðaframleiðslu. Verslio hjá fagmanninum. Bíbvörubúðin FJÖÐRIN Skeifunni 2, Sími 588 2550 Ví gtennur og klær HUGSUM okkur hóp ferðamanna sem villst hefur fjarri mannabyggðum. Ein- staklingarnir í hópnum eru nauðbeygðir að bera þungar byrðar langa leið og fara spar- lega með vatn og vist- ir. Öðruvísi eiga þeir sér ekki lífs von. Ef sumir víkja sér stöðugt undan því að axla sinn skerf af byrðunum, hrifsa til sín meira en þeim ber af brauði, maula það upp í opið geðið á hinum og skola því niður með því að þamba hugsunarlaust af vatninu, þá er voðinn vís. Hópurinn leysist upp í sundurlyndi og hver og einn keppist við að tryggja sér eins mik- ið af lífsnauðsynjum og hann getur áður en þær verði uppurnar. Það er sem mönnum byiji að vaxa víg- tennur og klær. Stöðvi ekkert þessa feigðarferð ofan í hyldýpi mannlegs eðlis rífa þeir hver annan á hol. Eftir stendur sá sem hefur stærstu vígtennurnar og beittustu klærnar, en hann er líka dauðadæmdur vegna þess að brauðið hefur traðk- ast sundur í átökunum. í fréttabréfi Handsals er sagt frá því að skuldabyrði íslenskra heimila hafi sexfaldast síðustu fimmtán ár. Skuldirnar voru um 20% af ráðstöf- unartekjum heimila í byijun níunda áratugarins en nema nú um 120%. Höfum í huga, að skuldimar dreif- ast ekki jafnt á öll heimilin í land- inu. Því er hlutfallið fyrir mörg Anna Heiður Oddsdóttir þeirra talsvert hærra. Nefndar eru þijár meginástæður fyrir aukningu skuldabyrð- ar. í fyrsta lagi greiður aðgangur að lánsfé vegna skipulagsbreyt- inga á fjármagnsmark- aði. í öðru lagi hafi verðbólgan fyrr á árum sett mark sitt á hug- arfar manna til skulda- söfnunar allt fram á síðustu ár. í þriðja lagi veruleg lækkun kaup- máttar launa undir lok níunda áratugarins, samfara umtalsverðri hækkun raunvaxta. Ég tel að þróunina megi ekki síður rekja til þeirrar misskiptingar tekna og byrða sem hefur viðgeng- Öfgakapítalismi, segir Anna Heiður Odds- dóttir, tröllríður ís- lenzku þjóðfélagi. ist í landinu í áraraðir og farið vax- andi. Vegna smæðar þjóðfélagsins er misréttið áberandi. Sá sem hefur úr meiru að spila en annar býr ekki í afmörkuðu ríkra manna hverfi eins og víða i stærri samfélögum heldur í næsta húsi. Þar er fjögurra manna fjölskylda á mörgum hæðum og í heimkeyrslunni tróna fíni jepp- inn, hjólhýsið, vélsleðinn og bátur- inn. Láglaunamaðurinn hugsar þá með sér: „Hvers vegna skyldi ég í fyrsta sinn gefst íslendingum tækifæri að kynnast hvernig miðlar eiga að vinna. Þar getur þú lært að þjálfa þig með dulheyrn, dulskynjun og öllum tegundum af hlutlægum miðilsstörfúm. Tækifæri til þess að kynnast og opna fyrir það sem þú hefúr ekki kynnst áður. Leiðbeinendur verða miðlar sem við íslendingar höfúm kynnst. Mallory Stendall, Leonard Young, Lilian Gilby, Shirley Chubb, Judith Seaman og Þórhallur Guðmundsson. 12. - 19. okt. 1996. Komutími á Stansted er kl. 14.00 þann 12. október. Brottför er eftir morgunverð þann 19. okt. Verð er 234 pund og er allt innifalið á skólanum nema einkafúndir. Flugfarið verður hver og einn að sjá um. Upplýsingar og umsóknareyðublöð eru hjá sálarrannsókna- félögum um allt land. Ath. fjöldinn er takmarkaður en umsóknir þurfa að berast fyrir 20. júní. Staðfestingargjald er 20 pund. Lokagreiðsla þarf að berast 4 vikum áður. Staðfestingargjald er óendurkræft. STIGA Collector sláttuvél, 3,75 ha., 4 hæðastillingar. 52 Itr uppsafnari. Einstök heimilisvél. Kr. 34.200 stgr. STIGA Dino sláttuvél 3,7 ha„ 3 hæðastillingar. Góð heimilisvél. Kr. 21.850 stgr. Allar gerðir af sláttuvélum og sláttuorfum. STIGA sláttuvélarnar eru þrautreyndar við íslenskar aðstæður. Traust varahluta og viðgerðaþjónusta. Umboð: Vetrarsól hf. STIGA aksturssláttuvélar. Fjöldi fylgihluta fáanlegur. Frá kr. 185.250 stgr VETRARSOL Hamraborg 1-3, norðanmegin Kópavogi. 564 18 64 TANAKA 2800 vélorf, 0,9 ha. Fyrir heimili og sumarbústaði. Kr. 17.670 stqr. ekki að minnsta kosti kaupa mér sæmilega bifreið og almennilegt sjónvarp? Ég á að vísu ekki fyrir því en úr því að svona mikið er til skiptanna er ekki nema sanngjarnt að ég fái líka að njóta lífsins gæða. Og ef þeir sem valdið hafa neita að hækka við mig launin, þá fer ég bara út í banka og slæ annað lán. Þegar kemur að skuldadögun- um hlýtur að verða komin betri tíð. Eða er ekki alltaf verið að lofa mér því?“ Þessi maður neitar að horfast í augu við þá staðreynd að honum er ekki ætlaður rétturinn til mann- sæmandi lífs. Og það telur hann fela í sér annað og meira en að hafa þann heiður að húka ofan moldar. Hann er einfaldlega ekki reiðubúinn að taka góða og gilda þá staðhæfingu að hann hafi það alveg nógu gott, svo framarlega sem hann vinni myrkranna á milli. Það geri honum ekkert til þótt hann hafi aldrei tíma til að gera neitt sér til upplyftingar eða upplýsingar. Leyfi hann sér að hafna slíkri til- veru á hann ekki lengur fyrir af- borgunum af lánum og fer á haus- inn vegna þess að hann gleymdi að taka veruleikann með í reikning- inn. Hann lokar augunum fyrir því, að telji þeir sem halda um stjórnar- taumana slíka undirmálstilveru boðlega, þá skal hún líka vera boð- leg og eins gott fyrir hann að kyngja því. Hætt er við að þegar stór hluti þjóðarinnar getur ekki lengur keypt út í krít vegna þess að hann er orðinn gjaldþrota, fari jafnframt að hrikta í stoðum íslensks markaðs- kerfis. Eða ætla hinir efnameiri að viðhalda stöðu sinni með því að kaupa af sjálfum sér? Tekjujöfnun er góð hugmynd. En hún hefur verið misnotuð í kreppu undanfarinna ára til þess að draga tennurnar úr miðstéttinni og toga hana niður á láglaunastigið meðan ekkert er hróflað við há- tekjumanninum. Deilt hefur verið og drottnað með því að etja saman ríkisstarfsmönnum og starfsmönn- um í einkageiranum, langskóla- gengnum og skammskólagengnum, verkalýðsfélögum hveiju á móti öðru. Og byrðunum hefur verið reynt að jafna sem mest yfir á þá sem bognust hafa bökin. Því miður er þess ekki að vænta að hinir meintu forsvarsmenn al- þýðunnar í stjórnmálum fái rönd við reist. Hvernig er hægt að búast við að þeir fái nokkru framgengt í átt til jöfnuðar ef þeir geta ekki einu sinni fundið leið til sameining- ar innan eigin raða? Erfítt er að átta sig á því hvað stendur í vegin- um fyrir henni. Hvað sem það er hlýtur það að vera mikilvægara en sú augljósa og knýjandi nauðsyn að jafna kjörin og auka réttlæti í íslensku samfélagi. Hvenær ætlar láglaunafólk að líta upp úr gluggapóstinum nógu lengi til að reiðast duglega vegna þess hvemig farið hefur verið með það og spyija sjálft sig: Hvers vegna geri ég ekkert í málinu? Hvers vegna fer ég ekki til manns- ins á næstu hæð og ræði við hann um hvað við getum gert í samein- ingu? Hvers vegna dreifum við síðan ekki fræjum þessarar sameiningar í næstu götu, næsta bæjarhluta, næsta landshluta og byijum ásamt hinu fólkinu á gólfinu að leggja á ráðin um „flauelsbyltingu"? Flauelsbylting er hugtak sem notað hefur verið til að lýsa því sem gerðist í Tékkóslóvakíu árið 1989 þegar spilaborg afmyndaðs komm- únisma var blásið um koll án blóðs- úthellinga. Flauelsbyltingin reynd- ist flugbeitt þótt ekki væri hún blóð- ug. Skyldi vera hægt að beita svip- uðum aðferðum í baráttunni gegn öfgakapítalisma þeim sem nú tröll- ríður íslensku þjóðfélagi? Höfundur er dngskrárgerðarmaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.