Morgunblaðið - 29.05.1996, Side 46
46 MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
HESTAR
Víði vellir
HVÍTASUNNUMÓT FÁKS
SVIPTINGAR er rétta orðið þegar
litið er yfir niðurstöður gæðinga-
keppni hvítasunnumótsins því
fæstir hestanna héldu þeim sætum
sem þeir höfðu hlotið í fullnaðar-
dómi. Í A-flokki ber að sjálfsögðu
hæst sigur stóðhestsins Óðs frá
Brún sem Hinrik Bragason sýndi,
en hann byrjaði í forvali í fimmta
sæti með 8,57, náði öðru sæti í
fullnaðardómi 8,59 og tryggði sér
svo sigurinn í úrslitum með skörp-
um skeiðspretti í lokin. Þar með
urðu Svartur frá Unalæk og Þórð-
ur Þorgeirsson að játa sig sigraða
eftir góða frammistöðu, voru í 1.,
3. og síðast í 2. sæti.
Efnilegur bróðir Óðs
En líklega var það yngri bróðir
Óðs, Hljómur, sem Hulda eigin-
kona Hinriks sýndi, sem vakti
hvað mesta athygli í keppninni.
Serían hjá þeim var glæsileg, byij-
uðu í 8. sæti en hækkuðu sig í
6. sæti í fullnaðardómi og komu
svo tvíefld til leiks í úrslitum og
öllum á óvart. Hlutu 3. sætið og
verðskulduðu það svo sannarlega.
Þama er á ferðinni aðeins fimm
vetra stóðhestur sem virðist ekki
síðri en stóri bróðir og öfugt við
það sem ætla mátti færðist hann
. heldur í aukana eftir því sem leið
á keppnina sem sjá má. í fjórða
sæti varð svo enn einn stóðhestur-
inn, Geysir frá Dalsmynni, sem
Ragnar Hinriksson sat, hafði verið
í 3. og 4. sæti í forkeppninni og
stóð vel fyrir sínu í úrslitum hélt
fengnum hlut.
Endasleppt hjá
Dalvar og Daníel
Gordon frá Stóru-Ásgeirsá, sem
Sigurbjöm Bárðarson sýndi, hafði
öllum á óvömm skotist í 1. sætið
í fullnaðardómi, féll í 6. sætið enda
varð ekki betur séð en dómararnir
hafi fengið einhverskonar geð-
prýðiskast á föstudagskvöldið og
veitt Gordon og Sigurbimi af mikl-
um rausnarskap og örlæti sem síð-
ar kom í ljós að var ekki alveg á
rökum reist þrátt fyrir góða
frammistöðu hests og knapa. Prins
frá Hvítárbakka og Viðar Hall-
dórsson rifu sig upp um tvö sæti
en Hannibal frá Hvítárbakka, sem
Sigurður Matthíasson sýndi, varð
eldsneytislaus í miðjum úrslitum
og höfðu sætaskipti við Viðar og
Prins eftir góða frammistöðu
framan af. Þátttaka sigurvegar-
NÆLA frá Bakkakoti ber ægishjálm yfir keppinauta sína í tölti um þessar mundir og fer hún hér
fyrir verðlaunahöfum töltkeppninnar, knapi er að venju Hafliði Halldórsson.
Stóðhestarnir
sterkastir í A-flokki
anna frá síðasta landsmóti Dalvars
frá Hrappstöðum og Daníels Jóns:
sonar varð frekar endaslepp. í
fyrsta skeiðspretti í úrslitum
missti Dalvar að því er virtist ann-
an framfótinn í niðurstigi á mik-
illi siglingu og virtist í fyrstu sem
að þarna hefði orðið alvarlegt slys,
en sem betur fór reyndist ekki
vera svo og stóð Daníel á fætur
stuttu eftir að klárinn hafði risið
upp. En báðir voru þeir smá hrufl-
aðir og hættu því keppni, sem var
heldur leitt, því ekki var annað
að sjá en þeir væru á hraðri upp-
leið og ólíklegt að þeir hefðu vermt
áttunda sætið að úrslitum loknum
ef þessi ólukka hefði ekki dunið
yfir.
Ekki er hægt að skilja svo við
A-flokkinn að ekki sé minnst á
hrakfarir Sigurbjörns Bárðarsonar
með gæðinginn Dyn frá Ytra-
Skörðugili, en í fullnaðardómi
missti klárinn skeifu undan á
stökkinu og fór því bæði fetið og
skeiðið í vaskinn og þar með var
farmiðinn á fjórðungsmótið úr
sögunni. Misstu Fáksmenn þar
einn sterkasta A-flokksgæðing-
inn út úr liði sínu, en hiklaust
hefði mátt spá Dyni einu af þrem-
ur efstu sætunum í keppninni hjá
Fáki og góðum möguleikum á
sigri á FM.
Keppni B-flokksgæðinga var
ekki eins dramatísk þótt þar væru
umtalsverð sætaskipti í úrslitum.
Snillingur frá Austvaðsholti, sem
Gunnar Arnarsson sýndi, hafði
staðið efstur bæði fimmtudag og
föstudag. Af einhveijum sökum
hafði maður það á tilfinningunni
að þrátt fyrir þessa góða útkomu
myndi hann ekki halda sætinu
þegar í samanburðinn kæmi sem
og kom á daginn. Fjórða sætið
varð hlutskipti þeirra. Það var
hinsvegar Farsæll frá Arnarhóli
sem Ásgeir Svan sat, sem fikraði
sig hægt og bítandi í 1. sætið,
var fyrst í 4. sæti og síðan í 3.
en, fékk 1. sætið hjá ijórum af
fimm dómurum í úrslitum. Læðist
að manni lúmskur grunur um að
þar sé á ferðinni kandídat í sigur-
sæti á fjórðungsmóti í sumar,
svona ef allt gengur að óskum.
Logi frá Skarði, sem Sigurbjörn
Bárðarson sýndi í forkeppni, hitti
gamlan félaga í úrslitum þegar
Orri Snorrason tók við stjórninni
og kom klárnum aftur í annað
sætið, en hann hafði vermt annað
sætið eftir forval á fimmtudegin-
um, hrapað í fjórða sætið í fulln-
aðardómi. Logi virtist ekki eins
öruggur og sannfærandi og hann
hefur verið áður þótt alltaf sé
hann fallegur. Ernir frá Eyrar-
bakka, sem Sigurður Matthíasson
sat, var á uppleið allan tímann,
byijaði í 6. sæti, síðan 5. og end-
aði í því 3. Góð frammistaða hjá
ungum hesti. Oddur frá Blönduósi
og Sigurbjörn höfnuðu aftur í
fimmta sæti eftir að hafa skotist
upp í annað sætið í fullnaðardómi.
Gæðingakeppnin í heild sinni
var líklega sú skemmtilegasta
sem getið hefur að líta hjá Fáki
til þessa, urmull af tiltölulega
jafngóðum hestum, áhugavert
keppnisform og ýmsar óvæntar
uppákomur.
Valdimar Kristinsson
LITLI bróðir sigurvegarans í A-flokki, Hljómur frá Brún, ætlar
ekki að gefa þeim stóra neitt eftir, náði þriðja sæti aðeins fimm
vetra gamall, knapi er Hulda Gústafsdóttir.
FEGURÐ í reið er hans aðal. Svartur frá Unalæk og Þórður
Þorgeirsson fara hér vel í góðri töltsveiflu og er ekki annað að
sjá en fótlyftan sé vel viðunandi.
Hvítasunnumót Fáks
A-flokkur gæðinga
1. Óður frá Brún, eig.: Hulda og Hinrik,
knapi Hinrik Bragason, 8,58/8,59.
2. Svartur frá Unalæk, eig.: Oddur Bjömsson
og Þórður Þorgeirsson, knapi Þórður, 8,67/8,58.
3. Hljómur frá Brún, eig.: Hulda og Hinrik,
knapi Hulda, 8,50/8,52.
4. Geysir frá Dalsmynni, eig.: Amgrímur Ingimundar-
son, knapi Ragnar Hinriksson, 8,58/8,57.
5. Prins frá Hvítárbakka, eig. og knapi Viðar
Halldórsson, 8,54/8,51.
6. Gordon frá Stóru-Ásgeirsá, eig. og knapi
Sigurbjöm Bárðarson, 8,37/8,61.
7. Hannibal frá Hvítárbakka, eig.: Guðmundur
Jóhannesson, knapi Sigurður V. Matthíasson, 8,58/8,55.
8. Dalvar frá Hrappsstöðum, eigandi og
knapi Daníel Jónsson, 8,58/8,48.
B-flokkur gæðinga:
1. Farsæll frá Amarhóli, eig. og knapi Ásgeir
Svan Herbertsson, 8,61/8.58.
2. Logi frá Skarði, eig.: Sigurbjöm Bárðarson,
knapi Sigurbjöm, í úrslitum Orri Snorrason, 8,69/8,56.
3. Emir frá Eyrarbakka, eig. og
knapi Sigurður V. Matthíasson, 8,56/8,54.
4. Snillingur frá Austvaðsholti, eig. og
knapi Gunnar Amarson, 8,71/8,69.
5. Oddur frá Blönduósi, eig. og knapi Sigurbjöm
Bárðarson, 8,60/8,59.
6. Hektor frá Akureyri, eig. og knapi Gunnar Amarson,
knapi í úrslitum Kristbjörg Eyvindsdóttir, 8,68/8,40.
7. Birta frá Breiðabólsstað, eig. og knapi Sigurður V.
Matthiasson, knapi i úrslitum Gylfi Gunnarsson,
8,51/8,44.
8. List frá Litla-Dunhaga, eigandi og knapi Sigurbjöm
Bárðarson, knapi í úrslitum Hermann Karlsson,
8,55/8,51.
Ungmennaflokkur
1. Kristín H. Sveinbjarnardóttir á Valiant frá Hreggsstöð-
um, 8,27.
2. Davíð Jónsson á Snældu frá Miðhjáleigu, 8,33.
3. Alma Olsen á Erró frá Langholti, 8,31.
4. Gunnhildur Sveinbjamard. á Víkingi frá Þverá, 8,23.
5. Saga Steinþórsdóttir á Húna frá Hrafnhólum, 8,25.
6. Karl G. Davíðsson á Tinna frá Minna-Núpi, 8,11.
7. Guðrún Bemdsen á Galsa frá Hofsstöðum, 8,20.
8. Þórir Ingþórsson á Þrúði frá Hemlu, 8,10.
Unglingaflokkur.
1. Davíð Matthíasson á Prata frá Stóra-Hofi, 8,64.
2. Auður Jónsdóttir á Kleopötru frá Króki, 8,31.
3. Bergþóra Snorradóttir á Ósk frá Dalsmynni, 8,48.
4. Ámi B. Pálsson á Hrannari frá Teigi II, 8,27.
5. Erla Sigurþórsdóttir á Garpi úr Gullbringusýslu, 8,36.
6. Bjarni G. Viðarsson á Snúði
frá Hjaltastaðahvammi, 8,31.
7. Hannes Siguijónsson á Vini frá Svanavatni, 8,22.
8. Aníta M. Aradóttir á Faxa frá Sogni, 8,21.
Barnaflokkur.
1. Silvía Sigurbjörnsdóttir á Hauki frá Akureyri, 8,60.
2. Viðar Ingólfsson á Glað frá Fyrirbarði, 8,59.
3. Jóna M. Ragnarsdóttir á Móbrá frá Dalsmynni, 8,50.
4. Anna Þ. Rafnsdóttir á Pílu, 8,46.
5. Þórdís Gunnarsdóttir á Venna frá Kirkjubæ, 8,36.
6. Unnur B. Vilhjálmsd. á Svertu frá Stokkhólma, 8,34.
7. Hrefna M. Ómarsdóttir á Salvari frá Álfhólum, 8,21.
8. Sæþór F. Sæþórsson á Pjakki frá Akranesi, 8,23.
Tölt.
1. Hafliði Halldórsson á Nælu frá Bakkakoti, 98,7.
2. Vignir Siggeirsson á Þyrli frá Vatnsleysu, 93,6.
3. Sigurður V. Matthíasson á Emi frá Eyrarbakka, 88,9.
4. Fríða Steinarsdóttir á Hirti frá Hjarðarhaga, 87,5.
5. Baldvin A. Guðlaugsson á Gullfossi frá Breiðabóls-
stað, 84,3.
6. Olil Amble á Kraka frá Reykjavík, 83.0.
7. Snorri Dal Sveinsson á Greifa frá Sauðanesi, 79,4.
Áhugamannabikar A-flokki: Viðar Halldórsson.
Áhugamannabikar B-flokki: Gunnhildur Sveinbjam-
ardóttir.
Ásetuverðlaun unglinga: Davíð Matthfasson.
Ragnar Thorvaldsen styttan: Gunnar Arnar-
son.Skeið 150 metrar.
1. Sokki frá Kvíabekk, knapi Baldvin Ari Guðlaugsson,
14,84.
2. Lúta frá Ytra-Dalsgerði, knapi Þórður Þorgeirsson,
14,86.
3. Súper-Stjarni frá Múla, knapi Daníel Jónsson, 16,28.
Skeið 250 metrar.
1. Tvistur frá Minni-Borg, knapi Logi Laxdal, 22,18.
2. Svala frá Gufunesi, knapi Hörður Hákonarson, 23,17.
3. Von frá Hóli, knapi Auðunn Kristjánsson, 23,27.
Brokk 300 metrar.
1. Þiðrandi frá Álfsstöðum, knapi Þráinn Ragnarsson,
39,07.
2. Sturla frá Neistastöðum, knapi Aksel Jansen, 49,55.
Stökk 350 metrar.
1. Chaplín frá Skarði, knapi Siguroddur Pétursson, 26,82.
2. Eija frá Neðra-Vatnshomi, knapi Hjalti Geir Unn-
steinsson, 28,45.
3. Glúmur, knapi Logi Ólafsson, 28,98.
Kerrubrokk 800 metrar.
Munkur, knapi Jón Ingi Kristjánsson, 2.00.34.
2. Trilla, knapi Hjalti G.Unnsteinsson, 2.03.24.
Stóðhestar 6 v. og eldri
1. Logi frá Skarði, f.: Hrafn, 802, m.: Remba, Vindh.,
eig.: Sigurbjöm Bárðarson, Bygging: 8,23, hæfil.: 8,57,
aðaleinkunn: 8,40.
2. Óður frá Brún, f: Stígur, Kjartansst.: m.: Ósk, Brún,
eig.: Hulda og Hinrik, b.: 7,78, h.: 8,90, a.: 8,34.
3. Sjóli frá Þverá, f.. Sólon, Hóli, m.: Dimmalimm, Sleit-
ust., eig.: Magnús og Magnús Matthíasson, b.: 8,13, h.:
8,52, a.: 8,32.
4. Fjalar frá Bjargshóli, f.: Glaður, Skr., m.: Ferija, St,-
Hofi, eig.: Eggert Pálsson og Sigurður Marinusson, b.:
8,24, h.: 8,19, a.: 8,21.
5. Askur frá Hofi, f.: Bylur, Kolkuósi, m.: Perla, Dalvík,
eig.: Sigurbjörn Bárðarson, b.: 7,97, h.: 8,09, a.: 8,03.
Stóðhestar 5 v.
1. Ásaþór frá Feti, f: Kraflar, Miðsitju, m: Ásdis,
Neðra-Asi, eig.: Brynjar Vilmundarson, b: 8,28, h: 8,03,
a.: 8,15
2. Jóreykur frá Beinakeldu, f: Reykur, Hoftúni, m:
óskráð, eig.: Þormóður Pétursson og Egill Þ. Steingríms-
son, b.: 8,00, h.: 8,03, a.:8,01
3. Flygill frá Högnastöðum, f:Hrafn, Holtsmúla, m:
Gerpla, Högnastöðum, eig.: Magnús T. Torfason, b.:
7,99, h.:7,89, a.: 7,94
4. ísak frá Eyjólfsstöðum, f.: Hrafn, Holtsmúla, m.:
Sera, Eyjólfsstöðum, b.:7,60, h.: 8,10, a.: 7,85
Stóðhestar, 4 vetra.
1. Eiður frá Oddhóli, f.: Hrímnir, Vilmundarstöðum,
m.: Eiða, Skáney, eig.: Sigurbjöm Bárðarson, b.: 8,18,
h.: 7,76, a.: 7,97
2. Fáni frá Kvíarhól, f.: Kolfinnur, Kvíarhóli, m.: Ábót,
Neðra-Ási, eig.: Hugrún Valdimarsdóttir og Gunnar
Baldursson, b.:8,09, h.: 7,73, a.: 7,91
3. Sindri frá Högnastöðum, f.: Orri, Þúfu, m.: Gerpla,
Högnastöðum, eig.: Magnús T. Torfason, b.: 8,01, h.:
7,80, a.: 7,91
4. Eldur frá Vallanesi, f.: Snúður, Vallanesi, m.: Kúkka,
Vallanesi, eig.: Vilhjálmur Hafsteinsson, b.: 7,97, h.:
7,87, a.: 7,90
5. Straumur frá Vogum, f.: Orri, Þúfu, m.: Gæfa, Gröf,
eig.: Gunnar Arnarson, b.: 8.01, h.: 7,69, a.: 7,85
Einstaklingssýndar hryssur 6 vetra og eldri
1. Lukka frá Viðidal, f.: Hrafn, Holtsmúla, m.: Yrpa,
Víðidal, eig.: Kristinn Valdimarsson, b.: 7,81, h.: 8,95,
a.: 8,38
2. ísold frá Gunnarsholti, f.: Brennir, Kirkjubæ, m.:
Djörfung, Gunnarsholti, eig.: Berglind Ágústsdóttir, b.:
7,86, h.: 8,53, a.: 8,19
3. Hetja frá Oddhóli, f.: Ófeigur, Hvanneyri, m.: Gola,
Brekkum, eig.: Fríða H. Steinarsdóttir, b.: 8,10, h.:
8,22, a.. 8,16
4. Þöll frá Efri-Brú, f.: Otur Sauðárkróki, m.: Blökk,
Efri-Brú, eig.: Böðvar Guðmundsson, b.: 8,01, h.: 8,31,
a.: 8.16
5. Nería frá Sandhólaferju, f.: Þokki, Garði, m.: Nanna,
Sandhólafeiju, eig.: Steinunn H. Gunnarsdóttir, b.:7,85,
h.: 8,45, a.:8,15
Einstaklingssýndar hryssur 5 vetra.
1. Elding frá Viðidal, f.: Hervar, Sauðárkróki, m.:
Rauðka, Víðidal, eig.: Margrét S. Stefánsdóttir, b.:7,89,
h.: 8,39, a.: 8,14.
2. Bylgja frá Torfunesi, f.: Baldur, Bakka, m.: Kvika,
Rangá, eig.: Sigurbjörn Bárðarson og Baldvin K. Bald-
vinsson, b.: 8,06, h.: 8,.12, a.: 8,09.
3. Linda frá Árbakka, f.: Leistur, Álftagerði, m.: Dala-
Brúnka, Kolkuósi, eig.: Sigurður Halldórsson, b.: 7,83,
h.: 7,99, a.: 7,91.
4. Filma frá Árbæ, f.: Toppur, Eyjólfsstöðum, m.: Berta,
Vatnsleysu, eig.: Arngrímur Magnússon, b.: 7,71, h.:
8,01, a.: 7,86.
5. Björk frá Efra-Apavatni, f. : Ernir, Efri-Brú, m.:
Hrafnhetta, Efra-Apavatni, eig.: Guðmundur Harðar-
son, b.: 7,81, h.: 7,89, a.: 7,85.
Einstaklingssýndar hryssur 4 vetra.
1. Kyrrð frá Lækjamóti, f.: Orri, Þúfu, m.: Olga, Húna-
völlum, eig.: Edda R. Ragnarsdóttir og Sturlaugur Þ.
Halldórsson, b.: 7,92, h.: 7,88, a.: 7,90.
2. Dögun frá Laugarvatni, f.: Ófeigur, Flugumýri, m.:
Dögg, Dalsmynni, eig.: Sveinn Ragnarsson, b.: 7,92,
h.: 7,71, a.: 7,81.
3. Hekla frá Hafsteinsstöðum, f.: Hervar, Sauðárkróki,
m.: Elding, Hafsteinsstöðum, eig.: Eiríkur Benjamlns-
son, b.: 7,78, h.: 7,80, a.: 7,79.
4. Kolbrún frá Kjarnholtum, f.: Piltur, Sperðli, m.: Gló-
kolla, Kjarnholtum, eig.: Magnús Einarsson, b.: 7,62,
h.: 7,91, a.: 7,76.
5. Blíða frá Eystri-Hóli, f.: Platon, Sauðárkróki, m.:
Fluga, Flugumýri, eig.: Ingibjörg Ólafsdóttir, b.: 7,73,
h.:7,75, a.: 7,74.