Morgunblaðið - 30.05.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.05.1996, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Um 350 manns sóttu aðalsafnaðarfund í Langholtssókn á þriðjudagskvöld Morgunblaðið/Kristinn MARGIR fundarmanna samfögnuðu Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur þegar ljóst var að ályktun henn- ar hafði verið samþykkt. Ólöf gekk úr sóknarnefnd á fundinum. Sóknarnefnd hlaut afgerandi stuðning Aðalsafnaðarfundur Langholtssóknar var haldinn síðastliðið þriðjudagskvöld. Guðni Einarsson sat fundinn og fylgdist með því sem fram fór. GUÐMUNDUR E. Pálsson, formaður sóknamefndar, setti fundinn og bauð séra Ragnari Fjalari Lárussyni prófasti að stíga í pontu. Sr. Ragnar Fjalar las ritningarorð og flutti bæn. Auk prófasts var sr. Sigurður Sigurð- arson vígslubiskup í Skálholti við- staddur úr hópi forystumanna Þjóð- kirkjunnar. ■Ingi R. Heigason, lögfræðingur, var kjörinn fundarstjóri og Kristjana Kristjánsdóttir og Anna María Ög- mundsdóttir kjörnar fundarritarar. Lesin var fundargerð síðasta aðal- safnaðarfundar og síðan fluttu for- menn nefnda og starfsgreina skýrslur um safnaðarstarfið á liðnu ári. Þá voru lesnir reikningar safnaðarins og kórskóla. Deilt á kirkjuyfirvöld Guðmundur E. Pálsson las skýrslu sóknarnefndar. Að loknum kafla um starfið og efnahag sóknarinnar sagði Guðmundur sóknamefnd vilja hafa sem fæst orð um deilumar í söfnuð- inum að sinni vegna úrskurðar herra Bolla Gústavssonar vígslubiskups. „Þó viljum við taka fram að við teljum okkur ekki hafa stuðlað að eða magn- að þær deilur sem hér hafa verið,“ sagði Guðmundur. „Við viljum láta í ljós undrun okkar og vonbrigði með veraldleg og kirkjuleg yfirvöld vegna vanmáttar þeirra gagnvart þessum deilum. Jafnframt viljum við lýsa hneykslan okkar á meðferð yfírvalda á undirskriftasöfnun sem fór fram hér í söfnuðinum þar sem um 1500 manns skrifuðu undir svo afdráttar- lausa yfírlýsingu, eða um 60% að- spurðra. Þessar undirskriftir færðu sóknamefnd sanninn um að hún hef- ur verið að vinna í þágu safnaðarins og var þetta mikill stuðningur og hvatning til sóknarnefndar." Bára Friðriksdóttir guðfræðingur flutti skýrslu um bama- og unglinga- starf. Hún var ráðin í hálft starf í haust er leið en er að hætta. Bára sagði að öllum hefði liðið illa í sam- starfínu þennan vetur. Hún sagðist hafa hlakkað til samstarfs við sr. Flóka. Eftir að þau fóru að starfa saman hefði hann gróflega misboðið réttlætiskennd hennar hvað eftir ann- að. Sagðist Bára samvisku sinnar vegna ekki geta stutt prestinn. Taldi hún sr. Flóka ýmsum kostum búinn en hæfíleikar hans fengju ekki notið sín vegna skorts á hæfni í mannlegum samskiptum. Bára lýsti undrun sinni og sorg yfír því hvemig kirkjuyfírvöld hefðu tekið á málum og sagði að sér þætti sóknamefnd hafa verið stórlega misboðið. Ólöf Kolbrún Harðardóttir flutti skýrslu orgelsjóðs. Hún rakti forsögu orgejkaupa í kirkjuna og orgelsöfnun- ar. Ólöf sagði snurðu hafa hlaupið á þráðinn í söfnuninni. Því hefðu tekjur orgeisjóðsins verið langt undir áætlun í fyrra. Aðrir starfsmenn safnaðarins viku ekki beinlínis að þeim deilumálum sem hafa verið viðloðandi safnaðar- starfið í Langholtssókn. Tillaga um stuðning við sóknarnefnd í umræðum um skýrslur og reikn- inga kvaddi sér hljóðs Baldvin Frede- riksen úr svonefndum Þróttheimahópi. Hópurinn fór að hittast í janúar sl. og stóð meðal annars að undirskrifta- söfnuninni. Baldvin bar upp ályktun um stuðning og þakkir til sóknar- nefndar. Þar var lagt til að fundurinn þakkaði sóknamefnd frábær störf á liðnu ári og léti í Ijós aðdáun sína á því „hversu vel og af mikilli þolin- mæði og þrautseigju var haldið á málum safnaðarins gagnvart kirkjuyf- irvöldum, sem oftsinnis virtust virða að vettugi óskir og þarfír safnaðarins.“ Skrifleg atkvæðagreiðsla fór fram um ályktunina og studdu hana 269 fundarmenn, 66 voru á móti, eitt at- kvæði var ógilt og auðir seðlar 6. AIls greiddu 342 atkvæði. Líflegar umræður Jón Magnússon kvaddi sér hljóðs og þótti dapurlegur málflutningur Báru Friðriksdóttur. Hann sagði þetta koma sér á óvart eftir að hafa verið með sr. Flóka og ekki hafa neitt nema gott um hann að segja. Bjöm Ólafur Hallgrímsson tók und- ir orð Jóns og sagðist ekki hafa reynt sr. Flóka nema að góðu. Björn gerði athugasemd við þann lið skýrslu sókn- amefndar þar sem lýst er hneykslan á meðferð yfírvalda á undirskrifta- söfnuninni. Bjöm benti á að mikill meirihluti sóknarbama hefði ekki skrifað undir plaggið. Hins vegar hefði þessi undirskriftasöfnun hneykslað sig og fleiri. Þá tók Svavar Kristjónsson til máls. Hann taldi að sóknarnefndin ætti að segja af sér. Hún hefði mis- skilið hlutverk sitt. í stað þess að vera prestinum tii halds og trausts hefði hún unnið gegn honum. Svavar sagðist hafa sótt messur síðan í des- ember en aldrei séð neinn úr sóknar- nefndinni við þær athafnir. Baldur Hafstað, sem starfað hefur með Þróttheimahópnum, sagði meðal annars að neikvæð utanaðkomandi öfl hefðu blandað sér í málefni safnað- arins til að flækja þau. Hann sagði að baráttunni yrði haldið áfram. Bald- ur sagði hópinn harma afstöðu kirkju- yfírvalda og taldi þau hafa bragðist. Margir prestar hefðu lýst stuðningi við baráttu hópsins og að með lyktum Langholtsdeilu yrði fylgst víða. „Ef hér fer illa er líklegt að Þjóðkirkjan riði til falls,“ sagði Baldur. Fleiri tóku til máls, þeirra á meðal Jóhanna G. Erlingsson. Hún benti meðal annars á að ekki væri tekið mark á bænarskjali sem 1500 manns settu nöfn sín við til að fá því breytt sem gerst hefði í söfnuðinum „frá því ungur maður tók þar við og gerði hallarbyltingu í húsi Guðs“. Jóhanna benti á að jafn margir hefðu skrifað undir skjalið og þyrfti til að mæla með forsetaframbjóðanda. Kosið í sóknarnefnd Samkvæmt úrskurði herra Bolla Gústavssonar vígslubiskups_ skyldu þær Margrét Leósdóttir og Ólöf Kol- brún Harðardóttir ganga úr sóknar- nefnd. Þær tóku báðar til máls og sögðust hlíta úrskurðinum. Margrét tilnefndi Helga Kristinsson sem eftir- mann sinn og Ólöf Kolbrún tilnefndi Kötlu Þorsteinsdóttur. Sr. Flóki Kristinsson kvaddi sér hljóðs og sagði það nær ófrávíkjan- lega reglu að varamenn í sóknamefnd gengju upp þegar aðalmenn hyrfu úr nefndinni. Þetta tryggði að fólk sem þekkti til mála tæki sæti sem aðal- menn. Sr. Flóki lagði til að þessi regla yrði virt, annað væri sóun á starfs: kröftum og reynslu varamanna. í framhaldi af orðum sr. Flóka varð nokkur óróleiki í salnum og heyrðust framíköll óg baul. Fundarstjóri sagði lög um kjör sóknamefnda ótvíræð, í stað aðal- manns í sóknamefnd skyldi kjósa nýjan aðalmann. Guðmundur Ágústs- son lögfræðingur, sem sæti á í sókn- arnefnd, tók undir þetta og vísaði í erindisbréf til sóknamefnda. Sr. Ragnar Fjalar tók undir orð sr. Flóka, en sagði lögin ótvíræð og eftir þeim skyldi farið. Engar aðrar tilnefningar bárast og lýsti fundarstjóri þau Kötlu og Helga réttkjöma aðalmenn. Fundarstjóri las bréf frá Guðmundi Gisíasyni, varamanni í sóknarnefnd, þar sem hann lýsti því að hann gæfí ekki kost á sér til setu í nefndinni. Helsta ástæðan var sú að á fundi sóknamefndar fyrir aðalfundinn hefði virst augljóst að meirihluti nefndar- innar hygðist nota aðalfund safnaðar- ins „til að auka enn frekar á vand- ræði safnaðarins með því að heimila svonefndum Þróttheimasamtökum, eða velunnurum Langholtskirkju, að viðhafa tilburði sína til sátta í deil- unni með ómerkilegri síbylju um sókn- arprestinn okkar . . .“ Guðmundur E. Pálsson stakk upp á Bergrósu Jóhannesdóttur sem vara- manni, einnig var stungið upp á Skúla J. Björnssyni. Hann dró sig til baka og lýsti stuðningi við Bergrósu, sem var því sjálfkjörin. Þá las fundarstjóri bréf frá Sigríði Jóhannsdóttur, safnaðarfulltrúa, til sóknamefndar. í bréfínu sagðist Sig- ríður ekki geta, sannfæringar sinnar vegna, verið áfram safnaðarfulltrúi og því segði hún af sér. Stungið var upp á Ásgeiri Péturssyni í hennar stað og var hann sjálfkjörinn. Umfangsmikil önnur mál Miðnætti var farið að nálgast þeg- ar umræða hófst um önnur mál. Bald- vin Frederiksen mælti fyrir stofnun félags velunnara safnaðarins og sagði að lagðir yrðu fram listar þar sem fólk gæti skráð nöfn sín. Ólöf Kolbrún Harðardóttir lagði fram ályktun þess efnis að kirkjuyfir- völdum og ráðherra „beri að taka til greina skriflegar yfirlýsingar 1500 sóknarbarna, og að ráðherra leysi svo fljótt sem verða má sóknarprestinn frá embætti og virði þannig vilja safn- aðarins11. í rökstuðningi með tillög- unni er bent á að samkvæmt lögum um veitingu prestakalla séu það sókn- arbömin sem hafa úrslitavaldið um ráðningu prests. Vilji safnaðarins sé grandvallaratriði og ráðherra, sem færi með veitingarvald, yrði að byggja alfarið á þessum vijja. Ályktuninni lauk á orðunum: „Urskurður Bolla biskups Gústavssonar var ekki sáttar- gerð, enda hafa þær engar dugað, heldur dómur, sem setur deiluna í sókninni á svið ógnarjafnvægis milli prests og kantors, en virðir ekki vilja eða þarfir safnaðarins," Björn Ólafur Hallgrímsson lagði fram frávísunartillögu og var hún felld með öllum þorra atkvæða. Guðmundur Gunnarsson lagði fram áskorun á sóknarnefnd að beita sér fyrir stofnun samtaka kirkjusafnaða á Islandi, sem vinni markvisst að hagsmunamálum safnaðanna. Álykt- unin var samþykkt. Nú var gengið til skriflegrar at- kvæðagreiðslu um tillögu Ólafar Kol- brúnar. Að lokinni atkvæðagreiðsl- unni sleit formaður sóknamefndar fundinum og var klukkan þá 20 mín- útur yfír miðnætti. Margir biðu eftir niðurstöðu at- kvæðagreiðslunnar og fór hún þannig að 228 studdu tillöguna, 25 voru henni andvígir, eitt atkvæði var ógilt og auðir seðlar 2. Alls tóku 256 þátt í atkvæðagreiðslunni. Safnaðarstjórn naut afgerandi stuðnings fundarmanna. Eins er ljóst að Þróttheimasamtökin hafa treyst sig í sessi. Sr. Flóki Kristinsson Ráðamenn rjúka varla til vegna óánægju „ÉG HEF rökstuddan grun um að smalað hafi verið á fundinn, en ég get í raun engu svarað um þessa tillögu, þar sem skorað er á kirkjumálaráðherra að leysa mig frá embætti," sagði sr. Flóki Kristinsson, sóknarprestur í Langholtssókn, í samtali við Morgunblaðið í gær. Flóki sagði að það myndi koma sér mjög á óvart ef einhver við- brögð kæmu frá kirkjumálaráð- herra. „Það er lítill vandi að fá tvö hundruð manns til að samein- ast um einhverja óánægju og ráðamenn þjóðarinnar rjúka varla til út af svoleiðis löguðu," sagði hann. Flóki sagði að enn sæti sama óánægða sóknarnefndin og sami organisti, sem væri jafnóánægð- ur með prestinn og áður. Enn væri sami prestur, sem ekki gæti þóknast kirkjueigendafélaginu. „Staðan hefur hins vegar breyst eftir úrskurð setts bisk- ups, Bolla Gústavssonar, á þann veg að nú er alveg skýrt og Morgunblaðið/Kristinn SÉRA Flóki Kristinsson og séra Sigurður Sigurðarson vígslubisk- up í Skálholti ræddu niðurstöðu fundarins að honum loknum. greinilegt hvernig menn eiga að vinna. Það kom hins vegar fram á fundinum, einkum í máli Ólafar Kolbrúnar Harðardóttur, að hún sættir sig alls ekki við úrskurð biskupsins og telur ekkert mark á honum takandi. Hún strengdi þess heit á fundinum að helga krafta sína þessari andófshreyf- ingu innan kirkjunnar," sagði Flóki. Starfa áfram eftir úrskurðinum Séra Flóki sagði að hann myndi eftir sem áður starfa í samræmi við úrskurð Bolla Gústavssonar og sinna prestþjónustu. „Fólk í sóknarnefndinni er ekki sljórn safnaðarins, heldur leikmenn, sem eru falin ákveðin verk cins og meðferð fjármuna og viðhald á kirkjubyggingu. Það káfar ekk- ert upp á mig hvernig þetta fólk starfar.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.