Morgunblaðið - 30.05.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.05.1996, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Ollu flugi Bingó-ferða aflyst DANSKA ferðaskrifstofan Wihlborg Rejser og umboðsaðili hennar hér á landi, Bingó ehf., tilkynnti til sam- gönguráðuneytis í gær að fyrirtækið gæti ekki staðið við áætlanir sínar um flug milli íslands og Kaupmanna- hafnar. Hefur öllu flugi á þeirra veg- um því verið aflýst. Samkvæmt upplýsingum frá ráðu- neytinu hefur það gert samning við Flugleiðir um heimflutning farþega sem eru erlendis á þeirra vegum og erlendra ferðamanna sem staddir eru hér og eiga gildan miða til síns heima. Hilmar A. Kristjánsson hjá Bingó ehf. sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi að tíu milljóna króna trygging sem ferðaskrifstofan lagði fram til þess að fá starfsleyfi færi í Samið við Flugleiðir um flutning far- þega sem lagðir eru af stað í ferð Óvíst með endurgreiðslu á farmiðum það að greiða farseðla þeirra sem væru staddir í Kaupmannahöfn eða hérlendis. Búið væri að selja farseðla fyrir tólf milljónir og ljóst að farseðlar með öðru flugfélagi fengjust ekki á sama verði og Bingó ehf. hefði boð- ið. Það kæmi því ekki í ljós fyrr en búið væri að greiða fyrir þá hvort eitthvað yrði aflögu hjá fyrirtækinu til þess að bæta þeim skaða, sem búnir væru að kaupa miða en ekki farnir af stað. Hilmar segir Bingó ehf. bera ábyrgð á farmiðasölunni og því eigi kaupendur enga kröfu á Wihlborg Rejser, ef ekki tekst að bæta öðrum farþegum miðakaupin. Sem þýði að eigi Bingó ehf. ekki fyrir endur- greiðslu, geti viðskiptavinirekki leit- að annað. Þá sagði Hilmar að ástæða þess að tvær ferðir Wihlborg hefðu fallið niður væri sú að leigufiugið frá Gatwick til Kaupmannahafnar hefði ekki borið sig. Ferðir milli Kaup- mannahafnar og íslands hefðu hins vegar selst betur, en ekki var unnt að útvega flugleyfi milli þeirra staða og fá áhafnir til þess með svo skömmum fyrirvara. Hlutaðeigandi eru beðnir um að hafa samband við Guðrúnu Jóhanns- dóttur á söluskrifstofu Flugleiða í Reykjavík, Laugavegi 7, í dag eftir klukkan níu. Þeir sem eru í Kaupmannahöfn eru beðnir um að snúa sér til Hafdís- ar Óskarsdóttur á skrifstofu Flug- leiða, Vester Farimagsgade 1, ann- arri hæð, í síma 33123388. Ný lög um ríkis- starfsmenn UMDEILT frumvarp um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins varð að lögum í gær en það var samþykkt á Alþingi með 30 atkvæð- um gegn 20 en tveir þingmenn sátu hjá. Stjórnarsinnar greiddu allir at- kvæði með frumvarpinu, utan Guð- mundur Hallvarðsson Sjálfstæðis- flokki sem sat hjá og hann sat einn- ig hjá í atkvæðagreiðslu um frávís- unartillögu stjórnarandstöðunnar við frumvarpið. Stjórnarandstæð- ingar greiddu allir atkvæði gegn frumvarpinu, utan Kristinn H. Gunnarsson Alþýðubandalagi sem sat hjá. Samkvæmt nýju lögunum er æviráðning ríkisstarfsmanna af- numin að mestu. Embættismenn verða, með nokkrum undantekning- um þó, ráðnir til fimm ára í senn. í þeim hópi eru prestar og hefur það verið gagnrýnt mjög í umræðu um málið. Þá gera lögin m.a. ráð fyrir því að forstöðumenn ríkisstofnana geti greitt starfsmönnum viðbótarlaun ofan á grunnlaun, en laun embætt- ismanna verða þó alfarið ákveðin af kjaranefnd eða kjaradómi. Einn- ig er biðlaunaréttur þrengdur. Miklar breytingar Frumvarpið tók miklum breyt- ingum í meðförum Alþingis, bæði við aðra og þriðju umræðu um málið. Svavar Gestsson Alþýðu- bandalagi lagði til að frumvarpinu yrði vísað aftur til efnahags- og viðskiptanefndar eftir að breyting- artillögur við 3. umræðu höfðu ver- ið samþykktar. Heimild er fyrir því í þingsköpum Alþingis að prenta frumvarpið eins og það lítur út eft- ir að breytingartillögurnar við 3. umræðu hafa verið samþykktar og leggja það þannig fyrir að nýju. Þessi tillaga var felld með 30 at- kvæðum gegn 21. Bókaútgefendur gagnrýna bókaskatt Hagfræðistöfnun telur svar ráð- herra rangt AÐALFUNDUR Félags íslenskra bókaútgefenda lýsir yfír furðu sinni á skýrslu fjármálaráðherra um áhrif 14% virðisaukaskatts á útgáfu bóka, blaða og tímarita. í því efni er vitnað í álitsgerð Hag- fræðistofnunar Háskóla íslands um efni skýrslunnar. Fundurinn skorar á stjórnvöld að fella niður virðisaukaskatt af bókum. í skýrslu sem fjármálaráðherra lagði fyrir Alþingi í síðasta mánuði ura áhrif virðisaukaskatts á j)óka-, blaða- og tímaritaútgáfu á íslandi er komist að þeirri niðurstöðu að ekki sé ástæða til að ætla að álagn- ing skattsins hafi rýrt stöðu at- vinnugreinarinnar. Félag íslenskra bókaútgefenda taldi svar ráðherr- ans mjög villandi og fékk Hag- fræðistofnun HÍ til að semja álits- gerð um skýrslu hans. Villandi gögn Hagfræðistofnun gagnrýnir mjög aðferðir og ályktanir sem fram koma í greinargerð fjármála- ráðherra. Hagfræðistofnun telur tíl dæmis gagnrýnisvert að meta afkomu bókaútgefenda með af- komu blaðaútgefenda eins og gert er í skýrslunni. Stofnunin segir að í skýrslunni sé verið að bera sam- an gögn á villandi hátt að ýmsu leyti og það, ásamt öðru, leiði til rangrar niðurstöðu. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson BALDUR Grétarsson (t.v.) og Aðalsteinn Jónsson með hreindýrs- kálfana þrjá sem þeir náðu í sl. föstudag. Þeir félagar voru báðir í kuldagöllum eins og þeim sem Baldur er í og stakk hann ein- um kálfinum inn á sig og Aðalsteinn tveimur og þar máttu þeir dúsa á leiðinni til byggða. Halda hreindýr til að sýna ferðafólki AÐALSTEINN Jónsson, bóndi á Klausturseli, fór ásamt Baldri Grétarssyni sl. föstudag inn í svokallaðan Háls innan við Kára- hnjúka og náði í þrjá hreindýrs- kálfa. Meiningin var að sækja tvo kálfa en á leiðinni til baka björg- uðu þeir þriðja kálfinum, sem var nýborinn, upp úr krapa. Aðal- steinn og kona hans, Olafía Sig- marsdóttir, eru með tvo vetur- gamla kálí'a fyrir og ætla þau að hafa dýrin til sýnis fyrir ferða- fólk. Kálfarnir fá sérstaka blðndu nýmjólkur, eggja og lýsis og segja þau hjónin að þeir þríf- ist vel. Aðalsteinn segist vonast til að hægt verði að temja dýrin og beita þeim fyrir sleða eða vagn. Hann segir veturgömlu kálfana miklu styggari en hina nýfæddu, sem þekki ekkert ann- að en að umgangast fólk. Þeir veturgömlu séu þó farnir að elta krakkana um, eta úr lófa manns og láta strjúka sér. Aðalsteinn segir hugmyndina að þessum hreindýrabúskap hafa kviknað í tengslum við vinnu- stofu Ólafíu þar sem hún vinnur ýmsa muni úr hreindýraleðri. Þeim hafi fundist tilvalið að hafa lif andi dýr til sýnis fyrir ferða- fólk en að Klausturseli komu nokkur hundruð manns á síðasta ári. Þorsteinn Pálsson Prestinum ekki vikið vegna und- irskrifta- söfnunar ÞORSTEINN Pálsson kirkjumála- ráðherra hafði ekki fengið ályktun aðalsafnaðarfundar Langholtssafn- aðar í hendur, þegar blaðið átti sam- tal við hann í gær, en hafði frétt af henni í fjölmiðlum. Fundurinn álykt- aði að kirkjuyfirvöldum og ráðherra bæri að taka til greina skriflegar yfirlýsingar 1.500 sóknarbarna og að ráðherra leysi sóknarprestinn frá störfum svo fljótt sem verða mætti. „Ég sé að þarna er vísað til undir- skriftasöfnunarinnar sem fram fór í vetur," sagði Þorsteinn. „Ég svaraði því þá til að samkvæmt íslenskum lögum væri ekki hægt að víkja ævi- ráðnum embættismanni frá störfum á grundvelli undirskriftasöfnunar og lögin hafa ekki breyst," sagði Þor- steinn. Hann taldi ályktun fundarins engu breyta þar um. Þorsteinn sagði það ljóst að alvar- leg staða væri komin upp í þessum söfnuði og ef til vill ástæða fyrir sóknarprestinn að meta það hvernig hann þjónaði best söfnuðinum og Guði sínum. ¦ Sóknarnefnd hlaut/12 ----------? ? ?--------- Forsætisnefnd Norðurlandaráðs Islenskur framkvæmda- stjóri ráðinn BERGLIND Ásgeirsdóttir, ráðu- neytisstjóri í félagsmálaráðuneyt- inu, var á fundi forsætisnefndar Norðurlandaráðs í Helsinki í gær valin til að gegna starfi fram- kvæmdastjóra nefndarinnar til næstu fjögurra ára. Þetta er hæsta staðan inn- an Norðurlanda- ráðs og hefur ís- lendingur aldrei gegnt henni áður. Forsætisnefndin vettvangur þjóðþinga Norðurland- anna. Skrifstofa hennar er nú í Stokkhólmi en hún verður flutt síðla sumars til Kaupmannahafnar þar sem skrifstofur norrænu ráðherra- nefndarinnar eru fyrir. Berglind segist gera ráð fyrir að hún taki við stöðunni á sama tíma og starfsemin hefst á nýjum stað. Berglind Ásgeirsdóttir er samstarfs- Rætt um fiskveiðistjórnun á fundi sjávarútvegsráðherra þjóða við N-Atlantshaf FUNDI sjávarútvegsráðherra Norður-Atlantshafsríkja í Reykja- vík lýkur í dag með útgáfu sameig- inlegrar yfírlýsingar ráðherranna. Rússneski sjávarútvegsráðherr- ann segir Rússa hafa hugleitt að senda varðskip til að verja Smug- una í Barentshafi. Að sögn Þorsteins Pálssonar sjávarútvegsráðherra var rætt í gær um ýmis viðfangsefni viðvíkj- andi fiskveiðistjórnun á heima- miðum og úthafinu, meðal annars nýja tækni við fiskveiðieftirlit. Þar er meðal annars rætt um gervihnattaeftirlit og sagði Þor- steinn að þjóðirnar þyrftu að ákveða hvernig það yrði af hendi leyst. Aðlaga þarf reglur Þá var farið yfir helstu verkefni á sviði fískveiðistjórnunar á vett- Rússar hafa hug- leitt að senda varð- skip í Smuguna vangi NAFO og NEAFC sem bíða úrlausnar innan svæðasamtak- anna. Þorsteinn sagði ljóst að laga þyrfti reglur að nýrri þróun í haf- réttarmálum og að taka þyrfti til- lit til gildistöku úthafsveiðisátt- málans. Einnig var rætt í gær um fyrir- komulag veiðistjórnunar á Flæmska hattinum. Þorsteinn sagði íslendinga leggja áherslu á að þar yrði miðað við aflakvóta en ekki sóknarmark. Endurmat á eftirlitsaðferðum kom til umræðu og var rætt um að leitað yrði ódýr- ari leiða við eftirlitið. Rússneski sjávarútvegsráðherr- ann Korelskíj varpaði fram þeirri spurningu í samtali við Stöð 2 í gærkvöldi hvernig íslendingar brygðust við ef Rússar sendu 100-150 fiskiskip til veiða á þorsk og loðnu við íslensku fiskveiði- mörkin. Rússar hafa íhugað að verja Smuguna Korelskíj sagði þá hugmynd hafa komið upp að senda varðskip í Smuguna. Nikolajev, hershöfð- mgi í rússnesku landamærasveit- unum, biði bara eftir því að ákvörðun yrði tekin um að senda öflug varðskip til að verja Smug- una. Korelskíj sagði Rússa hafa átt við svipað að etja í Okhotskahafi en tekist að leysa úr því með sam- stilltu átaki. Engin vandamál af þessu tagi væru nú á norðvestur Kyrrahafi, Barentshafíð væri eitt eftir. Taldi ráðherrann að þar yrði gripið til svipaðra ráða. í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.