Morgunblaðið - 30.05.1996, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 30.05.1996, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 1996 45 FRETTIR 4 I 4 4 4 4 4 4 1 4 Fyrirlestur um endur- mat á náttúruvernd ROGER Crofts, framkvæmda- stjóri Scottish Natural Heritage, flytur opinberan fyrirlestur um nýskipan náttúruverndar í Skot- landi kl. 17-18.30 fimmtudaginn 30. maí nk. í Norræna húsinu. Scottish Natural Heritage varð til við endurskipulagningu nátt- úruverndar í Bretlandi 1992. Magnús Magnússon er stjórnar- formaður stofnunarinnar. í fyrirlestri sínum mun Roger fjalla um þær miklu breytingar sem orðið hafa á náttúruverndar- starfi í Skotlandi. Þær felast m.a. í áherslu á aukna samtengingu nýtingar og verndunar, sjálfbæra landnýtingu, stjórn vistkerfa, sið- fræði verndunar, mótun viðhorfa og umhverfisfræðslu. Allir áhugamenn um náttúru- vernd velkomnir. FORMAÐUR Geðhjálpar, Pétur Hauksson, þakkar listakonunni Margréti Valgarðsdóttur fyrir gjöfina. ¦ LISTAKONAN Margrét Val- gerðardóttir afhenti Geðhjálp ný- lega á aðalfundi félagsins veggteppi til eignar. Teppið er unnið úr silki, flaueli og gullefni í stærðinni 170x185 sm. Það er með misstórum flötum, í óh'kum litum og með ólíka áferð. Rauður þráður gengur í gegn- um teppið og heldur því saman. Efni og litasamsetning vísar til ólíkra ein- staklinga og rauði þráðurinn er tákn samstöðunnar og samhjálparinnar. Verkið heitir Rauður þráður. Mar- grét hefur unnið teppið í um tuttugu ár og haldið eina sýningu í Hlaðvarp- anum árið 1993. Veggteppið hangir uppi í félagsmiðstöð Geðhjálpar sem er opið alla virka daga frá kl. 13-17. Afmæli INGIBJORG BRYNJÓLFSDÓTTIR ALLLENGI hefur stutt tilvitnun leitað á huga fóks víða um heim. Mig langar að tileinka þessa tilvitn- un frænku minni í tilefni af áttræð- isafmæli hennar, sem er í dag, 30. maí. Enginn veit hver skrifaði þessi orð upphaflega. Þau hafa verið eignuð Viktor Hugo, Georg Elliot eða trúboðanum Stephen Grellet. Enginn veit hvenær þau voru sögð eða í hvaða tilgangi. En sumir hafa meðvitað eða ómeðvitað gert þau að veruleika í lífi sínu og þar á meðal er Ingibjörg Brynjólfsdóttir. „Ég fer aðeins einu sinni um þennan heim. Sérhvert góðverk sem ég get innt af hendi eða góðvild sem ég get auðsýnt öðrum ætti ég að láta í té núna. Lát mig ekki slá því á frest eða afrækja það, því ég fer ekki þennan veg aftur." Ingibjörg fæddist í Hlöðutúni í Borgarfirði 30. maí árið 1916. Þar ólst hún upp og vann bústörfin framan af ævi ásamt foreldrum sín- um og bróður. Hún hugsaði einstak- lega vel um aldraða foreldra sína Brynjólf Guðbrandsson bónda, og Jónínu Guðrúnu Jónsdóttur og gerði þeim kleift að búa í Hlöðutúni til æviloka. Á þessum árum lauk Ingi- björg námi frá húsmæðraskólanum á Varmalandi. Síðan lá leiðin til Reykjavíkur og þar hélt hún áfram að gefa af sér og vera öðrum hjálparhella. Ég ætla ekki að rekja alla þá sögu hér. Margir hafa notið umhyggju hennar á uppvaxtarárum og við ástvinamissi. Hún hefur tekist á við röð áfalla í fjölskyldu sambýlis- manns síns, Leifs Steinarssonar, með hljóðlátri reisn. Ingibjörgu er gefið mikið þrek og hún kann öðrum betur að taka mótlæti.í áföllum lífs- ins verður allt svo tilgangslaust, en kærleiksrík samskipti við aðra létta byrðar og eru í rauninni leiðin til Guðs. Eg hitti nýverið bróður Ingibjarg- ar, dr. Gissur Brynjólfsson, fyrrum prófessor í meinafræði við Loyola háskólann í Chicago í Bandaríkjun- um. Hann talaði um fórnarlund systur sinnar. En við vorum sam- mála um að sá ávinnur líf sitt sem gefur það öðrum. Lífshamingjan er fólgin í því að létta örðum byrðar og gera aðra hamingjusama, hversu margir sem krossarnir verða á veg- ferð okkar. Orðin úr Galatabréfinu koma í hugann: „Þreytumst ekki að gjöra það sem gott er, því á sínum tíma mun- um vér uppskera, ef vér gefumst ekki upp. Þess vegna skulum vér meðan tími er til, gjöra öllum gott." (6.10) Ég sendi frænku minni hugheilar afmæliskveðjur. Ef ég þekki hana rétt þá vill hún gleðjast í dag, - gleðin og sorgin eru reyndar syst- ur. Árin að baki eru áttatíu, en Ingibjörg er jafn ung og kærleiks- rík trú hennar og von, sem hún hefur miðlað öðrum svo vel af með lífi sínu. Fyrir það hefur þún þökk samferðarmanna. Ólafur Oddur Jónsson. Góðvinir Patreksfjarðarskóla stofna félag Patreksfirði. Morgunblaðið. BÚIÐ er að stofna félag á Patreks- firði sem heitir Góðvinir Patreks- fjarðarskóla. I stofnskrá félagsins segir að markmið félagsins sé að auka tengsl Patreksfjarðarskóla við alla þá sem bera hag skólans fyrir brjósti. Fyrirtæki, félaga- samtök, einstaklingar og allir þeir sem áhuga hafa á vexti og við- gangi skólans eru félagar. Næstkomandi laugardag verður opið hús í Grunnskólanum á Pat- reksfirði þar sem starfsemin og aðstaða verður kynnt fyrir góð- vinum skólans. Auk þess verður tölvusýning og kaffisala. Aðal- hvatamaður að stofhun félagsins er Guðbrandur Stígur Ágústsson, skólastjóri Grunnskóla Patreks- fjarðar, en ásamt honum eru í undirbúningsnefnd þeir Björn Gíslason, Hilmar Jónsson og Sig- urður Viggósson. Aðspurður sagðist Guðbrandur Stígur hafa fundið fyrir miklum áhuga bæjarbúa til skólans og skólamála þegar hann réðist til starfa hér á Patreksfirði í haust sem leið. "Eg fór að velta fyrir mér hvernig hægt væri að virlqa þennan áhuga á sem bestan hátt fyrir skólann og talaði þá við þrjá menn úr atvinnulífinu um að koma með mér í undirbúningsnefnd um stofnun félagsins" sagði Guð- brandur Stígur. I fjórðu grein stofnskrárinnar stendur að félagið muni standa fyrir fjáröflunum til styrktar skólastarf inu og að leitast skuli við að gera skólanum kleift að bjóða nemendum sinum þá bestu aðstöðu til náms og starfs sem völ PATREKSFJARÐARSKOLI. Opið hús á laugar- daginn er á, á hverjum tima. „Undirbún- ingsnefndin sett- ist niður og f ór- um að velta fyrir okkur fyrsta stóra verkefninu fyrir okkur sem að félagið gæti lagt í og voru menn sammála um það að reyna útbúa skólann þannig að hann verði best búni skóli landsins til tölvukennslu," sagði Guðbrandur Stígur. Tölvubúnaðurinn mundi ekki einungis nýtast grunnskólanum heldur einnig til fullorðinsfræðslu og endurmenntunar sem ekki er vanþörf á nú á tímum mikilla framfara í tölvutækni. Öllum bæj- arbúum á Patreksfirði hefur verið sent bréf með upplýsingum um stofnun félagsins og þar sem ósk- að er eftir framlagi til þess. Enn- fremur er ölluin fyrirtækjum sent bréf svo og brottfluttum Patreks- firðingum. Guðbrandur Stígur Ágúslsson Morgunblaðið/Ari Hafliðason Á að verða best útbúni tölvuskólinn Guðbrandur sagði að þetta væri aðeins fyrsta skrefið, að gera skól- ann að best búna skólanum til tölvukennslu, eftir eitt eða tvö ár væri hægt að taka raungreina- kennsluna í skólanum í gegn, gera skólann þannig í aðstöðu að það svari kröfum tímans og helst framtíðar og að við getum með stolti sagt að aðstaða til raun- greinakennslu sé mjög góð á Pat- reksfirði. Margt hefur verið að gerast í skólamálum í vetur. Síðastliðið haust var ákveðið að gera átak í að fjölga réttindakennurum veru- lega. Skólinn bjó við það í vetur að af fimmtán kennurum voru ein- ungis fjórir með réttindi og ellefu leiðbeinendur. Öllum Kennarahá- skólanemum var sent svokallað Látrabjargsbréf þar sem að þeir voru beðnir að íhuga þann mögu- leika að koma til Patreksfjarðar. Þegar þetta er skrifað er það flóst að 7 réttindakennarar eru búnir að sækja um og tveir kennarar sem eru með BA próf úr Háskólan- um. "Draumur okkar er að hér verði í framtíðinni rekin fram- haldsdeild, sem er tveggja ára námsbraut, þannig að nemendur okkar geti verið hér tvö ár heima og farið síðan annað og lokið námi. Það þarf ekki að taka fram, að þetta er gífurlegur sparnaður fyrir bæði heimili og nemendur, að fá helming timans til stúdents- prófs hér heima," sagði Guð- brandur Stígur. Námskeið og fyrirlestrar um álagseinkenni BANDARISKI læknirinn dr. Emil Pascarelli M.D. prófessor í klínískri læknis- fræði við Col- umbia University í New York og prófessor í heil- brigðisfræði er yæntanlegur til íslands í lok mánaðarins ásamt Jean Bear-Lehman, prófessor í iðjuþjálf- un. Þau munu leiðbeina á námskeiði um álagseinkenni sem Endurmennt- unarstofnun Háskóla íslands og Iðjuþjálfafélag íslands halda fyrir heilbrigðisstéttir. Jafnframt munu þau halda fyrirlestur um álagsein- kenni fyrir almenning. Álagseinkenni eru ein helsta or- sök fyrir fjarvistum fólks frá vinnu og valda þar með miklum kostnaði fyrir atvinnulífið. Álagseinkenni koma einkum fram hjá fólki sem vinnur við tölvur, í fiski, hjá hljóð- færaleikurum svo og ýmsu erfiðis- vinnufólki. Fyrirlestrarnir fyrir almenning um óþægindi og álag á liði og stoðkerfi líkam- ans af völdum sí- endurtekinna hreyfinga verða í Borgartúni 6 laugardaginn 1. júní nk. Þeir byrja kl. níu um morguninn og standa yfir fram að hádegi. Fyr- irlestrarnir fara fram á ensku. 011- um er heimill aðgangur en þátttöku- gjald er 1.800 kr. Námskeiðið fyrir heilbrigðisstétt- ir um álagseinkenni verður haldið í Háskóla Islands 31. maí nk. Þar verður fjallað um greiningu og með- ferð einkenna sem koma af endur- teknu álagi á liði og stoðkerfi líkam- ans við síendurteknar hreyfingar og einhæfa vinnu. Kriya yoga kennt á > Islandi HINGAÐ til lands eru væntan- legir tveir yogar sem munu leið- beina fólki í Kriya yoga hug- leiðslu. Yogarnir sem kenna tæknina eru þeir Peter van Breukelen og Swarni Prajnan- ananda Giri. Þeir eru báðir nem- endur Paramahansa Hariharan- anda Giri, en hann er talinn einn mesti yogi sem uppi er í dag. Hariharananda er eini nú- lifandi lærisveinn Sri Yuktesw- ars, sem var andlegur fræðari Paramahansa Yogananda. Kennslan í Kriya yoga fer fram dagana 31. maí til 3. júní í húsi Guðspekifélagsins í Ing- ólfsstræti 22. Fyrst verður ókeypis kynningarfyrirlestur en sjálft námskeiðið kostar 5.000 kr. Skráning er ekki nauðsynleg en fólk ætti að tilkynna þátt- töku sína í lok fyrirlestrarins. Fyrirlesturinn verður haldinn föstudagskvöldið 31. maí kl. 21 í húsi Guðspekifélagsins en námskeiðið hefst morguninn eftir kl. 9 og verða kennslu- stundir tvisvar á dag á mánu- dagskvöld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.