Morgunblaðið - 30.05.1996, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 30.05.1996, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MAÍ1996 25 ERLENT BBC gagn- rýnt fyrir skort á þjóðrækni London. Reuter. STJÓRNENDUR breska ríkisút- varpsins, BBC, hafa verið harðlega gagnrýndir fyrir að ætla að nota söng Evrópusambandsins, „Óðinn til gleðinnar" eftir Ludvig van Beethoven, sem kynningarstef í útsendingum frá Evrópukeppni landsliða í knattspyrnu, sem hefst 8. júní, í stað breskrar tónsmíðar. Bretum er mjög uppsigað við allt, sem kemur frá meginlandi Evrópu, um þessar mundir vegna banns Evrópusambandsins við út- flutningi á nautgripaafurðum í kjöl- far kúariðumálsins. Ákvörðun BBC hefur orðið sem olía á þann eld. Menntamálaráðherra Bretlands, Gillian Shephard, sagði um helgina að sér þætti þessi ákvörðun ótrúleg og formaður íhaldsflokksins, Brian Mawhinney, kvað undarlegt að BBC gæti ekki stutt við bakið á bresku liðunum með breskri tón- list. , John Butcher, þingmaður íhaldsflokksins, kvaðst hafa krafið BBC skýringa: „Enginn neitar því að Beethoven var gott tónskáld, en að velja þýskt verk sem einkennis- stef okkar keppni er ótrúlegt." Reiði Breta í kúariðumálinu hef- ur beinst sérstaklega gegn Þjóð- verjum og í skoðanakönnun kváð- ust 47% Breta vilja hefna með því að banna þýskan innflutning. Því má bæta við að 15 af hund- raði breskra kvenna ætla að ferð- ast úr landi meðan á keppninni stendur, að sögn ferðaskrifstofa. Breskir stjórnmálamenn hafa ekki enn vænt þær um skort á þjóð- rækni. ? ? ? Gcnf. Reuter. SKELFILEGT ástand blasir við í stórborgum á næstu öld vegna mannfjölgunar ef stjórnvöld grípa ekki til aðgerða til að skapa fleiri störf, að sögn Alþjóðavinnumála- stofnunarinnar (ILO). Þetta kemur fram í nýrri skýrslu stofnunarinn- ar sem birt var á þriðjudag. Þar segir að þrátt fyrir að ástandið sé verst í þróunarlöndun- um sé einnig hætta á ferðum í borgum iðnríkja á borð við Banda- ríkin og löndum Evrópusambands- ins. „Arið 2000 mun helmingur mannkyns búa og starfaí borgum, og mest fjölgun verður í borgum þróunarlandanna," sagði Kather- ine Hagen, aðstoðarframkvæmda- stjóri ILO er skýrslan var kynnt. „Þetta fólk þarf á störfum að Vara við skelf- ingarástandi í stórborgum Valdatafl í Úkraínu Nýr forsæt- isráðherra tilnefndur Kíev. Reuter. LEONÍD Kútsjma, forseti Úkra- ínu, tilnefndi á þriðjudag Pavlo Lazarenko til að gegna embætti forsætisráðherra í stað Jevhens Martsjúks sem var rekinn á mánu- dag. Lazarenko var áður fyrsti aðstoðarforsætisráðherra. Kútsjma sakaði Martsjúk um að huga meira að eigin valdabraski en efnahagsstjórn. Samskipti þeirra höfðu farið mjög versnandi síðustu mánuði og segja heimildar- menn að forsetinn hafi litið á Mart- sjúk, sem nú verður þingmaður á ný, sem líklegan keppinaut. Lazarenko er 43 ára gamall. Hann er menntaður í landbúnaðar- fræðum og var áður æðsti embætt- ismaður í Dnépropetrovsk-héraði en þaðan er Kútsjma og Lazarenko er dyggur stuðningsmaður hans. Er Lazarenko fimmti forsætisráð- herra Úkraínu frá því að landið varð sjálfstætt 1991. Hægt hefur gengið að koma á umbótum og lífs- kjör almennings eru mjög léleg. halda, eigi borgirnar að þróast sem miðstöðvar efnahagslegra tæki- færa og siðmenningar, fremur en aðsetur ójafnræðis og ömurleika," sagði Hagen. I skýrslunni er dregin 'upp afar dökk mynd af því hvernig ástand- ið í stórborgum getur orðið í versta falli og minna lýsingarnar á fjöl- margar kvikmyndir og yísinda- skáldsögur um sama efni. í skýrsl- unni segir að eingöngu með því að veita fólki vinnu verði komist hjá yfirfullum stórborgum þar sem hungur, sjúkdómar, glæpir og van- næring, svo og aðskilnaður kyn- þátta og aukinn vopnaburður, ráði ríkjum. I skýrslunni segir að atvinnu- leysi aukist sífellt og að árið 2025 verði um 1,2 milljarðar manna án vinnu til viðbótar við það sem nú er, en árið 1990 lifðu um 400 milljónir manna í fátækt og án vinnu. Skýrsla stofnunarinnar minnir á varnaðarorð margra hag- fræðinga um að ekki megi láta markaðsöflin ein ráða ferðinni við atvinnusköpun. Skýrsluhöfundar minna ennfrem- ur á að um miðja öldina hafí einung- is New York og London náð 10 milljónum íbúa. Nú séu þær borgir fjórtán, þar af tíu í þróunarlöndum. Arið 2015 geti „risaborgirnar" verið orðnar 27 og um 80% allra íbúa þeirra muni búa í þróunarlöndum. PETUM (Tóbakshom) Mjög harðgerð síblómstrandi sumarblom á stjúpuverðl 10 stk. íbakka á aðeins 390, Stórblómstrandi Petúníur 99 kr. stk. '( •«¦¦,'- Mómcmcil
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.