Morgunblaðið - 30.05.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 30.05.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 1996 35 AÐSENDAR GREINAR Meiri dagskrá - minni rekstur RIKISUTVARPIÐ, starfsemi þess og rekstur, hefur verið talsvert í umræðunni á undanförnum mánuð- um og hefur sú um- ræða magnast í hvert sinn er fram koma nýj- ar upplýsingar eða hugmyndir um þessa ríkisstofnun. Miklar umræður urðu þegar birt var skýrsla Ríkis- endurskoðunar um stjórnsýsluendurskoð- un á Ríkisútvarpinu í vetur og einnig þegar skýrsla menntamála- ráðherra var kynnt fyr- ir skömmu. Sitt sýnist hverjum um þessa skýrslu en hver svo sem skoð- un manna er á henni þá eru mjög margir sammála um að endurskoð- unar sé þörf. Hvert fara peningarnir? Þó menn vilji sjá þarna meiri- eða minniháttar breytingar þá eru þó flestir þeirrar skoðunar að alls ekki eigi að leggja niður þessa stofnun, heldur breyta henni þann- ig að hún sé í takt við tímann og starfi samkvæmt því hlutverki sem henni er ætlað. Margir urðu undr- andi þegar á síðum dagblaða birt- ust upplýsingar um það hversu miklum fjármunum er varið í starf og rekstur stofnunarinnar en sam- anlögð gjöld hljóðvarps og sjón- varps samkvæmt fjárlögum 1995 voru yfir 2 milljarðar, þessu til við- bótar koma væntanlega auglýs- ingatekjur og afnotagjöld. Það sem menn undruðust þó mest var skipt- ing þessa fj'ár því aðeins brotabrot af því rennur til innlendrar dag- skrárgerðar sem þó hlýtur að telj- ast einhver mikilvægasti þátturinn í starfsemi þessa miðils. Sam- kvæmt upplýsingum frá fram- kvæmdastjóra Sjónvarps frá nóv- ember 1995 var kostnaður á árinu við innlenda dagskrárgerð um 270 milljónir - og þá er ekki verið að ræða um fréttir. Sveinbjörn I. Bald- vinsson, fyrrverandi dagskrárstjóri Sjónvarps, sagði í viðtali að ráð- stöfunarfé til innlendrar dagskrár- gerðar í ár væri um 190 milljónir, eða innan við 10% af veltu RÚV. Það hlýtur að vera deginum Ijósara að hér þarf að breyta áherslum í rekstri svo um munar, þar sem höfuðáhersla yrði lögð á að skoða hvernig flytja megi stóran hluta af því fjármagni sem stofnunin hefur yfir að ráða til að framleiða fjölbreytt dagskrárefni og draga á móti úr kostnaði við rekstur. Fríður flokkur fagfólks Hér er ekki ætlunin að fara frekar ofan í fjármálin heldur vekja athygli á einum þætti sem ekki hefur verið gefinn nægur gaumur þegar fjallað er um endurskoðun á stofn- Bryndis uninni en það er að Kristjánsdóttir. ekki er nauðsynlegt að öll framleiðsla á innlendu efni fari fram hjá stofnun- inni en þetta þarf að hafa í huga þegar skoðuð er þörf stofnunar- innar fyrir húsnæði, tækjakost og starfsmannafjölda. Einkum á þetta við um sjónvarpsefni en án efa á margt það sama við um dagskrár- efni fyrir útvarp. Nú þegar er mjög margt af því innlenda dagskrárefni sem birtist í Sjónvarpinu framleitt utan stofnunar og er nefnt hér nýjasta dæmið sem undirrituð horfði á en það er mynd um Tjarn- arkvartettinn sem sýnd var sunnu- dagskvöldið 5. maí. Lítill vandi er að nefna til sögunnar ótal fleiri dæmi en eitt í viðbót skal látið nægja en það var þátturinn I sann- leika sagt sem tekinn var upp í myndveri eins af þeim kvikmynda- fyrirtækjum sem hér starfar. Afar margt hefur breyst á sviði kvik- myndagerðar hér á landi á aðeins örfáum árum og má þar nefna að fjöldi íslendinga hefur menntað sig á sviði kvikmyndegerðar. Þessir kvikmyndagerðarmenn - og kvik- myndagerðarfyrirtæki - hafa að auki yfír mjög góðum tækjabúnaði að ráða. Kvikmyndagerðarmenn vinna verkefni fyrir Sjónvarpið, ýmist sjálfstætt, og hafa þá jafnvel fengið styrk til þess frá Kvik- myndasjóði eða Menningarsjóði út- varpsstöðva, eða í beinum tengslum við Sjónvarpið. Þeir sem fylgjast með úthlutunum ofangreindra sjóða sjá að ýmsir aðilar fá styrki að upphæð frá nokkur hundruð þúsundum króna til kannski 1-3 milljóna, eftir umfangi verksins, auk þess sem Sjónvarpið greiðir fyrir sýningarrétt. Þegar horft er á þessar tölur og þær bornar sam- an við þá 2 milljarða sem fara til reksturs miðilsins þá sést að hægt væri að framleiða mikið og gott Hægt væri að framleiða mikið og gott sjónvarps- efni, segir Bryndís Kristjánsdóttir, með smávegis áherslubreyt- ingum í starfsemi. sjónvarpsefni með, þó ekki væri nema smávegis, áherslubreyting- um í starfsemi. Vita hvað hlutirnir kosta í stuttu máli sagt þá er íslenskur kvikmyndaiðnaður það öflugur að hægt væri að annast gerð alls inn- lends dagskrárefnis utan stofnunar - þ.e.a.s. Sjónvarpsins. Þegar sagt er að hægt væri að vinna allt dag- skrárefni utan stofnunar þá er aðal- lega átt við allt annað efni en frétt- ir. Erfitt gæti reynst að vinna dag- legt fréttaefni ef eingöngu væri um að ræða dagskrárgerðarfólk utan stofnunar, einkum vegna þess að mannskapur og tæki verður að vera til taks þegar eitthvað frétt- næmt er að gerast. Aftur á móti er hægt að vinna fréttatengt efni mun meira „úti í bæ", eins og það er kallað, þ.e.a.s. efni sem ekki er bráðnauðsynlegt að birtist sam- dægurs. í fréttatímum eru t.d. oft viðtöl og fjallað um málefni sem ekki skiptir nokkru máli hvort birt- ast deginum seinna eða skemur. Ef tekin yrði sú ákvörðun að minnka veruíega umfang stofnun- arinnar þannig að peningarnir, sem nú fara að stórum hluta til rekst- urs hennar, rynnu fyrst og fremst til eflingar menningarhlutverks hennar, þ.e. innlendrar dagskrár- gerðar, og farin yrði sú leið að framleiðsla efnis yrði að aðallega utan stofnunar, þá hefði það í för með sér gjörbyltingu hvað varðar fjölbreytni og gæði. Það hefur margsýnt sig að sjálfstætt starf- andi kvikmyndagerðarmönnum tekst að framleiða sambærilegt efni og Sjónvarpið sjálft oft fyrir marg- falt Íægri upphæð - hver svo sem ástæðan fyrir því er. Þetta þýddi því einnig að hægt væri að fram- Íeiða mun meira af efni. Að vísu hafa sjálfstætt starfandi kvik- myndagerðarmenn og ráðamenn í Sjónvarpinu ekki verið sammála um það hvað hlutirnir kosta. Kvik- myndagerðarmenn, sem hafa lifi- brauð sitt af faginu, vita þó vana- lega nákvæmlega hvað hlutirnir mega kosta til að þeir borgi sig; þeir eru að reka fyrirtæki - þó ekki sé nema í kringum sjálfa sig - þar sem fjárhagsáætlun verður að standast. Sjónvarpið verður ekki hundleiðinlegt Hvað með gæðin? spyrja eflaust margir. Núna er það svo að kvik- myndagerðarmenn bjóða dagskrár- stjóra verk sín til kaups og hann metur hvort þau séu nógu góð til sýningar eða ekki. Að sjálfsögðu þyrfti áfram að meta það efni sem sýna á, enda allra hagur að ein- göngu sé framleitt og sýnt efni sem stenst gæðakröfur. Yrði stofnun- inni breytt á þann hátt að stærsti hlutur þess fjár sem til hennar rennur færi í framleiðslu .innlends efnis í stað reksturs, þá gefur það auga leið að fjölbreytni efnis myndi margfaldast þegar allur sá fríði hópur hæfíleikafólks á sviði kvik- myndagerðar fengi loks að sýna hvað í honum býr. Að auki má búast við að margir fleiri fengju þarna vinnu. Ef þetta gerðist mætti hugsa sér að t.d. íslensk börn og unglingar yrðu jafnvel meðvituð um það hvernig jafnaldrar þeirra hér lifa lífinu eins og þau eru núna um þá bandarísku. Að vísu hefur örlítil bót orðið þar á hvað ungling- ana snertir með tilkomu þáttarins „Ó" sem er vel gerður og skemmti- Íegur þáttur. Ótal margt er hægt að nefna sem landsmenn hefðu gott og gaman af að sjá í íslensku sjónvarpi -og þegar peningar eru fyrir hendi þá er hægt að gera jafn- skemmtilegt og áhugavert efni og það erlenda þannig að enginn þarf að óttast að Sjónvarpið verði hund- leiðinlegt þó innlend dagskrárgerð yrði efld á þennan hátt. Höfundur er bl&ðamaðw. riY OPEHA EFtÍRjOn ASCEÍRSSOn .'m^ ¦'.'j — ¦'¦¦.........——— -—t---^-^-m--—»-a-—n-MM~~~*' .' " i^tt"..'" '' , ....."" ift't ' a^H .~j~w«' i *"~< tilboð 23.5.-31.5. McKjúkli Inga til McKjúklinga tilboð MCDonaids m mÍDASALAn OPÍn K^. 15-19 nEmo mán. SÍmÍ 551-1475 ÍSLEnSl^fi ÓPERfin I. ÍOni UPPSELtOG4. ÍÚníUPPSELt nÆstu sÝnincoi^j. jOní 8. júní n. jOní oc 14. jOní \ðeittS_ 96-97 «& % nnrer Súkkulaðimjólk er fituskert mjólk með súkkulaðibragði - glænýr og spennandi drykkur. "Ire* Súkkulaðimjólkin er kælivara og alltaf fersk. Hún er ljúffeng og svalandi, beint úr ísskápnum! Kauptu Súkkulaði- mjólkina í næstu verslun - hún er bragðgóð og létt!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.