Morgunblaðið - 30.05.1996, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 30.05.1996, Blaðsíða 40
.40 FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐID MINNINGAR INGIMAR BOGASON ¦4- Ingimar Boga- ' son fæddist á Syðra-Skörðugili á Langholti í Skaga- firði 18. maí 1911. Hann lést á Sjúkra- húsi Skagfirðinga 19. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Bogi Gíslason bóndi á Syðra-Skörðugili og kona hans Þor- björg Ólafsdóttir. Hann var næst- elstur fjögurra bræðra, sem allir létust á unglingsárum. Ingimar kvæntist 30. maí 1943 Engilráði Sigurðardótt- ur frá Hvammi í Svartárdal og hófu þau búskap að Hall- dórsstöðum í Seyluhreppi. Þau fluttu til Sauðárkróks Okkur systkinin langar að minnast elsku afa okkar, Ingimars Bogasonar sem er látinn. Eftir langvarandi veikindi, sem fþú barðist svo hetjulega við, ertu búinn að öðlast hvíldina og heldur nú af stað á vit hins óþekkta. Við vissum öll að þú ættir ekki langt eftir síðast þegar við sáum þig en það er samt erfitt að átta sig á því að þú sért ekki lengur á með- al okkar. Það er líka erfitt að hugsa til þess að við eigum aldrei eftir að sjá þig aftur. En lífið held- ur áfram og enginn fær stöðvað gang tímans. Margar minningar Ieita á hug- ann við andlát afa okkar. Afí Ingi- mar átti heima á Sauðárkróki all- ar götur síðan við munum eftir okkur. Við systkinin höfum hins vegar búið í Reykjavík öll okkar ár. Ferðirnar norður á Krókinn eru því okkur sérstaklega minnis- stæðar. Það fylgdi því alltaf viss spenna og tilhlökkun að heim- sækja afa og ömmu á Freyjugöt- una. Okkur er minnisstætt að allt- af biðu þau fyrir utan húsið sitt og tóku á móti okkur opnum örm- um, tilbúin með allar kræsingarn- ar. Afa þótti afar vænt um bæinn sinn og Skagafjörðinn og vildi ávallt ólmur sýna okkur og fræða okkur um helstu framkvæmdir og breytingar sem voru að eiga sér stað. Bíltúrarnir eru því okkur minnisstæðir svo og ferðirnar í Litlaskóg þar sem við lékum okk- ur sem litlir krakkar. En tíminn hefur liðið hratt og ferðunum á Krókinn farið fækkandi en okkur þótti engu síður alltaf gaman að koma norður í Skagafjörð og heimsækja ættmenni okkar þar. 23. febrúar 1988 bar skugga á líf okkar, þegar Didda amma lést skyndlega öllum að óvörum. Þetta var mikið áfall fyrir okkur öll í fjölskyldunni en þó allra mest fyr- ir afa okkar og var hann lengi að >jafna sig og sætta sig við þetta. Erfidrykkjur Glæsileg kaffi- hlaðborð, fallegir salir og mjög góð þjónusta Upplýsingar í síma 5050 925 og 562 7575 FLUGLEIDIR HÓTEL LGFTIiIIIIR árið 1945 og bjuggu þar síðan, lengst af á Freyju- götu 34. Engilráð lést 23. febrúar 1988. Þau hjónin eignuðust fjóra syni sem eru í ald- ursröð: Hörður, sem kvæntur er Margréti Gunnars- dóttur, Bogi, sem kvæntur er Birnu Helgadóttur, Ólaf- ur, sem kvæntur er Veroniku Jó- hannsdóttur, og Sigurður, sem kvæntur er Ele- nóru Jósafatsdóttur. Barna- börnin eru tólf og barna- barnabörnin eru tvö. Útför Ingimars fór fram frá Sauðárkrókskirkju laugar- daginn 25. maí síðastliðinn. Upp úr því fór heilsu hans að hraka og síðustu æviárin dvaldi hann á Sjúkrahúsi Skagfirðinga. Núna hefur þú kvatt okkur líka. En minningin um þig lifir og það er margt sem þú gafst okkur þann tíma sem þú varst með okkur. Um leið og við þökkum þér kær- lega fyrir öll liðnu árin og allt það sem þú og amma og gerðuð fyrir okkur biðjum við forsjónina að vaka yfir sálu þinni. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Systkinin í Melbæ. Elsku afi Ingimar. Nú kveðjum við þig í hinsta sinn. Kallið er komið, leiðir skilja. Eftir sitjum við afkomendur þínir með söknuð í hjarta. Við vissum öll að hverju stefndi og það er erfitt að sætta sig við að þú sért farinn. Vissan um að nú séu þrautir þínar á enda og ástríkur faðmur Guðs umlyki þig gerir sorgina léttbærari. Þú náðir því að verða 85 ára, daginn eftir varstu horfinn á braut. Margs er að minnast. Það voru forréttindi að fá að alast upp í nálægð við ykkur ömmu heitina. Heimili ykkar stóð okkur alltaf opið. Ýmislegt var brallað. Stund- um fengum við að koma með vin- konurnar og vinina í heimsókn og oftar en ekki var farið í búðarleik í Siggaherbergi. Það voru einnig ófáar stundirnar sem sest var nið- ur og spiluð kasína. Elsku afi, stundunum saman fengum við líka að greiða þér um hárið, þú þreyttist ekki á því enda snyrtimenni mikið, alltaf með alla hluti í röð og reglu. Kjötbúðingur- inn hjá ömmu varð alltaf að veislu- mat þegar þú varst búinn að skreyta alla bitana með tómats- ósutoppum. Við systurnar eignuðumst báð- ar litlar stúlkur fyrir stuttu. Þú beiðst þeirra með eftirvæntingu. Nú varstu orðinn langafi í fyrsta sinn. En þú varst ekki ángæður með nafngiftina. Að vera „lang- afi", það gerði þig svo gamlan, þú vildir verða „stuttafi" þessara litlu stúlkna - og fékkst það. Elsku afi, minningarnar um þig geymum við í hjarta okkar. Hvíl þú í friði og hafðu þökk fyrir allt og allt. Þorbjörg, Helga, Davíð og fjölskyldur. INGVAR AGNARSSON + Ingvar Agnars- son fæddist í Stóru-Ávík í Arnes- hreppi á Ströndum 8. júní 1914. Hann lést á Landakots- spítala í Reykjavík 23. maí síðastliðinn. Foreldrar Ingvars voru Guðlaug Þor- gerður Guðlaugs- dóttir, fædd að Felli í Arneshreppi 20.1. 1889, d. 7.11. 1976, og Agnar Jónsson, bóndi á Steinstúni, Melum og Hrauni í Árneshreppi, f. í Stóru Ávík 24.1. 1889, d. 16.7. 1973. Systk- ini Ingvars voru Jón og Ágústa en Ágústa lést um tvítugsaldur. Arið 1939 kvæntist Ingvar eftirlifandi eiginkonu sinni, Aðalheiði Tómas- dóttur, sem ættuð er af Snæfellsnesi, f. 10.11. 1912. Þau eignuðust soninn Sigurð, f. 16.12. 1942. Hann er kvæntur Ágústii Jónsdóttur, f. 21.10. 1948, og eiga þau fjögur börn, Ing- var, f. 3.1.1970, Jón Helga f. 20.10. 1972, Tómas, f. 5.4. 1976, og Agnar, f. 15.4. 1986. Útför Ingvars fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfhin klukkan 13.30. í dag kveðjum við merkis- og sómamanninn Ingvar Agnarsson forstjóra, Hábraut 4, Kópavogi, eftir langa og erfiða sjúkdómsraun. Jngvar var fæddur í Stóru-Ávík í Árneshreppi á Ströndum. Um miðja öldina stofnaði hann, ásamt Guðmundi Kristjánssyni, hjólbarðavinnustofuna „Gúmmí- vinnustofuna" sem þá mun hafa verið eitt fyrsta fyrirtæki sinnar tegundar á landinu. Löngu síðar skiptu þeir svo fyrirtækinu og nefndi Ingvar sinn hluta „Barð- ann", sem ennþá er rekinn. Ingvar var lengst af forstjóri þessara fyrir- tækja, sem verið hafa í fararbroddi í hjólbarðaviðgerðum og innkaup- um hjólbarða á íslandi. Árið 1939 kvæntist Ingvar eftir- lifandi konu sinni Aðalheiði Tómas- dóttur, sem ættuð er af Snæfells- nesi. Merkiskonan Aðalheiður reyndist manni sínum góður lífs- förunautur sem stóð við hlið hans langa ævi, enda var hjónaband þeirra farsælt. Þau eignuðust einn son, Sigurð, sem nú er forstjóri „Barðans". Kynni mín við Ingvar hófust fyrir meira en 30 árum, þegar hann og Guðmundur ráku „Gúmmívinnustofuna" að Skipholti 35 og ég og félagar mínir leigðum hjá honum húsnæði fyrir ljós- myndavinnustofu, sem við rákum. Síðan þá höfum við Ingvar haldið vináttuböndum og nú síðari árin hef ég mjög oft heimsótt hann, hvort sem hann hefur dvalið heima eða þurft að liggja á sjúkrahúsum, sem stundum var eftir að heilsu hans fór að hraka fyrir nokkrum árum. Ingvar var um margt athyglis- verður maður. Hann skrifaði mjög fallegt íslenskt mál, næstum ótrú- lega gott þegar hugleitt er að hann hlaut sáralitla formlega skóla- göngu. Hann var ágætlega lesinn og hafði sérstakan áhuga á stjörnu- fræði, sem hann skrifaði um marg- ar alþýðlegar greinar. Áhugamál hans voru þó á engan hátt einskorð- uð við stjörnufræði. Hann hafði raunar áhuga á flestum vísinda- greinum og ótal mörgu fleiru, m.a. skáldskap. Sennilega er Ingvar þekktastur fyrir störf sín í Félagi Nýalssinna og fjölda smágreina í dagblöðum þar sem hugmyndir og kenningar dr. Helga Pjeturss eru kynntar og sú heimspeki sem að baki þeim ligg- ur. Hann var mjög lengi formaður Félags Nýalssinna og ritstjóri tíma- ritsins „Lífgeisla" sem skrifað var í anda félagsins og dr. Helga Pjet- urss. Ótal margt fleira liggur eftir Ingvar af rituðu efni, m.a. bók sem út kom fyrir nokkrum árum, um dulræna reynslu konu hans Aðal- heiðar Tómasdóttur. Þó að Ingvar væri einlægur fylgj- andi heimspeki dr. Helga Pjeturss var hann þó ávallt tilbúinn að hlýða á aðrar hugmyndir og taka þær til greina, væru þær rökstuddar á sannfærandi hátt. Reyndar finnst mér að hann hafi aðeins leitað sann- leikans, hvar sem hann var að finna. Nú, þegar dvöl hans hér á jörð er lokið, fær hann vafalaust svör við ýmsum'þeim spurningum sem leituðu á huga hans meðan hann var hér. Kannski er það mesta ævintýrið, sem við öll eigum eftir að taka þátt í. Þegar ég nú kveð Ingvar, þakka ég honum fyrir langa og ánægju- lega viðkynningu og óska honum velfarnaðar á nýjum, forvitnilegum slóðum. Konu hans Aðalheiði, Sigurði syni þeirra og fjölskyldu hans votta ég samúð og hluttekningu mína og fjölskyldu minnar. Ævar Jóhannesson. Ævileið Ingvars Agnarssonar, vinar míns, er á enda gengin, merki- leg leið og minnisverð, eins og maðurinn sjálfur, og vekur þetta mér enn umhugsun um þann sam- leik efniviðar og atburða, sem líf hvers manns er. En hver var Ingvar Agnarsson? Hann var sveitapiltur, sem fór snemma burt að vinna fyrir sér. Þetta var á kreppuárunum, en til- gangur unga mannsins var að mennta sig, og svo fór að hann komst í Samvinnuskólann einn vet- ur. Mun hinn mikli menntafrömuður Jónas Jónsson hafa veitt honum nokkra athygli. Á þeim sömu árum kynntist Ingvar konu sinni, Aðal- heiði Tómasdóttur. Var þar lagður grunnur að farsælu lífi, því farsæl- an mann tel ég Ingvar verið hafa, enda vann hann bug á þeim örðug- leikum, sem við var að eiga. Hafði hann það skap, að ekki þurfti að ætla honum að gefast upp að óreyndu. Ingvar Agnarsson verkamaður tók það fyrir á stríðsárunum að gera við hjólbarða og í félagi við annan lánaðist þeim þetta vel, og smájókst starfsemin og varð að verulegu fyrirtæki, Gúmmívinnu- stofunni hf. Stóð fyrirtækið með miklum blóma undir stjórn hans, en að baki Iá þrotlaust strit og starf. Siðar var því skipt og kom Barðinn hf. í hlut þeirra feðga Sigurðar og Ingvars. Efldu þeir það vel, og rek- ur Sigurður það fyrirtæki nú að föður sínum látnum með miklum myndarbrag. Ingvar og Aðalheiður byggðu sér um 1950, rúmgott einbýlishús að Hábraut 4, Kópavogi, með blóma- garði umhverfis og hefur það hús reynst vel. Hið góða heimili hefur staðið þar á sínum stað og geislað frá sér hollum áhrifum. Þetta var í fáum orðum það sem mér kemur fyrst í hug um Ingvar frá almennu sjónarmiði. En svo var til annar Ingvar Agnarsson, rithöfundurinn og vísindamaðurinn um hin merki- legustu efni, og var þó einn og sami maður. „Taktu eftir þessum manni; rit- höndin er skýr og greindarleg, þótt hún sé ekki æfð; þetta er vandaður maður og líklega erfiðismaður; þér mun óhætt að treysta þessum manni". Eitthvað á þessa leið féllu „rithandafræðingnum" móður minni orð, þegar við vorum, ásamt for- manni, að fara yfir fyrstu umsóknir að þátttöku í Félagi Nýalssinna, eft- ir að tilkynnt hafði verið um stofnun þess í ársbyrjun 1951. 45 árareynsla mín síðan hefur sannað mér þau orð, og væri frá mörgu að segja í því sambandi, en ég læt hér nægja nokkur höfuðatriði: Tvö rit sagði Ingvar að mest áhrif hefðu haft á sig í æsku: „Him- ingeimurinn" eftir próf. Ág. H. Bjarnason - þar sem kynnt var almenn stjörnufræði - og „Nýall" eftir dr. Helga Pjeturss - þar sem kynnt var stjörnulíffræði og önnur visindi. Nýal taldi Ingvar þá þegar vera hið rökrétta framhald og fyll- ing þess, sem Himingeimurinn vakti grun um. Ingvar tók að starfa að ráði að málum Félags Nýalssinna um eða upp úr 1960; hafði á hendi for- mennsku þá og oft síðar; studdi byggingarframkvæmdina að Álf- hólsvegi 121; vann jafnan mikið að tímaritunum: Félagsblaði Nýals- sinna og síðar Lífgeislum, sótti jafn- an fundi, bæði almenna fundi og miðilsfundi, skráði sagnir, drauma og fyrirburði, sína og annarra, og leitaðijafnan skýringa að skráningu lokinni. Mér þótti gott að heyra það eitt sinn haft eftir góðum vísinda- manni, að sér þættu greinar Ing- vars til fyrirmyndar, um efnisskip- un og aðferð. Þetta höfðu Nýals- fræðin dugað til að ala upp sveita- strák og gera hann að vísinda- manni, einnig hvað framsetningu snerti. Nefna verður að menntunarvið- leitni Ingvars var mjög rík. Lærði hann frönsku og esperantó vel, síðar ¦ ensku og þýsku, og á hinn bóginn kynnti hann sér almenna stjörnu- fræði af miklum áhuga og skrifaði um þau fræði athyglisverða bók: „Leiðsögn til stjarnanna". Furðar mig á því að skólakerfið skuli ekki hafa notfært sér þá bók betur, eins góð meðmæli og hún fékk hjá fær- ustu mönnum í stjörnufræði. Einnig vil ég minna á þrjár bækur hans um skilning á draumum, stórmerk rit, sem of langt væri að lýsa hér nánar. Auk næmis síns og náms- gáfna hafði Ingvar til að bera sam- bandsgáfu mjög merkilega, og væri þar margt af að segja. Ennfremur bjó hann til prentunar og gaf út frásagnir konu sinnar, Aðalheiðar, af skyldri reynslu hennar. Hvernig á ég að lýsa mínum góða vini Ingvari að leiðarlokum? Hvað get ég sagt um „þýðmennið, þrek- mennið glaða", þennan góðviljaða mann, sem átti þó vissulega til skapsmuni slíka, sem stundum þarf til að taka; um hinn grannvaxna, heldur ókraftalega mann að sjá, sem átti til ótrúlega atorku og vinnu- þrek. En það er baráttuvilji hans, þessi óbilandi vilji til að styðja rétt mál, sem fyrir mér ber hæst af öllu þvi, sem vel var um manninn. Fram í banaleguna var hann alltaf að hvetja okkur hina að láta ekki niður falla starfið, sém hefur reynst svo seint sótt og erfitt - sagðist finna það á sér að hið rétta mundi sigra, og hin góðu öfl tilverunnar þrátt fyrir allt ná framgangi; skynsemin sigra, einnig hér á jörð. Það er ein- kennandi um Ingvar, að síðustu orð- in sem hann sagði við mig voru til að fullvissa mig um að vel mundi fara, þrátt fyrir allt. Ingvari mundi þykja það ónóg frammistaða, ef ég léti ógert að nefna það sem okkur virtist jafnan mikilvægast af öllu. Það er sú vitn- eskja um framlíf - sem hið besta í trúarbrögðum hefur þó jafnan leitað eftir, en án þess að geta skýrt það, og nú er orðin að vísindum: að hinn látni endurlíkamnast á lífaflsvæði annarrar plánetu, engu síður efnis- legur og raunverulegur en fyrr, bú- inn frábærum þroskamöguleikum. Fyrir hönd Nýalssinna, vil ég hér með votta frú Aðalheiði, Sigurði Ingvarssyni og allri fjölskyldu þeirra, samúð okkar. Þorsteinn Guðjónsson. • Fleiri minningargreinar um lngvar Agnarsson bíða birtingar ogmunu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.