Morgunblaðið - 30.05.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.05.1996, Blaðsíða 1
72 SÍÐUR B/C 120. TBL. 84. ÁRG. FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuler Tillögur framkvæmdasljórnar ESB Veiðigeta verði minnkuð um 40% MINNKA þarf veiðigetu fiskiskipa- flota aðildarríkja Evrópusambands- ins, ESB, um allt að 40% á næstu sex árum til að tryggja grundvöll atvinnugreinarinnar, að sögn Emmu Bonino er fer með sjávarút- vegsmál í framkvæmdastjórn sam- bandsins. Að sögn Aeuters-frétta- stofunnar mun ESB leggja fram 3,1 milljarð ecu, um 260 milljarða króna, til að auðvelda niðurskurðinn og verður fénu skipt milli ríkjanna í samræmi við viðleitni þeirra til að draga úr veiðigetu. Bonino sagði að Bretar, írar og Hollendingar væru meðal þjóða sem ekki hefðu staðið við fyrirheit um niðurskurð á flotanum og yrðu að bæta sig, Bretar væru með 18% meiri veiðigetu en ætlunin hefði verið. Aðspurð útilokaði hún ekki refsiaðgerðir. Bretar hafa krafist þess að sam- eiginleg fiskveiðistefna ESB verði endurskoðuð og hefur John Major forsætisráðherra andmælt því að Spánveijar geti stundað svonefnt kvótahopp, þ.e. keypt bresk veiði- skip til að komast yfir kvótann. Síld ofveidd í Norðursjó Að sögn norska blaðsins Dagens Næringsliv telur ráðgefandi nefnd Alþjóða hafrannsóknaráðsins að minnka beri síldveiðar í Norðursjón- um um 50% vegna ofveiði. Heildar- veiðikvótinn var í fyrra 440.000 tonn en talið að veidd hafi verið alls 534.000 tonn. Vísindamenn í nefndinni óttast einnig að í mörgum tilfellum hafi sjómenn ekki gefið upp réttar aflatölur. ■ Hörmum að hafa ekki/22 Yfirvöld í Xinjiang Ráðist gegn sjálfstæð- issinnum Pekin^. Reuter. STJORNVÖLD í kínverska héraðinu Xinjiang í vestur- hluta landsins hafa bannað mönnum að reisa nýjar mosk- ur, að sögn fjölmiðla í Kína. Viðbúnaður hefur verið aukinn á landamærunum til að auð- velda baráttuna gegn múslim- um sem vilja stofna sjálfstætt riki á svæðinu. Múslimar eru í meirihluta í flestum löndum Mið-Asíu er liggja að Xinjiang. Vitað er að stuðningsmenn múslim- anna smygla oft vopnum og öðrum búnaði frá grannríkjun- um. í einu þeirra, Kazakhstan, búa margir Uighurar sem eru múslimar og af sama þjóðerni og þorri íbúa Xinjiang. Erlendum undirróðri kennt um Nokkrir embættismenn kommúnistaflokksins og músl- imskir trúarleiðtogar, er studdu stjórnvöld í Xinjiang, hafa verið myrtir undanfarna mánuði. „Sumir nota trúar- brögðin sem skálkaskjól fyrir ólöglegt athæfi, þeir framleiða heimasmíðaðar sprengjur og byssur til að drepa mikilvæga trúarleiðtoga," sagði embætt- ismaður í höfuðstaðnum Ur- umqi. Annar embættismaður kenndi erlendum þjóðum um ástandið, sagði að „fólk í Bandaríkjunum" styddi að- skilnaðarsinna með það að markmiði að losa um tengsl Xinjiang við Kína. Eystrasaltsríkin Norrænn stuðningnr við NATO- aðild Vilnius. Reuter. VARNARMÁLARÁÐHERRAR fjögurra Norðurlanda lýstu því yfir í gær að þeir styddu aðild Eystrasaltsríkjanna að Atlants- hafsbandalaginu, NATO, þrátt fyrir að efasemda gætti hjá sumum aðildarríkjum þess. „Aðeins NATO getur veitt Eystrasaltsríkjunum þá trygg- ingu fyrir öryggi sem þau þurfa,“ sagði Hans Hækkerup, varnarmálaráðherra Dana. Jorgen Kosmo, varnarmála- ráðherra Noregs, sagði að Rússar hefðu ekki neitunarvald þegar stækkun NATO væri annars vegar en engu að síður skipti miklu máli að Rússar yrðu ekki utanveltu er varnar- mál Evrópu yrðu skipulögð. Kosið í Höfðaborg NELSON Mandela, forseti Suður- Afríku, sést hér halda á hvítu barni á kjörstað í Höfðaborg en þar fóru fram kosningar til borg- arstjórnar í gær. Eru þetta fyrstu kosningarnar í borginni eftir að blökkumenn fengu kosningarétt en fyrsta nýlenda hvítra manna í landinu var stofnuð á svæðinu á 17. öld. Sagði Mandela að meiri- hluti borgarbúa gæti nú kosið sér fulltrúa sem hann treysti og ekki hefði verið „þröngvað upp á hann“ af stjórnvöldum hvíta minnihlutans. Síðustu kannanir bentu til þess að Þjóðarflokkur F.W. de Klerks, fyrrverandi forsætisráðherra, fengi 45% fylgi en samtök Mand- ela, Afríska þjóðarráðið (ANC), 41%. Flokkur de Klerks er talinn fá mikið fylgi meðal kjósenda af blönduðum kynþætti og fólks af indverskum uppruna en saman- lagt er þessi hópur um 60% íbúa í Höfðaborg og nágrenni. Um 1,3 milljónir manna eru á kjörskrá. Netanyahu spáðmjög naumum sigri í Israel Jerúsalem. Reuter. UNGIR stuðningsmenn Likud í ísrael hrópa slagorð til stuðnings Netanyahu í gærkvöldi er fyrstu tölur birtust. Þær gáfu til kynna að Peres hefði sigrað Netanyahu í slagnum um embætti forsæt- isráðherra og flokkurinn fengið flest þingsæti. Á minni myndinni sést Peres á kjörstað. LJÓST var í gærkvöldi að Verka- mannaflokkur Shimon Peres, for- sætisráðherra í Israel, hefði sigrað í þingkosningunum sem fram fóru í gær. Samkvæmt síðustu tölum leit út fyrir að hann fengi 35 þingsæti en Likud-bandalag hægrimanna 31-32 sæti. Aðrir flokkar fengu færri þingmenn. Kosið var sérstak- lega til embættis forsætisráðherra í fyrsta sinn og samkvæmt síðustu spám ísraelskra sjónvarps- og út- varpsstöðva var Benjamin Netan- yahu, frambjóðandi Likud, með um 51% en Peres 49%. Búið var að telja um 38% atkvæð- anna skömmu fyrir miðnætti. Spárn- ar voru birtar skömmu fyrir mið- nætti að íslenskum tíma. Þær byggð- ust á talningu tveggja þriðju hluta atkvæða á allmörgum kjörstöðum víða um landið. Netanyahu hefur fylgt mun her- skárri stefnu en Peres gagnvart Palestínumönnum og arabaríkjunum og óttast margir að friðarviðleitni undanfarinna ára geti verið í hættu ef Netanyahu vinnur. Báðir stóru flokkarnir töpuðu fylgi, Verkamannaflokkurinn hafði áður 44 þingsæti en Likud 40. Kjör- inn forsætisráðherra fær 45 daga til að ná samkomulagi við aðra flokka um myndun samsteypustjórn- ar en takist það ekki verður að kjósa forsætisráðherra á ný. Deilt um öryggi og frið Um 3,9 milljónir manna voru á kjörskrá, þar af eru um 12% fólk af arabískum uppruna en með ísra- elskan borgararétt og eru þeir flest- ir taldir hafa kosið Peres. Kosninga- þátttaka var nokkru meiri en í síð- ustu kosningum, 1992, eða rúmlega 79,7% að sögn embættismanna. Öryggi ríkisins og friðarsamning- ar við araba voru helsta ágreinings- efnið í kosningabaráttunni. Öryggis- gæsla Peresar var stórefld í gær er fjölmargar morðhótanir bárust frá hægrisinnuðum gyðingum, að sögn heimildarmanna. í upphafi ársins nutu Peres og Verkamannaflokkur hans mikillar samúðar kjósenda vegna morðsins á Yitzhak Rabin forsætisráðherra og samheija Peresar í friðarviðleitninni. Vegna hryðjuverka liðsmanna Ham- as-samtaka heittrúarmúslima í upp- hafi ársins minnkaði forskot Peresar hratt og í skoðanakönnunum síðustu dagana hefur munurinn verið innan skekkjumarka. Rabin og Peres fengu ásamt Yass- er Arafat, leiðtoga Palestínumanna, friðarverðlaun Nóbels í fyrra. Öfga- fullur þjóðernissinni úr röðum land- nema gyðinga, er vildi mótmæla öll- um tilslökunum gagnvart Palestínu- mönnum, skaut Rabin til bana í Reuter nóvember. Leah Rabin, ekkja ráð- herrans, sagði er hún var búin að kjósa í gær að halda yrði arfleifð Rabins á lofti ineð því að efla Verka- mannaflokkinn og kjósa Peres. „Ef við gerum það ekki hefur morðinginn sigrað,“ sagði hún.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.