Morgunblaðið - 30.05.1996, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 30.05.1996, Qupperneq 1
72 SÍÐUR B/C 120. TBL. 84. ÁRG. FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuler Tillögur framkvæmdasljórnar ESB Veiðigeta verði minnkuð um 40% MINNKA þarf veiðigetu fiskiskipa- flota aðildarríkja Evrópusambands- ins, ESB, um allt að 40% á næstu sex árum til að tryggja grundvöll atvinnugreinarinnar, að sögn Emmu Bonino er fer með sjávarút- vegsmál í framkvæmdastjórn sam- bandsins. Að sögn Aeuters-frétta- stofunnar mun ESB leggja fram 3,1 milljarð ecu, um 260 milljarða króna, til að auðvelda niðurskurðinn og verður fénu skipt milli ríkjanna í samræmi við viðleitni þeirra til að draga úr veiðigetu. Bonino sagði að Bretar, írar og Hollendingar væru meðal þjóða sem ekki hefðu staðið við fyrirheit um niðurskurð á flotanum og yrðu að bæta sig, Bretar væru með 18% meiri veiðigetu en ætlunin hefði verið. Aðspurð útilokaði hún ekki refsiaðgerðir. Bretar hafa krafist þess að sam- eiginleg fiskveiðistefna ESB verði endurskoðuð og hefur John Major forsætisráðherra andmælt því að Spánveijar geti stundað svonefnt kvótahopp, þ.e. keypt bresk veiði- skip til að komast yfir kvótann. Síld ofveidd í Norðursjó Að sögn norska blaðsins Dagens Næringsliv telur ráðgefandi nefnd Alþjóða hafrannsóknaráðsins að minnka beri síldveiðar í Norðursjón- um um 50% vegna ofveiði. Heildar- veiðikvótinn var í fyrra 440.000 tonn en talið að veidd hafi verið alls 534.000 tonn. Vísindamenn í nefndinni óttast einnig að í mörgum tilfellum hafi sjómenn ekki gefið upp réttar aflatölur. ■ Hörmum að hafa ekki/22 Yfirvöld í Xinjiang Ráðist gegn sjálfstæð- issinnum Pekin^. Reuter. STJORNVÖLD í kínverska héraðinu Xinjiang í vestur- hluta landsins hafa bannað mönnum að reisa nýjar mosk- ur, að sögn fjölmiðla í Kína. Viðbúnaður hefur verið aukinn á landamærunum til að auð- velda baráttuna gegn múslim- um sem vilja stofna sjálfstætt riki á svæðinu. Múslimar eru í meirihluta í flestum löndum Mið-Asíu er liggja að Xinjiang. Vitað er að stuðningsmenn múslim- anna smygla oft vopnum og öðrum búnaði frá grannríkjun- um. í einu þeirra, Kazakhstan, búa margir Uighurar sem eru múslimar og af sama þjóðerni og þorri íbúa Xinjiang. Erlendum undirróðri kennt um Nokkrir embættismenn kommúnistaflokksins og músl- imskir trúarleiðtogar, er studdu stjórnvöld í Xinjiang, hafa verið myrtir undanfarna mánuði. „Sumir nota trúar- brögðin sem skálkaskjól fyrir ólöglegt athæfi, þeir framleiða heimasmíðaðar sprengjur og byssur til að drepa mikilvæga trúarleiðtoga," sagði embætt- ismaður í höfuðstaðnum Ur- umqi. Annar embættismaður kenndi erlendum þjóðum um ástandið, sagði að „fólk í Bandaríkjunum" styddi að- skilnaðarsinna með það að markmiði að losa um tengsl Xinjiang við Kína. Eystrasaltsríkin Norrænn stuðningnr við NATO- aðild Vilnius. Reuter. VARNARMÁLARÁÐHERRAR fjögurra Norðurlanda lýstu því yfir í gær að þeir styddu aðild Eystrasaltsríkjanna að Atlants- hafsbandalaginu, NATO, þrátt fyrir að efasemda gætti hjá sumum aðildarríkjum þess. „Aðeins NATO getur veitt Eystrasaltsríkjunum þá trygg- ingu fyrir öryggi sem þau þurfa,“ sagði Hans Hækkerup, varnarmálaráðherra Dana. Jorgen Kosmo, varnarmála- ráðherra Noregs, sagði að Rússar hefðu ekki neitunarvald þegar stækkun NATO væri annars vegar en engu að síður skipti miklu máli að Rússar yrðu ekki utanveltu er varnar- mál Evrópu yrðu skipulögð. Kosið í Höfðaborg NELSON Mandela, forseti Suður- Afríku, sést hér halda á hvítu barni á kjörstað í Höfðaborg en þar fóru fram kosningar til borg- arstjórnar í gær. Eru þetta fyrstu kosningarnar í borginni eftir að blökkumenn fengu kosningarétt en fyrsta nýlenda hvítra manna í landinu var stofnuð á svæðinu á 17. öld. Sagði Mandela að meiri- hluti borgarbúa gæti nú kosið sér fulltrúa sem hann treysti og ekki hefði verið „þröngvað upp á hann“ af stjórnvöldum hvíta minnihlutans. Síðustu kannanir bentu til þess að Þjóðarflokkur F.W. de Klerks, fyrrverandi forsætisráðherra, fengi 45% fylgi en samtök Mand- ela, Afríska þjóðarráðið (ANC), 41%. Flokkur de Klerks er talinn fá mikið fylgi meðal kjósenda af blönduðum kynþætti og fólks af indverskum uppruna en saman- lagt er þessi hópur um 60% íbúa í Höfðaborg og nágrenni. Um 1,3 milljónir manna eru á kjörskrá. Netanyahu spáðmjög naumum sigri í Israel Jerúsalem. Reuter. UNGIR stuðningsmenn Likud í ísrael hrópa slagorð til stuðnings Netanyahu í gærkvöldi er fyrstu tölur birtust. Þær gáfu til kynna að Peres hefði sigrað Netanyahu í slagnum um embætti forsæt- isráðherra og flokkurinn fengið flest þingsæti. Á minni myndinni sést Peres á kjörstað. LJÓST var í gærkvöldi að Verka- mannaflokkur Shimon Peres, for- sætisráðherra í Israel, hefði sigrað í þingkosningunum sem fram fóru í gær. Samkvæmt síðustu tölum leit út fyrir að hann fengi 35 þingsæti en Likud-bandalag hægrimanna 31-32 sæti. Aðrir flokkar fengu færri þingmenn. Kosið var sérstak- lega til embættis forsætisráðherra í fyrsta sinn og samkvæmt síðustu spám ísraelskra sjónvarps- og út- varpsstöðva var Benjamin Netan- yahu, frambjóðandi Likud, með um 51% en Peres 49%. Búið var að telja um 38% atkvæð- anna skömmu fyrir miðnætti. Spárn- ar voru birtar skömmu fyrir mið- nætti að íslenskum tíma. Þær byggð- ust á talningu tveggja þriðju hluta atkvæða á allmörgum kjörstöðum víða um landið. Netanyahu hefur fylgt mun her- skárri stefnu en Peres gagnvart Palestínumönnum og arabaríkjunum og óttast margir að friðarviðleitni undanfarinna ára geti verið í hættu ef Netanyahu vinnur. Báðir stóru flokkarnir töpuðu fylgi, Verkamannaflokkurinn hafði áður 44 þingsæti en Likud 40. Kjör- inn forsætisráðherra fær 45 daga til að ná samkomulagi við aðra flokka um myndun samsteypustjórn- ar en takist það ekki verður að kjósa forsætisráðherra á ný. Deilt um öryggi og frið Um 3,9 milljónir manna voru á kjörskrá, þar af eru um 12% fólk af arabískum uppruna en með ísra- elskan borgararétt og eru þeir flest- ir taldir hafa kosið Peres. Kosninga- þátttaka var nokkru meiri en í síð- ustu kosningum, 1992, eða rúmlega 79,7% að sögn embættismanna. Öryggi ríkisins og friðarsamning- ar við araba voru helsta ágreinings- efnið í kosningabaráttunni. Öryggis- gæsla Peresar var stórefld í gær er fjölmargar morðhótanir bárust frá hægrisinnuðum gyðingum, að sögn heimildarmanna. í upphafi ársins nutu Peres og Verkamannaflokkur hans mikillar samúðar kjósenda vegna morðsins á Yitzhak Rabin forsætisráðherra og samheija Peresar í friðarviðleitninni. Vegna hryðjuverka liðsmanna Ham- as-samtaka heittrúarmúslima í upp- hafi ársins minnkaði forskot Peresar hratt og í skoðanakönnunum síðustu dagana hefur munurinn verið innan skekkjumarka. Rabin og Peres fengu ásamt Yass- er Arafat, leiðtoga Palestínumanna, friðarverðlaun Nóbels í fyrra. Öfga- fullur þjóðernissinni úr röðum land- nema gyðinga, er vildi mótmæla öll- um tilslökunum gagnvart Palestínu- mönnum, skaut Rabin til bana í Reuter nóvember. Leah Rabin, ekkja ráð- herrans, sagði er hún var búin að kjósa í gær að halda yrði arfleifð Rabins á lofti ineð því að efla Verka- mannaflokkinn og kjósa Peres. „Ef við gerum það ekki hefur morðinginn sigrað,“ sagði hún.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.