Morgunblaðið - 30.05.1996, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 30.05.1996, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 1996 49 BRÉF TIL BLAÐSINS Vörugjald á bíla - dreifbýlisskattur Frá Hermanni Einarssyni: OFT hafa þingmenn landsbyggðar- innar verið skammaðir fyrir að ganga of hart fram í hagsmunabar- áttu fyrir sitt fólk. Af einhverjum dularfullum ástæðum hefur ekkert í þeim heyrst um þetta mál sem snertir hagsmuni flestra þeirra sem búa utan höfuðborgarsvæðisins. FÍB vakti nýlega athygli á því að hátt vörugjald á fjórhjóladrifna fólksbíla og jeppa er auðvitað ekk- ert annað en landsbyggðarskattur. Á þessa bíla er lagt allt að 75% vörugjaid á meðan vörugjald á smá- bíla er 30%. Staðreyndin er sú að færð og veðurfar er betra að vetrar- lagi á höfuðborgarsvæðinu en ann- ars staðar á landinu. Þörfin fyrir fjórhjóladrifna bíla er því fyrst og fremst á landsbyggðinni. Vöru- gjaldið stighækkar eftir stærð vél- arinnar. Það þarf stærri vélar í fjór- hjóladrifna bíla en aðra, vegna þess að þeir eru þyngri. Þetta stighækk- andi vörugjald er því fyrst og fremst landsbyggðarskattur. Þetta stig- hækkandi vörugjald er því fyrst og fremst landsbyggðarskattur. Þetta háa vörugjald veldur því að jeppar eru dýrustu bílar á Islandi. Þar af leiðandi halda margir að jeppi sé sama og lúxus. En það er aðeins skattlagningunni að kenna að jepp- inn verður að lúxus. Vera má að þingmenn landsbyggðarinnar óttist að vera sakaðir um að vilja skaffa umbjóðendum sínum lúxusbíla á lágu verði, en ef þeir skoða málið ofan í kjöiinn hljóta þeir að átta sig á því að jeppar og aðrir fjórhjóla- drifnir bílar eru fyrst og fremst lífs- nauðsynleg samgöngutæki fyrir íbúa landsbyggðarinnar. Það er mál til komið að þing- menn okkar, sem búum utan höfuð- borgarinnar, láti að sér kveða um þennan óréttláta dreifbýlisskatt. Það er til háborinnar skammar að við þurfum að búa við sérstaka skattlagningu af þeirri ástæðu einni að við þurfum að glíma við erfiða færð og válynd veður. HERMANN EINARSSON, Hafnartúni 24, Siglufirði. íslenskir nafnasiðir Frá Kristni Snæland: NÝLEGA ritaði Elín Pálmadóttir í „Gárur“ um nafnahefð íslendinga. Lagði hún út af því, að sú hefð sé að kenna sig til föður. Ég, sem ber reyndar ættarnefn, hefi af veikum mætti dregið þetta í efa. Eitt sinn tók ég eina bók íslendingasagna og nafngreindi hana. í ljós kom að fornafni fylgir sjaldan föðurnafn. Algengast var að nafni fylgdi titill, viðurnefni eða annað. Ekki er mér könnun þessi handbær nú en aftar- lega á blaði var að kenna fólk til föður. Sérlega algengt var að kenna við bæ eða byggð. Þessi könnun var mér ofarlega í huga er ég kom að Skarði í Gnúpverjahreppi til raf- lagnal Við komuna kynnti ég mig fyrir bónda, sem spurði þegar: Er þetta eitt af þessum ættarnöfnun? Já, svaraði ég hvatvís að venju, ertu eitthvað á móti þeim? Ja, Is- lendingar hafa nú hingað til verið kenndir við feður sína. Jæja Gunnar minn, ég ætla nú bara að benda þér á að þú gengur ekki undir nafn- inu Gunnar Jóhannsson, heldur ertu nefndur séra Gunnar í Skarði. Þá má nefna að nágranni þinn er nefndur Jón í Hrepphólum og ekki man ég betur en Gunnar nokkur hafí verið kenndur við Hlíðarenda og Njáll við Bergþórshvol. Mætti enn lengi telja. Hafa þannig íslend- ingar löngum verið kenndir við flest annað en feður sína, nema svo ómerkir hafí verið, að annað hafi ekki fundist. Sá sómamaður séra Gunnar í Skarði varð hugsi við en sagði svo: Já, þetta hefi ég nú ekki hugsað útí. Fór svo vel á með okkur við raflagnirnar. Því má svo bæta við að enn eru menn kenndir við annað en föður hér á landi. Titlar og starfsheiti eru algengust, þá viður- nefni og uppnefni svo og skýring- ar, svo sem Palli Önna Stínu, Önni Stínu og Stína Önna. Mér er nærri að fullyrða að enn séu íslendingar þá fyrst kenndir til föður þegar ekkert annað bitastætt finnst sem tengja má nafn þeirra við. Að kenna mann við föður sé því þrautalending en ekki fögur venja eða hefð. KRISTINN SNÆLAND, Engjaseli 65, Reykjavík. Frá Jóni K. Guðbergssyni: ENN færist hún í aukana, áfengis- menningin hjá okkur, enda fjölgar öldurhúsunum eins og mýi á mykju- skán og sjoppugreifar tímgast eins og óværa í höfuðsóttarrollu. Nú er svo komið að fólk á förnum vegi má þakka sínum sæla að komast óbarið heim þegar viðskiptavinir áfengissal- anna streyma út í bjarta vornóttina. Nýjustu tíðindin herma.að dyggir kúnnar öldurhúsanna hafí tekið upp þá siði að leggja til fólks með hnífum eða skera það á háls. Má segja að þar sé um tæknilegar framfarir að Frá Sóley Jónsdóttur: ÞAÐ er ekki satt, að mennirnir séu komnir af öpum. Biblían, Orð Guðs, segir að Guð hafí skapað manninn í sinni mynd. (1. Mós. 1:27.) Jesús Kristur, frelsari mannanna, hefir sagt í guðspjalli Jóhannesar 17:17, að Orð Guðs sé sannleikur. Sönn vísindi sanna, að Guðs Orð segir sannleik- ann, en Darwin fór villur vegar. Má benda á, að ein af aðalsönnunum fyr- ir þróun mannsins átti að koma fram á þroskaferli mannsfóstursins I móð- urlífi. Kenning þróunarsinna er sú, að mannsfóstrið líkist dýrafóstrum fyrstu vikurnar. Þetta eru helber ós- annindi. í Mæðrabókinni eftir dr. med. Alf- red Sundal, norskan prófessor, barna- lækni og háskólakennara, þýðandi Stefán Guðnason, læknir, útg. 1957, stendur á bls. 9: „Á því örlagaríka andartaki, er egg konunnar og sæði mannsins sameinast í fíjóvguninni, kviknar nýtt mannslíf. Þetta nýja líf hefir í sér fólgna alla þá erfðaeigin- Illa tenntir öldrykkju- menn? ræða frá því sem gerðist á tíð Egils forföður okkar og annarra berserkja sem létu sér nægja að bíta menn á barkann ef svo bar undir. En kannski eru bjórþambarar okkar tínia bara verr tenntir en fyllibyttur fyrri tíðar. Það virðist sem sagt ekkert lát á leika, sem eggfruman og sáðfruman flytja með sér frá þeirri konu og þeim manni, sem kynfrumurnar stafa frá. Eiginleikar þeir, sem hið unga líf fær að erfðum, eru þar með ákveðnir, og jafnframt er ákveðið, hvort hin nýja iífvera verður drengur eða stúlka.“ Tilvitnun lýkur. Ljóst er af þessu, að mannsfóstrið hefír aldrei útlit né eiginleika dýra- fóstra. Þessa staðreynd ætti að kynna í skólum landsins og hætta að hafa falsaðar mannsfóstursmyndir í kennslubókum sem og öllum öðrum bókum. Engin sönnun hefir heldur fundizt fyrir því, að ein tegund breyt- ist í aðra, og ekki hefir „milliliðurinn“ milli apa og manna enn fundizt, þrátt fyrir mikla leit. Lesa má í Jeremía 8:9: „Hinir vitru verða til skammar. Þeir skelfast og verða gripnir, sjá, þeir hafa hafnað Orði Drottins. Hvaða vizku hafa þeir þá?“ " SÓLEY JÓNSDÓTTIR, Hafnarstræti 63, Akureyri. menningunni enda láta vinir hennat' áfengisauglýsingar blómstra og leggja jafnvel til að menntaskóla- krakkar fái að kaupa áfengi til að efla ábyrgðartilfinninguna, jafnframt því að þessi hollustuvara verði á boð- stólum við hliðina á mjólk og hafra- mjöli. Hins vegar er rétt að koma í veg fyrir tóbaksauglýsingar, flokka tóbak með vímuefnum á borð við morfín og banna sölu á munntóbaki. Munn- tóbaksmenn eru nefnilega miklu hættulegri umhverfinu og sjálfum sér en brennivínsberserkir og engin of- framleiðsla á þeirri vöru í löndum Evrópusambandsins. JÓN K. GUÐBERGSSON, Máshólum 6, Reykjavík. Darwins kenning er villukenning ÞÓR HF Reykjavík - Akureyri Reykjavík: Ármúla 11 -Simi 568-1500 Akureyri: Lónsbakka - Sími 461-1070 ISLENSKI HLUTABREFASJOÐURINN H F AÐ ALFUN D U R 13. júní 1996, kl. 17:15 Sunnusal, Hótel Sögu Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Staöfesting ársreiknings 1995. 3. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna. 4. Ákvörðun um hvernig farið skuli með hagnað/tap félagsins á liðnu reikningsári. 5. Tillaga um heimild til stjórnar um kaup á eigin bréfum félagsins. 6. Tillögur til breytinga á samþykktum félagsins, ef borist hafa. 7. Kosning stjórnar félagsins skv. 19. grein samþykkta. 8. Kosning endurskoðenda félagsins skv. 26. grein samþykkta. 9. Önnur mál. Reykjavík, 30. maí 1996 Stjórn Islenska hlutabréfasjóðsins hf. Ji ! X LANDSBREF hf. A r\v, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík, sími 588 9200, bréfasími 588 8598. LÖGGILT VERÐBRÉFAFYRIRTÆKI, AÐILI AÐ VERÐBRÉFAÞINGIÍSLANDS. BÍLATORG FÉIAG L0GC.I1.TRA Bifreidasai a FUNAHÖFÐA I S: 587-7777 "UH Toyota Carina E 2000 GLi árg. '93, vínrauö ur, sjálfsk., ek. 46 þús. km. Verð 1.490.000. Skipti. Toyota Hilux árg. '89. rauður, 33" dekk, upphækkaður, V-6, ek. 80 þús. km. Verð 1.090.000. Skipti á dýrari. Renault 19 RT árg. '94, grænsans., sjálfsk., einn með öllu, ek. 31 þús. km. Verð 1.250.000. Jeep Cherokee Jamboree árg. '94, svartur, ek. aðeins 17 þús. km.-Verð ' 2.250.000. Skipti. MMC Pajero Superwagon GLS árg. 92, grænsans./gullsans., sóllúga, sjálfsk., upph., 33" dekk, toppeintak, einn eigandi, ek. 65 þús. km., Verð 2.990.000. Skipti. Toyota Carina E 2000 árg. '94, rauður, sjálfsk., ek. 36 þús. km'. Verð 1.590.000. Skipti. VANTAR ALLAR GERÐIR AF BILUM - UTVEGUM BILALAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.