Morgunblaðið - 30.05.1996, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 30.05.1996, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 1996 37 AÐSENDAR GREINAR Um skoðanamyndun ÍM (Gallup) MIÐVIKUDAG 23. maí var birt grein eftir framkv.stj. IM (Gall- up) um vinnuaðferðir fyrirtækisins. Þar koma fram nokkur atr- iði sem vert er að huga að. Varðandi útkomu fyrri spurningar í um- ræddri könnun ÍM (Gallup) og félags- málaráðuneytis er ekkert sem kemur á óvart. Svör við spurn- ingunni segja okkur ekkert, sama niður- staða hefði fengist ef spurt hefði verið: „Ertu ánægð(ur) með launin þín?" I svari framkv.stj. ÍM (Gallup) kemur fram sú skoðun að stjórnir og trúnaðarráð ákveði hvort farið sé í verkföll og á þeim grunni sé spurningin byggð. Hann segir einn- ig að breytingar í þá átt að minnka völd verkalýðsförystunnar séu tímabærar eigi almenhingur á ann- að borð að hafa eitthvað um málin að segja. Grunnur þessara fullyrð- inga er rangur. Hvorki stjórnir eða trúnaðarráð ákveða hvort farið sé í verkfall, það hefur ætíð verið gert á opnum félagsfundum í stéttarfé- lögunum. Seinni spurningin er því leiðandi og ekki hlutlaus. Það hefur verið hrollvekjandi að horfa til þess hvernig ráðherra og nokkrir helstu fj'ölmiðlar hafa nýtt sér niðurstöður Guðmundur Gunnarsson þessarar könnunar til rökstuðnings á fram- setningu lagafrum- s varps sem mun skerða lýðræði í landinu. Hyers vegna breytir svo ÍM (Gallup) spurn- ingu Rafiðnaðarsam- bandsins? Send var inn eftirfarandi spurning: „Ertu sammála því að settar verði inn tak- markanir á félagsleg- um réttindum í stéttar- félögunum og völd verkalýðsrekenda auk- in eins og lagt er til í frumvarpi félagsmála- ráðherra". Ég viður- kenni fúslega að þessi spurning er leiðandi, en hún er byggð á sama grunni og fyrri spurning ÍM (Gall- up) og félagsmálaráðuneytisins. Mín rök eru að þröskuldar í at- kvæðagreiðslum stéttarfélaga muni leiða til þess að verkalýðsforystan verði tregari til þess að leggja mál- in fyrir félagsmenn sína. Það sem . sannfærði mig um hversu óvönduð vinnubrögð ÍM (Gallup) eru, er að fyrirtækið vildi bréyta 'spurningunni í: „Finnst þér að lágmarksþátttaká 20% félags- manna stéttarfélaga við að fella kjarasamninga og heimila vinnu- stöðvanir eins og gert er ráð fyrir í frumvarpi um stéttarfélög og vinnudeilur sé hæfileg, of mikil eða of lítil krafa?". Þetta er leiðandi Ég fer þess á leit við ÍM (Gallup), segir Guðmundur Gunnars- son, að þeir gefi upp heimilisfang alþjóða- skrifstofunnar. orðalag sem er til þess fallið að draga fram sjónarmið vilholl núver- andi stjórnvöldum. Innan Rafiðnaðarsambandsins hefur verið reifuð sú hugmynd að kanna hvort alþjóðafyrirtækið, sem ÍM hefur fengið leyfi til að kenna sig við, væri reiðubúið að meta hvort spurningar ÍM (Gallup) í við- horfskönnun fyrir félagsmálaráðu- neytið uppfylli kröfur um óhlut- drægar spurningar: •Að öllu leyti •Að nokkru leyti •Alls ekki Nú er það svo að mér er ekki kunnugt um hver hefur gefið ÍM leyfi til þe'ss að bera nafn Gallup og hef ekki heimilisfang alþjóða- skrifstofu þeirra. Þess vegna fer ég þess á leit að ÍM (Gallup) á ís- landi láti Rafiðnaðarsambandi ís- lands í té heimilisfangið. Höfundur er formaður Rafiðnaðarsambands íslands. Sjúkraliðanám í 30 ár I VOR eru liðin 30 ár síðan fyrstu sjúkra- liðarnir voru braut- skráðir, og á hausti komanda verður Sjúkraliðafélag íslands 30 ára. Það eru því ákveðin tímamót, sem vert er að minnast með margvíslegum hætti. Ragnheiður Guð- mundsdóttir læknir varð fyrst til þess á prenti að vekja athygli á þörfinni fyrir þessa menntun, og í marz 1964 skipaði Sigurður Sigurðsson landlæknir Sölvi Sveinsson nefnd til þess að gera tillögur um nám og starfssvið hjálparfólks við hjúkrun. Ingibjörg R. Magnúsdóttir hjúkrunarfræðingur var frumkvöðull að því að sjúkraliðanámi var komið á laggir við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri og lagði hún til að þessi nýja stétt fengi starfsheitið sjúkral- iði. Fyrstu sjúkraliðarnir voru braut- skráðir á Akureyri 26. mai 1966. Næstu ár voru brautskráðir á níunda hundrað sjúkraliðar á 54 námskeið- um á ýmsum sjúkrahúsum. Straumhvörf urðu þegar Sjúkral- iðaskóli íslands hóf störf 17. október 1975, og námið var síðar tekið upp í fjölbrautaskólum víða um land. Sjúkraliðaskóli íslands var lagður niður haustið 1990 og starfsemi hans sameinuð Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Sjúkraliðanám er nú 86 einingar eða tveggja og hálfs til þriggja ára nám. Starfsþjálfun á að vera í 34 vikur, og hingað til hafa sjúkraliðar fengið laun á starfsþjálfunartíman- um. Á því kunna nú að verða breyt- ingar í samræmi við nýja námskrá. Námið er tvískipt, annars vegar almennar greinar, en síðan sérhæft nám í hjúkrun og þeim greinum sem nýtast starfsfólki á heilbrigðisstofn- unum; líffæra- og lífeðlisfræði, nær- ingarfræði, skyndihjálp, sýklafræði, siðfræði o.fl. Þróunin hefur verið á þá lund, að sérhæfingin hefur aukizt eftir því sem ár líða, og við endurskoðun nám- skrár, sem nú er í bí- gerð hjá menntamála- ráðuneyti, verður vísast lagt til að ýmsir nýir áfangar verði teknir upp. 011 menntun úreldist nú á dögum, einkum í þeim greinum þar sem mestar rannsóknir eru stundaðar. Þetta gildir sérstaklega um heil- brigðisgeirann þar sem margvíslegar breyting- ar hafa dunið yfir und- anfarin ár og kalla á nýjar úrlausnir, og ný tækni krefst þess, að menn svari ágengum sið- fræðilegum spurningum. Skólinn hefur reynt að bregðast við þessu. Vor hvert eru starfandi sjúkraliðar í sérnámi í hjúkrun tiltek- inna sjúklinga hverju sinni, og nú hefur hátt á annað þúsund sjúkraliða sótt skemmri símenntunarnámskeið í margvíslegum greinum. Þeirri starfsemi verður haldið áfram, enda er þörfin brýn. Allt þetta starf er unnið í góðri samvinnu kennara og fræðslunefndar Sjúkraliðafélags ís- lands. í tilefni 30 ára afmælis Sjúkra- liðafélags íslands hyggst skólinn 30 ár eru síðan fyrstu sjúkraliðarnir voru út- skifaðir. Sölvi Sveins- son fjallar um sögu Sjúkraliðafélagsins. gefa út Handbók sjúkraliða. Síðast- liðið ár kom út Handbók læknaritara og hefur mælzt vel fyrir, og nú verð- ur því starfi fylgt eftir. Ýmsir koma að ritun bókarinnar, sérfræðingar innan skólans og utan. Starfsfólk Fjölbrautaskólans við Ármúla árnar sjúkraliðum heilla á þessum tíma- mótum. Höfundur er skólameistari Fjölbrautaskólans við Ármúla. HEYRDU! Hefur PÚ athugað Arsnám í Reykholti? Allar upplýsingar í síma 4351200/4312544 INNRITUN lýkur 5. júní W............JTTm <^D CSD Anuigur Imm Abyrsð Biddu um Banana Boat sólbrúnkufestandi After Sun ef þú vill lesta sólbrúitaa lil mánaða um leið og þú nærir húðina mei Aloe Vera, E-vítam., kollapi og lanólini. D Sérhannaðar Banana Boat bamasólvarnir 115,129, #30 og 501. Krem, úði. þykkur salvi og stifti. D Banana Boat næringarkrem Bnln-án sólar m/sólvöm D Hraðgræðandi Banana Boat varasalvi steyptur úr Aloe Vera m/sólv. K21, E-vitamin m/sólvöm 130; kirstubeijum, vatns- melónum, blónduðum ávöxtum m/sólv. 115. Bragðgóðir. D Hvere vegna að borga 1200 kr. fyrir kvartlítra at Aloe geli begar þú getur fengið sama magn af 99,7% hreinu Banana Boat Aloe Vera geli á 700 kr ? Eða tvöfaft meira magn Banana Boat Aloe Vera geli á 1000 kr. Án spírulínu, til búinna lyktareína eða annarra ertandi otamisvalda. Biddu um Banana Boat i sólbaðsstofum, apótekum, snyrtiv. verslunum og öilum heilsubúðum utan Reykjavikur. Banana Boat E-gel fæst lika h)á Samtökum psoriasis- og exem- siúklinga. Heilsuvai - Baronsstig 20 -a 562 6275 T T T T , BÆNDUROGHESTAMENN RAFGIRÐINGAR MR búðin • Laugavegi 164 Símar: 5511125 • 552 4355 • Fax 581 4450
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.