Morgunblaðið - 30.05.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.05.1996, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR 38. þing ÁSÍ: Grétarkjörjnn forseti ASI iGtAUMD' VELKOMINN að því Grétar minn . . . Virðisaukaskattur vegna vinnu við íbúðarhúsnæði Óbreytt áform um mínní endurgreiðslu EKKI er gert ráð fyrir breytingum á frumvarpi um að draga úr endur- greiðslu á virðisaukaskatti vegna vinnu við íbúðarhúsnæði. í vetur mælti fjármálaráðherra fyr- ir frumvarpi um að endurgreiðslan nemi 60% af virðisaukaskattinum, en ekki að fullu eins og nú er. Þessi áform voru gagnrýnd af hagsmunaaðilum, m.a. Neytendasam- tökunum og Samtökum iðnaðarins, en meirihluti efnahags- og viðskipta- nefndar Alþingis leggur til að það verði samþykkt óbrejdt. Að meirihlutaálitinu standa fulltrú- ar Framsóknarflokks og Sjálfstæðis- flokks auk Sighvats Björgvinssonar Alþýðuflokki. Agúst Einarsson Þjóð- vaka og Steingrímur J. Sighvatsson Alþýðubandalagi eru hins vegar and- vígir frumvarpinu og segja þessa að- ferð fráleita. Með henni séu byrðar vegna lækkaðs vörugjald lagðar á herðar húsbyggjenda einna og mikii hætta verði á undanskotum frá skatti. Aætlað er að með þessu lækki endurgreiðslur á virðisaukaskatti um 440 milljónir króna en tekjutap vegna breytinga á vörugjöldum er talið nema 450 milljónum. Breyta á lögum um vörugjald vegna athugasemda Eftir- litsstofnunar EFTA, sem telur þau bijóta í bága við EES-samninginn. Það er einkum vegna þess að greiðslu- frestur er mismunandi eftir því hvort um er að ræða innfluttar eða innlend- ar vörur, og einnig er mismunandi gjaldstofn fyrir innfluttar og innlend- ar vörur. Efnahags- og viðskiptanefnd hefur einnig afgreitt vörugjaldsfrum- varpið frá sér, með nokkrum breyting- um, sem aðallega eru tæknilegs eðlis. í frumvarpinu er m.a. gert ráð fyrir að vörugjald verði fellt niður eða lækkað á ýmsum byggingavörum, t.d. málningu, einangrunarefni og lagna- efni. Nefndin klofnar eins í þessu máli pg virðisaukaskattsmálinu. Segja þeir Ágúst og Steingrímur í nefndará- liti sínu, að hagsmunaðailar hafi lagst eindregið gegn útfærslunni og Félag íslenskra stórkaupmanna, sem kærði álagningu vörugjaidsins upphaflega til Eftirlitsstofnunarinnar telji frum- varpið ekki koma til móts við athuga- semdir stofnunarinnar. Það gangi lengra en áður í að mismuna atvinnu- greinum og að innlendir framleiðend- ur séu vemdaðir fyrir eðlilegri sam- keppni. Þá muni margs konar ójöfn- uður í álagningu vörugjalda milli inn- lendra og erlendra aðila verða afleið- ing samþykktar þess. RÍKARÐUR R. Stein- bergsson verkfræðingur er látinn. Hann rak eigin verkfræðistofu og var framkvæmdastjóri Fram- kvæmdanefndar bygging- aráætlunar 1969-1980 og stjómar verkamannabú- staöa í Reykjavík 1976- 1990 og starfaði síðan sem framkvæmdastjóri Húsnæðisnefndar Reykja- víkur. Ríkarður fæddist 13. apríl 1930 að Skriðu í Hörgárdal. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum á Ak- ureyri 1949 og lauk fymhluta prófi í verkfræði frá Háskóla íslands 1952. Prófi í byggingarverkfræði lauk hann frá DTH í Kaupmannahöfn 1955. Hann starfaði sem verkfræðingur hjá Verklegum framkvæmdum hf. 1955- 1958. Ríkarður stofnaði ásamt fleirum verkfræði- stofuna Traust hf. 1956 og starfaði þar sem verk- fræðingur frá 1958- 1968. Eftir það rak hann eigin verkfræðistofu til ársins 1976. Ríkarður var í stjóm VFÍ 1964-1966 og í stjóm BVFÍ eitt kjör- tímabil. Hann var í stjóm Bridgesambands íslands á áttunda áratugnum og var landsliðsfyrirliði án spilamennsku árin 1975- 1980. Hann var formaður Lions- klúbbs Reykjavíkur 1995-1996. Ríkarður var kvæntur Gróu Val- gerði Ingimundardóttur sem lést 1978 og áttu þau fjögur böm. Eftirlifandi eiginkona Ríkarðs er Valdís Garðars- dóttir. Skoðanakönnun DV Pétursæk- ir á Ólaf ÓLAFUR Ragnar Grímsson fær mest fylgi í skoðanakönnun DV 28. maí sl. Samkvæmt könnuninni velja 52,3% Ólaf Ragnar sem forseta nú. Pétur Kr. Hafstein velja 26,6%. í síðustu könnun DV sem gerð var í apríl, hlaut Ólafur Ragnar 61% fylgi og Pétur Kr. 11,5%. Miðað er við þá sem afstöðu tóku. Guðrún Agnarsdóttir hefur skotist upp fyrir nöfnu sína Pétursdóttur frá því könnun DV í apríl var gerð. Þá hlaut Guðrún Agnarsdóttir fylgi 6,1% en 10,3% nú. Guðrún Pétursdóttir hlaut í apríl fylgi 14% en 8,7% nú. Fylgi Ástþórs Magnússonar er sam- kvæmt könnun DV 2,1%. Úrtakið var 600 manns. AIIs tóku 71,3% úrtaksins afstöðu í könnun- inni. 29% eru því óákveðin eða neita að gefa upp afstöðu sína. Þetta eru svipuð hlutföll og í síðustu könnun DV 16. apríl sl. Andlát RIKARÐUR R. STEINBERGSSON Iðjuþjálfafélag Islands 20 ára Tíðni álagsein- kenna eykst Hope Knútsson IÐJUÞJÁLFAFÉLAG íslands heldur á föstu- dag námskeið fyrir heilbrigðisstéttir um álag- seinkenni í samvinnu við Endurmenntunarstofnun háskólans. Á laugardag verður síðan haldinn fyrir- lestur opinn almenningi um sama mál. Fyrirlesar- ar báða dagana era dr. Emil Pascarelli, læknir og prófessor, og Jane Beár- Lehman, prófessor í iðju- þjálfun. Pascarelli mun í fyrirlestri sínum fjalla um álagseinkenni á liði og stoðkerfi líkamans en Be- ar-Lehman um breytingar á lífsstíl og nánasta um- hverfi, sem stuðla að bata fólks með álagseinkenni. Námskeiðið og fyrir- lesturinn eru haldin í til- efni af tuttugu ára afmæli Iðju- þjálfafélagsins og er þetta í fyrsta skipti í sögu þess, sem félagið gengst fyrir fræðslu fyrir aðrar heilbrigðisstéttir og fyrir aimenn- ing. Hope Knútsson, formaður Iðju- þjálfafélagsins, segir markmiðið vera að vekja athygli á vaxandi vandamáli. Álagseinkenni eða álagsmein séu hugtök, sem notuð séu til að lýsa verkjum í mjúkvef efri hluta líkamans og tengjast athöfnum daglegs lífs. Algengast sé að fólk er vinni einhliða störf í óþægilegri stöðu í langan tíma fái slík einkenni. Meðal áhættu- hópa séu til dæmis fólk úr kjötiðn- aði, fiskvinnslu, heilbrigðisstétt- um, ritarar, biaðamenn, hljóð- færaleikarar og tölvunotendur. Áður var þetta vandamál fyrst og fremst bundið við erfiðisvinnu en vandamálið breiðist nú ört út, ekki síst vegna stóraukinnar skjá- vinnu við tölvur. Tíðni álagseinkenna fer stöð- ugt vaxandi og nefnir Hope sem dæmi að í Bandaríkjunum hafi hún tífaldast á áranum 1983 til 1993. Samkvæmt bandarískum könnunum er talið að rekja megi allt að tvo þriðju veikinda af völd- um vinnu til álagseinkenna og 5% allra meiðsla og veikinda. Því hefur verið spáð að álagseinkenni verði eitt helsta heilbrigðisvanda- mál næstu aldar á Vesturlöndum. Þótt ekki liggi fyrir kannanir á tíðni álagseinkenna á íslandi seg- ir Hope ljóst að þetta sé einnig vaxandi vandamál hér á landi. Samanburður við önnur lönd er hins vegar erfiður í þessum efnum vegna mismunandi skráning- ar atvinnusjúkdóma. En hver eru helstu einkenni álagsmeina? Hope segir að einkenn- unum megi skipta í þrjú stig, sem tengjast hálsi, herðum og baki, auk framhandleggja og handa. Fyrstu einkennin séu vöðvaverkir, dofí og þreyta á meðan unnið er, sem minnka við hvíld. Á öðra stigi standa verkir og þreyta yfir í lengri tíma og valda skertri starfsgetu. Á þriðja stigi er ein- staklingurinn ófær um að stunda vinnu eða sinna daglegum athöfn- um á borð við að elda eða bursta tennur. Önnur einkenni eru verk- ur og þreyta í hvíld og svefntruf- lanir. Mikilvægt er að grípa inn í með meðferð strax á fyrsta stigi, þó svo að á öðra stigi geti flestir snúið aftur til vinnu fái þeir t.d. kennslu í réttum vinnuaðferðum, breytt vinnuumhverfi og viðeig- andi sjúkra- og iðjuþjálfun. Á ► Hope Knútsson er fædd árið 1943 í New York borg. Hún lauk B.A.-prófi í sálfræði og heimspeki frá City University í New York árið 1964 og síðar masters-gráðu í iðjuþjálfun frá Columbia-háskóla í New York. Hún hefur verið formaður Iðju- þjálfafélags íslands frá stofnun eða í tuttugu ár. Hope er gift Einari Knútssyni, flugvirkja hjá Flugleiðum, og eiga þau tvö börn. þriðja stigi er meðferð erfiðari og meiri líkur á varanlegri ör- orku. Hope segir Iðjuþjálfafélagið leggja mikla áherslu á mikilvægi forvarna og sjáifshjálp, þar sem slíkt sé mun ákjósanlegra en lang- ur og erfiður meðferðartími. Það sé ekki síst atvinnurekendum í hag að fólk sé meðvitað um þessi mál og byrgi brunninn tímanlega áður en kemur til skertrar starfs- getu og fjarvista vegna veikinda. Forvarnir felist fyrst og fremst í réttri vinnuaðstöðu og vinnustíl. Gott ráð fyrir fólk í einhæfri vinnu, s.s. skjávinnu, sé að taka sér hlé á hálftíma fresti, standa upp, gera teygjuæfingar eða sinna öðrum verkefnum. Mikil- vægast sé að bijóta upp vinnu- mynstrið. Fjölbreytni dragi úr hættu á álagseinkennum. Þá beri að hafa hugfast að ekki sé rétt að hafa réttan vinnuútbúnað ef til dæmis ásláttur á tölvu sé rang- ur. Fyrirlesarar á námskeiðinu eru mjög þekktir á sínu sviði. Emil Pascarelli er prófessor í klínískri læknisfræði við Columbia-háskóla í New York og prófessor í heilbrigðisfræði við New York Hospital Comell Medical Center. Hann hefur undanfarin ár ein- beitt sér að álagseinkennum og meðhöndlað rúmlega þijú þúsund sjúklinga með slík einkenni. Einn- ig hefur hann ritað bókina „Rep- etitive Strain Injury: A Computer User’s Guide“, sem Hope segir fást í Bóksölu stúdenta og vera ákjósanlega fyrir þá sem vilji kynna sér þessi mál nánar. Jean Bear-Lehman er að- stoðarprófessor í iðjuþjálfun við Columbia-háskóla og rekur einn- ig eigin stofu þar sem hún sér- hæfir sig í einkennum vegna endurtekins álags á t.d. höndum og hálsi. Hope segist vilja hvetja fólk til að koma á fyrirlestur þeirra á laugardag, fræðast um þennan útbreidda en að mörgu leyti dulda vanda og forvamir gegn honum. „Áherslan er á foruarnir11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.