Morgunblaðið - 30.05.1996, Síða 8

Morgunblaðið - 30.05.1996, Síða 8
8 FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR 38. þing ÁSÍ: Grétarkjörjnn forseti ASI iGtAUMD' VELKOMINN að því Grétar minn . . . Virðisaukaskattur vegna vinnu við íbúðarhúsnæði Óbreytt áform um mínní endurgreiðslu EKKI er gert ráð fyrir breytingum á frumvarpi um að draga úr endur- greiðslu á virðisaukaskatti vegna vinnu við íbúðarhúsnæði. í vetur mælti fjármálaráðherra fyr- ir frumvarpi um að endurgreiðslan nemi 60% af virðisaukaskattinum, en ekki að fullu eins og nú er. Þessi áform voru gagnrýnd af hagsmunaaðilum, m.a. Neytendasam- tökunum og Samtökum iðnaðarins, en meirihluti efnahags- og viðskipta- nefndar Alþingis leggur til að það verði samþykkt óbrejdt. Að meirihlutaálitinu standa fulltrú- ar Framsóknarflokks og Sjálfstæðis- flokks auk Sighvats Björgvinssonar Alþýðuflokki. Agúst Einarsson Þjóð- vaka og Steingrímur J. Sighvatsson Alþýðubandalagi eru hins vegar and- vígir frumvarpinu og segja þessa að- ferð fráleita. Með henni séu byrðar vegna lækkaðs vörugjald lagðar á herðar húsbyggjenda einna og mikii hætta verði á undanskotum frá skatti. Aætlað er að með þessu lækki endurgreiðslur á virðisaukaskatti um 440 milljónir króna en tekjutap vegna breytinga á vörugjöldum er talið nema 450 milljónum. Breyta á lögum um vörugjald vegna athugasemda Eftir- litsstofnunar EFTA, sem telur þau bijóta í bága við EES-samninginn. Það er einkum vegna þess að greiðslu- frestur er mismunandi eftir því hvort um er að ræða innfluttar eða innlend- ar vörur, og einnig er mismunandi gjaldstofn fyrir innfluttar og innlend- ar vörur. Efnahags- og viðskiptanefnd hefur einnig afgreitt vörugjaldsfrum- varpið frá sér, með nokkrum breyting- um, sem aðallega eru tæknilegs eðlis. í frumvarpinu er m.a. gert ráð fyrir að vörugjald verði fellt niður eða lækkað á ýmsum byggingavörum, t.d. málningu, einangrunarefni og lagna- efni. Nefndin klofnar eins í þessu máli pg virðisaukaskattsmálinu. Segja þeir Ágúst og Steingrímur í nefndará- liti sínu, að hagsmunaðailar hafi lagst eindregið gegn útfærslunni og Félag íslenskra stórkaupmanna, sem kærði álagningu vörugjaidsins upphaflega til Eftirlitsstofnunarinnar telji frum- varpið ekki koma til móts við athuga- semdir stofnunarinnar. Það gangi lengra en áður í að mismuna atvinnu- greinum og að innlendir framleiðend- ur séu vemdaðir fyrir eðlilegri sam- keppni. Þá muni margs konar ójöfn- uður í álagningu vörugjalda milli inn- lendra og erlendra aðila verða afleið- ing samþykktar þess. RÍKARÐUR R. Stein- bergsson verkfræðingur er látinn. Hann rak eigin verkfræðistofu og var framkvæmdastjóri Fram- kvæmdanefndar bygging- aráætlunar 1969-1980 og stjómar verkamannabú- staöa í Reykjavík 1976- 1990 og starfaði síðan sem framkvæmdastjóri Húsnæðisnefndar Reykja- víkur. Ríkarður fæddist 13. apríl 1930 að Skriðu í Hörgárdal. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum á Ak- ureyri 1949 og lauk fymhluta prófi í verkfræði frá Háskóla íslands 1952. Prófi í byggingarverkfræði lauk hann frá DTH í Kaupmannahöfn 1955. Hann starfaði sem verkfræðingur hjá Verklegum framkvæmdum hf. 1955- 1958. Ríkarður stofnaði ásamt fleirum verkfræði- stofuna Traust hf. 1956 og starfaði þar sem verk- fræðingur frá 1958- 1968. Eftir það rak hann eigin verkfræðistofu til ársins 1976. Ríkarður var í stjóm VFÍ 1964-1966 og í stjóm BVFÍ eitt kjör- tímabil. Hann var í stjóm Bridgesambands íslands á áttunda áratugnum og var landsliðsfyrirliði án spilamennsku árin 1975- 1980. Hann var formaður Lions- klúbbs Reykjavíkur 1995-1996. Ríkarður var kvæntur Gróu Val- gerði Ingimundardóttur sem lést 1978 og áttu þau fjögur böm. Eftirlifandi eiginkona Ríkarðs er Valdís Garðars- dóttir. Skoðanakönnun DV Pétursæk- ir á Ólaf ÓLAFUR Ragnar Grímsson fær mest fylgi í skoðanakönnun DV 28. maí sl. Samkvæmt könnuninni velja 52,3% Ólaf Ragnar sem forseta nú. Pétur Kr. Hafstein velja 26,6%. í síðustu könnun DV sem gerð var í apríl, hlaut Ólafur Ragnar 61% fylgi og Pétur Kr. 11,5%. Miðað er við þá sem afstöðu tóku. Guðrún Agnarsdóttir hefur skotist upp fyrir nöfnu sína Pétursdóttur frá því könnun DV í apríl var gerð. Þá hlaut Guðrún Agnarsdóttir fylgi 6,1% en 10,3% nú. Guðrún Pétursdóttir hlaut í apríl fylgi 14% en 8,7% nú. Fylgi Ástþórs Magnússonar er sam- kvæmt könnun DV 2,1%. Úrtakið var 600 manns. AIIs tóku 71,3% úrtaksins afstöðu í könnun- inni. 29% eru því óákveðin eða neita að gefa upp afstöðu sína. Þetta eru svipuð hlutföll og í síðustu könnun DV 16. apríl sl. Andlát RIKARÐUR R. STEINBERGSSON Iðjuþjálfafélag Islands 20 ára Tíðni álagsein- kenna eykst Hope Knútsson IÐJUÞJÁLFAFÉLAG íslands heldur á föstu- dag námskeið fyrir heilbrigðisstéttir um álag- seinkenni í samvinnu við Endurmenntunarstofnun háskólans. Á laugardag verður síðan haldinn fyrir- lestur opinn almenningi um sama mál. Fyrirlesar- ar báða dagana era dr. Emil Pascarelli, læknir og prófessor, og Jane Beár- Lehman, prófessor í iðju- þjálfun. Pascarelli mun í fyrirlestri sínum fjalla um álagseinkenni á liði og stoðkerfi líkamans en Be- ar-Lehman um breytingar á lífsstíl og nánasta um- hverfi, sem stuðla að bata fólks með álagseinkenni. Námskeiðið og fyrir- lesturinn eru haldin í til- efni af tuttugu ára afmæli Iðju- þjálfafélagsins og er þetta í fyrsta skipti í sögu þess, sem félagið gengst fyrir fræðslu fyrir aðrar heilbrigðisstéttir og fyrir aimenn- ing. Hope Knútsson, formaður Iðju- þjálfafélagsins, segir markmiðið vera að vekja athygli á vaxandi vandamáli. Álagseinkenni eða álagsmein séu hugtök, sem notuð séu til að lýsa verkjum í mjúkvef efri hluta líkamans og tengjast athöfnum daglegs lífs. Algengast sé að fólk er vinni einhliða störf í óþægilegri stöðu í langan tíma fái slík einkenni. Meðal áhættu- hópa séu til dæmis fólk úr kjötiðn- aði, fiskvinnslu, heilbrigðisstétt- um, ritarar, biaðamenn, hljóð- færaleikarar og tölvunotendur. Áður var þetta vandamál fyrst og fremst bundið við erfiðisvinnu en vandamálið breiðist nú ört út, ekki síst vegna stóraukinnar skjá- vinnu við tölvur. Tíðni álagseinkenna fer stöð- ugt vaxandi og nefnir Hope sem dæmi að í Bandaríkjunum hafi hún tífaldast á áranum 1983 til 1993. Samkvæmt bandarískum könnunum er talið að rekja megi allt að tvo þriðju veikinda af völd- um vinnu til álagseinkenna og 5% allra meiðsla og veikinda. Því hefur verið spáð að álagseinkenni verði eitt helsta heilbrigðisvanda- mál næstu aldar á Vesturlöndum. Þótt ekki liggi fyrir kannanir á tíðni álagseinkenna á íslandi seg- ir Hope ljóst að þetta sé einnig vaxandi vandamál hér á landi. Samanburður við önnur lönd er hins vegar erfiður í þessum efnum vegna mismunandi skráning- ar atvinnusjúkdóma. En hver eru helstu einkenni álagsmeina? Hope segir að einkenn- unum megi skipta í þrjú stig, sem tengjast hálsi, herðum og baki, auk framhandleggja og handa. Fyrstu einkennin séu vöðvaverkir, dofí og þreyta á meðan unnið er, sem minnka við hvíld. Á öðra stigi standa verkir og þreyta yfir í lengri tíma og valda skertri starfsgetu. Á þriðja stigi er ein- staklingurinn ófær um að stunda vinnu eða sinna daglegum athöfn- um á borð við að elda eða bursta tennur. Önnur einkenni eru verk- ur og þreyta í hvíld og svefntruf- lanir. Mikilvægt er að grípa inn í með meðferð strax á fyrsta stigi, þó svo að á öðra stigi geti flestir snúið aftur til vinnu fái þeir t.d. kennslu í réttum vinnuaðferðum, breytt vinnuumhverfi og viðeig- andi sjúkra- og iðjuþjálfun. Á ► Hope Knútsson er fædd árið 1943 í New York borg. Hún lauk B.A.-prófi í sálfræði og heimspeki frá City University í New York árið 1964 og síðar masters-gráðu í iðjuþjálfun frá Columbia-háskóla í New York. Hún hefur verið formaður Iðju- þjálfafélags íslands frá stofnun eða í tuttugu ár. Hope er gift Einari Knútssyni, flugvirkja hjá Flugleiðum, og eiga þau tvö börn. þriðja stigi er meðferð erfiðari og meiri líkur á varanlegri ör- orku. Hope segir Iðjuþjálfafélagið leggja mikla áherslu á mikilvægi forvarna og sjáifshjálp, þar sem slíkt sé mun ákjósanlegra en lang- ur og erfiður meðferðartími. Það sé ekki síst atvinnurekendum í hag að fólk sé meðvitað um þessi mál og byrgi brunninn tímanlega áður en kemur til skertrar starfs- getu og fjarvista vegna veikinda. Forvarnir felist fyrst og fremst í réttri vinnuaðstöðu og vinnustíl. Gott ráð fyrir fólk í einhæfri vinnu, s.s. skjávinnu, sé að taka sér hlé á hálftíma fresti, standa upp, gera teygjuæfingar eða sinna öðrum verkefnum. Mikil- vægast sé að bijóta upp vinnu- mynstrið. Fjölbreytni dragi úr hættu á álagseinkennum. Þá beri að hafa hugfast að ekki sé rétt að hafa réttan vinnuútbúnað ef til dæmis ásláttur á tölvu sé rang- ur. Fyrirlesarar á námskeiðinu eru mjög þekktir á sínu sviði. Emil Pascarelli er prófessor í klínískri læknisfræði við Columbia-háskóla í New York og prófessor í heilbrigðisfræði við New York Hospital Comell Medical Center. Hann hefur undanfarin ár ein- beitt sér að álagseinkennum og meðhöndlað rúmlega þijú þúsund sjúklinga með slík einkenni. Einn- ig hefur hann ritað bókina „Rep- etitive Strain Injury: A Computer User’s Guide“, sem Hope segir fást í Bóksölu stúdenta og vera ákjósanlega fyrir þá sem vilji kynna sér þessi mál nánar. Jean Bear-Lehman er að- stoðarprófessor í iðjuþjálfun við Columbia-háskóla og rekur einn- ig eigin stofu þar sem hún sér- hæfir sig í einkennum vegna endurtekins álags á t.d. höndum og hálsi. Hope segist vilja hvetja fólk til að koma á fyrirlestur þeirra á laugardag, fræðast um þennan útbreidda en að mörgu leyti dulda vanda og forvamir gegn honum. „Áherslan er á foruarnir11

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.